Þjóðviljinn - 10.01.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.01.1959, Blaðsíða 12
r A skautum Laugardagur 10. janúar 1959 — 24. árgangur — 7. tölublað. Mestu hernaðarútgjöld í scgu Bandaríkjanna á friðartímum Boðskapur Eisenhowers forseta til þjóð- þingsins: 47 milljarðar $ íil hernaðar Eisenhower flutti þjóðþingi Bandaríkjanna í gær hina árlegu skýrslu sína um hag og horfur ríkisins. Sagð'i hann m.a. aö útgjöld til hernaðar á fjárlögum fyrir ár- ið 1960 myndi nema rúmlega 47 milljöröum dollara, en þaö er 61% af heildarútgjöldum ríkisins. -4» Jónas varð í 16.-18. sœfi Eins og búizt var við, varð keppni geysihörð og tvísýn á áramótaskákmótinu í Þránd- heimi. Hlutskarpastur varð S. Johannessen, Osló, með 7 vinn- inga, 2.—3. urðu P. Ofstad, Björgvin, sigurvegari á síðasta móti, og S. Hamann frá Dan- mörku með 6V> vinning hvor, 4.—5. D. Neukirch, Austur- Þýzkaiandi, og R. Hoen, Osló, með 6 vinninga hvor. Jónas Þorvaldsson varð 16.—18., hlaut .3Vz vinning úr fyrstu 6 skák- unum, en tapaði 3 síðustu. Tefld- ar voru 9 umferðir eftir Monrad- kerfi; þátttakendur voru 24 frá Norðurlöndunum öllum, Hollandi og Austur-Þýzkalandi. Hollend- ingurinn Langeweg, sem keppti þarna og varð áttundi með 5 vfnninga, er sennilega sá sami og nú keppir í Beverbejk-mótinu í Hollandi ásamt Friðrjki Ólafs- syni. Af Þrándheimsmótinu má ráða áð róðurinn verður þungur á heimsmeistaramóti unglinga í skák, sem haldið verður í borg- inni Bele í Sviss urn mánaða- mótin júlí-ágúst í sumar. Ald- urshámarkið þar verður að vísu 20 ár, en var 25 ár í Þránldheimi. „Þetta er nú meiri kuldinn“, segja sumir og sjúga upp í frostbólgin nefin fullir ar- mæðu. „Svo kalla þeir þetta hitaveitu — maður situr kapp- klæddur í eldhúsinu til að halda í sér lífinu“, segja aðr-^, ir. En svo er fjöldinn allur sem blessar frost og kulda — það eru börn, og unglingar, og enda fullorðnir, sem þessa dagana eyða ölium frítíma sínum á Tjörniimi og íþróttavellinum og stunda hina skemmtilegu skautaíþrótt. Það var í fyrrakvöld að Ijós- myndari og fréttamaður blaðs- ins brá sér suður á íþrótta- völl. Mikil kæti og ærsl ríkti þar. Þarna hafa verið saman- komin hátt á þriðja hundrað manns, flest unglingar, en- stöku sinnum sá maður full- orðnum manni bregða fyrir og einn var meira að segja með hatt á höfði. Sumir voru ákaflega flinkir og skautuðu afturábak og áfram eftir öllum kúnstarinnar reglum, aðrir hlupu hring eftir hring á ógnarlegum hraða með hendur fyrir aftan bak, al- veg eins og stórmeistarar. En flestir skautuðu bara af hjart- ans lyst án þess að hirða um Framhald á 4. síðu I ræðu sinni lagði Eisenhow- er þunga áherzlu á það, að ekki mætti með nokkru móti draga úr útgjöldunum til hernaðar- heldur bæri að styrkja hernaðar- mátt ríkisins enn að mun. Ut- gjöldin til hernaðar eru nú líka mun hærri en á síðustu fjárlög- urh og þau hæstu í sögu Banda- ríkjanna á friðartímum. Samtals eru útgjöld ríkisins samkvæml áætlun ríkisstjórnar- innar 47 milljarðar dollara, og þar af eru liernaðarútgjöldin 61 prósent. Talið er að demókratar á Bandaríkjaþingi verði mjög ó- ánægðir með þessi fjárlög for- setans, þar sem þau gera ráð fyrir að dregið verði úr heildar- útgjöldum ríkisins, og þykir Eisenhower þannig hafa snúizt á sveif með afturhaldssömustu þingmönnum republikana. Eisenhower ræddi mikið um aukinn kostnað við hemaðar- tæki. M.a. sagði hann, að hvert Atlas-flugskeyti kostaði hvorki meira né minna en 35 milljónir dollara. Kjarnorkuknúnir kaf- bátar kosta um 50 milljónir doll- ara, og þeir næstu, sem smíðáð- ir verða munu kosta þrefalt það verð. Skákmótið í Hollandi er hafið Auk Friðriks eru Bent Larsen, Donner, O'Kelly og Eliskases meðal keppenda í efsta flokki Skákmótið í Beverbejk í Hollandi hófst í fyrradag og tefldi Friðrik Ólafsson þá við Hollendinginn Barendregt og vann. Allar hinar skákirnar í efsta flokki urðu jafn- tefli. Á mótinu í Beverbejk keppa alls um 200 skákmenn og er þeim skipt í 10 flokka. í efsta flokknum eru 10 keppendur, 5 Hollendingar og 5 kunnir erlend- ir skákmenn. Röð þeirra er þessi: 1. Toran, Spáni; 2. Donner, Hollandi; 3. Van der Berg, Hol- landi; 4. Friðrik Ó.lafsson; 5. Van Sheltinga, Ilollandi; 6. Bent Larsen, Danmörku; 7. Barendr- egt, Hollandi; 8. Langeweg, Hol- landi; 9. O'Kelly, Belgíu; 10. Eliskases, Argentínu. Afli er frá 7—10 lestir á bát Meíns fáir bátar hafa byrjað veiðar Afli hefur veriö góður, eöa allt uppí 10 lestir á bát hjá þeim sem þegar hafa haíiö róöra. Hinsvegar hafa ekki nema fáir bátar hafiö veiöar ennþá. Sú yfirlýsta stefna ríkisstjórn- arinnar að ætla að taka aftur fljótlega fiskverðshækkunina veldur því að mjög tefst að ver- tíð hefjist. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur boðað verk- fall 17. þ. m. 'Hafnfirðingar hafna fiskverðsákvæðinu, Vest- mannaeyingar taka ekki afstöðu til þess að svo stöddu, Sandgerð- ingar hafa hafnað því, Grind- víkingar hafa ekki samið enn, Akureyringar gerðu fyrirvara og Hólmarar samþykktu í fyrra- kvöld heimild til verkfallsboðun- ar 20. þ.m., en róið verður þang- að til. Þrír bátar hefja róðra í Stykk- ishólmi. Einn bátur, Ármann, hefur byrjað veiðar frá Rifi, og fékk hann 10 lesta afla í fyrra- dag. Frá Rifi verða gerðir út 6 bátar í vetur. Veður var ágætt þar vestra í-gær. Sex bátar voru á sjó frá Akranesi í gær og fyrradag og fengu þeir frá iVz til 10 lestir í fyrradag. í Kefla- vík hafa 15 bátar hafið veiðar og aflað frá 7—8 lestir. í fyrstu umferð tefldi Friðrik við Ilollendinginn Barendregt og vann hann, en hinir gerðu all- ir jafntefli: Toran og Eliskases, Donner og O'Keliy, Van der Berg og Langeweg, Van Shelting og Larsen. Þeir fyrrtö'.du höfðu hvítt. I annarri umferð tefla saman: Friðrik Clafsson Eliskases og Larsen, Barendregt og Van Sheltinga, Langeweg og Friðrik, O’Kelly og Van der Berg, Toran og Donner. Ilafa þeir fyrrnefndu hvitt. Langeweg er núverandi ung lingameistari Ilollands. Mikojaii í Detroit Mikojan, varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, sem nú er á ferðalagi um Bandarikin, heim- sótti Ford-bílaverksmiðjurnar í Detroit í fyrradag. Ford jr. og fleiri iðjuhöldar í Detroit héldu Mikojan veizlu, og í ræðu sem Mikojan hélt við það tækifæri, sagði ráð- lrerrann að SovétrMn hefðu ætíð haft góð sambönd við Ford-verksmiðjumar og hann mælti til Ford jr. að afi hans væri mjög mikils metinn í Sovétrikjunum. Mikojan voru síðan sýndar verksmiðjurnar og hann átti viðræður við verkamennina. Mikojan lét í ljós hrifningu yf- ir verksmiðjunum og starfs- mönnum þár. Mikojan skoðaði einnig GMC- bifreiðaverksmiðjurnar og Chrysler-verksmiðjurnar. 159 mamis farast í flóði á Spáni Talið er að um 150 manns hafi drukknað og fjöldi slasazt í þorpinu Riva de Lago á Mið- Spáni. Þetta hörmulega slys varð með þeim hætti að stíflu- garður brast í fljótinu Duero. Vatnsflaumurinn byltist þegar yfir þorpið og reif með sér hús, vegi og vatnsaflstöð. Bankastjóraskipti á Ákoreyri Svavar Guðmundsson banka- stjóri Útvegsbankans á Akur- eyri lét af því starfi um síð- ustu áramót. Svavar hafði þá gengt því starfi frá því árið 1935. Júlíus Jónsson er áður var gjaldkeri Útvegsbankans á Ak- ureyri liefur verið settur banka- stjóri fyrst um sinn. V e ð r i ð í da" er spáð austan og norð- austan golu, skýjað. Frost 6 til 10 stig. Kl. 20 í gærkvöldi var austlæg átt oa él á austur og suðvesturlandi, frost 3 til 13 stig. í Reykjavík var þá 6 stiga frost og 5 vindstig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.