Þjóðviljinn - 31.01.1959, Síða 3
Laugardagur 31. janúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Kauplækkun lögfest
Framhald af 1. siðu. >
þeirrar greinar. —- Tillagán var
Jiannig:
FVá sama línia skulu fjöl-
skyWubætur skv. 16. gr. al-
mannatryggingalaga, nr.
24/1956, liækka sem hér seg-
ir:
Bætur til þeirra framfær-
end!a, sem hafa 40 j’ús. kr.
skattskyldar tekjur eða lægri
skv. skattskrá yfirstandandi
árs, hækki um 100%, til
þeirra, sem hafa 40050—
50#00 kr. skattskyldar tekj-
ur, um 75% og til þeirra,
sem hafa 50050—60000 kr.
skattskyldar tekjur, um
50%.
Á fjölskyldubætur þessar
skal ekki leggja tekjuskatt
né útsvar.
Fjárhæð þá, sem þessi
aukning fjöiskyldubóta nem-
ur, skal greiða Trygginga-
stofnun ríkisins af tekjuaf-
gangi Áfengisverzlunar ríkis-
ins.
^ 9 gegn réttlætismáli
— 5 kærulausir
Þessi tillaga var felld með
S atkvæðum gegn 3, en 5
greiddu ekki atkvæði. Þeir
sem felldu tillöguna voru þess-
ir alþingismenn: Eggert G.
Þorsteinsson, Sigurður Bjarna-
son, Sigurður Ó. Ólafeson, Frið-
jón Skarphéðinsson, Friðjón
Þórðarson, Gunnar Thoroddsen,
Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Kjart-
ansson, Páll Zóphóníasson. En
þessir sátu hjá: Björgvin Jóns-
son, Hermann Jónasson, Karl
Kristjánsson, Bernharð Stefáns-
son og Sigurvin Einarsson.
Eggert G. Þorsteinssyni
fannst þó að hann þyrfti að
þvo hendur sínar í þessu máli
og gerði þá grein fyrir atkvæði
sínu að frumvarpið væri „sam-
komuIagsmál“ og þó sig hefði
persónulega langað til eins eða
annars hefði ekki fengizt um
það samkomulag (við íhaldið!)
En hann teldi „tilgang máls-
ins svo mikilvægan" að hann
vildi ekki láta sámþykkja nein-
ar breytingar við frumvarpið,
og yrði því á móti tillögunni
um auknar. fjölskyldubætur.
tltsvör og skattar í
vísitölugrundvöllinn
Ein breytingatillaga Alþýðu-
bandalagsmanna var við 4. gr.
frumvarpsins þar sem svo er
fyrir mælt að nýi vísitölu-
grundvöllurinn verði tekinn
upp. Lögðu þeir Björn, Alfreð
og Finnbogi til að síðasta máls-
grein 9. greinar frumvarpsins
orðaðist svo:
Hinn 1. marz 1959 skal taka
gildi nýr grundvöllur vísi-
tölu framfærslukostnaðar, sam-
kvæmt niðurstöðum neyzlu-
ranns/óknar þeirrar, er kaup-
lagsnefnd hefur framkvæmt í
samráði við Hagstofuna. Inn í
þennan grundvöll skal bæta út-
gjaidaupphæð vegna greiðslu
útsvars og tekjuskatts sam-
kvæmt mati kauplagsnefiular
og Hagstofunnar. Skal út-
gjaldaupphæð hins nýja vísi-
tölugrundvallar 1. marz 1959
vera sú grunnupphæð, er síðari
breytingar vísitölunnar miðast
við, og jafngildir því grunntölu
100. Vísitala framfærslukostn-
aðar skal reiknuð mánaðarlega
miðáð við verðlag í mánaðar-
byrjun, eftir grundvallareglum,
sem kauplagsnefnd setur. Við
þennan útreikning skal sleppa
broti úr vísitölustigi, sem er
minna en %, en annars liækka
í liálft eða lieilt stig.
Um þessa tillögu sagði
Björn Jónsson m.a.:
I síðustu málsgrein þessarar
greinar segir svo: „Við þennan
útreikning skal sleppa broti úr
vísitölustigi hálfu eða meira,
en annars hækka í heilt stig.“
Hér er um mjög augljósa
skerðingu að ræða frá gildandi
samningum, en þar segir að
hálft stig skuli hækka ií eitt
stig í kaupútreikningi en ekki
lækka eins og þarna er gert
ráð fyrir. Nú ber þess að gæta
að eitt vísitölustig skv. nýju
vísitölunni jafngildi rúmlega 2
stigum í þeirri sem nú gildir.
Möguleiki er því til að með
þessari breytingu tapi launþeg-
ar allt að einu visitölusti.gi
árið um kring. Safnast • þegar
saman kemur. Þetta geta gilt
5—600 kr. á ári fyrir verka-
mann.
En þetta er. þó ekki veiga-
mesta atriðið varðandi breyt-
inguna á visitölugrundvellinum.
Um það eru mjög skiptar skoð-
anir og engan veginn fullrann-
sakað hvort breytingin er til
hagsbóta fyrir launamenn og
margir eru á öndverðri skoðun.
Um það skal eg ekki dæma
hvað rétt er í því. En hitt
er augljóst að hér er um samn-
ingsatriði að ræða og það eitt
hið veigamesta, sem útkljá á
með samningum milli atvinnu-
rekenda og launamanna.
En sé að því horfið að breyta
um vísitölugrundvöll tel ég
fráleitt að ekki sé tekið inn
í nýjan grundvöll allt það sem
menn þurfa til lífsframfæris,
að öll útgjöld meðalfjölskyldu
séu tekin með í reikninginn.
En á það skortir hér. I nýja
grundvellinum eru t. d. ekki
tekin með útsvör eða skattar
aðrir en nefskattar, en þessi
gjöld nema nvörgum þús. króna.
Vásitalan á að gefa sem rétt-
asta mynd af lífskjörunum og
breytingu á þeim, en það gerir
hún ekki nema gjöld sem geta
numið mörgum þúsundum og
eru óíhjákvæmileg séu tekin
með. Miklu hæpnara sýnist mér
að taka inn í grundvöllinn
neyzlu tóbaks og áfengis í það
stórum stíl að það hafi mjög
afgerandi áhrif á kaupgjald.
Það er með öllu óeðlilegt að
ef ríkið telur nauðsynlegt að
afla aukinna tekna með hækk-
uðu verði á þessum vörum,
geti það spennt allt verðlag í
landinu uppá við.
Hitt er réttmætt og mundi
verka sem nokkurt aðliald, sem
sannarlega veitir ekki af, *ef
hækkuð útsvör og skattar
fengjust upp borin að einhverju
leyti með verðlagsbótum. Og
án þess getur visitalan heldur
ekki verið sá hagfræðilega rétti
mælir á lífskjörin sem hún á
að vera.“
Þessa tillögu felidi stjórnar-
liðið með 8 atkv. s'uum. Auk
Alþýðubandalagsmanna greiddi
Páll Zóyhóníasson henni at-
kvæði en aðrir Framsóknar-
menn sátu hjá.
Vísitölunni kippt úr
sambandi
Þá fluttu. þeir þingmenn Al-
Lundúnaráistef nan um
Ráðstefnan hófst 20. þ.m. í London og sátu hana
fulltrúar allra aðildarríkja að Alþjóða hafrannsóknar-
ráðinu. ísland átti 3 fulltrúa á ráðstefnu þessari, er
fjaliaði um möskvastærð, og hafa þeir nú skilað skýrslu
um ráöstefnu þessa.
Þjóðviljinn fékk eftirfarandi
í gær frá utanríkismálaráðu-
ney tinu:
Árið 1946 var undirritaður í
London samningur ura möskva-
stærð a botnvörpu og dragnót
og lágmarksstærð á fiski. Skyldi
samningur þessi gilda fyrir
Norðursjóinn og Norðaustur-
Atlanzhaf, þ. á. m. svæðið um-
hverfis ísland.
Samningur þessi kom þó ekki
til framkvæmda fyrr en 8 árum
síðai þegar öll þau ríki; sem
höfðu undirskrifað hann höfðu
veitt honum fullgildingu.
Öll ríki, sem fiskveiðar stund-
uðu á þessu svæði, voru aðilar
að þessum samningi, nema Sov-
étrikin, en; þau gerðust aðilar
isíðarv
Vegna aukinnar barfar á raun-
hæfum friðunaraðgerðum á
fiskislóðum Norðaustur-Aflanz-
hafsins hefur verið talið, að
þessi samningur væri ófullnægj-
andi og nauðsynlegt væri því,
að gerður yrðj nýr samningur.
þar sem möguleikar væru til víð-
tækaii friðunaraðgerða.
Undanfarin ár hefur farið
fram undirbúningur að slikum
samningi og hafa verið haldnir
fjórir óformlegir ftmdir með
aðildarríkjum samnjngsjns frá
1946.
Haustið 1957 var hinn síðasti
óformiegi fundur haldinn en
með tilliti til ráðstefnunnar í
Genf, sem þá stóð fyrir dyrum,
var ákveðið að bíða með frek-
ari aðgerðir þar til þeirri ráð-
stefnu væri lokið, þar sem gera
mátti ráð fyrir, að samþykktjr
hennar gætu haft áhrif á vænt-
anlegan samning.
;>> Hjnn 20. janúar s.l var svo
kvatti; til fundar í London og
voru þar samankomnir fulltrúar
all.ra aðildarríkja.; sam.njngsins
frá 1946, en þau eru: Belgía,
Bretland, Darrmörk, Frakkland,
Holland, írland, ísland, Noregur.
Pólland, Poi’l úgal', Sovétríki'n,
þýðubandalagsins einnig breyt-
ingartillögu við 6. grein frum-1
Varpsins, að 3. málsgrein þeirr-
ar greinar falli niður og um
umorðun á 4. málsgrein frum-
varpsgreinarinnar. Fyrri tillög-
una skýrði Björn Jónsson á
þessa leið:
„2. málsgrein 6. gr. frv. er
afturganga úr gengisskráning-
arlögunum frá 1950 og kveður
svo á að launamenn skuli ekki
fá reiknaða í kaupgreiðsluvísi-
tölu þá hækkun á verði land-
búnaðarvara sem á rót sína að
rekja til breytts verðlags á
landbúnaðarvörum vegna hækk,
unar eða lækkuna á launum
bónda og verkafclks hans,
þeirrar, er leitt hefur af
greiðslu verðlagsuppbótar á
laun almennt frá 1. maí ’59.
Hér er um það að ræða að
kippa vísitölunni að mjög veru-
legu leyti úr sambandi við verð
landbúnaðarvara, sem mun
leiða til þess að bilið milli
landbúnaðarvöruverðs og kaup-
gjalds hlýtur sífellt að breikka,
launamönnum í chag.
Ekki er mögulegt um að
segja hversu mikil vísitölu-
skerðing og raunveruleg launa-
lækkun af þessu leiðir, en það
er víst að þetta ákvæði hleður
á sig og getur þegar fram í
sækir skipt fjölda vísitölu-
stiga.
Þannig var komið haústið
1956 þegar verðfestingarlögin
voru sett að framundan var
11,4% verðlagshækkun á land-
búnaðarvörum, sem launþegar
hefðu engar bætur fengið fyrir
vegna þessa ákvæðis. Þessi
verðlagshækkun kom ekki til
framkvæmda vegna þess að
launamenn töldu sér hagstæð-
ara, sérstaklega vegna þessa
lagaákvæðis, að afsala sér sex
vísitölustigum og losna jafn-
fram unidan þessu ósanngjarna
kaupskerðingarákvæði í fram-
tíðinni.
Nú hefur ríkisstjórnin vakjð
að nýju upp þennan draug frá
stjórnarárum íhaldsins og hyggst
með því hafa allmörg vísitölu-
stjg áf launþegum. Þetta er gert
gegn mótmælum allra sem um
málið hafa fjallað, jafnvel
minnjhluti stjórnar A. S. í. hef-
ur krafizt þess að þetta ákvæði
verði fellt njður, en auðvitað
ekki fengið við neitt ráðið vegna
þess að krafa hans í þessu efnj
hefði orðið til hagsbóta launa-
mönnum og siikt máttj auðvitað
ekki ske. í samræmi við rétt-
mætar kröfur m. a. minnjhluta
miðstjórnar A. S. í. legg ég til
í breytingartillögum minum að
þetta kjaraskerðingarákvæði
verði fellf niður.
Þessi tillaga var felld með 8
atkvæðum stjórnarliðsins gegn
4, og greiddi Páll Zóphóníasson
atkvæði með ásamt Alþýðu-
bandalagsmönnum. Eggert Þor-
steinsson lét sig hafa það að
greiða atkvæði gegn þessari til-
lögu.
^ Samkvæmt samning-
um stéttaríélaga
Með sama atkvæðamun var
einnig felld bessi breytingar-
tillaga þingmanna Alþýðubanda-
lagsins, vjð 6. gr. frumvarpsins:
„Kaupgreiðsluvisitala sú, sem
um ræðir í 2. málsgrein þessar-
ar greinar, gildir við ákvörðun
verðlagsuppbótar, eftir því sem
ákveðið er í samningum stéttar-
félaga og vinmiveitenda á hverj-
um tíma um gildistiiku breyttrar
kaupgreiðslm’isitölu."
★
Frá ýmsum atriðum varðandi
afgreiðslu málsins mun skýrt
síðat
Félag ísl. mynd-
listarnema stofnað
Síðastliðinn sunnudag var
haldinn liér bæ stofnfundur
Félags ísl. myndlistarnema. Á
fundinum var félagsstofnunin
samþykkt ásamt drögum að fé-
lagslögum og kosin bráðabirgða-
stjórn.
Framhaldsstofnfundur. félags-
ins verður í Kaffj Höll sunnu-
daginn 8. febrúar kl. 4.30 e. h.
Spánn, Svíþjóð og Þýzkaland.
Fulltrúar íslands á fundj þess-
um voru þeir Hans G. Ander-
sen sendiherra, Davíð Ólafsson,
fiskimá:astjóri. og Jón Jónsson,
forstjóri Fjskideildar.
Ló fyrir fundinum uppkast að
samningi, eins og frá því hafði
verið gengið áður á óformleg-
um fundi og ráð var fyrir því
gert, að endanlega yrði gengjð
frá samningi nú og hann undir-
skrifaður.
Varð og úr, að fullt samkomu-
lag varð um öll atriði samn-
ingsins og s.l. laugardag undir-
rituðu hann 10 af 14 rikjum, en
gert er ráð fyrir, að hin 4 muni
skriia undir innan tveggja mán-
aða. ísland undirrjtaði samning-
irn, en hann getur ekki tekið
gildi fyrr en rikin hafa fullgilt
hann samkvæmt þeim reglum,
sem gilda þar um í hverju landi.
I sambandi við samningsgerð
þess var af íslands hálfu lögð
á það megináherzla, að samn-
ingurinn gæti ó engan hátt haft
áhrif u ákvarðanir hinna ein-
stöku landa um víðáttu. fiskveiði-
lögsögunnar.
Fékkst að lokum samþykkt sú
grein samningsins, sem tryggir
þetta atriði á fullnægjandi hátt,
en hún er svo í íslenzkri þýð-
ingu:
. Ekkert í samningi þessum
getur haft áhrif á réttindi,
kröfur eða skoðanir samnings-
ríkjanna að því er varðar
víðáttu fjskveiðilögsögunnar“.
Samningur þessi tekur til fisk-
veiða á öllu Norður-Atlanzhafi
og takmarkast svæðið að vestan
við austurströnd Grænlands og
línu, sem hugsasf dregin eftir
42° v 1. að 36° n. br. og þaðan
í Gíbraltar, en þar eru suður-
takrnörk svæðisins. Þessu svæði
er svo skipt í þrjú minni svæði.
Er I svæði norðan 60° n. br. og
er hafið umhverfis Færeyjar, ís-
land og Noreg, svo og Barents-
hai á því svæði. II. svæði er svo-
hafið umhverfjs Bretlandseyjar
og írland og allur Norðursjór
og loks III. svæðið milli 36°
n. br. og 48° n. br., þ. e. hafið
vesturundan vesturströnd Frakk-
lands, sunnan Bretagneskaga, og
vestan Pyreneaskaga.
Samkvæmt samningnum skal
sett upp fastanefnd og skulu öll
samningsríkin eiga fulltrúa í
nefndinni. Þá skulu einnig sett-
| ar upp sérstakar nefndir fyrir
| hvert hinna ofanrituðu svæða
J og geta þau ríki, sem eiga land
að hafi á svæðinu eða stunda
j veiðar á einhverju svæðinu orð-
ið meðlimir í svæðanefndunum.
Hlutverk fastanefndarinnar er
að fylgjast með fiskveiðunum á
samningssvæðinu, hvort nauðsyn
beri til sérstakra ráðstafana til
verndar fiskistofnum og hverra
og gera tillögur þar um til með-
limaríkjanna.
Ráðstafanir, sem fastanefndin
og svæðanefndirnar geta gert til-
lögui um eru eftirfarandi:
a) Reglur um möskvastærð
b) Reglur um lágmarksstærð
á fiski, sem veiða má og
landa
c) Reglur um bann veiða á á-
kveðnum timum
d) Reglur ura lokun veiði-
svæða
e) Reglur um notkun veiðar-
færa
Framhald á 2. siðu.