Þjóðviljinn - 06.08.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Míðvikudagnr 6, ágúst 1958 --------
<r
Lygn streymir Don, 3. hluti, hlaut .
önnur aÖalverðlaun í Karlovy Varv
Hinni árlegu kvikmynda-
hátíð í Karlovy Vary í
Tékkóslóvakíu var slitið í
síðustu viku. Á hátíðinni
voru sýndar kvikmyndir frá
45 löndum og hlutu aðal-
verðlaunin japönsk mynd og
Mikhail Sjolokoff
sovézk. Sú fvrrnefnda nefn-
ist „Stjúpbræðurnir“ og
segir í henni frá japönsk-
um atvinnuhermanni, sem
er ofstækisfullur föður-
landsvinur en jafnframt
harðstjóri innan sinna heim-
ilisveggja. Sovézka myndin
er þriðji hluti stórmyndar-
innar „Lygn streymir Don“
og verður nánar vikið að
henni hér á eftir.
Af öðrum myndum, sem
verðlaun hlutu á hátíðinni
í Karlovy Vary, má geta
austur-þýzkrar heimildar-
kvikmyndar, þar sem lýst
er hlut hins vestur-þýzka
hersh"fðingja nazista og
NATO, Hans Speidel í undir-
búningi morðsins á.Alexand-
er Júgóslaviukonungi, í Mar-
seille á Frakklandi, skömmu
fyrir síðustu heimsstyrjöld.
Geta má þess líka, að kvik-
mvnd frá Sameinaða arab-
íska lýðveldinu hlaut viður-
kenningu á hátíðinni. Heitir
mynd
vort“.
þessi „Föðurland
ins og minniháttar um 150.
Leituðu Gerasimoff og fé-
lagar hans að leikendunum
meðal fjölmargra leikhúsa
og leikflokka, evo í hópi at-
vinnuleikara sem amatöra,
og endanlega var valið i
myndarhlutverkin að lokinni
allóvenjulegri samkeppni.
Sérstökum erfiðleikum
bundið reyndist val fullkom-
lega hæfs leikara í aðalhlut-
verk myndarinnar, lilutverk
Grigori Melekoffs. Segir
Gerasimoff leikstjóri að í
rauninni hafi verið búið að
ganga frá leikaravalinu og
kvikmyndatakan í þann veg-
inn að hefjast, er athygli
sín hafi verið vakin á Pjotr
Gleboff, leikara frá Stani-
slavský-leikhúsinu í Moskvu
sem ráðinn hafði verið til
að fara með minniháttar
hlutverk hershöfðingja í
itr Samning Inilonynda-
handritsins tók tvö ár
Hér í kvikmyndaþætti
ÞjóðvUjans hefur áður ver-
ið getið lítillega fyrstu
tveggja hluta kvikmyndar
þeirrar, sem undanfarin ár
hefur verið unnið að í Sov-
étríkjunum eftir hinni heims-
frægu skáldsögu Mikhails
Sjólokoffs „Lygn streymir
Don“. Með þriðja hluta
myndarinnar, sem verðlaun-
in hlaut á kvikmyndahátíð-
inni í Karlovy Vary, er
þessari kvikmyndun sögunn-
ar lokið.
Leikstjórinn, Sergei Gera-
simoff, hefur greint frá
því í blaðaviðtali, að það
hafi tekið um það bil tvö
ár að ganga að fullu frá
kvikmyndahandritinu eftir
skáldsögu Sjólokoffs, enda ~ —- ■;?t - -
eru margir sögulegir atburð- |, ,
ir tengdir frásögninni, svo ; _ *
sem heimsstyrjöldin fyrri,'| J
fall rússneska keisaraveldis
ins, októberbyltingin, borg
arastríðið í suðurhéruðumý/
Rússlands og upplausn hvít-; , . , „
liðahersveitanna. Við gerð
tökuritsins, segir Gerasim- 4, ’ '
off, reyndum við að fylgja * J| <»
skáldsögunni sem bezt við
gátum, bæði hvað snerti #
söguþráðinn og perSónu-
sköpunina. — Meginþættir t-
kvikmyndarinnar snúast um
Grigori Melekoff, aðalper-
sónuna í skáldsögu Sjólo-
koffs, leit hans að hinu
eanna og rétta á tímum |
upplausnar gamla heimsins |
og ástar-tragedía hans og
Aksiníu.
★ Löng og erfið leit að
Iiæfum leikendum
Það var ekki hrist fram
úr erminni að velja hæfa
leikendur í hlutverkin, enda
er kvikmyndin óvenju mann-
frek; meiriháttar hlutverk í
henni eru t. d. um 30 tals-
Sinaída Kirienko
Atriði úr fyrsta hluta kvikmyndarinnar ,,Lygn
streymir Don“. Til vinstri er Pjotr Gleboff, sem
leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni, Grigorí.
myndinni. Þótti Gerasimoff
hann falla mun betnr, hvað
útlit snerti og fas allt inn í
hlutverk Grigoris en sá eða
þeir sem áður höfðu einna
helzt komið til greina og
var hann strax ráðinn til
að fara með aðalhlutverkið.
Segist leikstjórinn ekki sjá
eftir þeirri ákvörðun.
Drjúgan tíma tók það
líká að leita áð leikkonu
sem hæfði hlutverki Aksiníu.
Fjölmargar stúlkur gáfu sig
fram að eigin frumkvæði en
engin þeirra varð f.yrir val-
inu. Loks varð Elina By-
stritskaja ráðin í hlutverk-
ið eftir tillögu Sjólokoffs, en
hún var áður kunn leikkona
í Sovétrikjunum, einkum
fjuir leik sinn í kvikmynd-
inni „Ófullgerð saga“.
1 hópi annarra leikara í
kvikmyndinni eru bæði
reyndir kvikmyndaleikarar,
eins og t.d. Daníel Ilsjenkó,
sem leikur föður Grigoris
Melekoffs, og nýliðar, eins
og Sinaída Kirienkó, sem
leikur Natalíu. Fjöldinn all-
ur af statistum í hópatrið-
um myndarinnar eru ekki
atvinnuleikarar heldur íbú-
ar þorpa þeirra og sveita,
sem kvikmyndin er tekin í.
Höfundur skáldsögunnar,
Sjólokoff, réð því að úti-
atriði kvikmyndarinnar voru
tekin í Kamenskaja, sem
eitt sinn var tiltölulega lítið
þorp en er nú allstór borg.
Varð að sjálfsögðu að gera
ýmsar „útlitsbreytingar" á
„þorpinu" til samræmis rið
tímasetningu sögunnar, fella
t.d. niður símastaura, afmá
margskonar nýtizkulegar á-
letranir á húsum o. s. frv.
Þess má geta að þvgla kvik-
myndin sem gerð var 1930
eftir sögu Sjólokoffs, „Lygn
streymir Don“, var tekin
í þessu sama „þorpi“, Kam-
enskaja.
★ Fáein orð um Gerasimoff
leikstjóra
Sergei Gerasimoff er rúm-
lega fimmtugur að aldri.
Hann lék um sþeið í kvik-
myndum, m.a. í mynd
Kosinséffs „Nýja Babylon"
frá 1929. Kvikmyndaleik-
stjórn hóf Gerasimoff á ár-
unum 1934—1935 og voru
meðal fyrstu mynda hans
„Ljublju li tébja?“ (Elska
ég þig?) (1934), „Komsom-
olsk — borg æskunnar" —
(1938) og „Kennarinn“
(1939). Kvikmyndin frá
1938 er talin í hópi beztu
verka hans.
Á fjórða áratugnum jókst
hróður Sergei Gerasimoffs
sem kvikmyndagerðarmanns
mjög, og þá var hann ráð-
inn kennari í leiklist og
leikstjórn við kvikmynda-
skólann í Moskvu. Af helztu
kvikmyndum hans frá þess-
um tíma má nefna „Grimu-
dansleikinn'* (1941), sem
byggð er á samnefndu leik-
riti eftir Lermontoff, „Nep-
óbedimje" (Vörn Leníngrad)
(’42), „Molodaja gvardíia"
eftir skáldsögu Fadaéffs
(1947), „Þorpslæknirinn"
(1952) og nú síðast „Lygn
streymir Don“ í þrem hlut-
um (1956—1958).
!fío láta leka úr dollunni á léreftið — flugleiðingar
um máiaralist — Málverk eða meiningarlaust
föndur
.EF ÞIG SKYLDI einhverntima
langa til að verða frægur list-
málari, þá þarftu ekki annað
«n labba þig inn í einhverja
málningarvöruverzlun og
kaupa nokkrar dollur af mis-
munandi litu bílalakki, eða
kannski gætir þú líka notazt
við hörpusilki eða útispred,
ef það væri ódýrara. Síðan
færðu þér léreft, gerir svo-
lítið gat á málningardollurnar
. og lætur svo drjúpa úr þeim
. á léreftið, segjum fyrst úr
svörtu dollunni, af því að
« svartar klessur koma til með
að taka sig mjög vel út á
hvitu lérefti.
ÞO HELDUR auðvitað að ég sé
að gera að gamni mínu, en,
nei, því miður er hér í raun-
inni allt annað en grín á ferð-
inni. I kaffihúsi einu við
Skólavörðuetíginn eru til sýn-
is málverk eftir málara nokk-
urn, sem mikið hefur verið af
látið að væri snjall listamað-
ur. En myndirnar sem þarna
eru til sýnis (og sölu víst
líka; hver mynd kostir að mig
minnir 740 krónur) bera þeirri
snilli lieldur neikvætt vitni.
Þær gætu hæglega verið til-
komnar með þeim hætti sem
lýst var áðan: bílalakk látið
drjúpa. úr dollu á léreftið. Ég
fullyrði ekki að myndirnar
eéu tilkomnar á þennan hátt,
en þær gætu verið það. Og
mér er spurn: Tilheyrir fönd-
ur af þessu tagi málaralist?
Og ef svo er, má þá ekki al-
veg eins heimfæra t. d. tertu-
skreytingar húsmæðranna
undir þá listgrein? Eða bíla-
sprautingar og jafnvel venju-
lega húsamálun?
HVAÐ ER EIGINLEGA meint
með því að reyna að skikka
fólk til að viðurkenna svona
lagað föndur sem listaverk?
Er ástæða til að æpa: lista-
maður! listamaður! að hverj-
um sem opnar málningar-
dollu með dósahnif og lætur
leka úr henni á ákveðinn flöt
í dropatali? Á raunveruleg list
ekki nógu erfitt uppdráttar í
þessu lapdi, þótt ekki sé verið
að spilla fyrir gengi hennar
með ódýrri gervilist? Það má
vel vera, að „listmálarar" geti
aflað sér nokkurs fjár með
massaframleiðslu á þessum
dollulekamyndum, en þeir afla
sér hvorki álits né virðingar
með þeim.
ÞAÐ ER ALKUNNA, að al-
menningur hér hefur ekki ver-
ið ginnkeyptur fyrir abstrakt-
málurum og verkum þeirra:
hitt er jafnkunnugt, að ýmsir
málsmetandi menn hafa um-
svifalaust reynt að klína lista-
mannsnafnbót á hvern þann
ungling, sem borið hefur við
að dýfa pensli í dollu og
strjúka úr honum á léreft.
Áreiðanlega eru margir hinna
yngri málara vandir að virð-
ingu sinni, telja sig vera í
þjónustu nýrrar listastefnu,
leggja mikla vinnu og hugsun
í verk sín. Þeirra viðleitni
hlýtur maður að v;rða og
viðurkenna, jafnvel þótt mað-
ur beri ekki alténd gæfu til
að kunna að meta verk þeirra.
EN ÞEGAR á að telja manni
trú um, að það sé málaralist
að opna dollu með dósahníf
og láta leka úr henni á léreft.
þá segir maður: nei takk, má
ég heldur biðja um litaðar
ljósmyndir. Eg mótmæli því,
að það sé heimsku og skiln-
ingsleysi okkar óbreyttra á-
horfenda að kenna, þegar við
komum ekki auga á r.eina
dýpri list í slíkri framleiðslu.
Þótt það kunni að verðajmg-
um, hégómagjörnum mönnum
til nokkurs stundargengis að
sjá og heyra málsmetandi
menn kalla þá listamenn, ef
þeir koma með einhverjum
ráðum svartri klessu á hvítan
flöt, þá held ég að slíkt hljóti
að verða á kostnað raunveru-
legrar listar.
Framhald á 10. siðu.