Þjóðviljinn - 07.08.1958, Side 4

Þjóðviljinn - 07.08.1958, Side 4
4) — ÞJÓ£>VILJINN — Fimmtudagnr 7. ágúst 1958 <----------------------— ----------■——--------— | Halldór Helgason, Ásbjarnarstöðum: Spjallað fJmmtíu ára afmæli þess: við ungmennafélagið Brúin á 1 Eltir venju viljið þið, vinir minir góðir, að ég setjist ennþá við • o-ðsins gömlu hlóðir. Mér er nokkuð um og ó, eius og gefur að skilja, — eiginlega ekki þó að mig skorti vilja —. Nú er einka-ástandið orðið mjög í brotum, ekki sízt; að eldsneytið er að verða á þrotum. Fyrir ykkar félagsskap fátt ég vann til nytja, —- \ c.rð þó aldrei vona-tap við þann yl að sitja. 1 Vist er gott að verma hug i við þá gömlu elda, þegar gerist fátt um flug ! og farið er að kvelda. Þótt ég löngum léki það að leggja sprek á glóðir, var mér ekki áskapað að eignast nýjar þlóðir. Hefur því í háa tíð hjakkað í sama fari; gegnum dagsins storm og stríð ! stóð ég í gömlu vari. AHtaf vakír eitthv.að gott 1 yfir fornum kynnum. — Margt er horfið bak og brott, býr þó djúpt í minnum. 2 Hamaskipti á hálfri öld hefur flest á jörðu. —- Það er morgunn — það er kvöld þar á eyktavörðu. Skaut upp kolli skoðun sú, skjótt er náði hylli, upp að kæmist andleg Brú unglinganna á milli. Þegar handa hafizt var •hér var um að gera: ur.dirstöður islenzkar allar skyldu vera. — Heyrðist þá um heiði og strönd i hljómur á vökudegi: ..Rétti æskan örva hönd ail’ er á góðum vegi.“ Þetta var ei þrumuraust þrungin af vopnabraki, heldur sunginn linnulaust léttur morgunvaki. Þorsteinn rauf á þessa leið þögn með hörpu sinni. — Þat var röddin heit og heið, helguð framtíðinni. Þó fannst ýmsum eitthvað þá ! c-ins og súrt í broti: hneykslun olli harpan frá Hlíðarendakoti., Þ&ssi hneykslun herti á hreyíing gróðursprota, — sjálfsagt Var áð þroska þá þjóðinni til nota. — Hvernig svo sem þar og þá þula tímans hljóðar leggur framtíð ábyrgð á æsku hverrar þjóðar. Engu merki heldur hátt hik né undansláttur, og til viðnáms vinnur smátt ■ veifiskataháttur. Eyrun hafði æska lands opin — og kaus að vaka: imdir vorsöng árgalans ákvað hún að taka. *? Lengi átti íslenzk þjóð oki þungu að verjast, hennar stolt og hetjublóð hafði við margt að berjast. Mörgum fersk í minni er rnanni söguvönum, hún er smeygði af hálsi sér helsinu frá Dönum. Stóð þá æska vonum vigð vörð um strönd og sveitir, svo að yrði síður drýgð synd er uppgjöf heitir. Þá var uppi allsstaðar ósk í frelsis þágu: að hverfa ei til annarrar yfirdrottna-plágu. Ákveðiu var ætlun sú eftir lausn úr helsi, friðgóða að taka trú — trú á eigin frelsi. Frelsi er mikið fagurt orð flutt á sigurhátið, fyrir ætt og óðájstqrð — eins og var í þátíð — — Liúft er að hlusta á söngvasvan, súg í vængjablaki, — bara að ekkert feigðarflan felist þar að baki.------- Hátt i vetrarviðjum brast, voröld hófst í landi, — en hverjum sigri fylgir fast fyllri og stærri vandi. Reynir þá á þolrifin, því er vert að muna: — aumt er að breiða yfirskin ofan samviskuna, 4 „Vormenn íslands" — ekkert nafn eignaðist þjóðin fegra irmritað í söngvasafn sitt, né elskulegra. Undir þeirra vegsögn var vor um strönd og dali, hieinsaði loftið hér og þar hollur morgunsvali. Ennþá mætti íslenzk þjóð unna slíkum dögum: — Þeir voru íslenzk ástaljóð urdir nýjum lögum. Þc-gar eitthvað öndvert snýr um hin seinni kynni, margur að þeim ennþá býr innst í vitund sinni. — „Vormenn íslands“ enn um sinn ætla að standa á verði, þo að hrekkvís heimurinn h. rðleikið þeim gerði. — Von er að slái ótta og ugg inn í mennska hugi þar sem Heljar-hrafn við glugg hlakkar — og er á flugi. 5 Vel sé ykkar vökuþrá, vinir mínir góðir, sem í byrjun átti — og á er.nþá, hlýjar glóðir. Geym þú, — hvað sem brast og brást, — bæði í gleði og harmi, freisivígða Islands-ást, æska, í þínum barmi. Stundum verður eitthvað að ur.dir björtu ijósi, — samt kann enginn sögu um það að sólargeislinn. frjósi, Þeir, sem ungir undu þátt í sinn streng úr honum, geta langa ævi átt eitthvað gott í vonum. — Fyrirgefið fátækt spjall fauskí gamalkunnum, sem á bak við Sxðufjall situr að ellibrunnum. ..—> Minningarorð Kafrín Jónsdóttir, kennari Katrín Jónsdóttir, kennari, lézt hér í bæ þriðjudaginn 29. júlí s.I. Hún var fyrir aðeins fáum dögum komin heim eft- ir ársdvöl erlendis. Við heim- komu hennar hefði engan get- að órað fyrir snöggum veik- indum hennar og skjótum dauða. Katrín vár fædd 2. nóv. 1907 að Hraunkoti í Landbroti í Vestur-Skafta- fellssýslu. Fáðir hennar var Jón bóndi í Hraunkoti, Jóns- son bónda í Seglbúðum í Landbroti, en móðir hennar var Ólafía Gunnarsdóttir bónda á Flögu í Skaftártungu, Vigfússonar. Katrín stundaði nám i Kennaraskóla íslands og tók próf þaðan 1929. Skömmu síðar stundaði hún einnig nám bæði í Danmörku og Svíþjóð og siðastliðinn vet- ur var hún við nám í Osló og mun þar hafa íagt stund á teikninám. Árið 1935 réðist Katrín kennari að Austurbæj- arskólanum og þar kenndi hún siðan. Við Katrín Jónsdóttir urð- um samstarfsmenn í tuttugu og tvö ár. Eg bjóst við, að samstarfsárin yrðu fleiri. Það varð ekki. Þá er að taka því. Tugir ferðamanna gista nú í tjaldi Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. MikiII ferðamannasti'aumur hefur verið hér undanfarnar vik- ur, en eitthvað hefur di'egið úr honunx síðu.’ítu dægrin vegna veðurbreytingannnar. Margt fei'ðamaiuia hefur í suirar tjaldað á tjaldstæði þvi sem Fegrunai'félag Akureyrar og bæjarstjórn gengust fyrir að útbúið var á skjólgóðum stað, sumtanvert við svmdlaug Akur- eyrar. Þar hafa suma dagana verið um og yfir 20 lijöld. Þjóðaratkvæði í Frakklandi seint í næsta mánuði Franska stjómin tilkynnti i gær að hún hefði ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan um hina nýju stjórnarskrá sem hún hefur látið semja muni fara fram 28. september. 60 þingmenn sósíaldemókrata, eða meirihluti þingflokksins, gáfu i gær út yfiriýsingu þar sem þeir vara við stjómarskráruppkast- inu. Eftir þessi kynni þekkti ég Katrínu nokkuð og veit því, hvað hún hefðj sagt um það, að ég væri að skrifa um hana í blöð. Hitt veit ég þó einn- ig, að svo mikill var vingjam- leiki hennar gagnvart hverj- um einum, að leiðinlegt hefði henni þótt að banna mér því- Hkar skriftir úr því að ég hafði löngun til þeirra, En stutt yrði það að vera og ekki fyrr á ferð en svo, að hún sæi það ekki sjálf. Það skal virt. Mig langaði aðeins til að mega bera um það vitni, að hégómalausari einstaklingi og betur gerðum á flestara •þátt en Katrín vmr, er varla unnt að kynnast. Góðlyndí hennar og glaðlyndi einkennd- ist sameiginlega í hnittnum' tilsvörum og spaugsyrðum, sem ukust að gildi við það_ hve iátlaust þau voru sögð. Katrín var mjög vel gáfuð kona og einnig hafði liún list- ræna hæfileika á ýmsa vegu umfram fjöldann, en yfirlætis- leysi hennar og hógværð skip- uðu henni í hóp hinna liljóð* látu, skipuðu henni í hóp þesa fólks, sem svo er elskulegt, að þegar maður kynuist því, er ekki hægt að gefa upp alla von um, að tilgangur lífsins sé einhver. Katrin var ein af þessu fólki og skoðanir henn- ar í samræmi við það. Hún var enginn hávaðamaður um skoðanir sínar, en sá, sem þekkti gáfur hennar, réttlætis* kennd hennar og mannúð, þurfti ekki að spyrja neing um það hvar í sveit hun myndi skipa. sér varðandi þaú mál, sem hæst bar í samtið hennar. Katrín Jónsdóttir var fjöl- hæfur kennari. Hún liafði mikið gert til að fullkomna sig i starfinu, sótti í því skyní skóla erlendis og námskeið bæði þar og mörg hér heima. Hún var þvi vel undir starf sitt búið. En mestan styrk: til þess starfs, sem hún gerði að sínu, sótti hún þó áreið- anlega til þeirra eiginleika sinna, sem ekki verða í slcól- um fengnir eða. á námskeið sóttir. — Og þó glæðast þeir þar sjálfsagt, þegar vel tekst. Hún skildi fólk hlýjum skiln* ingi og mildum, en fyrir barnákennara er líklega engaa skilning betra að eiga. Katrín mun hafa starfað nokkuð í iþróttaféla.gi kvenna þér i bæ og vissi ég til þess, að hún var oft í skíðaferðum með því félagi, einnig tók húit þátt í mörgum hópferðum um byggðir og óbyggðir þessa lands, því að hún hafði yndi af ferðalögum, Til félagsstarfa og ferðalaga hennar þekki ég annars lítið persónujega en. ég veit af afspurn það, sem reyndar mætti ráða af líkurn: Allir þeir, sem kjTmtust henni þarna, — og þeir voru margir, — ljúka upp einum munni um framúrskarandi viðkynningú hennar. Svo mun einnig um hvem, þann, er þekkti hana» í Austurbæjarskólanum vani* hún mestan hluta ævistarfs sfns. Samstarfsmennimir og allir, sem þa.r voru Katrínú samtíða, blessa minningú hennar. Stefán Jónsson. j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.