Þjóðviljinn - 10.01.1959, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 10.01.1959, Qupperneq 10
2) — Óskasíundin Óskastundin — ’(3 Litii engillinn Einu sinni var ofuiiítiH engill. Hann hafði hvita vængi og hann hafði sítt gult hár og það Ijómaði eins og gull. Litli engill- inn vildi að allir væru góðir eins og hann var sjálfur. Nú ætlaði hann miður á jörðina til þess að gleðja þá sem voru hryggir. Hann ætiaði atð Játa daprar hugsanir hverfa og allir sem hann hitti áttu að komast i jólaskap. Engillinn litli iagði af stað út í geim- jnn. Hann flaug lengi iengi og loks kom hann til jarðarinnar. Það var aðfangadagskvöld og stóra borgin sem engill- inn hafði komið til var öll uppljómuð. Engill- inn flaug að glugga á húsi einu og leit þar inn. Þar sat gráhærður öld- ungur og í fangi hans sat lítil stúlka, hún haf ði komið til að gleðja gamla afa sinn á jólunum. Á borðinu lá lítill böggull í jólapappír. Allt í einu hrópaði litla stúlkan: „Aii opnaðu nú böggulinn." Og afinn tekur bréfið varlega utan af bögglin- um og út úr pakkanum kom fálieg glitrandi jnynd af Maríu mey með Jesúarnið í fanginu. Litli engillinn flaug i burtu. Þarna var jóla- gleðin svo mikil að hann þurfti ekkj að auka hana. Engillinn flaug framhjá mörgum húsum og leit inn um marga glugga sumstaða'r vor'u foreldr- ar að ganga í kringum jólatré með börnunum sínum, annarstaðar voru börnin að taka utan af jólagjöfunum sem þau fengu og allir voru glað- ir. Svo kom engillinn dð stórum glugga og leit inn um hann. Þá sá hann prjónakonu sem var mjög döpur. Hún hafði haft svo mikið að gera fyrir jólin að hún hafði ekki getað lokið við allt sem hún átti að gera fyrir jólin. Þess vegna var hún svo hrygg. Litli eng- illinn fór að syngja fal- leg jólalög og eftir nokkra stund fór prjór.a- konan að brosa og svo tók hún bók og fór að lesa í henni. Og engillinn litli flaug áfram og gladdi alla hrygga •sem hann sá. En loks varð hann þreyttur og flaug aftur upp til himins. En engillinn fór ofan til jarðarinnar, því honum fannst fólkið eiga að vera alltaf í góðu skapi. Hlíf. POSTHÓLFIÐ Kæra Óskastund. Sæl og blessuð. Eg þakka þér kærlega fyrir bókina sem þú sendir mér. Eg ætla að senda þér stutta jólasögu að gamni mínu. Mér þykir mjög gaman að'bókinni sem þú send- ir mér. Mest þykir mér gaman að leikfimisæfing- unum. Vertu blessuð og sæl Óskastund. Þin vinkona Hlíf Kristjánsdóttir Lambastöðum Laxárdal, Dalasýslu. Frímerkjasafnarar! Sendið mér 25, 50 eða 100 íslenzk frímerki (mega vera óuppleyst af pappirnum) og ég sendi helmingi fleiri erlend merki um hæl. ÓIi H. Þórðarson Kleppjárnsreyk.jum Borgarfirði. Káðningar á gátum í síðasta blaði. Gáta eftir Erlu: Manns- tunga. Tölusettar gátur: 1 egg- ið, 2 eitt ef það er nógu langt, 3 skyrtan þín, 1 sólargeislinn', 5 nálin er hauslaus en með auga, títuprjónn hefur haus en ekki auga, 6 með því að vera ánægður með það sem þú hefur, 7 langi marz, 8 þegar dyrnar eru opnar, 9 blindur hestur. Nikolaj Nosoff Lygalauparnir „Misjútka var hugs- andi. Nú var röðin kom- in að honum að slá Stas- ik út. Hann braut heil- ann lengi og loks byrjaði hann hægt: „Einu sinni var ég að ganga eftir götunni. Allt í kring um mig 'voru strætisvagnar og vöru- bílai* og fólksbílar. . . .“ „O, ho, ég kann þessa,“ greip Stasik fram í. „Þú ætlar að fara að segja frá því þegar þú varst undir strætisvagni. Þú ert búinn með þessa.“ „Það er ekkert um það. Þetta er önnur saga.“ „Jæja, allt í lagi láttu hana koma!“ „Jæja, ég var að ganga eftir götunni og tók ekki eftir neinu i kringum mig. Skyndilega kom strætisvagn og stefndi á mig. Eg tók ekki eftir honum og gekk eitt skref áfram .... boms .... hann varð að pönnuköku." „Ha, ha, ha! Erða nú saga! „Þetta er engin saga;‘ „Nú, ætlar Þú að telja mér trú um, að þú hafir gert strætisvagn að klessu.“ „Því ekki, þetta var bar iítill vagn, leikfang. Smástrákur dró hann á eftir sér í spotta.“ í þessu bili kom Igor, nágranni þeirra úr sömu blokk. Hann settist hjá þeim og hlustaði góða stund á þá Stasik og Misjútka og svo sagði hann: „Þetta eru meiri lyga- sögurnar- Þið ættuð að skammast ykkar.“ „Við erum ekki að plata neinn,“ sagði Stas- ik afsakandi. „Við erum bara að skálda, eins og við værum að segja æv- intýri.“ „Ævintýri,“" sagði Igor hæðnislega. „Getið þið ekki gert neitt betra?“ „Heldurðu að það sé enginn vandi að ,búá. til sögur?“ „Auðvitað ekki.“ „Allt í lagi, búðu til eina.“ „Auðvitað,” samþykkti Igor, „ekkert er auðveld- ara.“ Misjútka og Stasik horfðu á hann gla'ðklakka- legir. ' „Augnablik. Eg þarf aðeins að hugsa mig um.* „Haltu áfram, hugsaðu, hugsaðu af öllum kröft- um.“ „E.... e....,“ tautaði Igor og góndi upp í loftið. „Augnablik, augnablik e.... e....“ „Jæja, góði, hvers- vegna dettur þér ekkert í hug? Þú sagðir að það væri enginn vandi.“ „Já, andiði rólega. Nú veit ég! Einu sinni var ég að stríða hundi og hann reiddist og béit mig í fótinn. Sjáiði, það er 'meira að segja ör éftir.“ „Hvað hefur þú þá skáldað?“ spurði Stasik. „Ekkert. Það gerðist ai- veg eins og ég sagði.“ „Og þú sagðist vera góður að skálda?‘s „Eg er það, en ekki eins og þið. Þið romsið ur ykkur eintómu bulii, sem er engum að gagni. Nú skuluð þið hevra eina góða, sem ég sagði i gær. Það er vit í henni." „Hvernig vit.“ (Framhald). V0) — ÞJÓÐVIL.TINN — Laugardagur 10. janúar 1939 rúllur í hár, 7 gerðir — hárklips, 3 gerðir — liár- spenmir með ])lasthúð — liárburstar, ný gerð — hárgreiður, — hárnet, — liáralitur, — hárskol — hárlagiúngavökvi, 5 tegundir — hárkrem með lanol- in, — Bio-Dop, — hárlakk, — permanent, 2 teg. Einnig hið marg eftirspurða HÁKEYÐANDI KREM. SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugaveg 76 — Súni 12275. STÆRÐIR 16i/2 — 18x/2 — 20i/2 og 221/2 MARKAÐURINN Laugaveg 89. Erlend tíðindi Framhald af 6. síðu. ingja, sem nýlenduveldin og þrælaveiðarar þeirra lögðu í rúst. Belgir kenna nú Abako um óeirðirnar í Léopoldville, foringjar samtakanna hafa ver- ið hnepptir í fangelsi. fjrælasalar frá Evrópu og Ameríku stunduðu þræla- veiðar í Kongó fram á miðja síðustu öld. Þá komust auð- menn Evrópu að raun um að hægt myndi að nota vinnuafl Afríkumanna í heimkynnum þeirra. Nýlendustefnan komst . í algleyming. Fyrir Kongó lá að verða einkaeign alþjóðlegs hlutafélags í þrjá áratugi. Leo- poldville dregur nafn af stofn- anda hlutafélagsins, Leopold II. Belgiukonungi, ósvífnum fjárplógsmanni og grimmdar- segg. Alræmt er hvernig um- boðsmenn hins konunglega hlutafélags gerðu sér að reglu að handhöggva hvert manns-^ barn í þorpum, sem ekki skil- uðu tilskildu magni af kátsj- úki og fílabeini. Almennings- álitið í Evrópu var að vakna til vitundar um óhæfuverkin í nýlendunum og 1907 keypti Belgía Kongó af konungi sín- um og meðeigendum hans. Stefna Belgíustjórnar hefur frá upphafi verið að gera sér ný- lenduna arðbæra. Ríkið er að- aleigandi stærsta námufélags- ins af íjórum. Öll stjórnmála- þróun var heft eins og áður segir, en Kongómenn hafa fengið aðgang að verklegri menntun og skrifstofustörfum nema hinum allra æðstu. Fræðslumál hafa verið i betra lagi í Kongó en flestum öðrum Afríkunýlendum, en ekki er þó rúm á skólabekkjum fyrir nema 40% barna á skólaaldri^ Markmið belgísku nýlenduyf- irvaldanna hefur verið að veita Afríkumönnum í Kohgó tækifæri til að afla sér til- tölulega góðra tekna með störf- um við nútíma atvinnutæki, í þeirri von að þeir létu sér þá frekar í léttu rúmi liggja að vera gerðir ómyndugir í stjórn- mólum. Einn þáttur þessarar viðleitni hefur verið að girða sem mest fyrir samning milli ICongómanna og annarra þjóða Afriku. Átökin í Leopoldville sýna að þetta hefur ekki tek- izt. Kongómenn hafa Jært það af kreppu síðasta árs að at- vinna á uppgangstímum er skammgóður vermir, ef at- vinnulíf lands þeirra er allt miðað við hag nokkurra hluta- bréfseigenda í Amsterdam, London og New York. Þeir hafa fullan hug á að verða ná- grönnum sínum í norðri sam- ferða í sókninni til sjálfstæðis Afríkuþjóðum til handa. M. T, Ó. i$\£^ UQlðUi€U$ siGnmxiajœaR&QiL Minuingarspjöld eru seld i Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21, af- greiðslu Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19, og skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavílt- Aðalfimdur Stiandgötu 41 h.f., Hafnaifirði verður haldinn að Strandgötu 41 - 19. þ.m. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. márrudagian

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.