Þjóðviljinn - 12.07.1958, Side 1
VIUINN
-«**ÆSs>- <«>***/ **-* -- ■«---— '
***&**%$£&- *%Mk. «**' .
Laugardagur 12. júlí 1958 — 23. árgangur — 153. tölublað.
Farmannadeilan
Sátjafiindur hófet með far-
möiuium og: útgerðarmönnum
síðdegis í sær. Um miðnættið er
Þjóðviljhin spurði um sáttaliorf-
ur var svarið: Ekkert hægt að
scg.ja hvoi-t semst.
STEF krefsf sakamá!shöfðunar gegn
íirmönnum bandariska herliðslns
vegna margítrekaðra brota á íslenzkum lögum
STEF hefur nú, eftir að hafa höfðað refsimál vegna
höfundaréttarbrota gegn yfirmönnum sjóhers og flug-
hers, einnig krafizt þess að sakamál verði höfðað gegn
báðum yfimönnum vegna brota á lögum og reglugerðum
um útvarpsrekstur ríkisins
I bréfi til lögreglustjórans á
Keflavíkurflugvelli segir:
„Herra lögreglustjóri!
1 framhaldi af stefnum vegna
höfundarréttarbrota gégn yfir-
manni flughersins hr. Colonel
R. W. Philbrick, Base Comm-
ander Iceland Air Defense
Force og gegn yfirmanni sjó-
hersins hr. Colonel Klem F.
Kalberer, Commander U.S.A.
Navy leyfi ég mér hér með,
að kæra ofangreinda menn, sem
ábyrgð hafa borið á rekstri út-
varpsstöðvarinnar á Keflavík-
urflugvelli, fyrir brot á lögum
um útvarpsrekstur ríkisins nr.
68/1934 svo og öðrum laga- og (
reglugerðaákvæðum, sem hinn,
ólöglegi útvarpsrekstur kann að
varða við. Sérstaklega skal bent
á, að 1. gr. téðra útvarpslaga
Danir—Fram
7 gegn 1
Liðið írá Sjálandi lék fyrsta
leik sinn hér í gærkvöldi við
Fram og fóru leikar þannig að
Danir unnu, 7 gegn 1. Danirnir
léku miklu betur og blautur
grasvölllurinn vjrtist ekki há
þeim eins mikið og Frömmurum.
í hálfleik stóðu leikar 2:1.
Danir keppa næst við Akur-
nesinga og fer sá leikur fram
á mánudagskvöld á Melavellin-
um.
segir að ríkisstjói’nin hafi
einkarétt til að reka útvarps-
stöð hér á landi og til að reisa
nýjar útvarpsstöðvar þurfi
samþykki alþingis.
Rekstur útvarpsstöðvarinnar
á Keflavíkurflugvelli er því al-
gjörlega ólöglegur og refsivert
brot á íslenzkum lögum sbr.
einkúm 16. gr. téðra útvarps-
laga og 55. grein reglugerðar
Islendingar
unnu Ira 4:0
íslendingar unnu íra á öllum
borðum á stúdentaskákmótinu í
Vania í Búlgaríu. Var það fyrsta
viðureign þeirra i B-riðli.
Friðrik vann Kennedy á fyrsta
borði; l'ngvar vtann Cochran;
Freysteinn vann Carthy og Árni
vann Rawleys.
frá 21. desember 1944 og 62.
gr. reglugerðar frá 18. apríl
1958 um útvarpsrekstur ríkis-
ins.
Virðiiiganfyllst.
STEF, samband tónskálda
og eigenda flutningsréttar.
Jón Leifs,
formaður og framkvstj“.
Gott veður en
lítil síld
Siglufirði í gærkvöldi.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Engin síldveiði hefur verið hér
s.l. sólarhring nenia hvað eitt
skip Heiðrún frá Bolungavík
fékk 250 tunnur í nótt.
Flogið hefur verið um allt
veiðisvæðið siðan í gærkvöldi,
ýmist. voru ein eða tvær flug-
vélar á lofti, en ekki sást neitt
til síldar,
Veður er gott á miðunum. f
kvöld fréttist að þrjú skip hefðu
kastað austur á Þistilfjarðardýpi
en ekkert var vitað hvort þau
hefðu fengið veiði.
Flotinn er dreifður um allt
svæðið, vestan frá Hornbanka
og austur að Langanesi.
Engin síldveiSi
Raufarhöfn.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Veóur var imjög gctt á mið-
unum í gær, en síldveiði var eng j
in teljandi, — aðeins einn bátur
varð síldar var.
Var það Heiðrún Í.S. sem fékk I
280 tunnur 20—30 sjómílur úti j
af Raufarhöfn, kom hann inn
með aflann í gærmorgun.
Flotinn er nú dreifður um a’lt
veiðisvæðið vestan frá Skaga-
grunni allt austur og suður fyrir
Langanes.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Nokkru fyrir miðnætti sím-
aði fréttaritari Þjóðviljans á
Raufarhöfn að þrjú skip hefðu
fundið síld með asdictækjum.
Voru það Grundfirðingur II.
var 13 sjómílur NA af Rakka-
nesi, Fanney frá Reykjavík, á
Þistilfjarðardjúpi og Faxaborg.
Skipin voru að háfa síldina
þegar fréttin var send og ekki
yitað um aflamagn.
Fráhvaríið írá siöðvunarsteínunni:
Olía íil húsakyndinga
hækkar um 28 prósent!
Nýjasta hækkunin er á gasolíu. Verð á gasolíu var
áður kr. 0.79, en hækkar nú um 22 aura lítrinn, upp
í krónur 1.01, eða um 28%, heimkeyrð. Er þetta
geypileg hækkun, þegar tekið er tillit til þess, að flest-
ar fjölskyldur nota 400—600 lítra af oliu yfir vetrar-
mánuðina til kyndingar. Er þegar sýnt, að ef þetta
hækkanaflóð dynur svo skefjalaust yfir á öllum sviðum
mikið lengur, þá þarf meira en meðallaun til að komast
sæmiléga. af.
Halldór Laxness að afhenda bílinn að gjöf ti! Máls og menm*«
ingar í ,gær, en Kristinn E. Andrésson stjórnarformaður Mális
og menningar þakkar. Bak við þá standa Jakob Benediktssom
og Ragnar Ólafsson — Ljósm. Sig Guðm.
Laxtiess gefur Máli og \
menningu bil sinn 1
Andvirðið rennur til þess að auka
hlnt Máls og menningar í Uegamótum
Halldór Kiljan Laxness afhenti í gær fólksbíl sinn Máli
og menningu aö gjöf og rennur andviröi bílsins til þes3
aö auka eigin hluta Máls og menningar í heimili félags-
ins, Vegamótum.
Þessi höföinglega gjöf skáldsins er Máli og menningu
mjög kærkomin og léttir félaginu verulega byggingUL
Vegamóta.
Mál og menning hefur nú haf-
ið fyrír nokkru bvggingu fyrir-
hugaðs félagsheimilis síns við
Laugaveg, þar sem félagið ætlar
að hafa aðsetur fyrir útgáfu-
starfsemi sína i framtiðinni, Það
Tð§araeigendur Vesturevrópu
r
gea ráð g©gn Isleiadlng
BoSaS fll ráSsfefnu I Haag á mánudag
Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Þjóðviljans | þjóð. fslsndingum hefur
Fréttaritari Reuters í Hull skýrir frá því aö stjórn! verið boðin þátttaka.
ekki
Sambands brezkra togaraeigenda hafi ákveðiö aö senda
fulltrúa á ráöstefnu útgerðarmanna frá níu löndum í
Vestur-Evrópu, þar sem ræða á ákvöröun íslendinga aö
víkka fjskveiöilandhelgina í 12 mílur.
Ráðstefnan hefur verið kölluð
saman í Haag á mánudaginn.
Togaraútgerðarmenn í Vestur-
Þýzkalandi eru fundarboðendur.
Sendu þeir fundarboðin út núna
í vikunni.
Til fundarins eru boðuð sam-
tök útgerðarmanna og sjómanna
í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi,
Frakklandi, Hollandi, Belgíu,
Spáni, Danmörku, Noregi og Svi-
Ríkisstjórnir fimm af þessum
löndum, Þýzkalands, Bretlands
Frakklands, Belgíu og Svíþjóðar,
hafa mótmælt víkkun fiskveiði-
landheiginnar við ísland. Að á-
eggjan brezkra togaraeigenda
reyndi brezka stjórnin að koma
saman ráðstefnu Vestur-Evrópu-
rikja um landhelgismálið, en sú
fyrirætlun er farin út um þúfur.
Ásmundur.
er því brýn liauðsyn að félagiðí
geti eignazt sjálft sem stærstam
hluta í byggingunni. Hin höfð-
inglega gjöf nóbelskáldsins e?
framlag i því augnamiði.
Bíli þessi er af Lincolngerð^
keyptur í ágúst í fyrra og’ til-
kynnti skáldið í september a8'
hann ætlaði að gefa Máíi og
menningu hann. Laxness afhentl
svo gjöfina i gær á stjórnarfundl
Máls og menningar en stjórnar-
formaður, Kristinn E. Andréssoií
þakkaði skáldinu rausn þess og
stuðning við Mál og menningu-
Þótt formleg afhending' færi
fyrst fram nú er bíllinn samal
og ónotaður.
Bíllinn hefur þegar verið seld*
ur og andvirði hans notað til aj
auka hluta Máls og menningar i
Vegamótum.
Máli og menningu er það lífs-
nauðsyn að koma VegainótunS
upp, og að eiga sjálft sem mesS
í bygginguiuii. Til þessarar bygg-
ingar hefu.- félagið hinsvegar
ekki annað fé en frá félagsmonn-
um sjálfum og hafa ýmsir fé*
Framhald aí 6. síðu