Þjóðviljinn - 28.12.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur 28. desember 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 í» w Síðasta kraftaverk heilags Þorláks V fslendingar hafa lengi verið furðulega tómlátir um hinn ágæta dýrling sinn, Þorlák biskup helga. Sú var tíð að fátækir menn og lítilsmeg- andi leituðu einatt á náðir hans ef þeir þurftu einhvers við, hvort sem þá skorti fæði eða klæði og hverjar aðrar áhyggjur sem steðjuðu að þeim. Brást liðsveizla hans aldrei, og eru af því skráðar miklar frásagnir í Þorláks sögu og jarteinabókum þeim sem við hann eru kenndar. En nú um langt skeið hefur þjóðin látið sér mjög fátt um kraftaverk hins heilaga manns finnast, þegar það er undanskilið að á messu hans minnast ýmsir þess að „hann var svo drykksæll, að það öl brást aldrei er hann blessaði og hann signdi sinni hendi, þá er gerð skyldi koma. Hann var svo óvandlátur og vinveittur að þeim veizlum er drykkur var, að hann sæmdi við allt það er eigi samdi illa.. En þá Þorlákur biskup drakk vatn eða óá- fengan drykk, þá fór hann svo stillilega með og svo mikilli bindandi, að hann saup á þrjá sopa eða fimm eða sjö, en nálega aldrei matmála á milli ósjúkur." Hélt heilagur Þorlákur þvi áfram lengi eft- ir andlát sitt að gerja brugg manna eða taka óþekkt og skjaðak úr munngáti þeirra, ef á hann var heitið, og því hafa ýmsir þann sið enn þann dag í dag að minnast hans í gleðskap sinum á Þorláks- messu. Einnig hefur Vetrar- hjálpin í Reykjavík leitað lið- sinnis hans í starfsemi sinni, og er sizt fyrir það að synja að til eru menn sem hlotið • hafa þvílíkan ábata af þeirri starfsemi að kraftaverki er líkast. En að öðru leyti hefur heilagur Þorlákur legið ómak- lega í láginni um langan ald- ur. Er það þeim mun kyn- legra sem ótal vitnisburðir staðfesta að fyrir tilstuðlan hans „fá blindir sýn, daufir heyrn, krypplingar réttast, líkþráir hreinsast, haltir ganga, vitstolnir og djöfulóð- ir fá fulla bót, herteknir frjálsast hvar á löndum er kalla á hans nafn. Mállausir fá mál, og alls konar innan- isóitir og sjúkleikar batna þar, og það er ekki til meins mönnum eða fénaði á sjó eða landi, að guð gefur eigi heilsu og' hjálp fyrir árnaðar- orð síns blessaða vinar, Þor- láks biskups, þegar á hann er héitið." Eins og jarteina- bækur herma voru það eink- um þeir sem aumir voru og hrjáðir og ekkert megnuðu fyrír eigin tilverknað sem þágu uppreisn af heilögum Þorláki, en lítt segir af við- skiptum hans við volduga menn sem áttu mikið undir sér, Var því ekki að undra þótlt Þorlákur hlyfi mikla hylli hjá bágstöddum og þeim mun ómaklegra að hróður hans skuli hafa fymzt svo mjög sem raun sannar. En því er þetta rifjað upp hér, að á Þorláksmessu í ár gerðist þvílík jartein að við hlið hennar blikna allar þær sem áður hafa verið skráðar á bækur. Því hvað er Það að veita blindum sýn, krypp- lingum réttingu, vitstolnum og djöfulóðum fulla bót, hjá því að fá Alþýðuflokknum landstjómina á íslandi? Hér hafa raunsæir menn sem þykjast sækja vit sitt í á- þreifanlegar staðreyndir hald- ið því fram að Alþýðuflokk- urinn væri í raun og veru ekki lifandi, hann megnaði ekki af eigin rammleik að koma nokkrum manni á þing aukinheldur meir, hann ætti enga stefnu lengur og gæti því ekki tekizt á við nokk- urn vanda —• og svo sannar signaður Þorlákur á messu sinni að þessum flokki ein- um ber að fjalla um vanda- mál þjóðarinnar. Dýrlingurinn heldur þannig enn þeim vana sínum að hefja þann van- máttuga og smáða, og þessi nýjasta upphafning er sann- arlega órækur vitnisburður um óskerían mátt hans og veldi Fróðustu menn halda því fram að í öllum jarteina- bálki heilags Þorláks megi aðeins finna einn atburð sem einhverja líkingu hafi við það sem nú hefur gerzt. í Þorláks sögu yngri segir svo: „Kýr lá í keldu, þar er áður fyrir litlu hafði önnur kýr dáið í. En þessi fannst lif- andi, og þótti þeim alllítið líf með vera og þöktu síðan klæðum. Eftjr það fóru þeir heim, er áttu, til dagverðar og hétu síðan á heilagan Þorlák biskup að kýrin skyldi við rétta. Eftir það tóku þeir hest og lögðu vögur á og ætl- uðu aka heim kúnni. Og er þeir voru á leið komnir þá gekk kýrin móti þeim heil og beljandi og hafði klæðin öll á baki sér, þau er hún hafði verið þakin með. Fór hún síðan til nauta, en þeir gerðu guði þakkir og heilög- um Þorláki biskupi.“ Undrun bsenda á 13. öld var mikil er þeir sáu kú sína alheila, en þó var hún hégómi hjá furðu manna nú. Einkum er sagt að Framsóknarmenn hafi orð- ið hissa þegar Þeir sáu foma kvígu sína koma á móti sér heila og beljandi og fara síð- an til nauta. Ekki er þess þó getið að þeir hafi gert heilögum Þorláki þakkir fyrir almættisverkið. Skoðanir manna eru næsta skiptar á jartein þeirri sem gerðist á messu heilags Þor- láks fyrir fimm dögum. Sum- ir telja að i henni birtist að- eins mildi dýrlingsins, sem ekki mátti neitt aumt sjá;. enda hafi ráðamenn Alþýðu- fiokksins ákallað hann lengi með ströngum föstum og bænahaldi og rausnarlegum áheitum úr mótvirðissjóði bandariska sendiráðsins. Aðrir halda að í þessum óvæntu tíðindum birtist reiði hins sæla Þorláks; hann hafi verið orðinn langþreyttur á tóm- læti og gleymsku landa sinna og ákveðið að aga þá með svo eftirminnilegu móti að hliðstæð dæmi verði vart fundin. Erfitt er að vita hvor kenningin er rétt, enda mun reynslan skera úr því. Hitt er ekki að efa að stjórn sem mynduð er á degi heilags Þorláks og í skjóli hans muni marka sérkennjleg spor í sögu þjóðar sinnar. Að vísu lýsti oddviti stjórnarinnar yfir því að kvöldi Þorláks- messu ,,áð þessi ríkisstjóm getur ekki unnið að lausn mála eftir flokkslínum Al- þýðuflokksins", en í því birt- ist að sjálfsögðu aðeins venju- leg hæverska þess flokks. Að minnsta kosti er vitað að meginlínunni verður fylgt til hins ýtrasta; Alþýðuflokkur- inn hefur nú tök á að skipa leiðtoga sina í öll embætti með þjóðinni. Má því segja að flokkurinn hafi náð loka- takmarki sínu og frá því verður auðvitað ekki hopað fyrr j/m hvort tveggja er þrotið, embættin og leiðtog- arnir. Gerist það að sjálf- sögðu í senn, því þótt leið- togarnir séu næsta fáir geta þeir annað miklu hver um sig; þannig er forsætisráð- herrann nú þegar sjávarút- vegsmálaráðherra einnig, en auk þess bíða hans embætti þjóðbankastjóra og vitamála- stjóra, auk nefnda sem tölu verður ekki komið á í fljótu bragði. Er fullvíst að stjórn- inni treinist líf meðan em- bættin endast, en að því lokna getur húri skilið við með góðri samvizku. Verður endadægur hennar vonandi ekki síður eftirminnilegt en uppháfið, og allir munu ráð- herrarnir keppa að því að fá sömu eftirmæli og skráð eru um heilagan Þorlák í sögu hans; „Öllum þótti betra hjá honum önduðum en mörgum lifandi mönnum.“ Jólagjdíabækur — Æviminningar og bjóðleg íræði — Nokkur orð um barnabók MARGIR HAFA þann sið að gefa bækur i jólagjöf, bæði börnum og fullorðnum. Þetta er ágætur .siður, því að venju- lega er enginn hörgull á ágætum bókum, sem ætla má að verði viðtakendum til ánægju, er þær berast þeim í hendur sem jólagjöf frá vinum og kunningjum. Venju- lega eru það þó tiltölulega fáar bækur, sem mest eru keyptar til jólagjafa, og hygg ég, að fyrir fullorðna séu mest keyptar ævisagna- og endurminningabækur ýmiskon- ar, eða það það sem einu nafni mætti kalla þjóðleg fræði í einhverri mynd. T.d. hygg ég að fyrir þessi jól hafi bók Valtýs Stefánssonar selzt mikið, sömuleiðis bók Jóns Helgasonar: íslenzkt mann- líf, ( og vil ég geta þess hér, að þótt ég hafi ekki enn komizt yfir að lesa þá bók til fullnustu, þá þykir mér prýðisvel ekrifað það isem ég hef lesið af henni). Viðtöl V. S. V. við innbyggjara Reykjavíkur (Við sem byggðum þessa borg) mun nú sem fyrr hafa verið talsvert eftirspurð jólagjafa-bók. Þá hygg ég að Islandsferðin hafi orðið fyrir valinu hjá mörgum, sem gáfu bók í jólagjöf. Auðvitað hefur svo verið keypt mikið af skáldsögum, bæði frumsömd- um og þýddum, enda hlýtur val á jólagjafabókum alltaf að fara að nokkru leyti eftir smekk veljardans og áliti hans á smekk viðtakandans, en auglýsingar útgefendanna hafa þó vafalaust mikið að segja. Sennilega er minni vandkvæðum bundið að velja góða bók handa fullorðnum en börnum; hvað útgáfu barnabóka snertir ríkir mikil ringulreið og skipulagsleysi, og fólk, sem ekki fylgist því betur með á bókamarkaðinum, á alltaf á hættu að kaupa „köttinn í sekknum,” er það kaupir nýja barnabók. Eitt dæmi um þetta skal hér nefnt. Fyrir mörgum árum kom hér út barnabók efir svissneskan höfund (Jóhönnu Spyri), þýðinguna gerði frú Laufey Vilhiálmsdóttir. Nefnd:st bók- in Heiða, og varð einkar vin- sæl, eins og hún átti skilið. Núna fvrir jólin kom bók, sem heitir Heiða og Pétur, einnig í þýðingu frú Laufeyjar. Ég hef lesið bók þessa lauslega yfir og get ekki betur séð en þetta sé sama bókin og' fyrir nokkrum árum hét Heiða en hins vegar er þess ekki getið, að hún hafi komið út á íslenzku áður, svo maður veit ekki hvort þetta er önnur prentun eða hvað. Sömuleiðis vantcr útgáfu- fyrirtækið á titilsíðu þessarar bókar (eða mér hefur þá sézt yfir það, ef það er þar). Ef barnabókin. Heiða hefur verið uppseld, sem mér þykir líklegc, þá átti að gefa liana út aftur með sama nafni og geta þess hvenær hún kom fyrst út; annað er ókurteisleg ónákvæmni, svo ekki sé meira. sagt. Eg vissi til þess, að fólk, sem á sínum tíma hafði mikið dálæti á Heiðu og hefði gjarnan viljað gefa bömum hana í jólagjöf núna, hélt að þessi nýja bók, Heiða og' Pétur, væri framhald af hinni. og veigraði sér við að kaupa hana þess vegna. Þetta er ofur skiljanlegt, þar sem vit- að er að Heiðubækurnar eru fleiri en ein. Þess er líka getið aftast í bókinni (Heiða og Pétur), að næsta bók heiti Heiða, Pétur og K'ara. En,... sagan er ekki öll. Fyrir jólin kom einnig út önnur bók, sem ber heitið Heiða, og er sú bók þýdd a,f Jóni Gissurar- syni, en útgefandi er Bó'ka- útgáfan Sólrún. (Setberg gefur út Heiðu og Pétur). Við athugun sézt að liér er komin myndasaga Morgun- blaðsins frá síðastliðnum vetri, og segir á baksíðu, að hún hafi notið „óskiþtrar at- hygli yngri og eldri lesenda”. Skal það ekki dregið í efa: bitt er þó staðreynd, að hér er aðeins um að ræða útdrátt úr Heíðu-bókunum, snubbótta skýringatexta með myndun- um. En allir vita, að mynda- saga og venjuleg saga eiga ekki sameiginlegt nema nafn- ið. Það lítur sem sé út fyrir að verið sé að gefa þessa ágætu barnabók út í tvennu lagi, sem myndasögu með stuttum skýringartexta og sem venjulega sögubók. Eg held að slík vinnubrögð séu ck'ki æskileg, einkum þar sem það vill við brenna, að þeg- ar myndasögur eiga í hlut verði textinn algert aukaat- riði og ekkert skeytt um að vanda til hans. ÞJÓÐVILJANN vantar unqlinga til blaðburðar í eítirtalin hveríi:' Kársnes Kvisthaga Skjól Nökkvavogur Langahlíð Talið við afgreisluna sími 17-500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.