Þjóðviljinn - 20.02.1959, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1959, Blaðsíða 6
fi) — WÓÐVILrJINN — Föstudag'ur 20. febrúar 1959 - þlÓÐVlLJINN Útitefandl: Samelnlngarflokkur alþýöu — Sósialistaflokkurinn RltstJörar. Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson <áb.). — Fréttaritstiórl: Jón ?:jarnason. — Elaðamenn- Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfússon. var K Jónsson, Magnús Torfi Ólaísson, Sigurjón Jóhannsson, Slgurður V. FrlðbJófsson. - AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon - RitstJórn. ai- aug1*«ine’flr nrentsmíðla: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (1 ! linur. — Áskriftarverð kr. 30 á mánuðl — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviijans. JLausn” Sjálfstæðisflokksins T Tndanfarin tvö ár hefur at- vinnuleysi magnazt mjög í nágrannalöndum okkar aust- an hafs og vestan. Miiljónir manna í Ameríku og Vestur- evrópu búa við þau* kjör að fá ekki að vinna, fjölskyldur þeirra Uraga fram lífið á ■ naumum atvinnuleysisstyrkj- um — þar sem þeir tíðkast — eða segja sig til sveitar. Dag eftir dag er það eina iðja atvinnuleysingjanna að standa í löngum biðröðum til ]>ess að fá aurana úr styrktar- sjóðnum eða gefinn málsverð. TTið sífellda atvinnuleysi er •**-gleggsta dæmið um gjald- þrot auðvaldsskipulagsins. — Hvað er andstæðara eðlilegri skynsemi en að neita milljón- iim manna um störf þar sem hin brýnustu verkefni blasa hvarvetna við? En atvinnu- leysið er ekki aðeins vottur tim lialdleysi auðvaldsskipu- lagsins, það er einnig nauðsyn ef kerfi gróðahyggjunnar á ekki að bíða skipbrot. Kald- rifjaðir fjárplógsmenn skipu- leggja atvinnuleysi vitandi' vits og nota það sem vopn í átökum við verkalýðssam- tökin; þeir nota her atvinnu- leysingjanna sem svipu á hina sem fá þó að selja vinnu sína. Sprenglærðir auðvaldshag- fræðingar hafa meira að segja reiknað út hversu mikið at- vinnuleysið þurfi að vera — sem lágmark — til þess að auðvaJdskerfið geti starfað á ,,eðlilegan“ hátt. I^sland er eina landið í hin- um „vestræna heimi“ þar sem ekkert atvinnuleysi hefur verið undanfarin ár. Ástæðan er sú og sú ein að hér hefur verið hafnað þeirri ,.lausn“ að nota atvinnulevsi til þess að stjórna efnahagskerfinu. Þegar vinstristjórnin var mynduð laaði Alþýðubanda- lagið megináherzlu á það að tryggja að allir þættir fram- leiðslunnar væru starfræktir af fyllsta kappi hvarvetna á lar.iinu, og á skömmum tíma tókst að bæta úr verulegu at- vinnuleysi sem var orðin föst regla víða úti um land. Stór- aukin afköst urðu hjá útgerð- inni, byggð voru og keynt ný framleiðslutæki ogaðrar fram- kvæmdir jukust til muna. Af- leiðingin hefur orðið sú að hér hefur verið skortur á vinnuafli, þótt fækkað hafi verið til muna í hernámsvinn- unni; við höfum flutt inn verkafólk frá löndum þar sem verið hefur veruJegt atvinnu- leýsi. Að sjálfsögðu hefur skorturínn á vinnuafli valdið vmsum vandarrri lum liér á iandi, fyrst og fremst vegna %>ess hvérsu óskipulégur allur bjóðarbúskapur okkar er enn ,-em komið er. Þó eru þessí ■-andamál léttvæg og hégóm- ':eg hjá atvinnulevsinu sem í öðrum lördum er látið „leysa“ þau viðfangsefni sem hér er glímt við. etta mættu virðast augljós og algild sannindi, en þó er það svo að hér á landi er ílokkur manna sem berst fyrir því að taka upp hið „frjálsa" skipulag gróðakerf- isins. Sjálfstæðisflokkurinn fer hamförum gegn ríkisaf- skiptur.um og höftunum hér á landi og krefst þess að í stað- inn fái „framtak einstak- lingsins" að drottna óskert, það kerfi að nokkrir auðug- ir og voldugir eigendur fram- leiðslutækjanna fái að fíkja yfir atvinnu og afkomu alls fjöldans. Sjálfstæðirflokkur- inn leggur þannig til að hér verði tekið upp hömlulaust auðvaldsskipulag, líkt og i Bandaríkjunum; það skipulag sem þarf á verulegu atvinnu- leysi að ihalda ef það á að geta staðizt. TTáðamenn Sjálfstæðisflokks- ins gera sér þetta að sjálfsögðu fullljóst, en þeir vona að allur almenningur átti sig ekki á því hverjar afleiðingarnar af stefnu SjáTfstæðisflokksins yrðu. Þess vegna er aldrei birt frétt í Morgunblaðinu um atvinnu- le>,sið í nágrannalöndum okk- ar — ög raunar ekki í Al- þýðublaðinu heldur. Þessi málgögn klifa af miklum dugnaði á göllum og ann- mörkum núverandi fyrirkomu- lags hér á landi og gera sér vonir um að almenningur sé orðinn svo þreyttur á árleg- um vandamálum í sambandi við efnahagskerfi okkar að hann átti sig ekki á því að ætlun er að leiða yfir ís- lendinga skipulag sem myndi hafa í för með sér miklu alvarlegri og sárari vanda- mál fjTÍr allan þorra þjóðar- innar, sem myndi stórauka misskiptingu á auði og völd- um og liafa í för með sér atvinnuleysi og napra fátækt fyrir þúsundir manna um land allt. að er mikils um vert að allur almenningur geri sér Jiessar horfur fulkomlega ljósar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lýst yfir því að kaupránslög Alþýðuflokksins séu aðeins fyrsta skrefið. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær það fylgi í kosningunum í sumar að hann liafi aðstöðu til að móta þróunina á eftir, mun „hið frjálsa framtak“ gróða- mannanna veröa leitt til önd- vegis á Islandi eins og í þeim nágrannalöndum þar sem at- vinnuleysið magnast. Mun Sjálfstæðisfl. þá vissulega ,,leysa“ sum þau vandamál sem íslendingar eiga nú við að etja, en sú lausn verður þungbær ailri aiþýðu. 50 ár tíöin írá stoinun Vélstjórafélags íslands í dag, 20. febrúar, eru liðin rétt 50 dr frá stofnun Vélstjórafélags íslands, eins élzta stéttar- og starfsgreinafélagsins hér á landi. Hafa vélstjórar minnzt þpssara merku tímamóta í sögu félags síns með útgáfu myndarlegs afmœlisrits og í kvöld koma þeir, sem ekki eru bundnir skyldustörfum á sjó eða í landi, saman til fagnaðar að Hótel borg. •---- VÉLGÆZLUMENNIRNIR TÖLDUST ÞÁ EKKI TIL SJÓMANNA Núverandi formaður Vél- stjórafélagsins, Örn Steins- Hallgrímur Jónsson formaður Vélstjórafélags íslands 1924—1948 son, hefur lýst tildrögum að félagsstofnuninni á þessa leið í afmælisgrein í síðasta tbl. Sjómannablaðsins Víkings; „Árið 1906 var fyrsta tog- arafélagið stofnað, og með því hófst vélaöld á Islandi. Engir lærðir vélstjórar voru þá til í landinu, en ungir og áhuga- samir menn réðust til starfa með mikilli elju í völundar- hús vélarúmanna. Einstaka vélstjóri hafði lítils háttar kynnzt vélum hjá Norðmönn- um, sem stunduðu hvalveiðar hér við land. En flestir höfðu enga æfingu. Starfi þessara manna hefur lítt verið haldið á loft. Það er þó engu ómerk- ari þáttúr í atvinnusögu þjóð- arinnar en þáttur skipstjórn- armanna, sem jafnan er hugð- arefni margra að skrifa um. Mennirnir í vélarúminu, sem oftast voru ataðir olíu eða kolaryki, töldust ekki til sjó- manna í eiginlegri merkingu. Þeir voru eitthvað allt annað — líkastir forjmjum úr öðrum heimi .... Fyrstu vélstjórarn- ir áttu líka ekkert sældarlíf. Margir urðu að kynda undir kötlum skipanna jafnframt umhugsun um vélamar, og dæmi eru til þess að þeir væru látnir vera á „útkíkki" í brúnni, þegar aðrir sváfu, ef skip var látið reka. Fyrir þetta fengu 1. vélstjórar báts- mannslaun og 2. vélstjórar þaðan af minna. Skipstjórar og stýrimenn fengu hins veg- ar miklu hærra kaup. Nokkrir vélstjórar, hertir í þessum skóla, komu saman 20. febrúar 1909 og stofnuðu stéttarfélag vélstjóra. Mark- miðið var fyrst og fremst að skapa vélamönnum viðunanidi vinnuskilyrði og reyna að koma upp skóla, sem kennt gæti ungum mönnum vél- fræði“. STOFNENDURNIR VORU ÁTTA Stofnendur „Gufuvélagæzlu- mannafélags Reykjavíkur", eins og félagið hét í fyrstu, voru átta: Sigurjón Kinstjáns- son, Ólafur Jónsson, Sigur- bjami Guðnason, Eyjólfur Björnsson, Jakob Bjamason, Jón Steinason, Magnús Daða- son og Sigurður Ámason. I fyrstu félagsstjórnina voru kjömir Sigurjón formaður, Ölafur féhirðir og Sigurbjami ritari. Af stofnendunum eru nú' aðeiris tveir á lífi: Sigurjón Kristjánsson sem enn starfar við vélgæzlu, 79 ára að aldri, og Magnús Daðason, en hann lét af störfum á s.l. sumri og hafði þá verið vélstjóri á fiski- skipum í hálfa öld. Siðan á stofndegi hefur Vélstjórafélag Islands (það fé- lagsheiti var samþykkt á að- alfundinum 1916) vaxið stöð- ugt og komið fjölmörgum stefnumálum sínum fram. Fé- lagsmenn vom t.d. 1910 15 talsins, 1920 67, 1930 116, 1940 205, 1950 300 og nú em þeir 473. Formannsstörfum hafa níu menn gegnt og HaHgrímur Jónsson þeirra langlengst. — Hann gekk í fé'agið 1912, var ritari félagsstjórnar 1915— 1924 og formaður 192Í—’48 eða i 24 ár samfleytt. Núver- andi form. er Örn Steinsson, eins og fyrr er getið, en með honum í stjórn eru Egill Hjör- var, Hafliði Hafliðas., Gísli Hafliðason, Friðjon Guðlaugs- son, Andrés Andrésson og Guðmundur Jónsson. TRÚÐU EKKI FYRR EN TIL ÞEIRRA VAR TALAÐ Á DÖNSKU! I hinu myndarlega afmælis- riti Vélstjórafélagsins, eem þeir hafa tekið saman Hall- grimur Jónsson, Júlíus Kr. Ólafsson og Þorsteinn Áma- son, er gerð ýtarleg grein fyr- ir framgangi baráttumála fé- Jagsins: Viðurkenningu á at- vinnuréttindum vélstjóra, kjarasamningum og kaup- gjaldsmálum, styrktarsjóði og styrktarstarfsemi félagsins og ekólamálinu. Vegna rúmleysis verður eigi fjölyrt um þessi mál, aðeins drepið lítillega á kennslumálin. Vélgæzlumennirnir á fyrstu islenzku togurunum settu sér það markmið að komið yrði á kennslustofnun fyrir þesea starfsgrein og lög sett henni til vemdar. Þeir leituðu til landstjórnarinnar en fengu litla áheym fyrst í stað. „En vélstjóramir létu ekki slíkt á sig fá“, segir í afmælisriti V. I. „Þeir fengu útlendan mann, Theodor Jensen, í lið með sér. Og þegar yfírvöld- unum var sagt á dönsku að hér væri ,um merkilegt ný- mæli að ræða, þá trúðu þau“. Frumvarp vélstjóranna var lagt fvrir þingið og samþykktj staðfestingu konungs fengu þessi fyrstu lög um vélgæzlu á íslenzkum skipum 11. júlí 1911. I lögunum var gert ráð fvrir að stofnuð yrði vélfræði- dei’d við Stýrimannaskólann í Revkjavík. Maður vah þegar ráðinn til vélfræðikennslunnar sumarið 1911 og um haustið tók deildin til starfa. 1915 voru síðan samþykkt lög nm stofnun vélstjóraskóia í Rvík og brevtinga.r á vélgæzlulög- unum frá 1911 og M. E. Jes- sen ráðinn forstöðumaður skóians. ©---- MENNINGAR- OG MANNÚÐARMÁL Félagsstarfsemi vélstjóra liefur á liðnum ámm verið margvísleg, en einkum hafa menningar- og mannúðarmál einkennt félagssamtökin. Vél- stjórafélagið gaf um langt skeið út rit, fyrst ársrit en síðan mánaðarblaðið Vél'- stjóraritið. Þegar Farmanna- og fiskimannasamband Islands hóf útgáfu Sjómannablaðsins Víkings 1939 tóku vélstjór- ar þá ákvörðun að leggja Vélstjóraritið niður, en vinna í þess stað að útgáfu Víkinge M. E. Jessen fyrsti skólastjóri Véiekólans og málefnum sjómanna al- mennt. Forystumenn vélstjóra- samtakanna höfðu á sínum tíma átt mikinn þátt í stofn- un Farmannasambandsins og Vélstjórafélag Islands lagt þar drjúgan skerf til málanna. Árið 1928 stofnuðu vél- stjórakonur með sér féiag, sem þær nefndu fyrst Kven- félag Vélstjórafélags Islands en nafninu var síðar breytt í Kvenfélagið Keðjan. Hefur fé- lagið sþarfað vel til þessa ög átt beinan og óbeinan þátt að bættri kynningu og samheldni vélstjóra. , ’ Geta má þess -að lokum, að um nokkurt skeið hefur Vörið unnið að því að safna ættar- tölum og æviatriðum félags- manna og er uppi áhugi með- al þeirra um að gefa • út vél- stjóratal, ef tæmandi upplýs- ingar fást og efnahagur leyfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.