Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. september 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9
# ÍÞRÓTTIR
smvjtðm fMttAtm wuaaof
Kennslukvikmynd tekin aí laisial
íþróttamanninum til afnota í USA
Gengur nú við hækjur og heíur
sparkað knetíi
Þeir sem að staðaldri komu á
Jcnattspyrnuleiki á árunum 1955
og 1956 sem fram fóru hér í
Reykjavík minnast ungs manns,
sem þar var viðstaddur og sat
að jafnaði í hjólastól, og all-
ir. vissu að þetta var lamaði
íþfóttamaðurinn, Það var hans
líf og yndi að horfa á íþróttir.
Það var síður en svo að hann
bæri kala til íþróttanna, þótt
hann ætti örlög sín að vissu
leyti þeim að kenna. Hann slas-
aðist, sem kunnugt er, við æf-
ingu í stangarstökki það illa
að hryggurinn fór í sundur,
mænan skaddaðist og hann
lamaðist því um spjaldhrygg og
þar fyrir neðan. Var frá þessu
sagt hér fyrir um það bil 6
árum.
Hin tvö síðustu sumur hefur
lamaði íþróttamaðurinn eða
Ág'úst H. Matthíasson eins og
hann heitir, ekki verið meðal
gesta íþróttavallarins, en það
stafaði af því að á þriðia dag
jóla 1956 fór hann til Banda-
ríkjanna tii þess að leita sér
lækninga, og naut til þess stuðn-
ings margra góðra manna, en
þó fyrst og fremst Lúðviks Þor-
geirssonar og Ben. G. Waage
forseta ÍSÍ, sem hafa stutt hann
með iráðum og dáð. Fór Bene-
dikt með hann vestur á sínum
tíma og sótti hann aftur, en hann
kom heim 1. sept. s.l.
í tilefni af heimkomu hans
buðu þeir Lúðvik og Benedikt
blaðamönnum. að koma og tala
við Ágúst og sjá hann, og heyra
sögu hans sem er hin merkileg-
asta.
Árangursnk ferð,
farinn að ganga
Eg slasaðist 13. maí 1951, var
fluttur í Landspítalann og lá
þar rúmfastur í tvö ár, og þá
gat ég fyrst farið að hreyfa mig
í hjólastól, byrjaði Ágúst. Eg
var þá aðeins 16 ára gamall.
Eftir að hafa verið fimm og
hálft ár í Landspítalanum var
að því komið að ég færi vest-
ur til Bandaríkjanna og unnu
læknar og' leikmenn að því að
það yrði framkvæmanlegt. Var
það fyrst og fre-mst tilraun til
þess að ganga úr skugga um
hvað fyrir mig væri hægt að
gera. Spítali sá sem ég skyldi
Rússi með þriðja
bezta árangur í
tugþraut
Á móti í Lvov í Póllandi náði
Rússinn Kutenko 7,988 stigum
í tugþraut, Er þessi árangur
hans það góður að það eru
aðeins Rafer Johnsson USA og
Kutsnetsoff sem hafa náð betri
árangri, en árangur þeirra er
8,302 og 8,014 stig.
fara til var hin kunna lækninga-
stofnun Mayo Clinic eða St.
Marys Hospital í Rochester, og
þar hef ég dvalið síðustu 20
mánuðina.
Þessa mánuði hef ég orðið að
ganga undir mjög erfiða þjálf-
un fyrir þann hluta líkamans
sem er heill, Gekk það yfirleitt
vel, þótt það væri mjög erfitt.
Byrjaði ég t. d að lyfta 6 pund-
um, en áður en lauk var ég
farinn að lyfta 60 pundum, og
gaf þá ekki • eftir þéim sem
kennsluna önnuðust.
Það var ekki gert ráð fyrir
fleirum en tveim, uppskurðum í
sambandi við þessar lækningar
en þeir urðu 10. Þurfti að rétta
tær og ökla, og voru stundum
notaðir naglar til þess að halda
tánum beiuum, og þá reknir inn
í tærnar. Skúrði þurfti líka að
gera til þess að græða sár sem
komu á hinn lamaða hluta.
Eg varð að æfa tvisvar á dag
í eina klukkustund í hvort sinn,
auk þess varð ég að vera í
hálftímá í heitu vatni daglega.
Æfingaskilyrði eru þarna mjög
góð.
Eg lagði mjög hart að mér við
allar æfingar, vildi ná þeim
árangri sem hægt var. Nú er
líka svo komið að í fyrsta sinn
síðan 1951 hafa öll sár gróið.
Flutt var til skinn og einnig
bein sem tókst vel. í tveim upp-
skurðum var ég ’í 4 .tíma á
skurðai'borðinu, og alls hef ég
fengið 8 potta af blóði, svo það
má segja að það sé í méf
bandarískt blóð!
Á þessum stað gat ég Hka
fengið þajrn umbúnað um fæt-
urna að nu get ég auðveldlega
gengið við hækjur, kornizt út í,
bifreið, reist mig á fætur ef
ég dett, komizt úr og í hjóla-
stólinn, og farið upp tröppur
sem eru með handriði. Og ég
sparkaði knetti um daginn,
sagði hann brosandi.
Og snarlega sjáum við blaða-
mennirnir að Ágúst sveiflar sér
um gólfið á hækjunum og stend-
ur þar á meðal okkar. Þeim sem
bezt til þekktu áður en hann
fór, fannst þefta ganga krafta-
verki næst.
Kvikmynd gerð af
honum
Hér skaut Ben. G. Waage inn
í, að Ágúst hefði þótt alveg
sérstaklega góður sjúklingur, þ.
e. viljasterkur, duglegur og nám-
fús. Til marks um það má geta
þess að tekin var af honum sér-
stök kvikmynd þar sem æfingar
eru sýndar og hvernig á að gera
þær og sýnt hve langt er hægt
að komast ef viljinn er nógu
sterkur. Ætlar sjúkrahúsið að
mar Björnsson fjármálaráðherra
sem búsettur er í Minneapolis,
hefur frá því Ágúst kom vestur
látið sér mjög' annt um hann og
það var mest fyrir hans til-
stilli að mikil eftirgjöf fékkst á
skurðaðgerðakostnaðinum.
Ágúst sagði að hann hefði
notið alveg' sérstaklega mikillar
góðvildar í dvöl sinni vestra,
og gat hann forseta Lions-félag-
anna Glen Clark í Minnesota,
sem heimsótti hann oft ásamt
R. L. Wiley lögfræðingi í Minne-
sota. Ágúst kvaðst einnig hafa
fengið gjafir og kort um jólin
frá fólki sem hann þekkti ekk-
ert.
Öllu þessu fólki, og hinum
mörgu fslendingum sem hafa
stutt hann með gjöfum og góð-
um oi’ðum, færði hann þakkir
sínar. Dagblöðunum fyrir að-
stoð og fyrir að hafa sent sér
þau vestur meðan hann dvaldi
þar, sem var honum líka mik-
ill styrkur og dægrastytting.
nota kvikmynd þessa sem-v- Flugfólagið Loftleiðir sýndi al-
kennslumynd fyrir sjúklinga
stofnunarinnar. Læknarnir höfðu
sagt að það yrði langt þangað til
að þeir fengju slikan mann til
meðferðar.
Þakka öllurn hirnun
mörgu
Ágúst sagði að það hefðu ver-
ið sérstakleg'a tveir sérfræðing-
ar þar vestra, dr. Elkins og dr.
Foss, sem hefðu lagt alveg sér-
staka rækt við sjúkdóm sinn,
og kvaðst hann ókaflega þakk-
látur þeim fyrir þá alúð sem
þeir lögðu við sig, og þann
árangur sem þeir náðu. Valdi-
veg sérstakan höfðingskap og vin-
semd með því að veita honum
ókeypis far fram og aftur, til
og frá New York ásamt fylgdar-
manni, og starfsmenn félagsins
bæði heima og erlendis sýndu á
allan hátt mikla hjálpsemi og
greiddu götu hans á allan hátt,
og kom það sér vel, einkum í
fyrri ferðinni, þar sem hann lá
allan tímann í sjúkrakörfu.
Kostnaðarsöm ferð
Þeir Lúðvik og Benedikt upp-
lýstu að þrátt fyrir eftirgjöf
sjúkrahússins væru enn ógreidd-
ir 4500 dollarar.
Á sinum tíma eða fyrir 6
árum síðan var hafizt handa um
fjársöfnun handa Ágústi fyrir
forgöngu ÍSÍ og með tilstyrk
dagblaðanna, og hafði töluvert
fé safnazt. Hefur allt söfnunar-
féð gengið til læknishjálpar inn-
anlands og utan. Sögðu þeir að
um skuldina við St. Marys
Hospital heíði verið samið í
bili, en þeir lögðu áherzlu á að
enn 'þyrfti að halda áfram að
safna fé svo hægt væri að gera
skuldina upp. Vildu þeir hvetja
vinnuflokka, félög og einstak-
linga til þess að gangast fyrir
söfnunum. Bentu þeir á hve vel
hefði til tekizt með. bata, gæti
það verið hvatning til þess að
gera enn eitt átak.
Þess má að lokum geta að
Ágús't á bifreið sem hægt er að
setja í útbúnað sem ætlaður er
lömuðum ökumanni, og nú hef-
ur hann möguleika til að nota
hana.
Ágúst hefur alla tíð verið
bjartsýnn og ekki látið bugast
af þeim grimmu örlögum sem
hann hefur hlotið, og aldrei
bjartsýnni en í dag. Þó er það
honum nokkurt áhyggjuefni
hvaða starfs hann geti aflað sér
sem hentar honum, en vonandi
rætist úr því áður en langt um
liður.
Þó Ágúst komi ekki til með
að ná miklum afrekum á sjálf-
um íþróttavellinum, svo sem
hugur hans stóð til, þá verður
ekki annað sagt en að hann
hafi unnið glæsilegt afrek í för
sinni vestur og raunar í þessu
sjö óra stríði.
Frá næstu mánaðarmótum vantar
Þjóðviljaim börn, unglinga eða íullorðna
tii blaðburðar víðsvegar um bæinn.
Talið við afgreiðsluna, sími 17500.
Réttir — Göngur — Réttardagar hátíðisdagar
í sveitum — Haustkveðskapur
NU STENDUR yfir sá tími
ársins, sem í mínu ungdæmi
var mest hlakkað til bæði af
ungum og gömlum: göngur og
réttir. Auðvitað hafa bæjar-
búar almennt fremur lítið af
göng'um og réttum að seg'ja,
en margir eru þó uppaldir í
sveit og minnast réttardagsins
sem skemmtilegrar tilbreyting-
ar í fásinninu. Talsvert mun
og um það, að Reykvíkingar,
einkum yngri menn, fari í rétt-
ir hér í nærsveitunum, en það
er ekki fyrst og fremst til að
sjá fjár- og hrossahópa, held-
ur til að komast á réttaball
og sjá heimasætur.
Mikið orð fer af því, að
sukksamt sé í xéttunum viða,
en sjálfsagt er margt orðum
aukið í frásögnum manna á
meðal af réttafylliríum og alls-
konar villimannlegu framferði
fólks á réttaböllum. Eg minnist
þess enn, að sem barn tók mig
mjög sárt til lambanna, sem
upp úr réttunum voru rekin til
slátrunar, en ekki hefur mér
fundizt ég verða var við neinn
sársauka hjá krökkunum núna,
þegar ég hef verið að segja
þeim frá örlögum saklausra
lambanna. Á okkar kaldrifj-
uðu tímum kjppir fólk sér ekki
upp við slíka smámuni, við
skynjum ekki orðið sársauk-
ann í jarmi dauðadæmdra
lamba, við erum svo önnum
kafin við að -reikna út hve
mikið þau muni legg'ja sig,
þegar búið er að koma ketinu,
lifrinni, blóðinu og hjörtunum
í fyllsta verð. Þetla hjartalausa
kæruleysi kemur glöggt fram
í þessu erindi úr nokkurra ára
gamalli haustrímu, að vísu
ortri í skopi:
„Gáskafullar gimbrar eru í
gálgann leiddar,
:'Ca allra laga og dóma deyddar,
og dauðar eru þær niður-
greiddar.“
Annað skopkvæði um réttir
og haustannir hefst þannig:
.,Nú eru rollurnar reknar úr
högum
og- ráðnar af dögum,
og skrokkarnir fleguir
og þvegnir,
mældir og vegnir,
kældir og metnir
og etliir.
Og bændurnir eru út urn hvapp-
inn og livippinn
að handsama tryppiu,
og nú eru aldeilis upp á þeirn
typpin.
Þeir ríða í rcttir,
og rosafréttir
af þeim fara:
— livað finnst ykkur bara?
Þeir staupa sig og stúta,
og stangast við hrúta.
rexa og- rífast
og reiðir blífast,
og biðja liverjir aðra
aldrei þrífast;
friðmælast aftur,
fara oní töskur.
taka upp flöskur.
drekka svo frá sér fjánnanns«
vitið
og þekkja ekki í sundur sílft
og bitift,
greiða frá munnunum mosa.
skeggim
og ramba út fyrir réttar-
vegginn*4
Þetta er vitanlega skoplýs-
ing á réttunum núna, en frétt-
irnar, sem maður les frá rétt-
ardögum víðs vegar um land-
ið í blöðunum, eru oft keim-
líkar þessum kveðskap, þótt
þær séu skrifaðar í fúlustu
alvöru.