Þjóðviljinn - 07.08.1958, Side 1

Þjóðviljinn - 07.08.1958, Side 1
t Ákvörðun vesturþýzku stjórnarinnar að slíta verz!- unarsamningnum við ís. land er rædd í forustugrein á 6. síðu Fimmtudagur 7. ágúst; 1958 — 23. árgangur — 174. tölublað. ASIsherjarþing SÞ kvatt til aukafundar innan skamms Vesfurveldin fallasf á fillögu Krúsfjoffs' og faliS að fundurinn byrji innan viku Allar horfur eru nú á því aö allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna muni koma saman á aukafund einhvern næstu daga, sennilega innan viku, til að ræða um hættuástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vesturveldin hafa faliizt á til- lögu Krústjoffs, forsætisróðherra Sovétríkjanna, um slíkan auka- fund þingsins. ESsenhower Bandaríkjaforseti lýsti sig samþykkan tillögunni á fundi með blaðamönnum í Wash- ington í gær, og sagðist jafnvel sjálfur myndu sitja fundinn, ef það væri talið nauðsynlegt eða æskilegt. Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, var talinn mundu svara bréfi Krústjoffs í dag, en talsmaður brezku stjórnarinnar sagði þegar í gær að hún væri samþykk slíkum fundi. Franska stjórnin er ekki talin munu beita sér gegn fundinum, Mínnzi árásar á Hiroshima >ess var minnzt víða um heim í gær að '13 ár voru þá liðin siðan Bandarikjamenn vörpuðu fyrstu kjarnasprengj- unni á Hiroshima, en hún varð um 90.000 mönnum að bana, en þúsundir manna eiga enn um sárt að binda vegna hennar. Kishi, forsætisráðherra Jap- ans, sagði í ræðu að japanska stjórnin væri nú að ganga frá tillögum sem auðvelda ættu stöðvun allra kjarnatilrauna. Sovétríkin eru eina stórveldið sem hætt hafa þessum tilraun- um, sem kunnugt er. Vesturþýzklr vísindamenn skýrðu löndum sínum í sjón- varpi frá þeim hættum sem vofa yfir mannkyni ef kiarna- sprengingum verður haldið á- fram. enda þótt Soustelle, upplýsinga- málaráðherra de Gaulle, segði í gær að lítið gott gæti af honum hlotizt. ÁgTeiningnv um orðalag Stórveldin eru þó ekki alveg á einu máli um hvernig boðað skuli iil fundarins. Sovétríkin viija að allsherjarþingið verði kvatt saman til að ræða um árás Bandaríkjanna og Bretlands á Líbanon og Jórdan, en Banda- ríkin að rætt verði um „óbeina árás“ Sambandsríkis Araba á Líbanon. ÖiTg'gisráðið kemur saman Öryggisráðið mun koma saman á fund í dag' og liggja fyrir því tillögur Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna um að þingið verði kallað saman. Cabot Lodge, full- trúi Bandaríkjanna, sagði í gær að hann myndi krefjast þess að bandaríska tillaean yrði fyrst borin undir atkvæði. Til að önnurhvor tillagan nái fram að ganga þurfa a. m. k. 7 af .11 fulltrúum í ráðinu að gi’eiða henni atkvæði. Hljóti hvorug þeirra nægilegt fylgi og takist ekki samkomulag um að breyta orðalagi þeirra þannig, að báðir geti við unað, mun Hammar- skjöld, framkvæmdastjóri Sí>, spyrjast fyrir um afstöðu full- trúa allra aðildarríkjanna. Sam- þykki 41 þeirra þarf til að hægt sé að boða aukaíund. Kassim þakkar sósíalistísku ríkjunum aðstoð á hættustund írak er nú írjálst ríki sem vill haía vin- samleg samskipti við vestur sem austur Kassim hershöföingi, forsætisráöherra íraks, hefur þakkað sósíalistísku ríkjunum hve vel þau brugðust við eftir aö lýöveldissinnar höfðu tekið völdin í landinu. Kassim gerði þetta í viðtali við fréttaritara tékkneska blaðs- ins Rude Pravo. Hann var spurð- ur um samband íraska lýðveld- isins við sósíalistísku ríkin og sagði þá: „írak er frjálst ríki og við viljum hafa vinsamleg samskipti við ríkin í austri sem Enn ekki mynduð finnsk stjórn Tilraun finnskra sósíaldemó- krata til að mynda stjórn með þátttöku allra. i.. í’.okka nema Lýðræðisband.aiags ■ kommúnista og sóáialista fór út um þúfur. Mun hún hafa strandað á þvi að Bændaflokkurinn vildi ekki eiga sæti í slíkri stjórn Kekkonen forseti reyndi í gær að fela einum leiðtoga hins íhaldssama Sambandsflokks að mynda stjórh, tn hann vildi ekki taka það að sér; þau í vestri“ Síðan bætti hann við: „Við erum sósíalistisku ríkj- unum þakklátir fyrir að þau viðurkenndu okkur þegar á reið“. Hann sagðist vona að allir erlendjr herir yrðu bráðlega fluttir úr löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau riki sem hefðu sent þangað herlið myndu ekki eiga annars úrkosta. Eng- um stafaði hætta frá íraska lýð- veldinu, sem væri nú almennt viðurkennt. Bagdadsáttmálinn athugaður Kassim ræddi við hóp blaða- manna í Bagdad í gær og skýrði þeim frá framtiðarfyrirætlunum stjórnar sinnar. Hann sagði að svo virtist sem sáttmáli Bagdadbandalagsins hefði verið saminn án nokkurs tillits til óska og hagsmuna írösku þjóðarinnar. Stjórn hans myndi þurfa að athuga sáttmál- ann gaumgæfilega áður en hún tæki nokkra ákvörðun um af— stöðu sína til hans Ráðherrann sagði að írak hefði alls ekki í hygeju að rjúfc}. sambandið við vesturlönd og þau myndu eiga kost á að fá olíu þaðan eftir sem áður. Hann var spurður hvort írak myhdi gerast aðili ýið Sam- bandsríki Araba, en sagði að samvinnan milli íraks, Egypta- lands og Sýrlands myndi verða svo náin i framtíðinni, að minnstu máli skipti hvernig formleg tengsl landanna yrðu. Samningaviðræður fulltrúa Dagsbrúnar og atviimu- rekenda var haldið áfram í gær. Samkomulag tókst ekki og urðu aðilar sammála uni að leggja deiluna fyrir sáttasemjara. Alþýðublaðið hefur haldið uppteknum hætti í síðustu blöðum með skrif um Dagsbrúnarmálin. Er það degin- um ljósara að þessi skrif, sem Morgunblaðið prent- ar upp með velþóknun, geta ihaft þann eina tilgang að Dagsbrún nái ekki viðunanlegum samningum. Gegnir furðu að blað sem vill láta telja sig verkalýðsblað skuli halda uppi slíkum skrifum meðan Dagsbrún á í erfiðum samningsumleitunum. Hvalreki á fjörur Vestniamiaeyinga r W: ■ I' ;i '-Á wmj0*þ' . s - Þessar myntlir eru frá mars\ ínadrápinu í Vestmannaeyjum og eru teknar um 7-leytið í gær- morgun. Um 160 hvalir lágu þá dauðir í fjörunni, en þá synti enn stór livalavaða i höfn inni og hafði ekki hlaupið á land. Hvalsknrður hófst í gærmorgun. Eru hvalirnir dregnii* upp á Friðarhafnarhryggju og skornir þar. Kjötið er fryst í liraðfrystihúsunum og sþikiö saltað, en beinuiu verður sökkt í sæ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.