Þjóðviljinn - 06.08.1958, Side 10
2)
ÓSKASTUNDIN
LITLA SAGAN
Einhver hafði gefið
kónginum vínflösku
og vínið í flöskunni hafði
þá náttúru, að hver, sem
drakk af því, varð ó-
Getur þú teiknað þessar
myndir án þess að lyfta
blýantinum frá blaðinu?
dauðlegur. Þið getið
reynt að ímynda ykkur
hve ógurleg reiði kon-
ungsins var, þegar hann
uppgötvaði, að einn iaf
hirðmönnum hans hafði
svolgrað í sig hvem ein-
asta deigan dropa úr
flöskunni.
Með þrumandi röddu
skipaði hann hermönnum
sínum að drepa þrjótinn.
„En yðar hátign“,
sagði fíflið og brosti
gleitt, „þar sem ég hef
drukkið vinið get ég ekki
dáið. Eða — ef ég dey,
hefur þetta alls ekki ver-
ið vín, sem gerir menn
ódauðiega, og þér mynd-
uð fremja hróplegt rang-
læti‘-‘.
Konungurinn varð að
láta hann hfa.
DRENGURINN SEM...
Fr'amhaid af 1. síðu.
Auðvitað datt þeim
ekki í hug, , iað barnið
vissi eitthvað, sem þeir
vissu ekki sjálfir, en þeir
þorðu ekki annað en að
hlýða og fóru að öllu
eins og Tsao Chung
sagði þeim.
Hann sagði við þá:
„Finnið tóman bát, sem
er nógu stór til að bera
fílinn, og komið með
hann upp eftir ánni til
húss okkar“.
Þegar þetta hafði verið
gert og fíllinn verið sett-
ur í bátinn risti báturinn
dýpra í vatnið en áður.
Þá sagði drengurinn:
„Dragið línu þar, sem
vatnið nær hæst á bátn-
um .
Þegar þeir höfðu gert
allt þetta, sagði hanii:
. „Látið fílinn í iand og
fyllið bátinn af steinum
þar til vatnið nemur við
merkið, sem var gert á
bátinn.“
„Nú“, sagði Tsao
Chung, „skuluð þið bera
þessa steina í land og
vega þá á vogarskálun-
um. Þegar þið hafið lagt
saman þunga allra stein-
anna, vitið þið hvað fíll-
inn er þungur“.
Þegar hirðin sá, áð
þetta hafði tekizt, ósk-
uðu allir Tsao til ham-
ingju með að eiga svona
gáfaðan son.
KROSSGÁTAN
Lausn á síðustu gátu:
Lárétt: 1 glas 3 hæ 5
Móri 7 allt 8 ná 9 maur.
Lóðrétt: 1 gaman 2 aur-
A RI
Áður hafa komið í Óskastundínni vísur
og verðlaunagátur eftir Einar Benteinsson.
jV=Í
Þreklegur kom úr Þistilfirði
þegti á suðurlandið,
hugði fljótari að hann yrði
þá í sitt hjóxiabandið. t
Syngur hann þeim með ást og yndí
ýmislegt að norðan.
Mynnist xdð hann mjúk í lyndi
mittisbandaskorðan.
Kaupa mun hann kot á láði
kýr og hesta feitá.
í búrinu verður blóðmör og gráði,
beljumjólk og keita.
EINAR BENTEINSSON.
Svo er dansaður vals,
polka og fransás — og
vals, polka og fransás
aftur og aftur. Anna,
Hilda og Emilia dansa
auðvitað hvern dans.
Þær eru allar kátar.
Hilda kemur til mín og
i-eynir að gleðja mig.
Hún segir að ég skuli
koma fram í salinn og
horfa á, að minnsta
kosti.
En mig langar ekki til
þess og ég veit ekki
hvernig ég á að komast
hjá þvi. Til allrar ham-
ingju kemur Anna og
bjargar mér. Iiún segir,
að það sé ekki vert að
tala við Selmu, hún fari
þá kannski að gráta aft-
ur.
Mamma og hinar kon-
urnar hætta alveg að
dansa eftir göngupolkann.
En þær fara fram í sal-
inn, til að horfa á unga
fólkið. Þá verðum við
jómfrú Eriksson aftur
einar eftir í stofurjni.
Og þar sitjum við tvær
éinar allt kvöldið.
En ég reyni að hugsa
um atla þá, sem eiga
bágt — sjúka, fátæka og
blinda. Hvað er það að
sitja hjá á dansleik, sam-
anborið við að vera
blindur?
Skyldi þetta vera hegn-
íng á mig fyrir eitthvað,
sem ég hef gert ljótt?
Eða er það til að kenna
mér auðmýkt? Nú man
ég eftir jómfrú Borström
gömlu, sem pabbi sagði
okkur frá, og skólapilt-
arnir komu til að fara á
markaðsdaginn. Hvernig
ætli henni hafi liðið allt
það kvöld? Enginn dans-
aði við hana. Hún hefur
líklega hugsað sem svo,
að það væri undarlegt,
að hún skyldi vera svona
óviðfelldin, að enginn
vildi dansa við hana —
og ekki einu sinni tala
við hana.
Því að það er einmitt
þetta, sem ég er að
hugsa.
★
Morguninn eftir, þegar
við erum að borða, ei*u
þær mamma, Elín Laur-
ell og Anna að segja
pabbg og Lovísu frá
dansleiknum, hvað þær
haíi skemmt sér vel og
hvað allt hafi verið á-
nægjulegt. Eg þegi auð-
vitað, því að ég hef ekki
'rá neinu að segja.
Anna telur upp alla,
sem höfðu dansað við
hana. En þá segir pabbi:
„En þú, Selma?“
- ÓSKASTUNDIN — (3
„Það var ekki dansað
við Selmu', svarar
mamma. „Hún er vist
of lítil enn“
Pabbi þegir dálitla
stund. En svo segir hann
við mömmu: „Eigum við
ekki að skrifa Afzeliusi
og spyrja hann, hvort
Selma megi ekki vera
hjá þeim í Stokkhólmi í
vetur og iðka líkamsæf-
ingar? Henni batnaði svo
mikið, þegar hún var
_þar. Mig langar til iað
sjá hana albata áður en
ig dey“.
Eg rek upp stór augu.
Ætli pabbi hafi iðrast
þess í gærkvöld, að hann.
neiddi mig til að fara?
Þess vegna hefur honum
dottið í hug að lofa mér
að fara til Stokkliólms.
Þrátt fýrir allt, er þá
enginn eins góður og
pabbi.
SÖGULOK.
S VÖR
við spurniiigum
1. Hann fylgir . þér að-
eins meðan sólin skin,
2. Túlípana.
3. Vindurinn.
4. Tríó.
5. IV.
6. Skórinn.
7. Handklæðið,
8. Níu aurar.
9. Nálin.
10. Það var ekki rigning.
SKRITLA
Menn eru eins og fisk-
ar. Hvorir tveggja myndu
oft komast hjó óhöpp-
um, ef þeir hefðu vit á
að opna ekki munninn.
Selma Lagerlöf
DANSLEIKURINN
5. dagur
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. ágúst 1958
Nýkomnar
HLJÓMPLÖTUR
með
Nínu og Friðrik
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttux s. f.
Vesturveri *
Sími 11-315
Bæjarpósturinn
Framhald af 4. síðu.
ÓNEITANLEGA gefur abstrakt
listin mönnum tækifæn til að
látast vera það sem þeir eru
ekki, sýnast kunna það sem
þeir kunna ekki; búa til mein-
ingarlaus fígúruverk og kalla
þau málverk, listaverk. Hitt
er ekki þar með sagt, að allir
ungir málarar séu reiðubúnir
að notfæra sér tækifærið;
maður hlýtur að vona að þeir
beri dýpri virðingu fyrir list
sinni en svo.
ÉG SKAL síðastur manna gera
tilraun til að leggja stein í
götu þeirra ungu manna, sem
bera þá köllun í brjósti að
Bezt ■ útsalan ■ Bezt
Stórkostleg verðlækkun
Kjólar. Verð frá kr. 100.00
Stuttjakkar. Verð frá kr. 250.00
Regnkápur frá hálfvirði
Kápur — blússur — pils o. m. fl.
með tækifærisverði.
Bezt
VESTURVERI
verða listmálarar og vínna af
alhug og kostgæfni að list
sinni, fórna tima sínum og
kröftum í þágu köllunar sinn-
ar. En ég neita jafneindregið
að titla nokkum mann lista-
mann fyrir það eitt að skop-
ast að dómgreind minni og
minna líka með því að fram-
leiða dollulekafígúrur, setja
þær í ramma og hengja upp
á vegg á vistlegum stað, kalla
þær málverk og bjóða þær til
sölu á rúmar 700 krónur
stykkið.
ShlÞAUÍÍitKB RlhlSINS
Skjaldbreið
til Snæfellsnesshafna og
Flateyjar hinn 8. þ. m. Tek-
ið á móti flutningi í dag.
Farseðlar seldir á morgun.
Eftirtaldar ferðir
hefjast 9. ágúst.
9 daga ferð um
Fjallabaksveg og
Núpsstaðarskóg
2 daga Þjórsár-
dalsferð. 2 daga ferð í Land-
mannalaugar.
Ferðaskrifstofa
PÁLS ARASONAR
Hafnarstræti 8
Sími 17-641.
Kjarakaup
Vegna flutnings fæst píanó
— traust og vandað vinnu-
borð og barnavagn.
Til sölu og sýnis á Marar-
götu 5, 3. hæð, í dag.
Sími 19071.