Þjóðviljinn - 20.02.1959, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.02.1959, Síða 7
Föstudagur 20. febrúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Vanrækt 02 brýn verkefni hjá Reykjavíknrbæ krefjast lækkunar reksturútgjaldanna Fyrrí hluf! rœði/ Gu<$mundar Vigfússonar viS ac$ra umrœSu um f\ár* hagsáœtlun bœjarins á bœjarstjórnarfundinum i gœr Háttvirti forseti. Síðan fjárhagsáætlunarfrum- varpið var hér til 1. umræðu hefur Alþingi, undir forustu núverandi ríkisstjórnar, sam- þykkt lög um niðurfærslu verð- lags og launa. Með þessari lög- gjöf var vísitalan færð úr 202 stigum, er hún var í er fjár- hagsáætlunin var lögð fram, í 175 stig. Þetta er 27 stiga lækkun. Frumvarpið hefur ver- ið endurskoðað með tilliti til þessa. Þar var að sjálfscgðu að mestu um einfalt reiknings- dæmi að ræða, Grunnkaups- lækkunin til bæjarstarfsmanna, sem. samþykkt var seint á s.l. ári hefur verið tekin inn í frumvarpið, á viðeigandi liði, og launaliðir þess lækkaðir um 12,23%, miðað við allt árið. Sama lækkunin, sem fylgdi ráðstöfunum ríkisstjórnar Sj álfstæðisflokksins og Alþýðu- flókksins, nemur hjns vegar sem ■ kunnugt er 13,4%. Mis- munurinn• stafar af því að í janúar var kaup greitt með vísitölu 202. 25 millj. kr. hækkun Eftir þessa endurskóðun er frumvarpið 13,6 millj. lægra en við 1. umræðu. Nemur þessi lækkun 5% á heildarupphæð frumvarpsins og tæplega 6% á útsvarsupphæðinni. Eins og frumvarpið liggur 1 nú fýrir hér við upphaf 2. um- raeðu er heildarupphæð þess, tekna og gjaldamegin, 254,8 millj. kr. Árið 1958 varð heild- ar niðurstöðutala tekna og gjaldamegin á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 229,6 millj. kr. Hér er því ujn nærfellt 10% hækk- un að ræða frá fyrra ári. Fjár- . hagsáætlunin hækkar um nær 25 millj. og’ útsvörin um a. m. k. 16 millj. kr. eða um 8%. Mismunurinn er tekinn í hækkun á öðrum tekjuliðum, og þó einkum fasteignagjöld- um, sem hækkuðu enn úr 7,7 millj. í 14,3 millj. eða um fast að 100% frá fyrra ári. Bæjarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksjns er því enn sem fyrr trúr þeirri stefnu sinni að hækka útgjöldin og álögurnar á bæjarbúum, Þrátt fyrir launa- ránið og að nú er gengið út frá 175 túsitölustigum í stað I83 í fyrra, hækkar fjárhags- áætlunin um nær 10%. Fjár- hagsáætlunin fyrir árið 1959 er því sú hæsta í sögu Reykjavík- ur. Sjálfstæðisflokkurinn setur nýtt met í hækkun útgjaldanna og í álögum á Reykvíkinga. '• 10,5% hækkun rekstursútgjalda lít af fyrir sig þarf það ekki að veftja undrun þótt opinber gjöld séu há og fari jafnvel hækkandi á verðbólgutímum, þar. sem það fylgist að, aðflest nauðsynlegustu .. verkefni eru hálf- eða óunnjn og að frá- munalega ilia er á fjármálun- um haldið, eins og löngum hef- ur þótt við brenna undir stjórn núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluta. Hitt er þó alvarlegast hversu sjálf rekstursútgjöldin fara síhækkandi ár frá ári og hve gjörsamlega skeytingarlaus meirihlutinn er í því efni. Eg vil vekja athygli á því, að þrátt fyrir iægri vísþölu eiga rekstursútgjöldin nú að hækka úr 192,8 í 213,5 millj. kr. eða um 10,5% frá árinu 1958. Þessa þróun þarf að stöðva, að álici okkar Alþýðubandalagsmanna, og ég veit að yfirgnæfandi meiiihluti bæjarbúa er sömu skoðunar, einnig flestir stuðn- ingsmenn bæjarstjórnarmeiri- hlutans. Um þennan ágreining hafa höfuðdeilurnar um fjár- málastefnuna staðið hér í bæjarstjórninni á undanföm- um árum. Minnihlutinn hefur haldið því fram, og stutt þá skoðun sterkum rökum, að reksturskostnaður bæjarins og stofnana hans, margra hverra a. m. k., sé óeðlilega hár og hafa i því sambandi verið tek- in glögg samanburðardæmi frá hliðstæðum bæjarfólögum í ná- grannalöndunum. Samanburður við önnur íslenzk bæjarfélög er .þó meirihluta bæjarstjómar sízt hagstæðari og á þó kostn- aðurinn að vera hlutfallslega minni við rekstur stórra bæja en þeirra sem fámennari eru. Stjórnleysi og hóí- laus eyðsla Þeir sem eru öllum hnútum kunnugir vita vel hvar orsak- anna er að leita. Óhófleg eyðsla og gtjórnleysi í flestum þáttum bæjarrekstursins ér höfuðmein- semclin, en úrelt vinnubrögð og' skipulögð fjárplógsstarfsemi ýmissa gæðinga Sjálfstæðis- flokksins, sem fá að mata krók sinn óspart á kostnað bæjar- félagsjns, eiga einnig sinn drjúga þátt í síauknum útgjöld- um og kostnaðarsömum rekstri bæjarins og stofnana hans. Á þessu ber Sjálfstæðisflokkurinn í bæjarstjórn ábyrgðina. Hann hefur skejlt skollaeyrum við rökstuddum spamaðartillögum minnihlutans án eftir ár. í stað þess að lækka kostnaðinn við skrifstofubáknið hefur Sjálf- stæðisflokkurinn haldið vernd- arhendi yfir eyðslunni og þan- ið báknið út í stí*ð þess að taka upp hag'kvæmara skipulag og nútíma vinnubrögð t.. d. í gatna- og sorphreinsun bæjar- inS, sem kostar nær 14 millj. kr. á ári, en handabakavinnu- brögðin varin og öllum umbót- um visað á bug. í stað þess að köma upp fullkomnu verkstæði til viðgerða á bifreiðum og' vinnuvélum bæjarins og stofn- ana hans í hagkvæmnisskyni fyrir reksturinn, eru viðgerð- irnar hafðar í höndum margra einkaaðila, sem hafa af þeim álitlegan gróða. Margítrekuðum kröfum um athugun á þvi, hvort stofnun og rekstur sliks verkstæðis væri ekki fjárhags- lega hagkvæmt fyrir bæinn, hefur meirihlutinn hér í bæjar- stjóm jafnan vísað á bug. Sjálf- stæðisflokkurinn kveðst ekki hafa trú á því að slikur rekst- ur sé ábatavænlegur fyrir bæj- Guðmundiir Vigfússon arsjóð. Einhvernveginn tekst þó einkaaðilum að annast hann með álitlegum hagnaði. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn e. t. v. enga trú á þvi að Reykjavíkur- bæ geti farizt það vel og hag- anlega úr hendi, sem er auðvelt til gróðasöfnunar fyrir einkafjármagnið? Er þetta dóm- ur Sjálfstæðisflokksins um reynsluna af þeim rekstri, sem bæjarfélagið annast undir for- sjá og meirihlutavaldi hans sjálfs? Tvær neíndir Eg hef aðeins nefnt hér tvö dæmi sem sýna skeytingaleysi bæjarstjórnarmeirihlutans um hag og afkomu bæjarsjóðs og algert áhugaleysi líans um að leita að leiðum til að draga úr útgjöldum og reksturskostnaði. Af mörgu fleiru er þó að taka, þótt þetta skuJi látið nægja að sinni. Eg get þó ekki stillt mig um að minna á, að fyrir frum- kvæði andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins voru kjörnar tvær nefndir af bæjarstjóm fyrir nokkrum árum. Önnur þeirra var kjörin samkv. till. sem ég var flutningsmaður að, og átti að rannsaka skrifstofuhald bæjarins og' bæjarstofnana, m. a. með tilliti til fyrirkomulags og þarfa hverrar starfsgreinar í væntanlegri ráðhúsbyggingu. Eg taldi rétt að þessi athugun færi fram í tíma og að niður- staða hennar ætti að geta orðið til gagnlegrar leiðbeiningar við ákvörðun um innréttingu, stáerð og niðurskipan skrifstofu- húsnæðis í ráðhúsinu. Mér er ekki kunnugt um hvað starf- semi þessarar nefndar líður, en engar tillögur eða niður- stöður hafa frá henni borizt, hvorki; til bæjárstjómar né ráð- hússnefndar. Eg hygg að starf- semi þessarar nefndar hefði getað orðið til gagns, og getur e. t. v. orðið það enn, ef hún vinnur verk sitt samvizkusam- lega og skilar störfum í tíma. Kosning hennar var að því leyti merkileg að hún var fyrsta viðurkenning meirihlut- ans, a. m. k. í orði, á því, að ekki væri heppilegt að það væri tilviljunum einum háð, hvernig skrifstofuhald bæjarins yxi og þróaðist. Fram að kosn- ingu nefndarinnar hafði Sjálf- stæðisflokkurinn neitað allri athugun á möguleikum til sparnaðar í skrifstofuhaldi hjá bænum og fellt allar tillögur er gen«u í þá átt, frá andstöðu- flokkunum í bæjarstjóm. Einkennilegir inn- kaupahættir Hin nefndin, sem á að vera að störfum, var skipuð á fundi bæjarstjórnar 6. sept. 1956. Eg ætla að Ingi R. Helgason, þá- verandi bæjarfulltrúi Sósíal- istaflokksins og núv, varabæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, hafi verið flutningsmaður till. um kosningu þeirrar nefndar. Verkefni hennar átti að vera að rannsaka ástæður þess, að fyririæki og stofnanir bæjarins skuli sækja svo lítið sem raun ber vitni til Imrkaupastofnunar bæjarins með vörukaúp til þarfa sinna. Það hafði vakið mikla athygli 02 umtal að veVta Innkaupastofnunarinnar fór verulega minnkandi, meira að segja í krónutölu, á sama tíma og vörukaup og velta bæjarins og stofnana hans fór störlega vaxandi, bæði vegna aukinna umsvifa og hækkandi verðlags. Augljóst virtist að hér væri ekki allt með felldu. Hitt g'at verið umdeildara, hvort sökin iægi hjá forráðamönnum bæj- arstofnan ann a eða stj órnendum Innkaupastöfnunarinnar. En hvað sem því leið, var ljóst, að í þessu efni ríkti algért skeyt- ingarleysi um hagsmuni bæjar- ins og stofnana hans. í stað þess að kaupa inn sem mest á einni hendi og njóta beztu fá- anlegra kjara, fór hitt vaxandi að hver forstöðumaður gerði innkaupin fyrir sína stofnun og' þá ýmist keypt í s.másölu eða heildsölu. Myndi áreiðanlega engjnn sambærilegur kaupandi við Reykjavíkurbæ láta sér hugkvæmast slíka viðskipta- hætti, þegar árlega er úm að ræða vörukaup sem nema tug- um milljóna króna. Enn hefur bæjarstjórn éngar fregnir haft af störfum eða athugunum rannsóknarnefndar Innkaupastofnunarinnar. Fyrir > nær ári síðan, eða 29. maí 1958, treysti bæjarstjórnarmeirihlut- inn sér ékki til annars en að samþykkja 1 efrtisiega tilj. frá minnihLutanum um áð krefj- ast skriflegrar greinargerðar um störf nefndarinnar. En við það sþur. Eg .vænti að háttv. borgarstjóri sjái sér fært við þessar umræður, að gefa bæj- arstjórn skýringar á þessurn vinnubrögðum. Það er ekkert hégómamál fyrir bæjarfélagið eða bæjarbúa að hyggilega sé unnið að hinum stórfelldu og fjárfreku vörukaupum hjá bæn- um og stofnunum hans. Það getur oltið á milliónum ýil eða frá hverniv þar er að unn- ið og á haldið: Og ég fullyrði að meirihlutinn só- ar árlega milljónum króna af fé bæjarbúa með þeim fráleitu vinnubröeðum sem. við- gangast í þessum efnum. Boginn getur brosíið Það eru þessi og önnur hlið- stæð vinnubrögð bæjarstjórn- armeirjhlutans, sem hafa vald- ið þeim gífurlegu hækkunum á álögum af hálfu bæjarins sem orðið hafa á undanförnum árum. Auðvitað hefur hækk- andi verðlag oft einnig átt sinn hlut að. Hitt er þó augljóst að afleiðingar þeirrar þróunar hefðu orðið ólíkt léttbærari fyrir gjaldþegna bæjarins ;.ef einhverstaðar hefði örlað á vilja til að taka upp hagkvæm- ari starfsaðferðir og hafa stjórn á eyðslunni. Þennan vilja hefur Sjálfstæðisflokkinn, meirihlutafl. hér í bæjarstjórn, algerlega skort. Og það er höfuðástæðán til þess að út- svörin í Reykjavík og önnur gjöld sem bærinn innheimtir til hinna margvíslegu þarfa bæjarfélagsins og stofnaná þess, hafa hækkað svo gifur- lega sem raun ber vitni. Þetta eru orsakir þess að útsvars- upphæðin tekur jafnvel 30—50 millj. kr. stökk upp á við á einu ári, eins 02 dæmi eru uiii á síðustu árum. Augljóst er að með slíkri þróun getur bog- inn brostið, gjaldþol bæjarbúá er ekki takmarkalaust og sízt af öllu hjá almenningi, vinn- andi fólkinu í bænum, en. á því hvílir meginþungi g'jald- anna. Útsvarsstiginn verður að lækka Miðað við þær aðstæður, er nú eru hygg ég að öll bæjarstjórn- in getj orðið sammála um, að nauðsynlegt sé að lækka út- svarsstigann frá fyrra ári. Frá, ^ sjónarmiði okkar Alþýðu- bandalagsmanna er þetta þó mest aðkallandi að því er snertir lágtekjumenn og fólk með meðaltekjur. Útsvarsbyrð- arnar verða að lækka á þeim, sem búa við þurftarlaun 02 þar í kring. Þetta er því nauðsyiv- legra þegar þess er gsett, að núverandi stjórnarflokkar hafa lögfést bótalaust launardn sem nemur a.m.k. 10%. Verkamenn og annað launafólk með hlið- Framhald á ð, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.