Þjóðviljinn - 12.07.1958, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 12.07.1958, Qupperneq 5
Laugardagur 12. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ÍSLENZK TUNGA 19. þáttur 12. júlí 1958 Ritstjóri: Ámi Böðvarsson. Nú er mikið um sumarleyf- isferðir fólks út um sveitir og öræfi. 1 því sambandi sak- ar ekki að minna á meðferð örnefna. Þeir sem vilja fara rétt með þessi orð, þurfa að kynna sér hvernig farið er með þau af fólki sem býr í næsta nágrenni og ber. þau eér oftast í munni. Það er ekld á neinn hátt réttlætan- ]egt gagnvart íslenzkri tungu að „leiðrétta" gömul og gróin örnefni til að geta fellt þaú undir það kerfi málsins sem er samanþjappað í skólum og krafizt er af skólanemendum sem eru að læra viðurkennt ritmál. Mér koma í hug ör- nefni eins og Skyggnirar, en. það er réttari mynd en leið- réttingin „Skyggnar“, þegar fólk á staðnum hefur í marg- ar kynslóðir notað fyrrtöldu orðmyndina. Sama er um tví- tekin nöfn eins og Hrútafells- fjall; sú mynd á meiri rétt á sér en leiðréttingin „Hrúta- fell“. Þar hefur sem sé heiti fellsins færzt yfir á bæinn, síðan gleymzt og fjallið tekið nafn af bænum. Það er eðli- leg þróun. Og þeir ferðamenn sem leggja það á sig að læra bæjaheiti þar sem þeir fara fram hjá, þurfa líka að vita hvaða forsetning er notuð með bæjamafninu, hvort sagt er t.d. á Tungu eða I Tungu, á Klaustri (eins og gert er um Kirkjubæjarklaustur) eða í Klaustri (sem er rangt um þann bæ). Hjákonuvatn er ónýtt kaffi kallað, og hefur Orða- bók Háskólans heimild um það frá Jóni Pálssyni banka- féhirði (úr Áraessýslu). Eitt- hvað hefur höfundi orðsins þótt lélegur kaffisopinn hjá hjalkonu sinni, en hjalkona segir Jón að sé kona „sú er giftum mönnum þykir gaman áð daðra við“. Upphafleg merking þess er að sjálfsögðu „Lona sem menn hjala við“. Gisli Brynjólfsson talar ein- hvers staðar í, dagbók sinni (Dagbók í Höfn) . um. „h.ial- konur Salómons" og virðist hafa svipaða merkingu í því og Jón Pálsson. Hér hefur nokkrum sinnum verið minnzt á sögnina að bjaka (bjástra, erfiða, boll- oka). Nafnorðið bjak (hvorug- kynsorð) er gamalt og enn í margra rminni. „Þetta er mesta bölvað bjak, seinfært og érfitt“, er skýring Halldóru Magnúsdóttur á merkingu orðsins (úr . Rangárþingi). Eggert Ólafsson talar i kvæði um „bjökin mæðulig" (lengi var það siður að menn létu lýsingarorð enda á -ligur fremnr en -legur, og átti það ékkert skylt .við það sem nú •er kallað hljóðvilla eða flá- mæli). Og enn eldri heimr ildir eru til um þetta orð. Jón Ormsson rafvirki þekk- ir öþðmyndina skilina. um skáii þá sem sezt ofanásýru; Stur Heitir það víða á Suð- <s>- urlandi, en skilmi á Aust- fjörðum. Hann segir að Með- allendingar hafi þetta orð kvenkyns og tali um að veiða slíilmuna ofan af. Guðjón Þorgeirsson sem lengi bjó á Stóruvöllum í Landssveit og dáinn er fyrir meira en áratug, talaði ein- hverntima. um fló í heyi. Með því átti hann við „myglurönd í heystabba, þar sem illa þurrt lag hefur lent á milli og kemur í ljós þegar farið verður að leysa heyið“. Ekki hef ég aðrar heimildir um þetta orð, en það orkar kunn- uglega á- mig og fleiri Rang- æinga, án þess að ég geti bein- línis fullyrt að ég þekki það. Væri æskilegt að frétta ef einhverjir þekkja orðið eða annað þvílíkt. Galjánur er eitt þeirra orða sem vefst fyrir mönnum að skýra, og er þvi mikil þörf á því að fá frekari heimildir um það en til eru. Orðabók Há- skólans hefur dæmi um tvær eða þrjár mismunandi myndir orðsins, og er vel til að fleiri sé að finna einhvers staðar í fórum lesenda. Tvær gamlar konur úr ofanverðri Rangár- vallasýslu hafa veitt upplýs- ingar um orðið í setningu eins og „það hanga galjánuraar niður úr því, þetta er ekkert nema rifníur (þ.e. trosnur)“. Jón Pálsson bankaféhirðir segir þetta vera Árnessýslu- mál, en kallar það galjám og segir; „trosnaður pilsfaldur, trosnuð buxnaskálm; um hesta: járnaður til blóðs, o.s.frv." En Kristrún Matt- híasdóttir á Fossi í Hruna- mannahreppi segir: „Þegar æsa skal saman rifu, mega ekki vera komin mikil galjárn í rifuna, þ.e. trefjar eða tæt- ur. því að þá herðist rifan of- mjög gaman“. Og í vikivaka- kvæði frá 17. öld sem Ólafur Davíðsson hefur skrásett stendur i einu handriti gab járnín, en í öðru galíon. Skýr- ingar á þessu einkennilega orði og afþökunum þess verða að bíða, bangað til meiri heim- ildir hafa komið fram um það. Ýmsir hafa sent mér upp lýsingar um orðasamhandið „að hálsa setningu", þ. e. hætta við hana hálfsagða. Af Húsavik eru heimildir (frá Kristiáni Karlssyni) um fram- burðinn hálfsar, þ.e.: „Hann hálfsar allt af.“ 'eða „háls- ar“, þannig að v-hljóðið í „hálfsar" kemur ýmist fram eða ekki, en í slíkum sam- böndum er það ritað f. Það er mjög trúlegt að orðið sé dreg- ið af lýsinaarorðinu hálfur. og hafi orðtakið þá upþhaf- lega merkt ,.að gera setn- inguna, aðeins hálfa,. tala hana bara til hálfs“. Frá Aknrevri hefur orðabókin heimild um orðasambandið að „hálsa eitt- hvað“r' þi. e.: ,;tæna á e-ú“. Þorsteinn Magnússon frá Gil- haga í Skagafirði segir um þetta orð: „Hálsa var al- gengt orð, að hálsa setningar eða frásagnir. Það vakti tor- tryggni. Eins var það kallað að hálsa rifgarða, ef heyflekk- ur var garðaður upp þvert yfir þá garða sem fyrirvoru“. Þessi heyskaparmerking í orð- inu að „hálsa“ er óþekkt úr öðrum heimildum, að því er ég bezt veit, og var fengur að henni. — Þorsteinn er al- veg óþreytandi að skrifa þættinum og svara spurning-, um mínum, og eru ekki tök á að fara frekar út í bréf hans í. þetta sinn. Mörg fleiri bréf hafa borizt, en þó ekki nógu mörg, því að helzt þyrfti eitt að koma frá mönnum úr hverjum þeim hreppi, þar sem þau orð þekkjast sem um er spurt. En bréf með upp- lýsingum um málfar er ávallt vel þegið, þó að ekki sé nema stundum hægt að rekja efni þeirra í þættinum; þau koma að fullu gagni samt, og skulu öll vel þökkuð. Minnismerki um Knud Rasmussen Góð uppskera Mjög góðar uppskeruhorfur eru nú í Danmörku. Talið er að kornuppskera verði mjög góð, svo framarlega sem veð- urfar í sumar verði sæmilegt. Danir liafa ákveðið að reisa iandkönnuðinuin mikla Knud Ras- mussen minnismerki. Verður því komið fyrir í sjávarmáli \ið Klampenborg. 1 samkeppninni um tillögur að minnismerkinu fékk myndhöggvarinn Povl Söndergárd fyrstu verðlaun fyrir styttu af heimskautakönnuðinum, þar sem hann stendur með hönd fyrir auga og skyggnist um af sjónarhóli. — Myndin er af listamanninmn og tillögulíkani lians. Leikhús Heimdallar mer — s lepptu mér eftir Claude Leikstjóri: Lárus Pálsson. Gaman þetta er franskt að eðli og uppruna, en breytt og haglega fært til enskra stað- hátta, það er sumarleikhúsum mjög hæfilegt viðfangsefni. Af sýningunni er það skemmst að segja að hún er svo heil- steypt og fáguð að óvenju- legt má kalla, og vekur auð- sæilega almenna ánægju leik- gesta, enda eru leikendurnir þrír jafnvígir og samvaldir og í hópi þeirra listamanna sem mests álits njóta og traustastra vinsælda á landi hér. Stærstur er þáttur Lár- usar Pálssonar, hann hefur snúið leiknum á smellið og viðfeldið mál, komið honum ágæta vel fyrir á hinu ör- litla sviði og stjórnað þessu létta ástargamni af óbrigð- ulli smekkvísi. Um ofléik eða ýkjur er hvergi að ræða, all- ar staðsetningar og tímamörk nákvæm í bezta lagi og orð- svör svo markviss og hnitti- leg að mér er til efs að nokk- ur fyndni. sem eitthvað má úr gera fári forg.örðum. Fyrst þáttur er mjög skemmtilega saminn og endirinn ekki síðri, en gamanið stundum nokkuð veigalítið og brothætt þar á milli eins og títt er í léttum grínleikjum, og myndi verða íítils virði ef ekki væri ó- venjuvel á öllu háldið — en hér er hvergi slakað á klónni. Tveir karlmenn og ein kona, kvennamál og aftur kvenna- mál, það er auðvitað uppi- staða og aðal leiksins. Ung kona dvelst ein í sumarbú- stað uppi i sveit þegar tjald- inu er lyft, hún hellir i sig hálfflösku af svefnmeðali og gengur siðan út í garðinn ör- litla stund. I sama mund kemur alókunnur maður inn í stofuna, drekkur í ógáti hinn helming ljdsins og fellur brátt í fastasvefn, og þegar eiginmanninn ber að garði skömmu síðar sofa þau í sama rúmi, konan hans og hinn ó- boðni gestur. Þetta veldur mannaumingjanum nokkurs hugarangurs sem vonlegt er, og allt kemst í háaloft í fyrstu, en gesturinn virðist kunna ráð við öllu — hann^ reynist bragðarefur hinn mésti og kveneamur í betra lagi, og tekst hvorttveggja í senn, að verða elskhugi konunnar og vinur húsbóndans. Lengra skal sagan ekki rakin og sízt af öllu er rétt að koma upp um stétt gestsins og stöðu eða skýra frá leikslokum, þeim verða menn að kynnast af eigin raun. Eiginmaðurinn er ekki bein- lí.nis 'sennilegur af hendi skáldsins, en Lárus Pálsson leikur hann svo blátt áfram og eðlilega, tekst svo vel að breiða yfir andstæðurnar fari hans að við könnumst þrátt fyrir allt mætavel við þennan þröngsýna, klaufska en góðviljaða náunga. Tilsvör og viðbrögð eru hárviss og ljóslifandi, kímnin hittir mark og vekur ósvikinn hlát- ur í ‘ salnum. Helga Valtýs- dóttir túlkar hlutverk kon- unnar af næmum skitningi og er gædd miklum þokka, lýsir af jafnmikilli nærfærni skilj- anlegri gremju og hurðaskell- um hinnar vonsviknu eigin- konu seni rómantiskri þrá hennar eftir umhyggju og ást. Og' ekkí ' cr Rúrik Har- aldsson síztur í gervi liins ó- heppna Don Juans, útlit hans, látbragð og hreyfingar hæfa hinum kostulega gesti sem bezt má verða. Rík kímni- gáfa-Rúriks nýtur sín ágæt- lega í þessu kátbroslega hlut- verki, framgangan er eðli- leg og algerlega óþvinguð og auðsætt að leikarinn hefur verkefnið í öllu á sínu va'di. — Þrátt fyrir ónógt svigrúm á alla vegu hefur Magnúsi Pálssyni tekizt að bregðaupp sannfærandi mynd hins enr.ka sumarhúss, tjöld hans eru smekkleg og mjög vel unnin. Mikið var klappað fyrir bros- legum atriðum og snjöllum tilsvörum og leikendunum þremur mjög fagnað að lok- um. Á. Hj. Vaxandi utanrík- isverzlun Kínverja Verzlunarsamnigur milli Norðmanna og Kínverja var undirritaður í Peking 4. júní sl. Samkvæmt verzlunarsamn- ingi þessum hefjaet viðtæk vöruskipti milli þessara þjóða og einnig var samið um gagn- kvæm hagsmunamál varð? ndi tolla og flutningsgjöld. Þá var um svipað leyti und- irritaður í Karachi vöruskiota- samningur milli Kína og Pak- istan. Kínverjar selja Pakistan- búum 150 000 lestir af ko’um og fá baðmull í staðinn. Kínverskar vörur eru nú á markaði i meira en 40 löndum, þar á jg.eðal Kanada, ítalíu; Sviss og Niðurlöndum. Á þessu ári hyggjast Kínverjar flj-tja ut vörur fyrir helmingi meira verðmæti en á síðasta ári og verður útflutningsverðmætið þá helmingi meira en á öllu tíma- bili fyrstu fimm ára. áætlunar- innar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.