Þjóðviljinn - 07.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. maí 1958 PIÓÐVILJINN Úteefandl. BameJnlnKarflokkur alþýðu - Bóslallstaflokkurlnn. — Rltstjórar Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (aD.j. - Fréttarltstjórl: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýa- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - RitstJórn. afgrelðsla. auglýsingar, prent- emiðja: Skólavörðustíg 19. - Síml: 17-500 (5 linurV - Áskriftarverð kr. 25 A tzi&n. i Reykjavik og nágrenni: kr. 22 annarsst LausasöluverO kr. 1.50 P-entsmlðja J>jóðvilJana Vísir snýr Sjö ára hernám Idag éru liðin rétt sjö ár síðan Bandaríkjamenn her- námu ísland öðru sinni. Að- faranótt 7. maí 1951 komu bandarískar árásarsveitir flug- leiðis og settust á Keflavíkur- flugvöll, en það var ekki fyrr en morguninn eftir að ríkis- stjóm Islands sá ástæðu til að skýra þjóðinni frá því sem gerzt hafði. Ákvörðunin um hemámið hafði ekki verið samþykkt af neinum þar til bæmm aðilum; Alþingi hafði ekki verið kvatt saman, ekki lieldur utanríkismálanefnd — þarna var verið að fremja stjómarskrárbrot og landráð af ráðnum hug. Nokkm áð- -ur höfðu þingmenn hemáms- flokkanna verið kvaddir til Reykjavíkur til leynifunda til þess að taka á sig persónu- Iega ábyrgð á hemáminu, en einmitt þá dagana vom banda- rísk herskip látin liggja í Reykjavíkurhöfn o g banda- rískir hermenn 'hafðir í landi. Þannig var unnið að þessari örlagaríku ákvörðun, og þetta em sígild vinnubrögð þegar þjóðsvik em framin. Það þarf ekki að rif ja upp fyrir Islendingum reynsl- una af sjö ára hemámi; hún brennur í blóði hvers heiðar- legs manns. Á þessum tíma hafa allar röksemdir hemáms- sinna fallið um sjálfar sig, þannig að þeir em fyrir löngu hættir að. minnast á „vemd" og „vamir“. Einnig sú „röksemd“ að Island sé ó- -hjákvæmilegur hlekkur í hemaðarkerfi Bandaríkjanna — að við eigum að fóma lífshagsmunum okkar í þágu hins vestræna herveldis — hefur hmnið til gmnna með nýtízku uppfinningum í hem- aðartækni. Bandaríkin vita fullvel að þeim er ekki leng- ur nein vemd af útvarðstöðv- unum eftir að fundin hafa verið upp flugskeyti sem hægt er að senda hvert á jörðina sem er, enda hafa allar meiri háttar nýjar framkvæmdir á herstöðvunum hér verið felld- ar niður s.l. tvö ár, jafnvel radarstöðvamar hafa ekki verið fullgerðar, og ísland hefur á skömmum tima orðið að annars flokks !herst"ð. Þannig stenzt ekki einu sinni lengur hin þýlynda eftirlætis- kenning Bjarna Benediktsson- ar, að Islendingum sé það hæfilegt hlutverk að vera hlekkur í bandarískri keðju og fóma hagsmunum sínum og tilvem í þágu húsbænd- anna fyrir véstan haf. Eftir standa hemámssinnar alger- lega rökþrota, eftir að jafn- vel sú málsvöm sem fráleit- ust var og andstæðust hags- munum Islendinga hefur verið frá þeim tekin; nú geta þeir aðeins hrópað í ósjálfræði: við viljum láta hernema okk- ur, traðka á okkur, sparka í okkur; við viljum að herinn fari seinna en „auðið er“ eins og þeir kómust svo hlálega að orði 1. mai. En jafnvel þótt allar rök- semdir hernámsins séu hrundar til grunna, jafnvel þótt ísland hafi nú orðið mjög takmarkað hemaðarlegt gildi fyrir Bandaríkin, skyldi eng- inn ætla að það liggi á lausu að herinn fari og ísland öðl- ist frelsi á nýjan leik. Það sést m.a. á því hvemig svik- in hafa verið hátíðleg loforð ríkisstjórnarinnar og sam- þykkt Alþingis um að her- náminu skyldi aflétt. Banda- ríkin vilja halda fótfestu sinni hér af pólitískum ástæðum, til þess að valdstefnan riðlist ekki, af ótta við að öðmm mikilvægari herstöðvum yrði •hætt ef þeim íslenzku væri sleppt — og síðast en ekki sízt til þess að tryggja hags- muni bandarískra og brezkra aðila hér á landi. Þetta sannast í verki einmitt þessa dagana. Atlanzhafs- bandalagið heldur nú fundi i Kaupmannahöfn, og fréttir þaðan herma að Bretar og Bandaríkjamenn leggi á ráðin um það hvemig þeir eigi að kúga Islendinga til undan- halds í landhelgismálum. Dull- es utanríkisráðherra Banda- ríkjanna hefur tekið að sér að „tjá utanrílásráðherra ís- lands, að hann geri ráð fyrir því að Islendingar muni ekki einhliða og að Htt athuguðu máli géra nokkrar þær ráð- stafanir sem skaðlegar yrðu fyrir enska fiskimenn“ — og það sem Dulles utanríkisráð- herra tjáir eiga að sjálfsögðu að vera lög á Islandi. Enginn þarf að draga í efa að þess- ari „tjáningu“ verður fylgt eftir með öllum ráðum sem hin vestrænu stórveldi telja hagkvæm til þess að reyna að knýja Islendinga til und- anhalds, að öllum aðferðum verður beitt til þess að reyna að tryggja til þess aðstoð handgenginna manna. Þannig er þá komið með vemdina, frelsið og hags- muni íslands. Þau sámtHk sem áttu að tryggia okkur þetta allt em í staðinn hagnýtt til þess að ráðast á hagsmuni okkar, svipta okkur frelsi til þess að hagnýta landsréttindi okkar. Það hefur ssnnazt í verki á eftirminnilegan hátt, sem sósíalistar hafa alltaf haldið fram, að þáttta'ka í Atlanzhafsbandalaginu er and- stæð hagsmunum íslendinga, fjötrar okkur og skerðir frelsi okkar og efnahagslegt sjálfstæði. Hafi hemámssinn- ar í sannleika trúað 'því sem þeir héldu fram þegar Island var flækt inn í þetta banda- lag, ættu þeir nú að ganga fram fvrir skjöldu og segja: Ef Atlanzhafsbandalagið og forusturíki þess snúast á nokkurn hátt gegn lífshags- munum Islendinga í landhelg- ismálum, lítur Islánd svo á að Atlanzhafssáttmálinn hafi verið rofinn á okkur og að við séum lausir aUra mála. En livað segja þeir? þess og framtíð. Það kemur engum á óvart. En íslendingar höfðu vissulega gert ráð fyrir, ■að m'éðal þeirra þjóða, sem þeim érh kunn'iigastar, væru að minnstá' kosti nokkrar, er bandalag að orðife 1 I fyrradag þagði Vísir ger- samlega um landhelgismálið, höfundur landráðagreinanna var kominn í felur. Og í gær kemur í ljós að honum héfur verið byggt út úr blaðinu. Þar er birtur leiðari þar sem snúizt ei harkalega gegn landráðagrein- unum fyrri, þótt þær séu ekki nefndar. Vísir segir í gær: „Við íslending- ar eigum sitt aí hverju vantalað við ýmsar þjóðir innan Atlanzhafs- \§fi :þvi ra — eins og allir vita — árekstrar milli okkar og þeirra á ráðstefnunni, sem lokið var í Genf fyrir viku Við b.örðpmst þar fyrir máli, sem varðar framtíð okkar miklu, get- ur raunar ráðið úrslitum um það að miklu leyti, hvort íslenzka þjóðin á ein- hverja framtíð fyrir sér eða ekki. Sennilega hafa , ýmsar þjóðir á Genfar-fundin- um ekki gert sér þess fulla grein, enda þótt gerð væri tilraun til að gefa á því haldgóða skýr- ingu. Það er eðlilegt, að í þjóðagrúan- um á fundinum í Genf væru ýms- ar þjóðir sem hefðu engan á- mundu hafa þann skilning á huga fyrir íslandi, málefnum sjónarmiðum íslendinga, að Cr landráðaleiðara Vísís 29.! apríl s. 1. þær vildu heldur léggja þeim lið en snúast gegn þeim. En það virtist koma í ljós á ráð- stefnunni í Genf, að þær þjóð- ir séú næsta fáar', sem 'hafa ráunverulegan skilning á að- stöðu okkar og nauðsyn. Er illt til þess að vita. . . . . Við íslendingar erum mjög óánægðir mcð það^ hvernig samherjar okkar hafa tekið sjónarmiðum okkar á fundin- um í Gciiif. Við höfum heldur ekki farið dult með það, hvém- ig okkur er innanbrjósts af þessum ástæðum, enda munu þess fá dæmi, að almenningur liafi verið eins einhuga í for- dæmingu á vissum þjóðum og raunin varð á. Það er heldur engin vafi á því, að þetta get- ur dregið dilk á eftir sér, enda varla við öðru að búast, eins og málum er komið. Þess er að vænta, að utanrík- isráðherra fslands hafi látið menn vita um það á fundin- um í Kaupmannahöfn, að ís- lendingar séu óánægðir og reiðir yfir afstöðu sumra NA. bar.dalagsþjóðanna i Genf. Bandalagið hefur tekið sér fyr- ir hendur að auka samvinnu aðildarþjóðanna, svo að hún verði ekki einungis á hermála- sviðinu, svo að hún hlýtur að láta sig þetta mál skipta. fs- lendingar eiga raunar að láta. vita af því við öll tækífæri og á hvaða véttvangi sem er, að þeiþ láta ekki bjóða sér hvað sem er, þegar svo mikið- er í húfi“. íslendingar eru vissulega einhuga í fordæmingu sinni á samningsbundnum „vinaþjóð- um“ sem snúast gegn lífshags- munum okkar; — og það er á- nægjulegt að Vísir hefur nú uppgötvað að enn þyngri for- dæmingardómar eru kveðnir upp yfir hverjum þeim fslend- ingi sem bregzt þjóð sinni í orði eða verki á úrslitastund. Happdrætti SÍBS Lægri vinningar Kr. 1000.00. 949 1340 5210 8028 8784 10895 14329 15012 19306 21614 24503 24685 25451 31318 31481 32948 33443 34547 36369 42134 42240 47279 47965 51782 51824 55137 58089 59717 60687 64491 Kr. 500.00. 919 1425 1679 2139 2441 3197 3692 4319 4369 4548 4644 4712 4752 5109 5165 5325 5577 5977 6076 6103 6572 6841 6912 1 7003 7422 7442 7969 8606 8848 9120 9220 9377 9525 9550 9640 9816 10530 10582 10673 10693 10848 11161 11363 11378 11390 11662 11825 12013 12119 12129 12159 12283 12348 12350 12375 12394 12706 12767 12871 12928 13107 13637 13716 14323 14336 14991 15411 15698 15870 16068 16109 16398 16518 16783 17557 18141 18661 18775 18963 19486 19747 19889 19921 19979 20128 20147 21174 21324 21384 21493 21712 21970 22568 22601 23242 23544 25057 25476 25507 25528 25796 25S31 26596 26952 27704 28178 28404 28531 28622 28898 29265 29391 29499 29599 29732 29744 2Ð868 30779 31058 31149 31293 31472 31619 31656 31880 32471 33142 33286 33317 33362 33559 33635 33744 33762 34361 34364 34452 34624 34765 34811 35012 35260 35784 35820 36102 36154 36191 36517 36722 36769 37051 37697 37784 37837 37936 38194 38285 38365 38449 38478 38481 38902 38947 39483 39663 39701 39840 40887 41082 42314 42507 42910 43121 43142 43600 43718 43860 44065 44094 44481 44894 44984 45255 45567 46055 46113 46294 46632 46961 46984 47296 47369 47448 47519 48106 48190 48228 48304 49036 49382 49394 49871 50321 50418 50514 50558 50786 50857 51133 51798 52122 53566 53759 53762 54532 54652 54660 54831 55176 55888 56197 56423 56604 56665 56708 56730 58071 58076 58447 59441 59490 59705 59709 59882 60345 60391.60539 60633 60698 60904 60936 61942 62265 63584 63779 63874 63944 64300 64386 64745 (Birt án ábyrgðar.) Kristilegt... Framhald af 3. síðu. um mótum 7,—8. júní í skólun- um að Skógum, Laugarvatni, Bifröst, Laugum, Hólum og í Vatnaskógi, en 5.—6. júlí í skól- unum að Núpsstað og Eiðum. Eiga prestar að geta farið á þessa staði .með fermingarböm sín. Fyrri daginn verður skemmtisarnkoma, en um kvöldið guðræknisstund þar sem lagt verður út af einkunnarorðum mótsins: Eg er vegurinn, sann- leikurinn og lífið. Seinni dagnn verður biblíulestrarstund um morguninn en guðsþjónusta hefst kl. 2. Að þvi loknu haldið heim. Kristilegt æskulýðsblað Loks hefur nefndin hafið út- gáfu á kristilegu æskulýðsblaði er mefnist Æskufýðsblaðið. Ak- ureyrarprestar hafa gefið slíkt blað út um 9 ára skeið, en þjóð- kirkjan nú tekið við útgáfu þess. Ritstjórar eru sr. Kristján Ró- bertsson, sr.. Pétur Sigurgeirs- son, og. sr.-Sigurður-Haukur. Guð- •jónsson á Hálsi í Flnjóskadal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.