Þjóðviljinn - 08.02.1959, Blaðsíða 7
Sunnudagur 8. febrúar 1959
ÞJÓÐVILJINN — (7
Hjörleifur Guttormsson, sem
nú stundar nám í Leipzig í
Þýzka lýðveldinu, hefur sent
Þjóðviljanum þessa grein um
stóratburði þá sem urðu í
Þýzkalandi fyrir 40 árum.
Niðúrlag greinarinnar kemur
í næsta blaði:
Það var ekki tíðindalaust á
Þýzkalandi um það leyti sem
vopnahlé var samið 1918, svo
sem verið hafði á stundum á
Vesturvígstöðvunum í þeim
hildárleik, sem á undan var
genginn. Verkamanna- og her-
mahnauppreisnin, sem hófst
og eigraði um stundarsakir í
nóvembermánuði 1918, hefur
verið nefnd Nóvemberbylting-
in til aðgreiningar frá Októ-
berbyltingunni í Rússiandi frá
árinu áður. Það er hugmyndin
með þessu greinarkorni að
rifja lítillega upp þá atburði,
' sem þarna gerðust, og drepa
á aðidraganda þeirra og afleið-
ingar, sem ekki höfðu svo
litla þýðingu fyrir þróun mála
á Þýzkalandi og sögu allrar
Evrópu næstu áratugina á
eftir.
Keisaradæmið
Þýzkaland
Þýzkaland hafði á síðari
helmlngi 19. aldar orðið iðn-
aðanstórveldi, sem í vaxandi
mæli varð skæður keppinautur
eldri iðnaðarstórvelda (Eng-
land, Frakkland) á heims-
markaðinum. Um aldamótin
síðustu risu upp einokunar-
hringar, sem söfnuðu æ meiri
ítökum. Þýzku heimsvalda-
sinnarnir, sem orðið höfðu á
eftir í nýlendukapphlaupinu.
ráku æ herskárri utanríkie-
pólitík, Hervæddust af kappi,
og bjuggu sig undir strið við
keppinauta sína. I. heimsstyrj-
öldin var imperialískt stríð
um endurskiptingu heimsins
milli störveldanna. Stórjarð-
eigendur, junkararnir, máttu
sín einnig mikils, og mynduðu
enn sem fyrr kjarna þýzka
liersins . og mótuðu venjur
hans. Keisarinn, Vilhjálmur
H., (1888-1918), var hami-
bendi íieggja þessara aðila,
junkara og iðjuhölda. Hann
útnefndi stjórnarformann, rík-
iskanelara. Þingið (Reichstag)
hafði. takmarkað f ramkvæmda-
vald. Konur höfðu ekki kosn-
ingarétt. Landinu var skipt
’ niður í mörg fylki (,,lönd“)
með nokkra sjálfstjórn. —
Stjómir þeirra mynduðu sam-
bandsráð (Bundesrat).
Verkalýðshre y íingin
Þýzka verkalýðshreyfingin
var óklofin fram að I. heims-
styrjöldinni og flokkur henn-
ar, Sósíalistaflokkur Þýzka-
laivis (SPD), var fram að
þeim tlma í broddi fylkingar
annaira verkalýðsflokka Evr-
ópu og ein höfuðmáttarstoð
II, Alþjóðasambandsins. Það
var þvi mikið áfall, er forustu-
menn (þinglið) sósialdemó-
krata greiddu atkvæði með
stríðsálögum keisarastjómar-
innar (4. ágúst 1914) og
brutu þar með gefin heit frá
ráðstefnum í Stuttgart og
Basel nokkrum árum áður.
Þar með sviku þeir þýzkan
verkalýð og gáfu nafn sitt
undir ræningjastríð þýzku
iheimsvaldasinnanna, sem lengi
hafði verið í undirbúningi,
sviku ekki aðeins þjóð sína,
heldur og verkalýð allra larída.
If. Áiþjóðasambaudinu var þar
Myndin er tekin á dögum nóvemberbyltingarinnar í Þýzkalandi 1918 og sýnir fjöldafund á
Belle-alliance-torgi í Berlín. •
með greitt banahögg. Þeir
voru aðeins fáir, sem ekki
létu bugast fyrir hrópum
þýzku yfirstéttarinnar um „að
vei’ja föðurlandið“ og velta
byrðum styrjaldarinnar yfir á
almenning. Einn þessara fáu
var Karl Liebknecht. Hann
greiddi atkvæði á móti og
átti eftir að segja fleiri orð
í baráttunni gegn styrjöldinni.
Frá þessum degi var þýzka
verkalýðshreyfingin klofin. —
Hægri forusta sósíaldemó-
krata studdi stríðsrekstur
keisarastjómarinnar með ráð-
um og dáð næstu árin. Gekk
bræðralag þessara aðila undir
nafninu ,,kastalafriðunin“ —
(Burgfrieden). Vilhjálmur
keisari var greinilega hinn á-
næðasti með bömin sín: „Eg
kannast ekki við neina flokka
lengur, ég kannast aðeins við
Þjóðverja“, var eitt af slag-
orðum han’s á þessum tíma.
En hvað sem leið slagorð-
um keisarans og hægri kröt-
um, skósveinum hans, voru
þegar frá hyrjun styrjaldar-
innar öfl að verki, sem þótti
lítið til um handleiðslu keisar-
ans og bandamanna hans.
Þegar eftir aldamót hafði far-
ið að gæta mismunandi
strauma innan verkalýðshreyf-
ingarinnar og Sósíaldemó-
krataflokksins. Var deilt um
leiðir og aðferðir í harátt-
unni við heimsvaldastefnu
keisarastjómarinnar, sem með
hverju ári sem leið sýndi Ijós-
ar á sér klæmar. Um það leyti
sem styrjöldin hófst mátti
greina einskonar þrískiptingu
í flokknum: hægri menn (die
Rechten), miðmenn (Zentrist-
ar) og vinstri menn (die Link-
en). Síðast tahli hópurinn var
sá eini, sem taldi hina marx-
ísku b.yltingarkenningu um
alræði öreiganna í fullu gildi.
Vinstri menn tóku þegar
upp baráttu gegn stríðsstefnu
stjórnarinnar, en þeir voru
skipulagslega sundraðir og
veikti það mjög allar aðgerðir
þeirra. Langþýðingarmestu
hópamir voru „Internation-
ale“, sem frá 1916 nefndi sig
Spartakussambandið * eftir ó-
löglegu málgagni sinu, og
Vinstriradikalar í Bremen
(Bremer Linksradikalen). Síð-
amefndi hópurinn starfaði á
Norður-Þýzkalandj, . einkum í
Bremen og Hamborg. Á meðal
forustumanna Spartakus voru
Karl Liebknecht'.'Rosa Luxem-
burg og Franz Mehring. Wil-
Hjörleifur Guttormsson:
Drlagavetur
á Þýzkalandi
fyrir 40 árum
helm Pieck, núverandi forseti
Austur-Þýzkalands var einnig
framarlega í þessum félags-
skap frá upphafi.
Þegar áhrifa striðsins fór
að gæta verulega innanlands,
og matvælaskortur gerði vart
við sig hjá almenningi, óx
þessum róttæku hreyfingum
ásmegin. Verkföll í hergagna-
verksmiðjum og kröfugöngur
urðu æ tíðari, þrátt fyrir
hann og barsmíð lögreglunn-
ar. Fregnir af Febrúarbylting-
unni í Rússlandi urðu og til
að ýta undir hin róttæku öfl.
í apríl 1917 klofnaði Sósial-
demókrataflokkurinn, og
stofnuðu klofningsmenn óháð-
an sósíaldemókrataflokk (Un-
abhángige Sozialdemokrat-
ische Partei Deutsch'ands: —
USPD). Foringjar þess flokks
voru miðmenn (Zentristar),
eem ekki sáu sér lengur fært
að styðja ,kastalafriðarstefnu‘
hægri manna, sem stór hluti
af verkalýðnum var andvígur.
Spartakusmenn gengu í þenn-
an flokk, en héldu samtökum
sínum skipulagslega óháðum
eftir sem áður.
Árið 1917 færðust pólitísk
verkföll mjög í aukana. I Ber-
lín og Leipzig voru fyrstu
verkamannaráðin stofnuð, en
tala þeirra óx óðfluga allt til
stríðsloka. í ágústmánuði
þetta ár náðu átökin hámarki
sinu með uppreisnartilraun
innaii flotans, en hún var bar-
in niður með engri vægð.
Janúarverkföllin 1918
Byltingin hafði sigrað í
Rússlandi. Sovétstjómin hafði
óskað eftir vopnahléi og samn-
ingum um frið við Þýzkaland.
Samningaviðræður fóru fram í
Brest-Litowsk í ársbyrjun
1918. Róttæk öfl á Þýzka-
landi eygðu í þessu möguleika
til að binda endi á stríðið.
Spartakusmenn undirstrikuðu
þó, að slíkt væri aðeins hugs-
anlegt, ef keisarastjórninni
væri steypt af stóli og lýðveldi
stofnað. Vöruðu þeir við fyr-
irætlunum með friðarsamning-
unum i Brest-Litowsk, og
bentu á, að takmark keisara-
stjórnarinnar væri að ná eér
þar í auðunna bráð á kostnað
hins unga Sovétlýðveldis, til
þess síðan að geta haldið
leiknum áfram af auknum
krafti á Vesturvígstöðvunum.
Þetta kom og á daginn.
Boðað var til verkfalla í
hergagnaiðnaðinum í lok jan-
úar. Forusta sósialdemókrata
studdi verkfallshoðunina í orði
kveðnu, en það átti eftir að
koma í ljós siðar, hvaða hug-
ur fylgdi þar máli. Ætlunin
með verkföllunum var að
knvja stjórnina til að semja
frið á öllum vígstöðvum ög
gera breytingar í lýðræðisátt
innanlands. Verkfallið hófst
28. janúar og náði til allra
helztu iðnaðarborga. í Berlin
einni lagði yfir y> milljón
verkamanna niður vinnu. —
Keisarastjórnin sá, hvað í
húfi var, og greip til sinna
ráða. Fjöldi verkfallsmanna
var handtekinn, fundir þeirra
og verkfallsforustunnar bann-
aðir, hernaðarástandiö hert
og verksmiðjnr settar undir
herstjórn. Þeir, sem mótþróa
sýndu, voru fyrirvaralaust
kallaðir í herinn og sendir til
vígstöðvanna. Að sjálfsögðu
var svo áróðurstækjum beitt
til að rægjá og sundra verka-
mönnum, sem sakaðir voru
um landráð.
Þrátt fyrir viðvaranir Sparta-
kusmanna, höfðu nokkrir
foringjar sósíaldemókrata ver-
ið kjörnir i verkfallsstjóm-
ina, þ.á.m. Ebert (formaður
flokksins eftir August Bebel
1913—19) og Scheidemann,
en báðir höfðu verið aðalfor-
sprakkar ,,kastalafriðarstefnu“
flokksins. Nú beittu þeir sér
fyrir því í verkfallsstjórninni
ásamt reikandi fulltrúum mið-
manna, að látið var undan
hótunum stjórnarinnar, og
hindruðu jafnframt, að verk-
fallið breyttist í almenna upp-
reisn. Löngu seinna, í árs-
byrjun 1925, ásökuðu ýmis
borgarablöð Ebert, sem þá var
forseti Weimarslýðveldisins,
fyrir landráðapólit'k með
þátttöku sinni d þessum verk-
föHum. Urðu útaf þvl máli
réttarhöld, þar sem báðir
þessir herrar þógu hendur
sínar, Ebert sagði m.a. sem
vitni i þessum réttarhöldum:
„Eg fór í verkfallsstjómina í
þeim ákveðna tilgangi að
binda skjótan endi á verkfall-
ið, og koma þannig í veg fyr-
ir að landið biði tjón ?,f.“
Scheidemann sagði sem vitni
í sömu réttarhöldum: „Ef við
hefðum ekki gengið í verk-
fallsnefndina, þá myndu þessi
réttarhöld ekki eiga sér stað
nú, og þá er ég alveg sann-
færður um, að stríðinu hefði
lokið þegar í janúar“. Þann-
ig höfðu þessir krataleiðtog-
ar komið því frtim sem þeir
vildu. Öflugustu tilraun til
að binda endi á stríðið var
lokið með ósigri verkalýðsins.
I 9 mánuði I viðbót gafst her-
mönnum keisarans tækifæri
til „að verja ættjörðina“ og
deyja fyrir hana. Þýzka
stjórnin samdi sinn „réttláta“
frið í Brest Litowsk i marz-
byrjun. Vesturhéruð Rúss-
lands og Pólland komu í hlut
Þýzkalands, Okraina varð
þýzkt lepnríki, byltingin var
barin niður í Eystrasaltslönd-
um og Finnlandi. Hluta þýzku
herjanna frá Austurvígstöðy-
unum var snúið í vesturátt,
þar sem gerð var úrslitatil-
raun til að snúa stríðsgæf-:
unni Þjóðverjum >' vil. En sú
tilraun har ekki árangur.
Veldi junkara og iðjuhölda
var komið i þrot hemaðar-
lega og efnahagslega. Upp-
skeran á Vesturvígstöðvunum
/frá þvi i marz þar.til í.nóv-
embcr var nær 1 1/2 milljón
fallinna, sæi’ðra og týndra.
Heima fyrir sva't alþýða
manna hálfu og heilu liungri
Feitmetisskammturinn var t.d.
kominn niður í 62 g á viku að
meðaltali. Ókyrrðin óx innán-
lands og ekki síður í hern-
um. Fjölmörg verkamannaráð
og hermannaráð vom mynduð
vorið og sumarið 1918, og
tóku þau að safna að sér
vopnum. Mörg þeirra voru
undir forustu Spartakus-
manna, sem gáfu út fjöldan.
allan af flugritum, þar sem
hermenn og verkamenn voru
hvattir til að búa sig undir
átök. Eina ráðið til að binda
endi á stríðið væri að gera
byltingu, steypa keisaranum
af stó'i og stofna sósíaliskt
lýðveldi. En það var aðeins
nokkur hluti verkalýösins,
sem fylgdi Spartakusmönnum
Framhald á 11. síðu