Þjóðviljinn - 23.01.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.01.1959, Blaðsíða 1
INNI í BLAÐINU Hvernig: breytist kaupmáttur tímakaups verkamanna? — 7. síða Einvígi — 6. síða. Föstudagur 23. janúar 1959 — 24. ár.gangur — 18. tölublað. LúSvlk Jósepsson, á fundi neSri deildar i gœr: er rong Alþýðubandalagið varaííi við hættimni af verðhækkunarstefnu Framsóknar og Alþýðu- flokksins sl. vor. — Vandinn nú auðleystur án þess að ráðast á kjör verkafólks í landinu Aðálatriði írumvarps ríkisstjórnariimar er niðurskurður kaupgjalds um tíu* vísitölustig að minnsta kosti, algerlega bótalaust. Og það heíur aldrei geíizt vel að setja löq þvert gegn vilja verkalýðssamtakanna í landinu, og svo kann enn að fara, verði þessi fyrirætlun Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins knúin í gegn, sagði Lúðvík Jósepsson á þingfundi í gær, við 1. umræðu stjórnarfrumvarpsins um niðurskurð alls kaupgjalds í landinu. Alþýðubandalagið varaði við verðhækkunarstefnu Framsóknar og Alþýð uflokksins í vor og hefur bæði þá og nú í vetur sýnt færar leiðir til lausn- ar á efnahagsvandanum, án þess að ráðizt væri á launakjörin. 1 byrjun ræðu sinnar lagði Lúðvík Jópepsson áherzlu á að ekki væri hægt að ræða þann þátt efnahagsmálanna eem frumv. ríkisstjómarinnar fjall- ar um, nema víkja um leið að efnahagsmálunum sem lieild og athuga aðrar hliðar vandans sem verið væri að glíma við. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu hans. Alþýðubandalagið varaði við verðhækkunar- stefnunni í lok maímánaðar 1958 voru settár nýjar reglur um bætur til framleiðsluatvinnuveganna. Breytingin var aðallega skipu- lagisbreyting, en átti þó einnig að bæta nokkuð hag framleiðsl- nnnar frá því sem samið hafði verið um í ársbyrjun. Aðalorsök þess að nýjar reglur voru sett- ar, var sú að árið 1957 hafði reynzt lélegt aflaár, og urðu tekjur Útflutningssjóðs og rík- issjóðs um 100 milljón krónum minni en orðið hefði, ef inn- flutningur á hátollavörum hefði orðið með sama hætti 1957 og árið áður. ímsir héldu því fram að full ástæða væri að búast við betri aflabrögðum 1958 en 1957, enda hafði vetrarvertíðin þegar sýnt það, og voru menn bjart- sýnir á að útkoman yrði betri 1958, enda liefur reynslan nú sýnt að svo hefði orðið. En allt um það var nýtt skipulag tekið upp í maílok 1958 og kjör út- vegsíns gerð þar nokkru betri en ákveðið hafði verið í árs- byrjén. Þegar efnahagslögin voru sett á s.l. vori töldum við Al- þýðúbandalagsmenn að oflangt væri gengið í tekjuöflun. Við höfðtim marg undirstrikað þann vilja okkar að halda áfram verSstöðvunarstefnunni. En það vora samstarfsflokkar okkar í ríkisstjórninni, sem vildu knýja fram ennþá meiri verðhækkanir en þá voru samþykktar. Það kom fram sem varað hafði verið við að afleiðing lag- anna um Útflutningssjóð urðu aílmiklar hækkanir á verðlagi í landinu. .Þegar í umræðunum um málið á Alþingi tók ég fram að við Alþýðubandalags- menn teldum líklegt að verð- hækkanir yrðu meiri vegna þessarar lagasetningar en ströngustu útreikningar sýndu, fara inn á hækkunarleiðina, en hún hlaut að ýta mjög undir kauphækkanir almennt. Vandinn sem lá fyrir nú um áramótin var tvíþættur. Vísital- an hafði hækkað um 17 stig 1. desember, og voru allir sam- mála um að þau yrðu annað hvort að hverfa eða auka þyrfti bætur til útflutningsframleiðsl- unnar. Grunnkaup hafði hækk- að um 5—9%, svo augljóst var að framleiðslan hlaut að krefj- ast nýrra bóta. En þees ber að gæta að aðrir þættir höfðu einnig komið til, sem bættu hag útflutningsframleiðslunnar veru lega. Framhald á 3. síðu. Emil Jónsson: Engra góðra kosta völ, en þessi skósfur Hugsjón Framsóknar: Að kippa vísitölunni úr sambandi Emil Jónsson forsætisráðherra flutti í'ramsöguræðu fyrir frum- varpi stjórnarinnar um niður- færslu kaupgjalds- og verðlags á fundi neðri deildar í gær en hafði lítið nýtt um málið að segja, taldi engra góðra kosta völ, en þennan skástan. Boðaði hann að frumvarp um breyting- ar á lögunum um Útflutning; - sjóð yrði flutt nú öðru hvoru megin við helgina . til að lög- festa breytingar til samræmis við þá nýju samninga sem gerðir hefðu verið við hinar ýmsu greinar útflutningsfram- leiðslunnar. Skýrði hann frá nokkrum atriðum þeirra samn- inga og hvernig ríkisstjórnin hugsaði sér að afgreiða fjárlög, og mun vikið að þeim upplýs- ingum í næstu blöðum. Emil játaði að aðalefni frum- varpsins væri niðurfærsla vísi- tölunnar í 175 stig. Myndi rík- stjörnin reyna að koma því svo fyrj,- að ekki yrði nema um tíu stiga „eftirgjöf1* að ræða hjá l^unþegum, en játaði þó að hún gæti orðið meiri í febrúar. Eysteinn Jónsson talaði a£ hálfu Framsóknar. Taldi hann kauphækkanirnar sl. sumar undirrót alls ills, og harmaði mjög að ekki hefði náðst um það samkomulag að kippa vísi- tölunni úr sambandi. Framsókn- arflokkurinn hafi ekki trú á að þessi ríkisstjórn nái neinum heildartökum á efnahagsmálun- um í landinu. Hins vegar sé hún samþykk því að niðurfelling tíu Framhald á 12. siðu. Lúðvík Jósepsson og almennar verðhækkanir hlytu að leiða af sér almenna kaupgjaldshækkun. Það reyndist rétt, verðhækk- anirnar reyndust allmiklu meiri en reiknað hafði verið með, og þeim fylgdu allmiklar kaup- hækkanir, 5—9% hjá allmörg- um stéttarfélögum. Vandinn sem lá íyrir 1. desember s.l. Það er því auðgert að finna aðrar orsakir til vandans sem nú er glímt við en grunnkaups- hækkanirnar. Allveruleg orsök hans er ákvörðunin í vor að K@kk.onen Finnlandsforseti ræddi við Krústjoff í gær ViÓrœÓur jbeirra komu á óvarf, en kunna að róða miklu um sambúÓ jb/óða jbe/Vra Þeir Urho Kekkonen, forseti Finnlands, og Nikita Krústjoff, forsætisráöherra Sovétríkjanna, ræddust vió' í Leníngrad í gær, og kom fréttin um fund þeirra mönn- um mjög á óvart. Eekkonen og frú hans höfðu komið til Leníngrad í fyrradag og hafði verið skýrt frá því að þau færu þangað í einkaer- indum, sér tjl skemmtunar og hressingar. Grunur lék þó á að erindið væri annað og meira, en ekki höfðu menn búizt við að Kekkonen myndi hitta Krústjoff að máli, enda ekki vitað til þess að hann væri í Leníngrad. Snemma í gær fréttist hins vegar.að Krústjoff heíði kom- Dagsbrúnarmenn! Fjölmennið á fundinn í Iðnó í kvöid kl. 8.30 Dagsbrúnarfundurinn er í kvöld í Iðnó og hefst kl. 8.30 Á fundinum í kvöld verða rædd þau mál scm verka- mönnuin liggja nú þyngst á hjarta og' mest eru rædd maniia á meðal. Á fundinum i kvöld gefst kauplækkunar- flokkunum, sem nú biðla á- kafast til verkamanna um að kjósa sig, kostur á að svara fyrir stefnu sína og- gerðir. Allir Dagsbrúnarmenn sem láta sig liag og heill félags síns og liag síns sjálfs nokkru skipta þurfa að fylgjast ineð því sem sagt verður á þess- um fundi. Dagsbrúnarmenn! Fjöl- mennið á fúndinn! Mætið stundvíslega! ið til Leníngrad þá um morg- unin, og þóttust ménn þá vita hvað í bígerð væri. „Vinátta og gagnkvæmt traust“. Tassfréttastofan sovézka gaf út tilkynningu um fund þeirra Kekkonehs og Ivrústjoffs að honum loknum. Sagt var að auk þeirra hefðu tekið þátt í viðræðunum Andrei Gromiko utanríkisráðherra og Nikolaj Patoliséff, framkvæmdastjóii viðskiptadeildar sovézka utan- ríkisráðuneytisins. Fréttastofan sagði að viðræð- urnar hefðu farið fram í vin- semd og gagnkvæmu trausti og snúizt um sambúð Sovétríkj- anna og Finnlands og' ýms al- þjóðleg vandamál. Kætt um viffskiptamál. Talið er að auk almennra mála sem varða sambúð Finn- lands og Sovétríkjanna hafi sér- staklega verið rætt um við- Framhald á 5. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.