Þjóðviljinn - 21.01.1959, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.01.1959, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 f Ernest K. Gann: Loítpóstarnir 29. dagur. hvert sem hann fer.“ Hann stanzaði við dyrnar og klóraði sér hugsi á hökunni. Dálítið vafabros lék um varir hans. „Skiluröi:.," sagði hann eins og hann rifjaði allt málið upp aftur. „Kannski fyrirfinnst almennilegt kvenfólk þiátt fyrir allt. Þú ert farin að tala eins og ósvikinn Mac Donald.“ Svo deplaði hann til hennar augunum úr dyragættinni eins og hann væri aö stað- festa samning og leyföi henni aö vera einni. Þegar hún sagði Colin frá samtalinu, hló hann bara. Svona er maðurinn minn, hugsaði Lucille þá. Enginn spurði Lucille hvort hún væri hrifin af hjónarúmum. Hún heyrði fyrst minnzt á þeírra rúm síödegis á brúðkaupsdaginn, þegar það kom og var sett á sirm stað undir eftirliti Fleska Scott og Rol- ands. í þvi tilefni fengu pau öll drykk. Lucille kaus heldur að gleyma kvöldi brúðkaupsdagsins með dýna- m'tsprengingunum sem héldu áfram þangað til lög- reglan kom. En þaö tilheyrði fortíðinni. Hún litaðist um í herberginu og fannst 1 fyrsta skicti sem hún væri annaö og meira en gestur um stnndarsakir. Tilraumr hennar til að gera íbuðina að heimili voru annað vandamál, hún megnaði bókstaflega ekki að láta á þeim bera. Greiðan hennar og hárburstinn og fáeinar iimvatnsflöslcur stóðu á kommóðunni. Gömlu kjplarnir hennar og nýr grár kióll héngu í fataskápn- um hjá fötmn Coiins. Dýrmæt bergflétta, sem bræðurn- ir áttu bágt með að þola, stóð í gluggakistunni. Það voxu einu breytingamar sem henni hafði tekizt að framkvæma. Roland hafði tekið grammófóninn sinn úr herberginu, en flestar plöturnar lágu í hlaða í horninu. Þegar hann ætla 5i að ná í ákveðna plötu VcU’ hann vanur að koma inn og leita í hlaðanum, hvemig sem á stóð í herberginu. Handvogir sem Tad notaði einstöku sinnum lágu hjá plötuuum. Á fata- hcnginu hékk flugjakki úr leöri, sem hún hélt að Keith ætti, hiálmur og fluggleraugu með brotnu gleri. Á tíu mínútum, kannski stundarfjórðungi ef hún gæfi sér goðan tíma, gæti hún pakkað niður dótinu sínu og horfið aö eilífu, og enginn ókunnugur hefði hugmynd um að hún hefði nokkurn tíma átt heima í herbergiuu. Við þessar hugsanir fannst, henni .hún verða óbörf og utanveltu — en hún ætlaði ekki aö fara leiðai sinnar. Hún hnipraði sig saman í hjóna- rúminu og var sannfærð um það. Þetta var fyrsta nótt.n sem þau voru aðskilin. Flug- ið var bvrjað; bræðurnir höfðu verið önnum kafnir á flugvellinum dögum. saman og þeir voru hugsandi þegar þeir komu heim cg gerðu minna af því að slá rösklega 1 bakhlutann á henni í kveðjuskyni. Hún sá að þeir voru ekki hiæddir eða hi^andi, helciur voru að hugsa mál, sem hún gat ekki tekið þátt í. Svo fóru þeir af stað, hver af öðrum, án alls flýtis og án þess að gleyma að kyssa hana hver á sinn hátt, en þetta var frábrugðiö fyrri brottfórum þeirra. Fyrst Roland, svo Tad. Þeir voru í Albany eða Buffalo eða einhvcrs staðar í upphæðunum milli borganna tveggja og þeir kæmu til baka í nótt eða aðra nótt — hun vissi ekki hvenær. Svo Colin: hann hafði sagzt koipa aftur — fljótt. Nú var aðeins Keith eftir og á moi'gun færi hann líka af stað. Lucille var búin að uopeötva að hægt var að kveðja á margan hátt „Taktu þaö rólega,“ sagði Colin. ,.Það ger ég.” Lucille mundi að henni hafði tekizt aö brosa. „Strjúktu ekki frá mér.” „Hvers vegna ekki?” Sonnr minn og bróðir NÍELS ÞÓRARINSSON. Laugavegi 76 lézt á Landakotsspítala, mánudaginn 19. þ.m. Guðrún Danielsdóttír og bdrn. . Mér er orðiö ljóst að ég þarf á eiginkonu að halda. Það er gott að hafa hana við hendina. Eg þarf að hafa ábyggjur af einhverju.” „Ég þarf líka á eiginmanni að halda. Komdu aftur. Fijótt.” Hann brosti aö þessu og kyssti hana löngum kossi, ýtti henni meira aö segja að rúminu, þangað til hún hafði orö á því að klukkan yæri margt. ..Heldurðu að þetta endist?” spurði hann. „Endist? Hvernig geturðu sagt þetta, Colin?” Þegar hun tók fyrir munninn, hló hann að' henni. Svo tók hann jakkann sinn, hjálminn, fluggleraugu og hanzka. Hiin sendí honum fingurkoss og fann til þegar hann flýtti sér niður stigann, Svo bað hún bæn í hljóði. Hún tók bókina sína aftur og horfði á hana án þess að lesa. Bókin minnti hana á Roland og hvernig hann hafði gefið henni hana. Þetta urrandi bjarndýr. Roland var ósnertanlegur eins og æðstiprestur. En ef Colin væri ekki nærri, ef eitthvað kæmi fyrir hann í nótt eða einhverja aðra nótt, hafði Lucille hugboö um að hún myndi snúa sér til Rolands. Og Keith? Hún varð þess vör að hún sat og horfði á klukkuna á kommóð- unni. Hvar var hann? Klukkan var ekki orðin margt, en hvar var hann. Hún hafði ekki heyrt hann þjóta upp stigann eins og hann var vanur eða blístra: „Show me the way to go home,“ eins og hann gerði alltaf þegar hann var að hátta. Hún leit aftur á klukkuna. Eitt — næstum fimm tímum of seint. Drengur eins og Keith ætti að vera háttaöur. Á morgun átti hann að fljúga. Þessi drengur. Hún undraðist að hún skyldi hugsa um hann á þennan hátt. Og hér var Colin í herberginu hjá henni. Fötin hans: ^"tturinn hans, beyglaður og slitinn, skórnir lágu í ólögulegri hrúgu á gólfinu í fataskápnum. Hún gæti burstað skóna á morgun. Á hillunni var skó- áburður en hún neyddist td að fara út og kaupa skó- bursta. Bindin hans héngu eins og skrælnaöar hengi- plöntur á fataskápshurðinni. Hún ætlað’i að pi'essa þau á morgun. Frú A. myndi lána henni strokjárnið sitt aítur. Herbergisþjónn? — já kannski, en þaö var gam- an að gera þetta fyrir Colin. Og hún ætlaði að laga til í kommóöuskúffunni hans. Þar voru eigur hans í einni bendu. Colin var annars ekki fyrir að sanka miklu að sér. Það voru myndir af „Skotunum fliúgandi", lyklar að einhverju sem hann var löngu búinn aö gleyma, bindisnál, slitiö veski, ónýtur vindlakveikiari, aögöngu- m.ðar að’ ýmsum dýrasýningum, sjálfblekungur sem lak, fáein gömul bréf, pípa sem hún hafði aldrei séð hann reykja úr, dolkur, nokkrir hreinir vasaklútar, mynd af laglegri stúlku. Hún velti fyrir sér hvers vegna hann heföi ekki fjarlægt hana þegar hann giíti sig og hún komst aö þeirri niöurstöðu aö sér væri alveg sama. Nei, hún ætlaði ekki aö snerta við skúffunni. Það voru eigur Colins. Það voru ekki sameiginlegar eigur þeirra eins og bindin hans og skórnir — minn- ingar um hann begar hann var í burtu. Henni fannst ve.ca munur á, lítill muxrur en þó þýöingarmikill. felpnkápa Allar mæður vilja hafa dæt- ur sínar vel til fara. En til- búnar kápur jafnvel minnstu stærðir eru rándýrar i búðun- um. Þær sem eru dálítið hand- lagnar ættu því að reyna að sauma kápuna sjálfar. Það fer ekki mikið efni í kápu á litlu dömuna og jafnvel er hægt að sauma hana upp úr gamalli kápu sem orðin er úrelt í sniði eða slitin. Kápan á teikningunnl er með flibbakraga og utanávös- saman gefa hæfilega vídd. um. Uppslög eru á ermum og Handa þriggja ára telpu þarf fellingarnar fjðrar i bakið sem m er 1^0 sm dálítill óhnepptvir spæll heliur á breidd. Kuldaúlpur skinnfóðraðar Ullarpeysur Uliarnærföt Ullarleistar Prjónahúfur Skyggnishúfur Gæruskinnsleistar Plastleppar Fatapokar Sjóstakkar Sjóhattar Gummístígvél Ilufðarkápur með hettu Gúmmísvuntur Pils — Ermar ViNNUFATMDUR aíls konar. — Trav/lbuxur, brúnar Milliskyrtur, misl. Ul.'arteppi Bómullarteppi Vattteppi, með ull TRÉKLOSSAR VINNUVETTLINGAR fjölbreytt úrval. HREINLÆTISVÖRUR TÓBáKSVÖRUR Verzlun 0. Ellingsen

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.