Þjóðviljinn - 06.08.1958, Page 12

Þjóðviljinn - 06.08.1958, Page 12
Höfðingleg og kærkomin gjöf dansks prófessors: E. Rssebye gefui* Listasafíii ríkisísis safn verka Guðmundar Thorsteinssonar Sýning á myndunum, sem eru 46, opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns- ins kl. 6 síðdegis í dag Muggur, — Guömundur Thorsteinsson — er kominn heim úr útlegð. Þessi ánægjulegi atburður er aö þakka höföingsskap danska prófessorsins, Elof Risebye, sem hef- ur gefið Listasafni ríkisins 46 myndir eftir Mugg. Guðmundur Thorsteinsson dó ungur að árum, en myndir þær sem hann hafði þá þegar má!- að unnið sér varanlegar vinsæld- ir með þjóðinni. Kunnastur mun hann hafa orðið fyrir myndir þær sem birtust í Þulum Theo- dóru Thoroddsen, móðursystur hans. Þá birtust myndir hans einnig i bókunum Dimmalimm og Tíu litlir negrastrákar. Listasafn ríkisins átti hins- vegar aðeins 4 myndir eftir Mugg, auk altaristöflunnar sem er á Bessastöðum, og er eitt aðalverk hans. Hin höfðinglega. gjöf prófessors Risebye er því mjög kærkomin. Gjöfina sendir hann með þeim ummælum _að hann voni að myndimar verði þegnar með líkum hug og þær eru gefnár, — og þeim fyrirmæl- um að þær verði geymdar í Listasafni ríkisins en ekki dreift á ýmsa staði. Risbye prófessor sá Guðmund Thorsteinsson aldrei, en hann fór eitt sinn með Júlíönu Sveins- dóttur að skoða myndir ís- lenzkra manna, sem Þjóðverji nokkur sýndi í Kaupmannahöfn og sá þar myndir eftir Mugg, og tók slíku ástfóstri við þær að hann hefur safnað þeim æ síð- an, Risebye, sem er prófessor við Listaháskólann í Kaupmanna- höfn, hafði hlakkað mjög til ís- landsferðar í sambandi við af- Miðnesingar borga 13 millj. í skatta Sandg-erði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Skattskrá fyrir Miðneshrepp hefur legið frammi og samkv. henni eiga 263 gjaldendur með 12,8 millj. skattskyldar tekjur að greiða 270 þús. kr. í tekju- ekatt og 115 gjaldendur að greiða 23 þús kr. í eignarskatt. Sjómannafrádráttur í hreppn- um nam alls um 470 þús. kr. Reykvíkingur fékk hæsta vinn- inginn í happ- drætti S.Í.B.S hendingu g.iafar sinnár,; éh því miður gat hann ekki komið sök- um veikinda. Bað hann þá Júlí- önu Sveinsdóttur að verða við uppsetningu myndanna fyrir sína hönd. Sagði Júlíana i viðta'i við blaðamenn í gær að hún teldi Mugg og Risebye hafa verið mjög iíka, að því leyti iað báðir hefðu treyst mjög öryggi nátt- úrugáfu sinnar. Þessar myndir Muggs eru 46 að tölu. Meðal þeirra er ein til- komumesta mynd hans: Sjöundi dagur í Paradís. í safni þéssu eru nokkrar ævintýramyndir og sérstaklega ísieir/lcar rnyndir, auk mynda frá Noregi. New York og Ítalíu — en ekki fleiri orð um það, því vitanlega fara lesendur og skoða safn þetta, en sýningin á því verður opnuð HiðoviumN Miðvikudagur 6. ágúst 1958 — 23. árgangur — 173. tölublað Þjóðhátíðin í Eyjum hefsf á í Þjóöhátíöin í Vestmannaeyjum veröur ha’din nm næstu helgi, hefst siödegis á föstudag og lýkur á sunnu- dagskvöld. íþróttafélagiö Þór sér um hátíöina aö þessu sinni og mun vanda sérstaklega til hennar í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Þjóðhátíðin hefst í Herjólfs- sjá að mik'il hátíð st.cð fyrir dal með guðsþjónustu kl. 2 s. d. dyrurn á þessum sérkeimilega Elof Risebye gestum kl. 5 síðdegis í dag og almenningi kl. 6. — Sýningin er í Bogasal Þjóðminjasafnsins og verður opin næsta hálfan mán- uð frá 1—10 síðdegis. á föstudaginn, en síðan fer fram keppni í íþróttum og ýms skemmtiatriði. Um kvöldið verð- ur fjölbreytt. skemmtun og dansað á tveim upplýstum pöll- um. Hátíðinni verður síðan haldið áfram með margskonar skemmtiatriðum á laugardag og sunnudag. Meðal skemmtiatriða er bjargsig og verður sigið í Fiskhellanefi við Herjólfsdal. Mikið undirbúningsstarf. Á laugardagsmorgiminn, er fréttamaður Þjóðviljans leit inn i Herjólfsdal, znátti glögglega Sovéfstjórnin þing SÞ verði leggur fil kvatt si Krúsfjoff visar aigerlega ó bug fillögu vesturveldanna um sérstakan fund IÖR Krústjoff, forsætisráöherra Sovétríkjanna, hefur svar- að síðustu bréfvun leiðtoga vesturveldanna og leggur til að allsherjarþing SÞ verði kvatt saman til að ræða um hættuástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. 1 gær var dregið i 8. fiokki Vöruhappdrættisins. Dregið var ,lTn um 450 vinninga að fjárhæð 540 þúsund krónur. — Eftirtal- in númer hlutu hæstu vinning- ana: 100 þúsund kr. nr. 25363 í mmboði Austuretræti 9; 50 þús. nr. "934 í umboði Grettisgötu 26; 10 þús. nr. 4707 12416 18562 28410 38212 41207 45623 59864 60772 ; 5 þús nr. 2977 2986 9972 23030 27374 27483 35242 35916 37455 52719 56437 61257 61649 64527. — (Birt án ábyrgðar). 1 síðustu bréfum þeirra Eis- enhowers Bandaríkjaforseta og Macmillans, forsætisráðherra Bretlands, sem send voru skömmu fyrir helgina, var till. Krústjoffs um sérstakan fund stjómarleiðtoga stórveldanna til að fjalla um þetta mál vis- að á bug, en í staðinn lagt til að haldinn yrði sérstakur fund- ur i Öryggisráðinu 12. þ. m. sem stjómarleiðtogar sætu. Krústoff segist ekki geta fallizt á þessa tillögu. örygg- isráðið sé, eins það sé nú skip- að, ekki fært um að leysa af liendi þau verkefni sem því séu falin í stofnskrá SÞ. Þessi mik- ilvæga alþjóðlega stofnun sé í raun réttri ekki annað en nefnd fulltrúa sem flestir séu frá ríkjum innan hernaðarbanda- laga vesturveldanna. 1 sæti kín- verska alþýðulýðveldisins sitji fulltrúi .pólitísks líks Sjang Kajséks", eins og það er orðað. Öryggisráðið sé því í lamasessi og algerlega háð Bandarikjun- sem hafi ekki talið sig þurfa að spyrja ráðið neins, þegár þau settu lið á land í Líbanon. Allsherjarþingið kvatt saman Krústjoff segist harma það að vesturveldin hafi ekki viljað fallast á tillögu sovétstjórnar- innar um fund leiðtoga stór- veldanna, ásamt þeim Nehru, forsætisráðherra Indlands, og Hammarskjöld, framkvæmda- stjóra SÞ. Sovétstjórnin hafi því gefið fulltrúa sínum hjá SÞ fyrirmæli um að fara þess á leit að alls- herjarþing samtakanna verði þegar kvatt saman á aukafund til að ræða brottflutning banda- ríska hersins frá Líbanofi og þess brezka frá Jórdan. Fundur seðstu manna æskilegastur Krústjoff segir samt í bréfi sínu: „Við emm sannfærðir um að fundur æðstu manna, sem væri skipaður eins og við höf- um lagt til, myndi ef allir fundarmenn legðu sig fram, auðvelda að finna leiðir og að- ferðir til þess að binda endi á ,,kalda“ striðið og koma í veg fyrir að „heitt“ strið brjótist út. Það er í allra þágu, stórra rJkja sem smárra, að haldin verði ráðstefna hinna æðstu manna eins fljótt og auðið er“. Það er ekki talið sennilegt að vesturveldin beiti sér gegn því að allsherjarþing SÞ verði kvatt saman, enda þótt þau vilji sjálfsagt orða dagskrá aukafundarins á annan veg en sovétstjórnin. Til þess að hægt sé að kalla saman slikan auka- fund þurfa a. m. k. sjö þeirra ríkja sem fulltrúa eiga í Ör- yggisráðinu að fara þess á leit eða þá 41 af aðildarríkjum SÞ. Hammarskjöld, framkvæmdastj. SÞ mun nú grennslast fyrir um það hvort þessi tilskildi fjöldi ríkja vill að þingi* komi saman. Heimkoman frá Peking Krústjoff sendi svarbréf sín til leiðtoga vesturveldanna þriggja eftir að hafa bvalizt í þrjá daga í Peking og rætt þar Framnald á 5. siðn. Marsffpavaða rekfn í leyjahöfn Vestmannaeyjum kl. 10.30 í gærkvöld. Frá fréttarit. Þjóðv. í dag litlu eftir hádegi varð vb. Ssevar frá Vestmannaeyj- um var við mikla marsvína- vöðu í Eyjafjallasjó út af Skógasandi. Ilóf báturinn að reka vöiðuna í átt hingað til Eyja. Bættust brátt fleiri bát- ar við og voru þeir orðnir 15 um það MI er að landi kom. Kl, 9,30 í kvöld var kvala- torfa þeíjsi rekin á land hér í liöfninni norðan svonefndrar Friðarhafnar. Ekki er enn vitað live marga hvali er hér um að ræða, en gizkað hefur verið á að þeir séu um 200—300. Dráp hvalanna stendur nú yf- ir og er mlkið f jölmenni sam- ankomið í hvalfjörunni, bæði áhorfendur og starfsmeim. Mikill buslugangur er í flæð- armálinu og sjór rauður af blóði. og skemmtilega stað; Fána- stengur höfðu verið reistar víðsvegar um hátíðarsvæðið,- götuhlið voru komin u.:p við aðaltjaldbúðastæðið, danspallar og veitingaskálar voru í smíð- um, byggð hafði verið göngu- brú yfir Daltjörnina og hlað- inn veglegur bálköstur á Fjósa- kletti. Þeir félagar sem undir- búningur Þjóðhátíðarinnar í Vestmannaeyjum mæðir mest á, Valtýr Snæbjörnsson formaður Iþróttafélagsins Þórs og Stefán Runólfsson gjaldkeri félagsins, skýrðu frá því að undirbúnings- störfin í Herjólfsdal hefðu haf- izt í byrjun júlí. Að sjálfsögðu var geysimargt enn ógert á há- tíðarsvæðinu s. 1. laugardag, enda aðalannavikan eftir; t. d. var enn eftir að koma. upp öll- um ljósaskreytingum, m. a. strengja taug með marglitum ljósaperum þvert yfir dalinn milli Dalfjalls og Háar. Þjóðhátlðin í Vestmannaeyj- um um næstu helgi verður sú 82. í röðinni. Sú fyrsta var haldin 1874 vegna þess að Vest- mannaeyingar komust þá ekki til lands og gátu ekki tekið þátt í hátíðahöldunum með öðr- um landsmönnum. Síðan hefur Þjóðhátíð Vestmannaeyja verið árlegur viðburður, ef frá eru skilin tvö ár í fyrri heimsstyrj- öldinni er hátiðahöld féllu nið- ur. Um alllangt skeið hafa í- þróttafélögin í Vestmannaeyj- um, Iþróttafél. Þór og Knatt- spyrnufélagið Týr, skipzt á um að sjá um hátíðina sitt árið hvort félag. Eins og fyrr segir sér Þór um hátíðina að þessu sinni og vandar sérstaklega til hennar vegna afmælis félagsins, en það verður 45 ára 9. sept. n. k. Búizt er við miklum fjölda gesta á Þjóðhátíðina i Vest- mannaeyjum og mun Flugfélag Islands efna til eins margra aukaferða þangað og nauðsyn- legt reynist til að anna far- beiðnum. Geta má þess að fé- lagið flutti um 2000 þús. far- þega milli Reykjavíkur og Eyja þjóðhátíðarvikuna i fyrra. Slys við svif- flugæfingar Á sunnudaginn slösuðust tveir menn, Rafn Thorarensen og Hörður Magnússon, við svif- flugæfingar á Sandskeiði. Slys- ið vildi til er sviffluga þeirra félaga var dregin á loft og dráttartaugin slitnaði. Ætluðu þeir þá að lenda flugunni en í lendingunni rakst hægri væng- ur í' völlinn. Mennimir voru fluttir með sjúkraþifreið í Slysavarðstofuna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.