Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.09.1958, Blaðsíða 7
■--- Föstudagur 26. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Þó komnar séu tvær grein- ar um Alþýðusafnið í Stokk- hólmi finnst mér enn margt óskrifað, en litlu mun bætt við að sinni. Þó skal enn minnzt á| einn þátt, og ekki ómerkan. Alþýðusöfn, Arbetar- rörelsens Arkiv, víðsvegar um Svíþjóð. Þar kom að Alþýðusafnið í Stokkhólmi treysti sér ekki iengur til að taka við því mikla efni sem berst nú orðið að sjálfkrafa frá öllum alþýðu- samtökum landsins. Nú eru t.d. blöðin orðin svo fyrirferðar- mikil að safnið getur ekki lengur geymt eintak af þeim, og hefur verið tekið það ráð að míkrófilma dagblöðin og geyma þau einungis þannig. Laust eftir 1940 tók Tage Lind- bom, forstöðum. Alþýðusafns Stokkhólms, að rita um nauð- syn á staðarsöfnuiu (lokalarkiv) verkalýðshreyfingarinnar, er hafa ætti það verkefni að safna og geyma heimildagögn alþýðu- samtakanna hvert á sínum stað eða héraði. Nú er svo komið að um alla Svíþjóð er komið upp net slíkra staðar- safna, og hika ekki þeir við sem kunnugastir eru að þakka það ötulli forgöngu og óþreyt- andi starfi dr. Tage Lindboms. Staðarsöfnin tákna raunar nýtt stig í heimildasöfnun alþýðu- samtakanna, og óhjákvæmilegt, þegar verkalýðshreyfingin verð- nr slík þjóðarhreyfing og hún er orðin í Svíþjóð. Ég spurði dr. Lindbom um reynsluna af þessum stáðar- söfnum, og hann svaraði á þessa leið: Með þau hefur gengið upp og ofan. Oft hefur oltið á því hvort tekizt hefur að finna góðan mgnn til að veita safni forstöðu. Víðasthvar eru það menn, sem vinna þetta í frí- tímum eða þá að fenginn er roskinn maður, kóminn á plli- laun. En nú eru þó starfandi um Jrrjátíu staðasöfn. Þau beztu hafa þegar dregið saman mjk- ið efni. — Hvernig er verkaskipting og skipulagstengsl við Stokk- hólmssafnið? — Verkaskiptingin er mjög lausleg, svarar dr. Lindbom. Staðasöfnjn eru alveg sjálf- stæð, undir stjórn verkalýðs- hreyfingatinnar á staðnum og kostuð af henni. í raun hef ég verið eins konar óformleg- ur eftirlitsmaður, ferðast oft milli þeirra, og telja þau það mikils virði að fá hjálp og reynslu frá okkar safni. Á þessum stöðum er stundum enn að mæta lélegum skilningi verkalýðssamtakanna og for- ystumanna á gildi slíkra safna. Eg’ spjalla þá við forystumenn- ina og hamra á nauðsyn þess- arar starffeemi og láta þeir þá kannski frekar undan. Sem dæmi um að staðarsöfn eru lika að verða hinar þörf- ustu stofnanir, segir dr. Lind- bom, má nefna að í fyrra varð safnið í Halmstad fyrir því, að háskólaprófessor frá Uppsala, sagnfræðingur, kom þangað rakleitt til að nota safnið við tilteknar rannsókn- ir sínar. Og þó enn vanti á nákvæma j skráningu og sam- vinnu má segja að öll þessi söfn séu komin í vísindalega heimildakeðju um sögu verka- lýðshreyfingarinnar í Svíþjóð. ★ Talið berst að íslenzku verka- lýðshreyfingunni og vöntun hennar á viðlíka safnj. Mætti slík stofnun, ef hún risi upp í Reykjavík, eiga von á sam- vinnu við sænska Alþýðusafn- ið? Dr. Lindbom svarar því ját- andi, og leggur mikla áherzlu á svarið. Slík samvinna er ná- in milli safnanna sem fyrir eru á Norðurlöndum, og okkur þætti vænt um að fá íslenzkt safn með í þá samvinnu. Með bókaskiptum gætum við lát- ið margt af hendi um sænsku verkalýðshreyfinguna. * Ég bið dr. Lindbom að lok- um að segja í fáum dráttum álit sitt á g'ildi slíkra safna fyrir verkalýðshreyfinguna. Svar hans er borið af sannfær- ingarkrafti, en hann hefur líka várið verulegum hluta ævi sinnar til að svara einmitt þessari spurningu, ekki aðeins í orði, heldur og miklu fremur X. é /23. u'0íM' ^ s-nviiA. 3. «•' o? < 'ÍM.ity t y / f. & luwi. cS*. , '£ú' >^u- ‘7’ ^ aóL.'.aoi ^ / 1 5 / 5 C 7 8 t /0 // n /5 /t 15 ÍG n it n j-.j ■<»/ t %OÍuJr. r/trfíýXnta ÝXrt 2/ ( cf-J J _ .vL//.6 (2uJi/rt dt+'r (fó/ fy fímfuMVn- a /JrtMa, , £. w, , : />h J/ }//£>«/& .j' Ocfjj. 0',pn..U.rJ. /? n/LnUO Átcta'U.MÓVJcrH -W ' f 1 ílryx, 'ÍÍS- J<r*. W' /% Ekki rná dragast lengur að hafin sé skipuleg söfnun heim- ildagagna íslenzku verkáíýðshreyfin.garinnar. — Myndin er af stórfróðlegu skjali: Stofnskrá Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON: Sagan ot£ líðandi stund Alþýðusafn þarf að rísa í Reykjavík í verki. Hann þegir við um stund. — Ég vildi svara því með annarri spurningu, segir dr. Lindbom, spumingu sem er mikilvæg: Hefur vitneskja um liðinn tíma nokkurt gildi? Mönnum líðandi stundar, mönnum hins daglega verks hættir til að álíta að svo sé ekki. Sagan, líka saga verka- lýðshreyfingarinnar, sé eins- konar lúxus eða spáriföt, sem kosti nokkuð mikið og sé til lítils gagns, helzt megi taka hana fram á afmælum og tylli- dögum, grafa þá upp nokkra gamla rauða fána og halda hljómmiklar ræður. En hefur þá sagan gildi fyr- ir líðandi stund og raunveru- leikann? Hvað er líðandi stund? Líðandi stund og verk- efni hennar eru ekki stórir hlutir. Allt það sem okkur tekst að vinna á líðandi stund byggir á þeirrí óhemju reynslu sem fortíðin gaf okkur, og vitneskjunni um hana. Þeim mun betur sem við notfærum okkur söguna, þeim mun bet- ur vinnum við. Og við getum ekki tekið neitt skynsamlegt skref áfram án þess að vita um leiðina sem er að baki. Þannig byggjum við hver og einn á reynslu lif okkar sjálfra. Og því er eins farið með mikl- ar hreyfingar eins og verka- lýðshreyfinguna, Og framtíðin. Allt það sem við vitum, allt sem okkur grunar um framtíðina, um vandamál hennar og verkefni; allt það sem gefur okkur trú á framtíðina, allt er það byggt á vitneskju okkar um veginn sem farinn er, á sögunni. Er það ekki svo, að fortíð og framtíð séu líkust tveim stór- um meginlöndum, en líðandi stund sé eins og mjótt sund á milli þeirra, og við stöndum é brúarkríli j'fjr sundið. Það er lítið að standa og byggja á, fyrir þá sem vilja einungis vera menn hinnar líðandi stundar. En þessi sannfæring mín gerir mér lítt skiljanlegt, hve sárafáir hafa iagt sig eftir þeim óhemjumikla sögulega efnivið sem hér er saman kom- inn, í fullvissu þess að einmitt með því móti geti þeir á sem beztan hátt byggt sitt daglega starf, starf sitt á líðandi stund. Ég er af heilum hug andvíg- ur þeirri skoðun að sagan sé lúxusatriði eða spariföt verka- lýðshreyfingarinnar, dýr og til lítils gagns fyrir líðandi »tund. Sú skoðun er áreiðaniega röng. * Ég þakka dr. Lindbom þetta ferðanesti og kem þá að skýr- ingunni á því, hvers vegna mér var svo hugleikið að kynnast einmitt þessarj stofnun af öllu því sem g'imilegt er að sjá í Svíþjóð, og hvers vegna ég hef varið rúmi Þjóðviljans undir þrjár greinar varðandi hana eina. En skýringin er ein- faldlega sú að ég hef fundið sárt til þeirrar vöntunar, að íslenzk verkalýðshreyfing skuli enga slíka stofnun eiga enn. Eftir er hlutur íslenzku al- þýðusaintakaiuia. Það er ekki nóg að saga þeirra megi heita órituð og öil i molum. Farið er rangt með, af vanþekkingu, ein- földustu atriði úr sögu verka- lýðshreyfingarinnar, og það meira að segja í blöðum al- þýðuflokkanna. En frumskil- yrði þess að hægt sé að rita sögu alþýðusamtakanna vant- ar. Heimildasöfnun, skrásetn- ingu, lieimildakönnun, alþýðu- safn. Það má ekki dragast lengur að alþýðusamtökin á íslandi stofni til slíks safns, og ég teldi að þar gætum við um margt fengið heppilegustu fyr- irmynd í Alþýðusafninu ís> Stokkhólmi. Alþýðusambandið ætti að stofna til slíks safns, og hefur stjórnin heimild til þess frá síðasta Alþýðusam- bandsþingi. Og ég tel Sósíal- istaflokknum og Alþýðuflokkn- um vorkunnarlaust að koma sér saman um aðild að slíku safni, ásamt Alþýðusamband- inu. ik Hægðarleikur væri 'fyrir verkalýðsflokkana að geyma sjálfir enn um sinn þau flokks- leg' heimildargögn, sem þeir ekki vildu hafa á almennu safni, og væri slíkt þeim al- veg í sjálfsvald sett. En allir þessir aðilar, Alþýðusamband- ið, Alþýðuflokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn gætu stofnað myndarlegra og gagnlegra safn en væru þeir að hokra hver fyrir sig. Þó tel ég ekkert áhorfsmál, að náist ekki sam- komulag um ei-tt slíkt heimilda- safn, ætti fremur að stofna til þriggja slíkra, og það strax í haust, en að ekkert yrði gert, og dýrmætar heimildir og skil- ríki um sögu alþýðusamtaka á íslandi haldi áfram að fjúka út í veður og vind, í stað þess að. komast á varanlegan sama- stað, og bera vilmsburð sinn komandi kynslóðum. Ekkert ráð er til vænlegra að tryggja ritun heiðar’egrar og réttrar sögu alþýðusamtakanna á ís- landi. Viilur og rangfærslur sem haldið er á lofti ættu að þurrkast smám saman út vegna þess að sífellt ýtarlegri heim- ildir yrðu til úrvinnslu og töluðu máli staðreyndanna um það sem gerzt hefur. Fyrr eða síðar verða þær heimildir metnar af gagnrýni og á- s*ríðuley?i manra sem ekki át-tu persó”ulega hlut að þeim málum og átökum sem um þarf að rita. Þeim mun meiri frum- heimildir sem fyrir liggja, þeim mun réttar verður sagan rituð og síðar kennd — í hverjum skóla landsins, ★ Þegar Alþýðusafn verkalýðs- hreyfingarinnar rís í Reykja- vík, hefst nýr og mikilvægur kafli í starfi alþýf usamtak- anna. Slíkt safn á vísan alian stuðning og dýrmæt bókaskiptl frá öndvegissafninu á Norður- löndum, Arbetarrörelsens Ark- iv í Svíþjóð, og ég efast ekki um, að svo yrði einnig frá söfnunum í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Auðvelt yrði að koma á slíku sambandi vjð sögusöfn verkalýðsflokka í flestum löndum, og gæti svo farið að hér risi á fáum árum safn, er orðið gæti íslending- um miðstöð þekkingar og fræðslu um verkalýðshreyfingu heimsins. En brýnasta verkefnið, það sem yrði að ganga framar öllu, er öfltm og skrásetning heim- ildagagna um alþýðusamtökin á íslandi. Því verkefni má ekki lengur slá á frest. íslenzk verkalýðshreyfing er orðin það öflug að hún ætti að geta veitt slíkri stofnun allmynd- arlegt umhverfi og starfsskil- yrði. Reynir á skilning og framsýni forystumanna og fé- laga verkalýðshreyfingarinnar að láta ekki lengur sitja við samþykktir á þingum, heldur hefja farsæía framkvæmd. Landhelgi Færeyja Framhald af 5. síðu. sem Samuelsen, kvaðst gleðjast yfir því að Færeyingar tækju þátt í jákvæðum samningum og tryggi frið um hrygningar- stöðvar utan fiskveiðitaltmark- anna. Hákon Djurhuus, leiðtogi Fólkaflokksins, kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum að Danmörk skyldi ekki nú þegar færa takmörkin út. Erlendur Patursson, le'ðtogi Þjóðveldisflokksins, taldi að Færeyingar myndu geta fengiíS ieyfi til línu- og liandfæraveiða. á fslandsmiðum ef þeir höfn- uðu samningum við Breta og standi með fslendingum. Bæði Þjóðveldisflokkurinn og Fólkaflokkurinn sem vilja sam- bandsslit \ið Danmörku telja að stækka hefði átt landhefgina við Færeyjar í a.m.k. tólf míl- ur þegar 1. september og vMja ekki sætta sig við neina frek- ari töf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.