Þjóðviljinn - 20.05.1958, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 20.05.1958, Qupperneq 6
/ 6) ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. maí 1958 r IMÓDVIUINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sðsíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. - Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaöamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfusson, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. - Auglys- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Síml: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljana. Hvað veldur? Eins og menn muna sendi Morgunblaðið sérstakan fréttamann á ráðstefnuna í Genf og birti þaðan ýtarleg- ar fréttir. Um þær mundir var mikið rætt í því blaði um mál- stað og rétt íslands, og sér- staklega ber að minna á að eftir ráðstefnuna sendi frétta- maðurinn skeyti sem birt voru með þversíðufyrirsögnum, en í þeim lýstu dslenzku embætt- ismennirnir sem sátu ráð- stefnuna í umboði utanríkis- málaráðherra yfir því að þeir teldu því ekkert til fyrirstöðu að íslendingar stækkuðu land- helgina upp í 12 mílur án taf- ar. Var ekki annað að sjá en Morgunblaðið fagnaði þessum viðhorfum mjög eindregið. Enda var það í samræmi við þau sjónarmið sem oft höfðu verið túlkuð í blaðinu, að nú- verandi stjórn hefði dregið of lengi að stækka landhelgina; hún hefði ekki einusinni þurft að bíða eftir ráðstefnunni í Genf. En síðustu vikurnar hefur brugðið svo við að varla hefur sézt orð í Morgunblað- inu um landhelgismálið. Rit- stjómargreinar hafa engar birzt, og þá sjaldan Morgun- blaðið hefur sagt frá ummæl- um brezkra blaða hefur sú frásögn verið falin á lítt á- berandi stað inni í blaðinu. Og ekki hrekkur þetta til. Þær einróma samþykktir sem gerðar hafa verið að undan- fömu af bæ jarstjómum, sýslunefndum, verklýðsfélög- um og fleiri samtckum hafa ekki aðeins verið faldar, þeim hefur lireinlega verið stung- ið undir stól. I*að er ekki aðeins að Morgunblaðið hafi misst allan áhuga á málinu; það vill ekki láta þess getið að þjóðin hafi nokkurn áhuga á því heldur. Þetta gerist á sama tíma og málið er að komast á úr- slitastig, þegar vitað er að erlendar þjóðir reyna allt sem þær geta til þess að beygja Islendinga og þegar öllu máli skiptir að þjóðih standi sam- an sem einn maður. Þannig bregzt Morgunblaðið við þeg- ar þjóðin á þess kost að ná einum mikilvægasta áfanga sjálfstæðisbaráttu sjnnar. Hvað veldur? Stjórn Þróttar í Reykjávík sagði ekki upp samningum þrátt fyrir samþykkt félagsins Ráðning, sem ekki gleymist Enda þótt ráðamenn Sjálf- stæðisflokksins leggi sig nú alla fram við að reyna að telja verkafólki og .launþeg- um trú um umhyggju sína fyrir hagsmunum þeirra og reki þannig þá furðulegustu lýðskrumspólitík sem nokkur auðmannaflokkur hefur leyft sér isíðan nazistarair í Þýzka- iandi voru að brjótast til valda í upphafi þriðja tugs aldarinnar, kemur það alltaf annað slagið skýrt í ljós hvað fyrir íhaldinu vakir. Þannig geta ritstjórar Morgunblaðsins og ræðumenn íhaldsins á þingi varla stungið niður penna eða flutt ræðustúf um efna- braskinu lausan tauminn. Húnæðiskostnaðurinn hafði hækkað upp úr öllu valdi og annað eftir þvi. Utreiknlngar sem gerðir voru á kaupmætti launanna af kunnum hagfræð- ingum sýndu að kjörin höfðu rýrnað um 20% síðan 1947. Þannig höfðu stjórnir aftur- haldsins haldið á málum, þannig höfðu þær búið að verkalýðnum og launþegum þegar verkalýðsfélögin töldu sig tilneydd að segja upp samningum og hefja kaup- gjaldsbaráttu 1955. Nokkru fyrir síðustu mán- aðamót var haldinn félagsfund- ur í V.B.S.F. Þrótti, þar sem rætt var um uppsögn samninga félagsins sem nú eru um það bil 9 ára gamlir (óbreyttir all- an tímann). Á þeim fundi voru allmiklar umræður um málið og voru þær yfirleitt á þá leið að mikil nauðsyn væri á því fyrir félagið að losa samn- inga sína til lagfæringar á mjög áberandi göllum sem á þeim eru. Á þessum fundi gat stjórn fé- lagsins þess að hún hefði undir- búið samningsuppkast sem hún hygðist leggja fyrir vinnuveit- endur ef samningar yrðu losað- ir. Að öðru leyti tók stjóm fé- lagsins ekki afstöðu til þess hvort segja bæri upp. Stjómin lagði þó fyrir fund- inn tillögu um að allsherjarat- kvæðagreiðsla skyldi fara fram um hvort félagið gæfi stjórn og trúnaðarmannaráði heimild til að segja upp samningum. „Þróttur" var sem sagt eina félagið innan verkalýðshreyf- ingarinnar, sem hug hafðí á að hreyfa samninga sína, sem við- hafði hina há-lýðræðislegu að- ferð að láta allsherjaratkvæða- greiðslu ráða úrslitum í jafn þýðingarmiklu máli sem þessu. Að vísu var allur hinn lýð- ræðislegi undirbúningur aðeins staðfesting á rótgrónum venj- um ráðamanna „Þróttar" á því að láta meirihlutann ráða. Það var því að margra áliti óþarfi, en vakti þó vissar grun- semdir um framhald málsins, að stjórn félagsins taldi ástæðu til að geta þess sérstaklega á umræddum fundi að hún ætl- aði sér að láta úrslit atkvæða- greiðslunnar ráða frekari að- gerðum. Það þætti víst víðast hvar óþai'fi að taka slíkt fram. En það skyldi ekki vera í einu, heldur öllu, sem lýðræð- inu skyldi fullnægt. Nú skyldi svo ekki þyrfti um að villast Skógrækt hafin norðan Þorbjörns Framhald af 3. síðu. <£>- það hrakið, seni illviljaðir kommúnistar höfðu stundum haldið fram að jafnvel þriðja flokks lýðræði væri viðhaft í „Þrótti.“ Nú skyldi því sem sagt slegið föstu, að þegar um væri að ræða að verja og sækja rétt félagsheildarinnar, ekki örfárra manna (sem stundum hafði verið haldið fram að stjórnin væri aðeins fulltrúi fyrir), þá væri að mæta styrkri forustu, sem hefði góð sambönd við vinnuveitendur og þar af leiðandi góða möguleika á að fá við þá góða samninga. Þannig stóð málið þegar alls- herjaratkvæðagreiðslan fór fram, og úrslit hennar urðu þau, að með 26 .atkvæða mun var stjórninni raunverulega fal- ið að losa samninga, þótt sam- þykktin væri í formi heimildar. En hvað skeður? Sömu aðilar og lýst höfðu svo ákaft yfir að farið skyldi eftir niður- stöðum atkvæðagreiðslunnar hver sem hún yrði, samþykktu nú að segja ekkj upp samning- um. Þannig er .lýðræðið með- höndlað og framkvæmt í höfuð- vígi ihaldSins innan verkalýðs- hreyfingarinnar. í „Þrótti“ ræður íhaldið eitt. Stjóm og irekstur þess félags er því spegilmynd af þeim vinnu- brögðum sem viðhöfð verða ef áhrif íhaldsaflanna fá enn að aukast. Félagsmaður ,í Þrótti. árið 1955 þegar grunnkaupið var hækkað um 10% og sam- ið um atvinnuleysistrygging- arnar. /~|g íhaldið sýndi þá eins og oftast áður sitt rétta eðli. en hana skipa; Siguringi E. hagsmál án þess að bölsyngja Ætlun þess var að brjóta Hjörleifsson, formaður, Huxley kaupgjaldsbaráttu verkafólks verkalýðsfélögin á hak aftur ólafsson, váraformaður, Ragn- og kúga þau til hlýðni við k jararýrnunarstef nu af tur- haldsins. En verkalýðurinn svaraði með þvi að þjappa sér saman og standa sem órofa Ef dæma mætti eftir þessum heil<i um kröfur sínar og sdrrifum .rjpðum íhnidG- stéttarsamtök. Hið langa og erfiða verkfall var til lykta leitt með sigri verkafólks, kaupið var hækkað og éitt merkasta baráttumál verka- lýðshreyfingarinnar borið fram ti!.. sigurs. ’f dæma mætti eftir þessum skrifum og ræðum íhalds- manna væri þessi barátta verkamanna eitt það versta verk sem unnið hefur verið á Islandi. Allt á að hafa ver- ið í blóma fram að þeim tíma en síðan sigið á ógæfuhlið. Hitt er þó staðreynd sem all- ir þekkja og þá ekki sízt verkafólkið sjálft, að þegar til baráttunnar var gengið 1955 hafði íhaldsstjórain rýrt svo freklega lífskjör almenn- ings að með engu móti yarð við unað án gagnaðgerða. I 1 haldið hafði afnumið allt verðlagseftirlit og gefið haldið sveið undan þeirri ráðningu sem því va.r veitt með ' samheldni verkafólks 1955. Og það gleymir ekki þessum ósigri. Þess vegna er verkalýðshreyfingunni sendur tónninn imi' verkfallið 1955 í. hvert sinn sem skriffinnar éða talsmenn Sjálfstæðisflokksins minnast á efnahagsmál. ar Guðleifsson, ritari, Þor- steinn Gíslason gjaldkeri. Og meðstjórnendur: Árni Hall- grímsson, Gísli Guðmundsson og Svavar Árnason. I varastjóm: Hermann Ei- ríksson, Ingvar Guðmundsson og Sólveig Ólafsdóttir. Eíndur- skoðendur; Rögnvaldur Sæ- mundsson og Karí Björnsson. . Auk fulltríia frá skógrækt- ardeildunum, sem nú eru orðn- ar sex, sat Egill Hallgrímsson, kennari frá Vogum, fundinn, en hann er heiðursfélagi Skóg- ræktarfélags Suðumesja. Óg Snorri Sigurðsson, skógræktar- ráðunautur sýndi fallegar skógræktarmyndir í fundarlok. Flutti hanii greinargóðar og fræðandi skýringar með mynd- unum. — Þeir Egill og Snorri töluðu báðir á fundinum og hvöttu til sUirfs og dáða. Eínahagsmálafrumvarpið — fllmenningur óá- nægður — Horfið frá verðhjöðnunarleiðinni — Róttækra aðgerða brýn þörf. EFNAHAG SMÁLA-frumvarp ríkisstjórnarinnar sætir að von- um mikilli gagnrýni meðal al- mennings hér í bænum. Að von- um segi ég, því frumvarpið brýtur algerlega í bága við þá stefnu, sem núverandi stjórn hugðist taka upp í efnahags- málunum í uþphafi sinna vega. Þvi ber ekki að neita, að miklir misbrestir hafa orðið á fram- kvæmd þessarar , stefnu til þessa, og margir, sem fyrir tveimur áram töldu sjáifsagt að reyna að fara „verðhjöðnun- arleiðina", eða hvað hún nú var kölluð, voru búnir að missa trúna á, að hún kæmi að gagni, næma til kæmu miklu róttækari aðgerðir en rikisstjórnin virt- ist reiðubúin að taka upp. Það virðist nokkum veginn augljóst mál, að ekkert minna dugar en nákvæm rannsókn og skipu- lagning á efnahags- og fram- leiðslumálum oktoar; niður- greiðsluleiðin, uppbóta- og styrkjakerfið, er ófær leið. Þetta finnst almenningi, að rík- isstjórnin hefði átt ,að vera far- in að sjá, en hið nýja frum- varp hennar gefur annað til kynna. Það hljóðar upp á áframhaldandi niðurgreiðslur, en auknar uppbætur og styrki, hækkað verðlag og kaupgjald, og auk þess vaxandi ósam- ræmi í launamálum; bilið milli lægst launaða fólksins og hinna hæstlaunuðu kemur til með að lengjast enn að mun. Þetta sætir að vonum gagnrýni hjá almenningi, og þá gagnrýni reynir a.m.k. eitt stjórnarblað- anna að túlka þannig, að fólk vilji stjórnina feiga. En það er sitt hvað að vilja ríkisstjórn feiga eða krefjast þess af henni, að hún reyni einhverjar aðrar leiðir en þær, sém marg- reynt er, að ekki. eru færar. Núverandi stjórn var mynduð með fulltingi qg tilstyrk verka- lýðssamtakanna, og það er í hæsta máta eðlilegt, að alþýða manna geri miklar kröfur til slíkrar stjómar, einmitt af því að hún væntir þess, að slík stjórn reyni að ráða þannig málum, að almenningi í iand- inu sé til hagsbóta. Hvers vegna hefur enn ekki verið staðið við loforðið um brott- för hersins? Það \rar þó eitt a£ sanmingsatriðum stjórnarsam- vinnunnar. Hvers vegna er ekki gerð gangskör að því að rannsaka framleiðsluhætti og framleiðslugetu landbúnaðarins, í stað þess að ausa fjármagni í hann algerlega í blindni? Það má þó öllum vera ljóst, .að elt- ingaleikur Framsóknar og í- haldsins við dreifbýlisatkvæð- in hefur kostað þjóðina offjár. Það er dýrt spaug að veita fjármagn til bygginga á af- dalakotum, sem eru að fara í eyði, kosta því til að leggja rafmagn og síma þaffeað, éin- göngu til að reyna að veiða at- kvæði kosningabærs heimilis- fólks í einum þingkosningum. Hvers vegna er bitlingakostn- aðurinn ekki látinn sæta strangri rannsókn og eftirliti? Hvers vegna er „yfirvmnan“ á skrifstofum ríkis og bæjar ekki tekin til yfirvegunar? í>að er þó staðrejTid, að jafnvel hjá landbúnaðarfyrirtaekj.um þykir sjálfsagt að vinna svo og svo mikla yfirvinnu á skrifstofun- um, þótt það þyki hins vegar goðgá, ef daglaunamenn bjá sömu fyrirtækjum fá meira en. sínar 902 krónur á viku. Og hvers vegna er olían .ekki þjóð- nýtt? Hvers vegna er yfirleitt ekki gripið til einhverra ráð- stafana sem von er til að kæmu að enhverju gagni, frek- ar en að halda *enn áfram. á þeirri - braut, sem allir virðast þó sammáia um að sé ófær? Aimenningur á heimtingu á að fá. skýlausa; vitneskju um' þáð, t hvaða aðilar . stjómarsamvinn- unnar vilja tryggja. þéssarr stjóm lengra líf með róttækum aðgérðum í efnahagsmálunum, og hvaða aðilar hennar eru þár Þrándur í Götu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.