Þjóðviljinn - 12.07.1958, Síða 3

Þjóðviljinn - 12.07.1958, Síða 3
Laugardagnr 12. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Góður árangur á ÍR mótinu m skildu da Sfe og Vilhjálm ú Fyrri dagur í>ó mestur hluti móts þessa væri helgaður Meistaramóti ís- iands í tugþraut, þá voru með nokkrar aðrar greinar, og þcátt fyrir kulda, og f.vrir það slæmar aðstæður, náðist góður árangur í flestum þeirra greina, sem keppt var í. >að virðist sem Hilmar í>or- björnsson sé að komast í topp- þjálfun, þvi að hlaupa 100 m í þessu veðri á 10,5 er mjög gott afrek. Guðjón Guðmunds- son var næstur honum á 11,1 og verður varia sagt að Hilmar hafi haft harða keppni. Svavar Markússon hljóp 400 m á betri tima en hann hefur mokkurntíma náð áður, og bendir það til þess, að hann sé að auka hraðann, og þá um leið að hann sé á góðri leið með að komast i góða þjálfun •og er þessi árangur hans, eins og á stóð, mjög góður. Árangur Husebys í kúluvarpi var líka mjög athygiisverður, þar sem hann varpaði kúlunni J6.00 m og virðist hann vera orðinn öruggur með köst sem eru allt upp í 16 m, og er sann- arlega ánægjulegt að sjá hve Huseby hefur náð góðum ár- angri í ár. Enn er langt eftir af sumri, og á hann ábyggilega eftir að bæta árangur sinn enn. >að skemmtilega skeði í há- stökkinu að Jón Pétursson stökk 1,90 sem er nokkuð hærra en hann hefur stokkið hæst áður. Er Jón í stöðugri framför, og ekki ólíklegt að hann nálgist metið, áður en sumri lýkur, því ekki munaði sérlega miklu að hann færi yfir 1,95 þegar hækkað var í þá hæð. Heiðar Georgsson og Sigurð- ur Lárusson fóru yíir 1,80. Auk þeirra sem nefndir hafa verið, komu fram nokkrir ung- ir hlauparar sem lofa góðu og eru þegar búnir að ná tölu- verðri kunnáttu og þjálfun, má þar nefna Þorkel Ellertsson úr Ánnanni. Verður gaman að fylgjast með þessum ungu mönnum í framtíðinni Á mótinu var einnig boð- hlaupskeppní 4x800 m, sem er hluti af Meistaramóti íslands, þá keppni vann sveit KR með miklum yfirburðum, enda voru keppinautamir unglingasveitir úr KR og ÍR. Tu gþra utarkeppnin: 5 byrja en 3 hættu á fyrri degi. Eins og áður segir var tug- þraut Meistaramótsins felld inn i mót þetta og komu 5 menn til leiks: Valbjörn Þor- láksson, Pétur Rögnvaldsson, Trausti Ólafsson, Sigurður Björnsson og Brynjar Jens- son. Svo undarlega vill til að eftir fjórar greinar hætta þeir Valbj. Þorlákss. og Brynj. Jens- son, Eftir voru því aðeins tveir menn, er fyrri dag keppninnar lauk. Gerð var fyrirspum um það til leikstj. hvort menn þessir, sem hætt höfðu keppni, befðu orðið fyrir meiðslum og af þeim sökum orðið að hætta, og kvað hann að sér væri ekki kunnugt um að svo væri. Þá vaknar spurningin: Til hvers eru menn að gefa sig' fram til keppni.og hætta svo rétt þegar keppnin er að byrja? Ef tii viil er ekki hægt að þvinga menn til að halda áfram, ef þeir hafa tekið það í sig að hætta, en varla getur það kallast að gera sitt bezta i keppninni, því það vita þeir, að tugþrautarkeppni er ekki lokið, fyrr en allar 10 þrautirnar eru leystar. Það má' vel vera, að keppendur í frjáls- um íþróttum geti stokkið frá keppni, sem þeir hafa byrjað á, þegar þeim sýnist, þótt ekk- ert hafi komið fyrir, sem knýr þá til þess. Það setur- ekki skemmtilegan svip á keppnina, heldur verður það að kallast losarabragur, þar sem slíkt er gert að list og 'vana, en það virðist verá beinlínis í tizku, að þvi er snertir tugþraut, sem keppt er í á mótum hér. Þeir menn, sem gefa sig fram til þess að keppa i tugþraut, eiga að vita útí hvað þeir eru að fara og halda áfram þar til keppninni er lokið, annars er tæpast hægt að segja að þeir geri „sitt bezta“, en það er lagaleg og siðferðileg krafa, sem gera verður til þeirra. Þetta setur líka leiðindasvip á frjálsíþróttamótin, og ekki veitir af að hafa sem skemmti- legastan svip yfir þeim, en svipur þeirra hefur aftur þau áhrif að hæna áhorfendur að eða fæla frá. Árangur Péturs Rögnvalds- sonar eftir fyrri daginn var góður eða 3412 st., en annar var Sigurður Bjömsson úr KR og hafði hann 2834 stig. Sleggjukast: Þórður B. Sigurðsson KR 49,67 100 m hlaup: Hilmar Þorbjörnsson Á 10,5 Guðjón Guðmundsson KR 11,1 Björgvin Hólm ÍR 11,5 40 m lilaup: Svavar Markússon KR 50,1 Hörður Lárusson KR 51,8 Björgvin Hólm ÍR 52,0 Langstökk: Einar Frímannsson KR 6,75 Helgi Bjömsson ÍR 6,44 Ólafur Unnsteinsson HSK 6.42 Hástökk: Jón Pétursson KR 1,90 Heiðar Georgssón ÍR 1,80 Sigurður Lárusson Á 1,80 4x800 m boðhlaup: A-sveit KR 8,16,6 Unglingasveit KR 8,58,8 Unglingasveit ÍR 9.01,2 Síðari dagur Aðalkeppnin síðari daginn var milli þeirra da Silva og Vilhjálms Einarssonar i þri- stökkinu. Hafði fjöldi fólks komið til að sjá viðureign þessa.. Áður en keppnin hófst flutti formaður ÍR ávarp, þar sem hann rakti nöfn margra- írægra manna, sem komið hefðu á ÍR- mótin undanfarið, ög nú væri hér enn einn frægur gestur, ef til vill sá frægasti sem hingað hefur komið. Var da Silva ákaft hylltur^ af hinum möi'gu áhorfendúm. Hann þakkaði fyrir hlýjar móttökur, sem hann hefði fengið og alla þá hlýju sem honum hefði mætt i þessu kalda landi. Vilhjálmur Ein- arsson þakkaði da Silva einnig fyrir þá aðstoð, sem hann hefði persónulega fengið hjá da Silva. Þó da Silva næði ekki eins góðum árangri eins og hann hefur náð beztum, var ekki um að villast, að þar var glæsileg- ur þrístökkvari á ferð. Sérstak- lega voru fyrstu tvö skrefin glæsileg í stökkum hans. en það er eins og manni íinnist að hann gæti teygt sig meir fram er hann kemur niður. Fyrir áhorfendur var það æfintýri að horfa á hann og það er mikill iþróttaviðburður að hann skuli hafa keppt hér hjá okkur. Stökk hans voru yfirleitt jöfn og mun jafnari en stökk Vilhjálms, og bezta stökk hans var það fjórða. Annars voru stökkin þannig: 15,55; 15,41; 15,47; 15,62; 15.30; 15,12. Vilhjálmur átti bezta stökk sitt í fyrstu tilraun, eða 15,42 m. Stökk hans voru nokkuð misjöfn, sem bendir til þess að hann hafi ekki verið vel fyrir kallaður eða ekki í eins góðri * þjálfun og hann hefur gert ráð fyrir. Þrjú stökk hans eru yfir 15 m en þrjú undir. Lengdin á stökkum hans var.: 15,42; 14,73; 15.21; 15,16; 14,92; 14,95. Munurinn á beztu afrekum þeirra er þvi 20 sm, sem er ekki svo mikið, og nærri hálfur 16 meter er góður órangur í þrístökki, eftir ekki meiri keppnisæfingu en Vilhjálmur hefur haft í sumar. Það lakasta er hve stökkin eru misjöfn og í samanburði við da Silva ey þar mesti munurinn. Vilhjálmur virtist Hka nokkuð þungur í stökkum sínum, að visu var brautin þung eftir vætuna, og regnið. Eins ogVilhjálmur hefur sagt sjólfur er ekki að efa að þessi keppni verður honum mikils virði sem undirbúningur undir þær keppnir sem hann á fyrir höndunr erlendis i sumar. Skilyrði til að keppa voru allgóð þó hiti væri ekki mikill eða um 12 stig, en það var al- veg Jogn á vellinum. Vafalaust hafa áhorfendur gert róð fyrir nokkuð jafnari keppni en raun varð á, og þá vitnað í keppnina í Melbourne og Moskva, svona með sjálfum sér. í því sambandi má á það benda að vissulega hvíldi á Vilhjálmi mikil „pressa“ i ein- vígi þessu sem hæglega getur hafa haft neikvæð áhrif á ár- angur hans i þetta sinn. Og ekki kærni mér á óvart þótt næsta keppni þeirra yrði jaín- ari og munu margir hlakka til þeirrar viðureignar. Góður árangur í 1500 m og 400 m grindalilaupi Svavar Markússon náði góð- um árangrj í 1500 m hlaupi og var ekki langt frá meti sinu á þeirri vegalengd, voru aðeins tveir keppendur, hann o« Krist- leifur Guðbjörnsson. Kæmi mér . ekki á óvart þó hann bætti metið á þessari vegalengd í sumar. Árangur Guðjóns Guðmunds- sonar í 400 m grindahlaupi var líka mjög góður en hann var aðeins 0,3 úr sek frá meti Arn- ar Clausen, og er hann líkleg- ur til þess að hnekkja því i sumar með sama áframhaldi. Það óhapp vildi til að Hilm- ar Þorbjörnsson varð að hætta í 200 m hlaupinu rétt i byrjun hlaupsins, var í fyrstu talið að um slæma tognun væri að ræða en læknir taldi að eins gæti verið um mjög slæman vöðvasamdrátt að ræða, en ekki var haágt að fá örugg’a umsögn um það hvað hefði skeð, og er vonandi að um al- varleg meiðsli sé ekki að ræða. Hilmar virtist vera að kom- ast i mjög' góða þjálfun og verður góður fulltrúi íslands á E.M. verði hann heHl heilsu. Þórir Þorsteinsson vann 20Ö m hlaupið á 23,1. Það fór svo að Jóel Sigurðs- son vann spjótkastið, en það var nokkuð almenn skoðun að Gylfi Snær Gunnarsson mundi sigra, því hann hefur sýnt góða -framför í sumar, en honum tókst ekki upp, og náði sjaldan góðum tilraunum hvernig sem á því stóð. Friðrik vann kringlukastið með nokkrum yfirburðum án þess að ná sínu bezía. Úrslit i einstökum gTeinum: Þristökkið: 1. da Silva 15,62; 2. Vilhjálmur Einarsson 15,42; 3. Helgi Björnsson 13,05. 1500 m hlaup: 1. Svavar Markússon KR 3:53,5; 2. Krist- leifur Guðbjörnsson 3:51,4. 200 m hlaup: 1. Þórir Þor- steinsson Á 23,1; 2. Guðjón Guðmundsson KR 24,2. 400 m gnndahlaup: 1. Guð- jón Guðmundsson JCR 55,0; 2. Daníel Halldórsson ÍR 55,5; 3. Björgvin Hólm ÍR 56,0. Kringlukasl: 1. Friðrik Guð- mundsson KR 46,86; 2. Hall- grímur Jónsson Á 45,64; 3. Þorsteinn Löve ÍR 45,40. Stangarstökk: 1. Valbjörn Þorláksson ÍR 4,20; 2. Heiðar Gsorgsson ÍR 3,90; 3. Valgarð- ur Sigurðsson ÍR 3,80. Árangur Péturs Rögnvalds- sonar í tugþrautinni var góð- ur og með þessum árangri náði hann þeim lágmarksárangri sem FRÍ hefur sett til farar á E.M. Árangur hans í einstök- um greinum var þessi: 11,3; 6,68; 13,15; 1,70; 54,0; 15.2; 38,65; 3,20; 51,83; 4,43. sem gera 6116 stig. Sigurður Björns- son sleppti einni grein og fékk 4272 stig og Valbjörn Þorláks- son sleppti 4 greinum og fékk 4005 stig. Stórstúkuþingið 1958 Stórstúka íslands I.O.G.T. hélt 58. þing sitt í Hafnar- firöi, dagana 20-23. júní. Þingiö hófst meö guöþjónustu 1 fríkirkjunni í Hafnarfiröi. fylktu liði til Góðtemplarahúss- ins í Hafnarfirði og þingið sett. Þinginu stjórnaði Benedikt S. Bjarklind, stórtemplar. Mættir voru 66 fulltrúar frá 46 stúkum. Á þinginu ríkti mik- ill áhugj fyrir að hefja nýja og öfluga sókn gegn hinú sívaxandi áfengisböli, sem segja má að nú ógni tilveru og framtíð þessarar fámennu þjóðar. Harmaði þingið að. háttvirt Alþingi skyldi ekki samþykkja bann við áfengisveit- ingum ríkisins og ríkisstofnana, og skorar á framkvæmdanefnd- ina að beita sér fyrir því, að málið verði tekið upp á næsta Alþingi. Einnig var samþykkt áskorun á bæjarstjórn Reykja- víkur og aðrar bæjarstjórnir að vei.fa ekki áfengi á kostnað al- mennings. Þar sem reymslan hefur sýnt, að allar tilslakanir varðandi sölu áfengis, hafa aukið vín- neyzlu í landinu, skorar stór- stúkuþingið á ríkisstjórnina og aðra þá aðila, sem hér eiga hlut að máli, að veita ekki leyfi til nýrra áfengisstaða hvorki i Reykjavík né annars staðar á landinu. Þá telur þingið eftir- litinu með smygli og leynivín- sölu ennþá stórlega ábótavant. Stórstúkan skorar á ríkis- stjórnina að beita sér fyrir því, að sett verði á næsta Alþingi lög eða lagaákvæði um skipun , áfngisvamarlæknis. Skal hann fara með yfirstjórn. drykkjumannahæla i landinu i læknisfræðilegum efnurn, svo og annarra stofnana, sem styrks njóta af opinberu fé og starfa fyrir drykkjusjúklinga. Stórstúkuþingið skorar einnig á fjárveitinganefnd hins háa Al- þingis að veita fé til framhalds- byggingar góðtemplarahúss í Vestmannaeyjum, vegna brýnnar nauðsynjar á sjómannastofu, sem ætlað er rúm í húsinu. Þá lýsti stórstúkuþingið á- nægju sinni yfir fjölgun tóm- stundaheimila í landinu og telur æskilegt, að sem flest félags- samtök stuðli að þessari þróun. I framkvæmdanefnd stórstúk- unnar voru þessir menn kosnir: Stórtemplar: Benedikt S. Bjark- lind, lögfræðingur, Reykjavík. Stórkanzlari: Ólafur Þ. Kristj- ánsson, skólastjóri, Hafnarfirði. Stórtemplar: Ragnhildur Þor- varðardóttir, frú, Reykjavík. Stórritari: Jens E. Níelsson, kennari, Reykjavík. Stórgjald- keri: Jón Hafliðason, fulltrúi. Reykjavík. Stórgæzlumaður ung- mennastarfs: sr. Árelíus Niels- son, sóknarprestur, Rvik. Stór- gæzlumaður unglingastarfs: Giss- ur Pálsson, rafvirkjameistari Rvík. Stórgæzlumaður löggjafar- starfs: Haraldur S. Norðdahl tollvörður, Rvík. Stórfræðslu- stjóri: Eiríkur Sigurðsson, skóla- Framhald á 6. siðu. :r.4 :.. .ilfluU ' JlllL •v'íjC.i .ithlL : .IVX.Cv . v'þú't

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.