Þjóðviljinn - 01.02.1959, Blaðsíða 7
Simnudagur 1. febrúar 1959 :— ÞJÓÐVILJINN — (7
Nóti launajöfniiði
kvenna og korla
Eíri deildar þingmenn íeta í íótspor
Ragnhildar Helgadóttur
„Aldagömul vinnubrögð við
Jóuas Jónsson: Vinland hið
fi-óð’a. — 2G8 blaðsíður. — Kom-
andi ár, VI. bindi. — Bókaút-
srái'an Komandi ár, Akureyri,
1958.
Þessi bók er furðulegur ó-
skapnaður. Hún er nefnd eftir
fyrstu greininni, upphafi á
ferðasögu höfundarins um ís-
lendirigabyggðir vestanhafs ár-
ið 1938, Hann fellir þá frásögn
eftir rösklega 20 blaðsíðna
ferðalag, en lofar framhaldi „að
ári“. í staðinn birtir hann nú
Stóru bombuna, bréf sitt til
Helga á Kleppi árið 1930; því-
næst meginhluta eldhúsræðu í
þinginu það ár. Þá er enn í bók-
inni útyarpserindi frá fyrra ári:
Geta skólar verið skemmtileg-
ir? Litlu síðar hefjast hólgrein-
ar um höfundinn og verk hans,
nær 40 blaðsíður að lengd •—,
meðal annars eftir sannleiks-
vottinn Jón Thorarensen og
bókmenntahöfðingjann Benja-
mín Kristjánsson. Bókinni lýk-
ur á langri ritgerð um Halldór
Kitjan Laxness, og eru þó ekki
enn taldir allir þættir verksins.
Efni bókarinnar er þannig hrifs-
að úr ýmsum áttum, greinarnar
heyra hvorki saman um inni-
hald né ritunartíma. Það er
eins og guð hafi verið að grauta
með trésleif í heilanum á höf-
undi, meðan hann setti bókina
saman.
Það er ritgerð Jónasar um
Halldór Kiljan, sem kemur mér
til að nefna þessa bók hér í
blaðinu. Eg vil þó staldra við
annað efni litla hríð, áður en
ég vík að henni.
Mér er það í barnsminni er
Tíminn kom með Stóru bomb-
una austur á Jökuldal, nýja úr
smiðjunni. Faðir minn, sem
hafði þá löngu týnt dálæti'sínu
á skólastjóra Samvinnuskólans,
las greinina méð velþóknun; og
hún var helzta umræðuefni
messugesta skömmu síðar. Þeg-
ar undirritaður les nú Stóru
bombuna fyrsta sinni, reynist
sprengimagn hennar hafa dofn-
að. Vitaskuld hafði Jónas lög
að mæla, vitaskuld var læknir-
inn aðeins ginningarfífl ósvíf-
inna stjórnmálamanna, vita-
skuld bar málflutningur Jónas-
ar langt af vesalmennsku Morg-
unblaðsins og vandamanna
þess. En greinin er þó ekkert
meistaraverk — hvorki um
byggingu, hugsun né orðfæri.
Ýmsar setningarnar eru einmitt
kollóttar og aðrar forklúðraðar;
ég nefni lokasetningarnar tvær,
þar sem greininni hefði farið
vel að rísa. Eg dreg ekki í efa
að Jónas hafi unnið góðan sigur
á íhaldinu í eldhúsumræðunum
1930: þingmenn þess voru þá
sem nú bunki hugmynda-
snauðra og hugsjónalausra
þursa; en birting Stóru bomb-
unrtar og ræðunnar, sem á eftir
fer, hefur ekki sérstaka þýð-
ingu lengur. Prentun þeirra
virðist einna helzt liður í hinni
alkunnu viðleitni Jónasar til
að halda sjálfum sér á lofti. Við
skulum trúa því að maðurinn
hafi átt einhvern þátt í flestum
þeim verkum, sem hann eignar
sér í þessum tveimur plöggum.
en það var þó heil ríkisstjórn
og voldugur stjórnmálaflokkur
í vitorði með honum; Jónas frá
Hriflu vélti ekki einn um þjóð-
málin umhverfis 1930. Bæði
ræðan og greinin bera æðimik-
inn keim af þeirri pólitísku
ímyndunarveiki, sem hann hef-
ur lengi verið haldinn. Ef hann
hefur einhverntíma og einhver-
staðar korfiizt í kallfæri við
sæmilegt mál, þá þykir honum
sem hann hafi verið sjálfur
frumkvöðull þess. Ef hann hef-
ur einhverntíma ritað greinar-
Jónas Jónsson
stúf um málefni, sem löngu sið-
ar náði fbram að ganga, þá
þakkar hann grein sinni fram-
gang þess. Eitt atriði í fyrstu
grein bókarinnar er ljóst vitni
þessari áráttu. í miðri frásögn
af ferðalagi til Vesturheims tek-
ur Jónas skyndilega að segja
frá skipasölu Pálma Loftsson-
ar, þáverandi forstjóra Skipaút-
gerðar ríkisins. Jónas ritaði
honum bréf frá Glasgow, en
Pálmi var þá staddur í Dan-
mörku að reyna að pranga Esju
gömlu í Baunann. „Þegar ég
kom heim í nóvember sagði
Pálmi mér, að þetta bréf hefði
haft mikla þýðingu fyrir hann
í skipasölumálinu", segir Jónas.
Pálmi var einn þeirra manna,
sem dvöldust langdvölum í vas-
anum á Jónasi, og hefur náttúr-
lega þakkað honum ástsamlega
fyrir bréfið er fundum þeirra
bar saman. En lesendur Vín-
lands hins góða geta glímt við
þá gátu, hvernig bréf umboðs-
lauss ferðalangs gat greitt veru-
lega fyrir íslenzkum embættis-
manni í samningum við danska
fjármálamenn. Jónas Jónsson
er einn þeirra íslendinga sem
verðskulda ævisögu; en þeim,
sem tekst á hendur ritun henn-
ar og safnar staðreyndum í
hana, verður lítið lið að þúsund
og einni ritsmíð Jónasar sjálfs.
Fyrir urh það bil 17 árum
skrifaði óhefndur maður um
bókmenntaverk, sem Jónas
Jónsson hafði þá hýlega látið
frá sér fara. Maðurinn kvað
Jónas gersneyddan „hæfileik-
um til að rita um skáld og
skáldskap“? — og studdi þann
dóm skemmtilegum rökum.
Samt sem áður var þessi dóm-
ur ugglaust of harður á þeim
tíma. En siðan hafa árin komið
og farið í þéttri fylkingu og
skilið eftir mörk sín á mönn-
um og pennum: Jónas er kom-
inn á áttræðisaldur, og nú virð-
ist mér þessi ummæli fara
sönnu næst. Ritgerðin um Hall-
dór Kiljan er milli 60 og 70
blaðsíður að lengd, og hún á að
vera hvorkj meira né minna en
sösuntun
99
tilraun „til að vekja Islendinga
til að heiðra aldagömul vinnu-
brögð við söguritun......Hér
er leitazt við að móta frum-
drætti að nýju viðhorfi til Hall-
dórs Laxness ....“ En tilraunin
hefur- því miður farið út um
þúfur. Höfundurinn hefur ákaf-
lega takmarkaðan skilning á
skáldverkum Laxness; geðþótt-
inn er meginregla hans við
túlkun þeirra; hann lýsir efni
þeirra á fjarskalega smekklaus-
an hátt; einstakar hugmyndir
í ritgerðinni eru augljóst bull,
frá öllum sjónarmiðum. í
þokkabót er hún augafull af
missögnum; ónákvæmni um
meðferð staðreynda er eitt
helzta einkenni hennar. Eg
verð að fara fljótt yfir sögu og
vík einkanlega að tveimur sið-
asttöldu atriðunum: hinum frá-
leitu hugmyndum og hinni
rysjóttu sambúð við sann-
reyndirnar.
Þessvegna liggur andríki
Jónasar í ritgerðinni milli
hluta, en upphaf þáttarins um
Sölku Völku lýsir því næsta
skilmerkilega: „Það er merki-
leg bók, þjóðlýsing í skáldlegu
formi“. Þetta stendur á blað-
síðu 216, en þremur síður
seinna skýzt þessi hugmynd
Framhald á 10. síðu.
Við 3. umræðu kauplækkunarfrumvarpsins í efri deild
fluttu þingmenn Alþýðubandalagsins þá breytingartil-
lögu að greiöa skuli verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu
185 á allt grunnkaup kvenna samkvæmt samningum
stéttarfélaga, þar til fullum jöfnuði er náö viö kaup
karla, er vinna hliðstæð störf.
Allir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins
og að auki Páll Zophoníasson
lögðust á eitt að fella þessa
sanngirnistillögu, og fimm
Framsóknarþingmenn rausnuð-
ust til að sitja hjá. Framsögu-
maður Alfreð' Gíslason benti á
að samþykkt tillögunnar gæti
orðið sfórt spor í átt til
launajafnaðar karla og kvenna,
sem væri almennt mannréttinda-
mál. Það væri baráttumál allr-
ar verkalýðshreyfingarinnar og
vænti hann því sérstaklega lið-
sinnis varaforseta Alþýðusam-
bandsins Eggerts Þorsteinsson-
ar.
Eggert stóð upp til að þvo
hendur sinar, einnig í þetta
skipti, og sagði málið „ekki
tekið upp á réttum vettvangi't
Páll Zophoníasson gerði einnig
grein fyrir atkvæði sinu og
kvaðst vilja feta i fótspor einu
þingkonunnar og greiða aikvæði
gegn jafniaunamálinu. Tjllagan
var felld með 9 atkvæðum gegn
3, en 5 sátu hjá.
Benóný
Arinbjörn
Jónas
Skákþlng Reykfavíkur 1959
Skákþing Reykjavíkur í ár
hófst í Breiðfirðingabúð mánu-
daginn 26. janúar. Þátttaka er
mikil, meðal annars 20 kepp-
endur í meistaraflokki og er
hann skiptur í tvo riðla. Munu
síðan þrír þeir efstu í hvorum
í'iðli. alls sex menn, keppa til
úrslita um titilinn Skákmeist-
ari Reykjavíkur, svo og um
tvö landsliðsréttindasæti.
Meðal keppenda má fyrst
frægan telja skákmeistara fs-
lands og Reykjavíkur, Inga R.
Jóhannsson, sem freistar þess
nú að vinna titilinn í þriðja
sinn í röð, en slíkt væri fá-
gætt afrek. Þá má nefna garp-
aná Guðmúnd Ágústsson, Jón
Þorsteinsson og Benoný Bene-
diktsson, sem eru saman í riðli
og líklegastir til úrslita. Þeir
sem næstir ganga að sigur-
strangleik í þeim riðli eru
líklega Gunnar Ólafsson og
Bragi Þorbergsson.
í hinum riðlinum eru þeir
Ingi, Gjlfer, (sem er skráður
meðal keppenda, þótt hann sé
enn þegar þetta er ritað að
tefla fjöltefli við Húsvíkinga),
Arinbjörn, Sturla og Reimar
líklegastir. í þeim riðli teflir
Sigurður Jónsson í fyrsta
skipti í meistaraflokki.
Héi gef ég keppendur í báð-
um riðlum eftir töfluröð:
1. Jónas Þorvaldsson
2. Dómald Ásmundsson
3. Gunnar Ólafsson
4. Eiður Gunnarsson
5. Jón Þorsteinsson
6 Kristján Theódórsson
7 Bragi Þorbergsson
8 Daníel Sigurðsson
9. Benoný Benediktsson
10 Guðmundur Ágústsson
1. Sturla Pétursson
2 Sigurður Jónsson
3. Reimar Sigurðsson
4. Ingi R. Jóhannsson
5 Stefán Briem
6. Guðmundur Ársælsson
7. Jón M. Guðmundsson
8 Arinbjörn Guðmundsson
9. Ólafur Ejnarsson
10 Eggert Gilfer.
í fyrstu umferð voru það
einna þyngstu föllin er þeir
hnigu til jarðar Guðmundur
Ágússsöo og Reimar Sigurðs-
son og var þó fall Guðmund-
ar sýnu meira og óvæntara,
þai sem hann tefldi við „ung-
linginn“ Jónas Þorvaldsson en
Reirnar átti við Arinbjörn.
Guðmundur lék hreinlega af
sér manni í einföldu tafli, með
nægan umhugsunartíma.
Ingi lagði Jón Guðmundsson
heldur fljótt en aðrar skákir
voru þófkenndar, kláruðust
enda ekki allar. Þófkenndar
sagði ég! Ekki verður það
sagt um skák þeirra Jóns Þor-
steinssonar og Kristjáns Theó-
dórssonar, enda er Jón þekkt-
ur að því að tefla fyrir áhorf-
endur og taka á sig áhættur,
til að létta deyfð og drunga af
skákborðinu.
í þetta skipti varðist
Krjstján ekki sérlega vc.l, gaf
Jóni byr í seg’in og hér eru
afleiðingarnar:
Hvítt: Jón Þorsteinsson
Svart: Kristján Theódórssor.
Fjögurra riddara tafl:
1. e4 e5
2. Rf3 Rí6
3. Rc3 Rc6
4. Bb5 d6
(Teorían mælir með 4 — —
Bb4, en telur einnig leik Rub-
insteins 4. — — Rd4 vel tefl-
andi. Leikur Kristjáns gefur
svörtum þröngt tafl.)
5. <14 exd4
6. Rxd4 Bd7
7. 0—0 Rxd4
8. Bxd7f Dxd7
9. Dxd4 Be7
10. h3
(Leikið til þess að tryggja e3. .
Framhald á 11,- siðu.