Þjóðviljinn - 25.10.1958, Side 3

Þjóðviljinn - 25.10.1958, Side 3
Laugardagur 25. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 List um landið: Skáldlist - myndlist MenntamálaráÖ íslands og RíkisútvarpiÖ hafa ákveö- ið aö reka í sameiningu starfsemi sem hlotiö hefur heit- iö: „List um landiö“. Tilgangurinn er sá, aö senda hvers konar lifandi list sem víðast út um bæi og sveitir, skáld- list, tónlist og myndlist. Gils Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Menntamálaráðs skýrði blaðamönnum frá eftir- farandi í gær. Með löggjöf frá síðastiiðnu ári um Menningarsjóð og Mennta- málaráð voru tekjur þeirra stofn- ana auknar og þeim fengin ýmis uý verkefni á sviði menningar- mála. Meðal þeirra verkefna var stuðningur við flutning góðrar listar víðs vegar um land. Al- menningur utan Reykjavíkur á þess ekki mikinn kost að njóta iistflutnings, og á það einkum við um íbúa dreifbýlisins. Víða eru þó komin upp myndarleg fé- lagsheimili, sem hentug eru til listflutnings. Starfskraftar ís- lenzkra listamanna eru eigi nýttir nema að litlu leyti. Þá skortir beinlínis verkefni. Æski- 'legasti stuðningurinn við þá er í því fólginn að bæta starfsskil- yrði þeirra. Nú hefur verið ákveðið, að Menningarsjóður verji árlega ■nokkru fé til stuðnings listflutn- ingi í landinu. Verður tilhögun væntanlega með tvennum hætti: f fyrsta lagi: farnar verða ferð- ir um ýmsa landshluta að frum- kvæði Menntamálaráðs og Rík- isútvarpsins, fluttir tónleikar, lesið úr íslenzkum bókmennt- um og málverkasýningar haldn- ar. í öðru lagi: Menningarsjóður mun eftir föngum styrkja menn- ingarfélög víðs vegar um land,. er þau vilja efna til hljómleika- halds, bókmennta- eða myndlist- arkynningar. Mun brátt gerð nánari grein fyrir reglum þeim, sem þar um verða látnar gilda. Kirkjuíónleikar Sú samvinna Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðs um listkynn- ingu, sem hleypt hefur verið af stokkunum undir nafninu „List um landið“, hófst með tónleika- ferð um Suð-Vesturland, þar sem flutt var kirkjutónlist. Komu þar fram listamennirnir dr Páll ísólfsson, Björn Ólafsson fiðlu- ieikari og Guðmundur Jónsson söngvari. Myndlistarsýning- Nú um helgina verður opnuð í Vestmannaeyjum myndlistar- sýning á vegum fyrrgreindra aðila. Verða þar sýnd 20 mál- verk úr Lislasafni ríkisins eftir jafnmarga listamenn. Eru þar verk eftir ýmsa hina kunnustu málara okkar, allt frá Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrimi, Kjarval og Jóni Stefánssyni til hinna yngri manna. Við opnun sýning- arinnar á sunnudagskvöld mun Bjorn Th. Bjömsson listfræðing- ur flytja fyrirlestur um íslenzka myndlist og sýna skuggamynd- ir. Svo er ráð fyrir gert, að sýn- ingin í Vestmannaeyjum verði upphaf slíkra myndlistarsýninga' víðsvegar um Iand. Óperu- og tóníeikaferð um Austurland Þá er að hefjast óperu_ og tónleikaferð um Austurland, með viðkomu í Vestmannaeyjum. Efmsskrá er á þessa leið: Krist- inn Hallsson syngur einsöng með undirleik Fritz Weisshappel. Strengjakvartett leikur „Lítið næturljóð“ eftir Mozart. Jakob Thorarensen skáld les úr eigin Ijóðum. Flutt verður óperan „La serva padrona“ (Ráðskonuxúki) eftir Pergolesi. Flytjendur: Þur- íður Pálsdóttir, Guðmundur Jóns- son og Kristinn Hallsson. Stjórnandi: Fritz Weisshappel. Fyrirhugaðir sýningarstaðir eru þessir: Vestmannaeyjar 27. og 28. október, Fáskrúðsfjörður 30. október, Reykjafjörður 31. október, Eskifjörður 1. nóvem- ber, Norðfjörður 2. nóvember, Seyðisfjörður 3. nóvember, Ejðar' 4. nóvember og Hornafjörður 6. nóvember, Bókmennta- og tónlistar- kynning á Norðurlandi Um 10, nóvember er ráðgert að hafin verði ferð um Eyja- fjarðar- og Þjngeyjarsýslur, og verða þar einkum kynntar bók- menntir, en jafnframt flutt tón- list. Munu skáld og rithöfundar lesa úr verkum sínum og söngv- ari syngja einsöng. Verður nán- ar skýrt frá för þessari síðar, Þótt fleiri ferðir ‘hafi ekki - lónlisf verið ákveðnar enn, hafa þeir aðilaiy sem að listkynningunni standa, fullan hug á að halda á- fram því starfi, sem nú er haf- ið. Munu þeir landshlutar, sem ekki gefst tóm til að sækja heim að þessu sinni, verða látnir sitja fyrir, þegar frainhald verður á listkynningu, en það verður væntanlega síðar í vetur og næsta vor. Nýr keimspeki- próíessor Dr. Alexander Jóhannessyni hefur verið veitt lausn frá próf- essorsembætti í heimspekideild Háskóla íslands frá 1. þ. m. að telja samkvæmt ákvæðum laga ' um aldurshámark embættis- manna. Frá sama tíma hefur dr. Hreinn Benediktsson verið skip- aður prófessor í heimspekideild. (Frá menntamálaráðuneytinu) Eldur í reykhúsi Slökkviliðið var kvatt tvisvar út í gær; fyrra skiptið að Grettisgötu 50, en þar liafði komið upp eldur í reykhúsi, sem var fljótt slökktur og urðu engar skemmdir. I síðara skipt- ið fór slökkviliðið að Grensáe- veg, en þar höfðu krakkar kveikt í dúfnakofa og brann hann. Engar dúfur voru í kof- anum. Námskeið og sýfiiikoimsla Húsmæðrafélag Reykjavíkur er nú að hefja vetrarstarfið með námskeiði í matreiðslu. Á námskeiði þessu verður kennt að búa til allan algeng- an mat, smyrja brauð og baka, búa veizluborð o. fl. Er nái% skeiðið aðallega ætlað ungum stúlkum og konum, sem ekki hafa haft tækifæri til að njóta kennslu eða tilsagnar í matar- gerð. Á fimmtudag og föstu- dag í næstu viku gengst svo félagið fyrir sýnikennslu í &erð allskonar smárétta. Allar upp- lýsingar um námskeiðið og sýnikennsluna eru veittar í sím- um 11810, 15236 og 14740. Sósíalistafélag Reykjavíkur Aðalíundur Sósíalistafélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 28. október klukkan 8,30 eftir hád. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. f Tveir Norðmenn aðalleiðbeinendur á námskeiði gagnfræðaskólakennara Olav Sundet á förum.eftir hálfsmánaðar leiðbeiningarstarf, við tekur Kay Piene Um þessar mundir stendur yfir hér 1 Reykjavík nám- skeiö gagnfræðaskólakennara. Aðalleiöbeinandi á nám- skeiði þessu undanfarinn hálfan mánuð heíur verið Olav Sundet námstjúri frá Osló. Það er Félag gagnfræða- skólakennara í Reykjavík, sem haft hefur forgöngu um nám- skeið þetta og stofnað til þess í samráðí við fræðsluyfirvöld- in. Á námskeiðinu hafa verið haldnir fyrirlestrar, auk verk- legra kennsluæfinga, og hefur þátttaka verið mjög góð, sum kvöldin hafa miíli 60 og 70 kennarar sótt námskeiðin, flestir úr Reykjavík að sjálf- sögðu, en einnig úr Kópavogi og Hafnarfirði. Eins og fyrr segir, hefur Olav Sundet verið aðalleiðbein- andinn á námskeiðinu undan- farinn hálfan mánuð, en hann starfar við Pædagogisk Sem- inar í Osló. Hefur Sundet hald- ið hér fyrirlestra og veitt leið- beiningar um kennslu í húman- ískum fræðum, m.a. haft verk- lega tilsögn í ensku. og landa- fræðikennslu. í dag mun Olav Sundet fljúga heim til Noregs, en á morgun er væntanlegur hingað annar Norðmaður, Kay Piene, sem ta'ka mun við leið- beiningarstarfinu á námskeiði gagnfræðaskólakennara. Piene mun dveljast hér í hálfan mán- uð eða svo og leiðbeina um kennslu í stærðfræði og nátt- úrufræði. Fréttamenn áttu þess kost að rabba stundarkorn við Olav Sundet í gær. Lét hann hið bezta yfir dvöl sinni hér og lýsti sérstakri ánægju yfir hinni miklu þátttöku í nám- skeiðinu og áhuga kennaranna fyrir því. Námskeið sem þessi væru hin þarflegustu, kennur- um væri jafnan nytsamlegt að Gerþdikir því ó- stjóm og einræði ic Ýmsuin getum liefur ver- ið að því leitt liverjar væru fyrirmyndirnar að persómm- um í hinu sérstæða leik- riti Itristjáns Albertssonar, Hausti. Nú hefur hins vegar verið úr þessum bollalegging- um skorið af þeim manni sem gerzt má vita, Bjarna Bene- diktssyni, fyrrverandi yfirboð- ara Kristjáns í utanríkisþjón- ustumii. Aðalritstjórinn kemst svo að orði í blaði sínu í gær: ★ „Eins og kunnugt er f jall- ar leikritið um óstjórn og ein- ræði. Hö'fundur hefur um margra ára skeið verið í ís- lenzku utanríkisþjónustunni og þekkir þ\4 það efni sem hann f jallar um“. ★ Spurningin er aðeins: — Hver er Bjarni í leikritinu? kynnast nýjum sjónarmiðum í starfsgrein sinni og ætti það ekki hvað sfzt við um kenn- ara í gagnfræðaskólunum, þar sem nemendur væru allir á gelgjuskeiðinu. Olav Sundet lauk miklu lofsorði á nýjustu skólabyggingarnar, sem hann hefði séð hér í Reykjavík, og hann kvaðst einnig hafa feng- ið tækifæri til að fylgjast með störfum íslenzkra kennara og hefði sér litizt vel á. Stofnun sú, sem Olav Sund- et starfar við i Osló, Pæda- gogisk Seminar, er einskonar framhaldsskóli fyrir kennara við æðri skóla, marltmið hans fyrst og fremst að gera hina væntanlegu kennara hæfari í framtíðarstarfinu. 20 imglingar fá 6- keypis skólavist á vegurn NF Fyrir atbeina .Norræna fé- lagsins fá 20 ísl. unglingar ó- keypis skólavist á norrænum lýðháskó’um í vetur, 8 í Noregi, 1 í Danmörku, 3 í Finnlandi og 8 í Svíþjóð. Fóru flestir ungling- anna utan i byrjun októbermán- aðar með m.s. Gullfossi. Eftirtaldir unglingar fá skóla- vist í vetur: í Danmörku: H!if Arnórsdóttir Jensen, Eskifirði. í Finnlandi: Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Stykkishólmi, Helga Jónsdóttir, Samkomugerði, Eyja- firði, Halla Jónsdóttir, Sam- komugerði, Eyjarfirði. í Noregi: Álfhildur Jónsdóttir, Víðivöllum, Fnjóskadal, Arnbjörg Pálsdóttir, Reykjavík, Björk Sigurðardóttir, Reykjavík, Dagfríður Óskarsdótt- ir, Reykjavik, Helga Aspelund, Ísafirði, Þórunn Jónsdóttir. ísa- firði, Sólveig Guðbjartsdóttir, Akureyri, Ragnar Karlsson, Reykjavík. í Svíþjóð: Guðrún L. Kristinsdóttir, Reykjavík, Birgir Guðmannsson, Hafnarfirði, Krist- veig Baldursdóttir, Reykjavík, Guðrún Guðmuridsdóttir, Reykja- vík, Jóhanna S. Einarsdóttir, Reykjavík, Björg Helgadóttir, Akureyri, Sigríður Jónsdóttir, Reykjavík, Ragnheiðuf ísaksdótt- ir, Reykjavík. Ðökk gleraugu í svörtu ihulstri töpuðust í miðbænum í gær. — Finnandi beðinn að láta vita í s3ma 17500, eða koma á ritstjórn Þjóð- viljans, Skólavörðustíg 19. Kaupið miða í Happdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.