Þjóðviljinn - 21.08.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.08.1958, Blaðsíða 9
A ÍÞRÓTTIR mrsrsúmt MHAHK WVC&SX8! Keppni fyrsiu deildar: Hafnarfjörður og Kefla- vík skildu jöfn með 1:1 Óvissa urn hvaða lið fellur niður í 2. deild Lið Hafnarfjarðar: Karl Jónsson, Vilhjálmur Skúlason, Einar Sigurðsson, Kjartan Elí- asson, Ragnar Jónsson, Theódór Karlsson, Ragnar Sigtryggsson, Bergþór Jónsson, Sigurður Gíslason, Albert Guðmundsson, Ásgeir Þorsteinsson, Lið Keflavíkur: Heimir Stígs- son, Gunnar Albertsson, Guð- munjdur Pétursson, Guðmundur Guðmundsson, Hafsteinn Guð- mundsson, Sigmundur Alberts- son, Páll Jónsson, Hólmberg Priðjónsson, Hðgni Gunnlaugs- son, Emil Pálsson, Loftur Fær- set. Dómari: Ingi Eyvinds. Þessa leiks var beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrri hálf leikur Keflavíltur móti Akranesi um daginn var þannig að hann lofaði nokkuð góðu þótt Kefl- víkingar gæfu eftir er á leikinn leið. Það kom líka á daginn að Keflvíkingar voru harðari í liorn að taka en flestir höfðu gert ráð fyrir og reyndust erf- iðir Hafnfirðingum, sem flestir munu hafa spáð sigri í leiknum. Keflvíkingar voru stórbrotnir í Noregur vaim Austur-Þýzka- land 6:5 I síðustu viku háðu Norð- menn og Austur-Þjóðverjar landsleik í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Osló. Var leikurinn skemmtilegur og mik- ið skorað af mörkum. Þjóð- verjarnir léku vel saman en voru ekki að sama skani virkir í leik sínum og notaðist ekki af leikni sinni og samleik af þeim sökum. Harald Hennum skoraði 4 mörkin og var bezti maður norska liðsins ásamt Björn Borgen sem íslenzkir knattspyrnuunnendur muna frá þvi í fyrra. Hvorki Torbjörn Svensen né Edgar Falk voru með í norska liðinu. leik sínum og það var eins og það smitaði Hafnfirðingana, sem að þessu sinni náðu ekki stuttum samleik og tilraunir til þess voru mun minni en þeir eru vanir að sýna. Þeir sem sagt hrifust með langspyrnum Keflvíkinga og notuðu þær líka í tíma og ótíma. Þeir voru líka alltof fljótfærir og vantaði alla ró í leik sinn. Þeir voru ekki eins hreyfanlegir og þeir hafa oft verið, enda er það svo að hinar löngu spyrnur framkalla oftast meiri „langhlaup" og baráttu en hinar stuttu send- ingar og smásprettir. Við og við tókst Hafnfirðingum þó að ná góðum samleik, og úr einu slíku áhlaupi kom mark það sem þeir skoniðu, þar gekk knötturinn milli 6 manna eftir endilöngum vellinum. Bakvörð- ur gaf Albert knöttinn við víta- teig, sem þegar sendir hann til Kjartans. Kjartan hleypur nokkur skref með hann en senidir hann til Ásgeirs fram til vinstri. Hann hleypur með knöttinn að miðju, en gefur hann með nákvæmri spyrnu yfir til hægri, til Ragnars Sig- tryggssonar sem nærri við- stöðulaust skorar óverjandi fyr- ir Heimi. Með marki þessu jöfnuðu Hafnfirðingar, því að Keflavík hafði skorað og var það Hólmberg Friðjónsson sem það gerði á 6. mín., en mark Hafnarfjarðar kom á 15. mín. leiksins. Þótt leikur Keflvíkinga ein- kenndist mjög af löngum send- ingum, brá fyrir samleik sem var jákvæður, og sumir þeirra hafa þegar töluverða leikni og góðan skalla, en leikur þeirra er of stórbrotinn og einkennist um of af því. Baráttuvilji var mikill í báðum liðum og gekk það útyfir góðan leik og skipu- legan. Sigurvilji var mikill á báða bóga og kraftur, sem jafnframt skemmdi fyrir báðum en þó meira fyrir Hafnfirðingum, þar sem þeir létu trufla sig út í annan „rytma“ en þeir voru vanir. Fimmtudagur 21. ágúst 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9 Bæði liðin höfðu tækifæri sem þau hefðu átt að skora úr. Snemma í leiknum átti Ragn- ar Sigtryggsson gott tækifæri en skaut í stólpann og fór knötturinn afturfyrir. Litlu síð- ar er Bergþór fyrir opnu marki á markteig en spyrnir yfir, ó- trúlegt en satt. Á þessum augnablikum hefði verið þýð- ingarmikið fyrir Hafnfirðinga að fá mark. Á 15, mín, er Högni kominn. innfyrir alla en skotið lenti á markmanni, sem varði. 1 byrjun síðari hálfleiks átti Ragnar Sigtryggsson gott tæki- færi en skotið fór yfir, og það sama endurtók sig hjá sama manni um miðjan liálfleikinn. Þá átti Albert mjög gott skot eftir sendingu frá Ásgeiri sem hann tók með vinstri fæti við- stöðulaust, af 18 m færi, og fór knötturinn rétt fyrir ofan. Nokkuð seint í síðari hálfleik komst Loftur Færset innfyrir alla og skaut en markmaður Hafnfirðinga var á réttum stað og varði, Eftir tækifærunum hefði Hafnarfjörður átt að vinna, en eftir gangi leiksins var jafn- tefli líka pokkuð sanngjarnt, því að það lá meira á Hafnar- firði þótt Keflvíkingum tækist ekki að skapa sér eins góð tækifæri. Liðin: Hafnarfjarðarliðið náði ekki eins góðum leik og oft áður. Miklar breytingar- voru á því og varla að menn hafi verið búnir að átta sig á hinum nýju stöðum sínum. Hinn ungi mark- maður Hafnarfjarðar lofar nokkuð góðu; hann var fljótur og kom nokkuð skynsamlega út þegar með þyrfti og varði oft vel. Ragnar Jónsson var bezti maður varnarinnar. Framvörð- urinn Theódór lofar líka góðu í liinni nýju stöðu sinni. —- Framlínan var nokkuð sundur- laus og gætti nokkuð breyting- anna í línunni. Bergþór t. d. ieitaði of mikið að stöðunni all- an leikinn. — Albert hindraði ekki nóg Guðmund Guðmunds- son sem studdi sókn Keflvík- inganna vel. Markmaður Keflvíkinganna er mjög fljótur, hefur gott grip og er undravel með þegar á þarf að halda, Hafsteinn Guð- mundsson var beztur balcvarð- anna, liinir tveir voru líka sterkir en allir of stórkarlalegir í leik sínum. Guðmundur Guð- mundsson átti góðan leik. Beztur í framlínunni var Páll Jónsson sem var fyrri liálfleik- inn sem útherji en þann siðari sem miðframherji. Högni var líka ágengur. Allir eru þeir mjög fljótir og sterkir. Eftir leik þennan vex „spenn. an“ um það hvert liðanna fell- ur niður í aðra deild. Það virð- ist sem KR, Akranes og Valur séu búin að tryggja sér dvöl í fyrstu deild næsta ár. Fram hefur 1 stig og á eftir að leika við Keflavík og Akranes, og Kefiavík hefur einnig 1 stig og á eftir 3 leiki, en Hafnar- fjörður hefur 2 stig og hefur háð alla leiki sína. Framhald á 10. síðu. John Henricks setur heimsmet Hinn snjalli sundmaður John Henrieks frá Bandaríkjunura setti fyrir nokkrum dögum tvö ný heimsmet í sund, Á móti í Indianapolis setti hann heimsmet í 100 m skriðsundi á 55,8. Daginn eftir setti hann svo annað heimsmet og þá í 200 m sundi á 2,05,2. Þetta var á bandariska sundmeistara- mótinu. -■*' Noregur— Dan- mörk 17:17 í handbolta Fyrir nokkru kepptu Noreg* ur og Danmörk í handknatt- leik karla úti og fór leikurinn fram í Skien I Noregi. Fóra leikar þannig að jafntefli varð 17:17, eftir mjög jafnan leik. Eftir fyrri hálfleik stóðu leik- ar 9:6 fyrir Dani. Danska lið- ið var eingöngu skipað mönn- um frá Jótlandi og var þvi ekki bezta lið Danmerkur. Þetta er í þriðja sinn sem lönd þessi keppa í útihandknattleikj og hafa þau unnið sinn hvorfj leikinn, en í þetta sinn varcj svo jafntefli. MÍR — Reykjavíkurdeild ■* 2 Kaffikvöld - kynningarkvöld "oJ 13 í tilefni af komu fyrsta ferðamannahópsins frá Sovét- ríkjunum, hefur Reykjavíkurdeild MÍR ákveðið að efna 3 -• til kaffiltvölds 1 Tjarnarkaffi (niðri) í kvöld kl. 8, þar sem sovézku ferðamennirnir verða gestir félagsins. > to DAGSKÁ KVÖLDSINS: 1. Gestirnir boönir velkomnir. > Oí 2. Sameiginleg kaffidrykkja. . 3. Guðmundur Jónsson söngvari syngur. 4. Dansað til klukkan 23.30. mam 1 Athygli er vakin á því, að auk rússnesku og baltisku málanna, tala nokkrir af ferðamönnunum ensku, þýzku tt! og sænsku. Allir félagar MÍR og gestir þeirra eru velkomnir. — Að- göngumiðar seldir í skrifstofu MÍR, Þingholtsstræti 27, i dag milli kl. 1 og 6 e. h. og við innganginn. Stjórn Reykjavíkurdeildar MÍR Dómari: Iíelgi Helgason. — Línuverðir: Sverrir Hálfdánarson og Sveinn Kærnested. Alltaf skeður eitthvað nýíl, —• IIVEK SPAKKAR HVAÐ ? K.S.I. ÍSLANDSMÓTIÐ 1. deild. í kvöld klukkan 8 leika Fram — Keflavík á Melavellinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.