Þjóðviljinn - 08.02.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.02.1959, Blaðsíða 12
Stuðningsmenn A-lIsfictns í Iðju, kosaingu lýkur M. 10 í kvöld þlÓÐVIUINN Sunnudagur 8. febrúar 1959 — 24. árgarigur — 32. tííbiblað. Herð/ð sóknina gegn kaupránslögunum Stjórnarkjör í Iðju heldur áfram í dag og verður kosið á skrifstofu félagsins kl. 10—10. í gær kusu 490 xnanns, en á kjörskrá eru 1430. í dag þurfa allir stuöningsmenn A-listans að herða sóknina gegn kauplækkunarframbjóðendum íhalds og hægrikrata. Það er mjög athyglisvert að Morgunblaðið hefur ekkert haft fram að færa um kosningarnar í Iðju annað en gamlan róg og óhróður um þá menn sem lengst og bezt hafa starfað að málefn- um iðnverkafólks. I Morgun- blaðinu er þannig ekki staf að finna um launakjör iðnverka- fólks og hvernig það á nú að komast af eftir að kaup hvers einasta iðnverkamanns hefur verið skert svo nemur mörgum þúsundum á ári hverju. Þessi þögn Morgunblaðsins er ákaflega lærdómsrík. Þeir menn sem eiga Morgunblað- ið hafa þann einn áhuga á Fimm ára gömul telpa varð undir bíl í gær Um hálfellefu leytið í gær- morgun varð 5 ára gömul telpa fyrir bifreið á Kárastígn- um og meiddist nokkuð. Litla telpan, Ingveldur Þóra Kristófersdóttir til heimilis á Kárastíg 5, hljóp skyndilega út á akbrautina milli bíla og lenti fyrir fólksbifreið sem ékið var norður götuna í sömu andránni. Lenti telpan undir bílnum, og mun hafa viðbeins- brotnað. Hún var flutt í Slysa- varðstofuna. kjörum iðnverkafólks að skerða þau. Þeir eru nú á- nægðir eftir kaupránslögin, en með kosningabaráttunni í Iðju eru þeir að kanna hvort þeiin muni ekki óhætt að ganga enn lengra og gera verðlækkanirnar að enn meiri skrípaleik. Eitt síðasta embættið sem bæjarstjórnaríhaldið hefur stofnað er embætti félags- málafulltrúa, sem íhaldið og Magnús ellefti sam- þykktu síðsumars að stofna skyldi. Við umræður í bæjar- stjórninni vafðist það mjög fyrir þeim skýra manni, Gunnari borgarstjóra, að gera grein fyrir því hvert væri hið raunverulega ætl- unarverk fyrir mann þenna, þó sagði hann m.a. að hann ætti að fylgjast með að taxt- ar og samningar við verka- menn væru ekki brotnir (rétt eins og verkstjórar bæjarins væru alræmdir samningabrjótar!) og — ,,stuðla að bættri sambúð Iðnverkafólk þarf að gera sér ljóst að í stjórnarkjörinu er það að taka ákvörðun um alla af- komu sína. Félagsleg barátta verður ekki háð með óhróðri og söguburði, heldur með þrot- lausu, markvissu og ósveigjan- legu starfi í þágu launþega. Allt iðnverkafólk þekkir árang- urinn af baráttu þeirra manna sem skipa A-listann — og þeir hafa nú einnig kynnzt í verki því kaupi sem húsbændur B- listans ekammta þeim. verkamanna og atvinnurek- enda og koma í veg fyrir árekstra milli verliamanna og atvinnurekenda“. Til starfans valdi íhaldið svo Magnús Óskarsson, áður fulltrúa hjá fræðslufulltrúa. Skrifstafa þessa nýja emb- ættis mun kosta á annað hundrað þúsund kr., — sjálfur á félagsmálafulltrú- inn að fá 80 þús. í laun. Enginn hefur orðið var \áð störf þessa manns hjá Roykjavíkurbæ, en afturá- móti hefur liann undanfarið unnið í kosningum í verka- lýðsfélögum nú undanfarið og hefur síðasta tímann set- ið í skrifstoíu Iðju, að því er talið er til að útbúa kjör- skrá, sem er hið furðuleg- asta plagg. Eru þar víst flest Jíjóðerni á kjörskrá — nema það mun ekki vera neinn Alsírmaður! Brezki skipstjórinn í sjnkrahnsi X A. Reykvíkingar borga nokkuð á annað hundrað þús. kr. en félagsmálafulltrúi bæjaríns vinnur í Iðju- skrifstofunni fyrir íhaldslistann Nýtt efni notað í Njarðvíkum við smíði stýrisliúss á vélbát Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. hefur nýlega lokið við smíöi stýrishúss á vélbát úr plastefninu deborine. í skipasmíðastööinni hafa áður veriö smiðaðir nokkrir hringnótabátar og vatnabátar úr þessu efni, en þetta er í fyrsta skipti sem þaö er notað við yfirbyggingu fiskíbáts. Plastefnið deborine er enskt og á þegar um áratugs reynslu að baki. Hefur notkun þess farið sívaxandi á undanförn- um árum og ekki hvað sizt í flugvélaiðnaoinum. Hingað til lands er efnið flutt í mottum, en þær eru gerðar úr gler- þráðum sem límdir eru saman með plastefni. Efnið er síðan formað í þar til gerðum mót- um og er talsverður stofnkostn- aður bundinn smíð þeirra. Ýmsir kostír fram yfir önnur efni Deborine ihefur marga kosti umfram önnur efni, sem notuð hafa verið við bátasmíðar, t.d. tré. Það er létt í sér (eðlis- þyngdin 1,8 sbr. alum!h 2,7), fúnar ekki né tærist og þarfn- ast þvi ekki sérstaks viðhalds. Hinsvegar er deborine nokkuð dýrara til smíða en tré Eins og fyrr var sagt, hef < ur Skipasmíðastöð Njarðvíkur áður smíðað nokkra hring- nótabáta úr deborine. Fóru 4 vélbátar með slíka nótabáta til síldveiðanna á sl. sumri. Einn bátanna varð fyrir ó- happi á leið til miða, en reynsla hinna þriggja þótti góð. Báturinn, sem nlaststýrishús- ið hefur verið smíðað á, er vb. Björg frá Siglufirði, 37 lestir að stærð. Jóhannes Jólhannes- son frá Gauksstöðum, Garða- hreppi, hefur nýlega keypt bátinn og mun gera bann út á yíirstandandi vertííð frá Keflavík. Þar sem hér er um fyrstu tilraun að ráeða, veitti Fiskimálasjóður nokkurn styrk til smíði stýrisihússins. Skipasrrt ðastöð Njarðvtkur h. f. var 'stofnuð 1946 og hefur síðan haft á hendi nýsmíði og viðg. vélbáta. Framkivæimda- stjóri er Bjarni Einarsson. Tekinn vegna rangtúlkunar Norskt varðskip tók rúss- neskan togara úti fyrir Noregs- ströndum í gær og sakaðí hanit um að hafa brotið fjögurra mílna landhelgi Norðmanna. Færði varðskipið togaraan til Álasunds. Við rannsókn málsins í gær sannaðist hinsvegar að togarinn hefði ekki verið að veiðum í norskri landhelgi og að yfir- menn varðskipsins hefðu með því að taka togarann rang- túlkað reglur þær, sem gilda um ferðir erlendra fisldskipa í landhelgi Noregs. Var togaran- um síðan sleppt og hélt hami frá Álasundi síðdegis í gær. Erindaflutningur um náttúrufræði Hann var síðasti brezki sjúklingurinn i sjúkra- húsi Seyðisíjarðar fyrir landhelgisstækkunina Seyðisfiröi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Ronald Pretious skipstjóri brezka togarans Valafells liggur nú í Sjúkrahúsi Seyöisfjaröar. Hann var síðasti brezki sjúkl- ingurinn í sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar fyrir stækkun landhelg- inpar s.l. sumar. Fór þaðan 26. úgúst. Hafði þá verið skipstjóri á einum Nortberntogaranna. Fyrir stækkun landhelginnar var það venja að brezkir sjó- menn af togurum væru lagðir í sjúkrahúsin á Seyðisfirði og Norðfirði. Ronald Pretious var ákaflega miður sín í gær Ilann treystist ekki til að vera við dómsupp- kvaðninguna en beið í næsta her- Safnað handa að- standendum 1 Danmörku er hafin fjár- söfnun til styrktar vanda- mönnum þeirra, sem fórust með Grænlandsfarinu Hans Hedtoí't. Þegar í gær hafði safnazt mik- ið fé. Yfirborgarstjórinn í Kaup- mannahöfn hefur lagt til að Kaupmannahafnarborg leggi fram 100.000 krónur til þessar- ar söfnunar. Ronald Prefious skipstjóri. bergi. Hann mun ekki hafa sofið nema hálftíma í fyrrinótt og virtist líða verulega illa. Hann fór til sjúkrahúsiæknis- ins hér, sem tók hann þegar á spítalann; segir hánn skipstjór- ann hafa fengið mikið taugaófall og vera með magabólgur — en hann var einnig veikur í maga þegar hann var í sjúkrahúsinu i ágúst s.1. Fyrir þessi störf „félags- málafulltrúans“ borgar reyk- vískur almenningur — þar á meðal Iðjufólk — á annað hundrað þús. kr. Heísl í útvarpiim í dag — Flytjendur átta náfifiúrahæðiugar í dag’ hefst í útvarpinu nýr flolikur sunnuáagser- inda og veröur um náttúrufræöi. Hvers vegna er ekki birt mynd af fieiiu reikningi? Morgunbla&ið birtir í gœr á forsíðu mynd af reikningi frá veitingahúsinu Nausti. Á reikning- urinn að vera sönnunargagn um pá „óhœfu“ Iðju- stjórnar fyrir nokkrum árum að bjóða sovézkri verklýössendinefnd, sem hér dvaldist í boði, verk- lýðssamtakanna, til miödegisverðar! Þessi reikningur hefur oft sézt áður á síðum Moi-gunblaðsins, en nú hefði maður mátt œtla að blaöið notaði tœkifœrið og birti mynd af nýjum reikningi. Það eru sem sé ekki nema nokkrir dagar síðan núverandi stjórn Iðju bauð til veizlu í Þjóð- leikhússkjallaranum — til heiðuxs Birni Bjarnasyni, peim manni, sem Morgunblaðið reynir nú að svívirða persónulega allt hvað af tekur. í peirri veizlu var Bimi fœrð myndarleg gjöf frá Iðju, honum voru pökkuð ómetanleg störf í págu félagsins, og einn af núverandi stjórnarmönnum tók pað sérstaklega fram að hann œtti engan pátt í rógskrifum Morg- unblaðsins og hefði hina mestu skömm á peim. Hvers vegna birtir Morgunblaðið ekki mynd af pessum reikningi og útdrátt úr pví sem menn sögðu um Bjcrn Bjarnason og sorpskrif Morgun- blaðsins? Það eru átta erindi og verða flutt eins og venjulega eftir hádegi á hverjum sunnudegi og lýkur 5. 'apríl. Fyrirlesararnir og viðfangsefni þeirr: eru þessi: IngólfUr Davíðsson magister: Gróðurfarsbreytingar óg slæð- ingar. Guðmundur Kjártinssou magister: Um veirur og veiru- rannsóknir. Dr. Hermann Einarsson: Um loðnuna. Eyþór Einarsson mágister: Um grasafræði. Unnsteinn Stefánsson efna- fræðingur: Efnin í sjóínum. Sturla Friðriksson rriagister: Efnafræðin. Jóhannes Áskelsson mennta- skólakennari: Jarðfræði. Eins og þessi skrá sýnir, en hér um ngörg fróðleg og mikils- verð efni að ræða og ýmsir fyrirlesaranna eru menn sem sjaldan hevrast í útvarpi, en eru ágætir fræðimenn á sinu sviði og má því vænta .þess, að þessi nýi erindaflokkur verði vinsæll ekki síður en fyrri sunnudagserindi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.