Þjóðviljinn - 23.01.1959, Síða 10

Þjóðviljinn - 23.01.1959, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstud.igur 23. janúar 1959 Framhald af 7. síðu. fengið skot í þjólinappinn. e TXýrðartími og blómaskeið einvígis var á lónstíman- um. I fornum riddarasögum er oft frá því sagt, að riddari hafi farið að heiman til að leita að andstæðing samboðn- um sér, og skorað á hann. Hestur og vopn hins sigraða urðu sigurvegarans. Stundum hengdu riddararnir skjöld sinn upp við veginn til merkis um að þeir væru viðbúnir og viljugir að berjast við hvern sem væri. Árið 1547 var háð frægt einvígi milli tveggja franskra greifa, Jarnac og Chataigneraye, sem báðir voru gæðingar Franz I. og kepptu ákaft um hylli hans. Franz I. neitaði þeim ætíð um leyfi til að berjast, en þá er hann dó, og Henrik II. kom til ríkis, var það loksins leyft. Jarnac greifi hafði fulla á- stæðu til að vera andstæðingi sínum reiður, því hann hafði borið það út, að hann hefði haldið við tengdamóður sína, og neitað að bera þetta til baka. Einvígið var háð í hall- argarðinum í St. Germain-en- Laye, við geysimikla viðhöfn. Konungurinn sat á palli með föruneyti sínu, marskálkum, hirðmönnum og kirkjuhöfð- ingjum, og allt umhverfis sat aðalsfólkið á bekkjum í skrautlegum klæðnaði og miklu veldi. Riddarnir komu til staðarins við lúðrablástur og gengu kallarar fyrir, en frítt föruneyti fylgdi. Andstæðing- arnir gengu fyrir konunginn, og kallari hans tilkynnti þeim að það væri vilji hans að þeir . jöfnuðu ágreining sinn með vopnum. Chataigneraye var konung- inum miklu handgengnari, og hann var ágætlega vopnfimur, 6vo allir þóttust vissir um hvernig fara mundi. En Jarn- ac var nýstiginn upp af sótt- arsæng og hafði verið fár- veikur. Sjálfur var hann svo viss um yfirburði sína, að hann hafði látið undirbúa veizluna, sem halda átti í til- efni af sigri hans. Þeir börð- ust síðan, standandi og með sverðum. Chataigneraye byrj- aði á því að sækja, en hinn lét sér nægja að verjast. En áður en nokkurn varði, tókst honum um leið og hann bar af sér, að koma lagi á fót Chataignerayes og rista sund- ur hnésinina. Chataigneraye hörfaði, en Jarnac brá aftur sverðinu og skar sundur hina hnésinina. Chataigneraye féll til jarðar og áhorfendurnir voru sem steini lostnir — Jarnac gerði það fyrir bón konungsins að þyrma óvini sínum, en Chat- aigneraye néitaði að láta búa um sár sín, og þáði ekki neina prestlega þjónustu. —- Menn hans báru hann burt af vell- inum, og nokkrum dögum seinna dó hann úr blóðeitrun, illur í skapi, og formælti og blótaði svo að ógn var að heyra. Bragð Jarnacs var sið- an við hann kennt og kallað Jarnacsbragð (Le coup de Jamac.) Frakkland var frá upphafi forustuland í þessari göfugu S G I N íþrótt, og þar í landi þótti ekki óviðeigandi að konur jöfnuðu deilur sínar á þennan hátt. Richilieu kardináli, sem svo frægur er af stjórnmála- afskiptum sínum, hafði tvær frillur af aðli samtímis, de Polignac og de Nesle. Af van- gá skrifara hans var þeim báðum sagt að koma í heim- sókn á sama tíma, og hittust þær og urðu heldur en ekki vondar. Richelieu varð að horfa upp á þetta án þess að megna að stilla til friðar, en frúrnar tóku upp skammbyss- ur og skutu, og missti mark- greifafrúin (de Nesle), eitt- hvað af öðru eyranu, en greifaidóttirin (de Polignac) ekkert. Frægust af konum sem háð hafa einvígi er leikkona nokk- ur að nafni mlle Maupin. 1 æsku hafði hún verið frilla hins fræga skilmingakennara Serabes, og hann hafði kennt henni vel að skilmast. Hún háði mörg átakanleg einvígi. Það bar við eina nótt er hún var á grímudansleik, að elja hennar móðgaði liana, og karlmennirnir, sem með henni voru, neyddu mlle Maup- in til að fara út úr veizlusaln- um. Hún skoraði þetta fólk á hólm og barðist við þau í garði nokkrum í grenndinni og felldi þau öll þrjú. Lúðvík XIV. varð svo hrifinn af þessu afreki, að hann sýknaði hana. Árið 1828 skoraði ung stúlka, Jaquette Rameau líf- vörð nokkurn, sem hafði tælt hana til ásta við sig, en svik- ið hana síðan, á hólm. Tveim- ur skotum var skotið fyrst en þau skot gátu eugan eært, því einvígisvottarnir höfðu hlaðið byssurnar meinlausu púðri. Síðan voru byssurnar hlaðnar aftur, og Jaquette skaut, en hleðslan var jafn meinlaus og áður. Þá fékk líf- vörðurinn að skjóta. Hann miðaði, en beindi svo hlaupinu upp í loftið og hleypti af. Jaquette varð evo hrifin af þessari göfugmennsku, að hún fleygði sér í fang honum, og sættust þau og giftust stuttu seinna. Margar skrítnar sögur hafa verið sagðar af þessari aðals- mannaíþrótt. Árið 1808 varð maður nokkur, herra G. sem átti heima í París, mjög móðg- aður af því að herra P. lét sér títt um frillu hans, danskonu nokkra. Þeim kom saman um að berjast, og ákváðu að bar- daginn skyldi fara fram í loft- belgjum. Þegar þetta var til- búið, mættust þeir í grennd við Tuileries-garðinn, en þar biðu loftbelgirnir. Hvor þeirra sté upp í einn bát, (undir belgnum) og höfðu ekki skammbyssur, því það mundi ekki hafa stoðað, heldur Jangdrægari byssur. Fjöldi fólks dreif að, og héldu flest- ir að mennirnir væru að fara í kappflug. Jarðfestar voru skornar sundur, og loftbelgirnir evifu af stað fyrir hægum vindi. Þeir komust í 600 metra hæð, og herra P. skaut úr byssu sinni. Hann hitti ekki, en herra G. skaut á móti og tókst að skjóta stórt gat á belginn. Flugbáturinn hrapaði, og herra P. og einvígisvottur hans lentu á húsaþaki og fór- ust, en sigurvegarinn lenti far- sællega fyrir utan borgina. —- • T angvinnasta einvígi, eem sögur fara af, var einnig milli tveggja Frakklendinga, og stóð í 19 ár, eða frá 1794 til 1813. Höfuðsmaður í ridd- araliðinu, Fournier, sem var mikil einvígishetja, hafði af litlu tilefni skorað á ungan mann að berjast við sig, og fellt hann, en maður þesei átti fyrir að sjá nokkrum nánum ættmennum. Þetta mæltist svo illa f.yrir, að Moreau hers- höfðingi skipaði aðstoðarfor- ingja sínum að vísa 'Fournier út af opinberum dansleik; sem haldinn var. einmitt daginn sem maðurinn var jarðaður, og gerði hann það. Fournier ekoraði þegar á Dupont þenna að berjast við sig, og börð- ust þeir. Því lyktaði þannig, að Fournier særðist, skoraði aftur á Dupont, og særðist^. hinn siðarnefndi í það skipti. I þriðja sinn börðust þeir, en urðu jafnir. Þeir ákváðu þá að halda áfram þar til -annar hnigi, og eömdu með sér og var það ákvæði í samningnum, að hvenær sem þeir kæmu nær hver öðrum en í tuttugu og fimm mílna fjarlægð, skyldi vera háð einvígi. Þessi samn- ingur var vandlega haldinn, og oft börðust þeir, en aldrei til úrslita. Báðir hækkuðu þeir í tign, og urðu að síðustu hershöfð- i igjar í her Napóleons fyrsta. Og svo fór, að þeir vinguðust í rauninni, en urðu þó að berjast, þegar svo vildi til. Eitt sinn var Dupont skipað að fara til Sviss- og um dimma nótt kom hann í þorp nokk- urt, þar sem herflokkurinn náttaði sig. Þar Var ljós í húsi, en er hann opnaði dyrn- ar, stóðu þeir Fournier aug- liti til auglitis. Ekki varð nein bið á því að sverðin væru dregin úr slíðrum, held- ur þutu þau á loft hraðar en leiftur, en Dupont varð fljót- ari til og gat knúið Foum- ier upp að vegg, og sett sverðsoddinn fyidr barka hon- um. Hinn náði einnig að bregða sverðinu, og setti odd- ir.n fyrir kvið Duponts. Þann- ig komust báðir í sjáLfheldu, ■ uns þeir voru skildir af liðs- foringjum sínum. Eftir fleiri bardaga en tölu verði á komið kom Dupont að máli við Foumier í París, og sagði honum að hann ætl- aði að ganga i hjónaband, og stakk upp á að nú létu þeir til skarar skríða, og berðust með skammbyssum. Foumier - var ágætur skotmaður, svo að hann gat liaft það sér til gamans, að skjóta á pípu í munni þeysandi riddara, án þess að særa hann nokkru sinni. Hann reyndi að gera Dupont það skiljanlegt, að ef þeir ættu að lrafa skaanm- byssur, þyrfti Dupont ekki að liugsa til hjónabands. En Dupont var ósveigjanlegur. * Þeir ákváðu að hittast í lundi einum litlum við Neuilly. Þeir skyldu laumast hver að öðrum gcgnum lundinn og hleypa af þegar hvor sem væri kæmi auga á hinn. Hvor þeirra hafði tvö skot í byssunni. Dagurinn rann upp og þeir hittust og skildu við lundinn. Siðan gengu þei.r inn í þykkn- ið og smugu hægt og varlega hvor móti öðrum og sáust jafnsnemma. Þá lögðust þeir hvor fyrir sig í hlé og bærðu ékki á sér, Hvor um sig vissi, að gerði hann það, væri úti um sig, en þó virtist Dupont vera hættara. Hann rétti var- lega kápufald sinn upp. I sömu andrá smaug kúla gegn um faldinn. Nú var- fvrra skot Fourn- iers riðið af, og Dupont bærði eakert á sér lengi. Þá lyfti hann skammbyssunni með annarri hendi og hatti sínum með hinni, þannig að svo virtist sem hann ætlaði að miða og Fourmer skaut hinu skotinu í hattinn. Þá þaut Dupont upp og setti hlaupin á báðum skammbyssunum fyr- ir enni Fourniers. En svo vel forst honum, að hann gaf þessum gamla óvini sínum (og þó vini) iíf. ■— ■—• Á nítjándu öld urðu hug- sjónir aðalsins um heiður og sæmd að þoka fyrir hugmynd- um borgaranna um þetta. Við þnð brá svo, að einvígi urðu sem svipur hjá sjón, og tóku að lognast útaf. En þó horfði svo einkennilega í þýzka hernum, að enda þótt einvígi væru bönnuð, ácti hver foringi í heriium, sem skoraðist und- an að berjast, víst að vera settur af. Það er ekki ýkja langt síð- an síðasta einvígið fór fram í Danmörku. Edvard Brandes, bróðrir Georgs, leikdómari, og síðar fjánnálaiáðherra, hafði lastað Schyberg leikara við konunglega leikhúsið í dómi sínum um hann í einu dag- blaðanna. Schyberg skoraði á Brandes að herjast við sig, og hittust þessir heldri menn í Ermelunden og höfðu skammbyssur. Hvorugur særð- ist (líklega hefur hvorugur kunnað að styðja á gikk) og urðu þeir til aðhláfcurs um alla Kaupmannahöfn. Ú t s a 1 a SLÉTTBOTN VÐIR KVENSKÖR Kvenskór með fleyghælum — Karlmannaskóþ — ! Inniskór. Lágt verð. — Notið tækifærið. — Gerið góð kaup. HECTOR Aðalíundur Sjómannafélags Reykjavíkur evrður haldinn. sunnu- daginn 25. janúar 1959 í Iðnó og hefst kl, 13.30 (1.30 e.h.) Fundarefni: . 1. Félagsmál. "1 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 1 3. Önnur mái. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni skýrteini við innganginn. Sjómannafélagar Hafnarfirði Kosið verður á skrifstofu félagsins föstudag 23. janúar ifrá klukkan 6—7 og 8—10, og laugardag 24. janúar frá klukkan 10—12. STJÓRNIN. 1 Sjómannafélagar Hafnarfirði Aðalfundur verður lialdinn ii Sjómannafélagi Hafnarfjarðar sunnudaginn 25. janúar’ klukkaa 2 eftir ‘hádegi í Verkamannaskýlinu. Fundarefni: Venjuleg aðalfunda.rstörf, Lagabreytingar. STJÖÍRNIN. ÞiÓÐVILJANN vantar unglinga til blaðburðar í Herskólahverfi Talið við aígreiðsluna — Simi 17-500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.