Þjóðviljinn - 25.02.1959, Síða 11

Þjóðviljinn - 25.02.1959, Síða 11
Miðvikudagur 25. febrúar 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Emest K. Ganna * -T Loftpóstarnir 59. dagur stefnu á ákvöröunarstaöinn. Ef eitthvað' var a'ð veðri á leið hans, ef þaö leit út fyrir aö hann þyrfti- aö skriða meö jörðu og gæti ef til vill ekki snúiö við' — beygöi hann til baka áöur en í óefni var komið og sneri aftur til sama flugvallar og hann kom frá. Þeg- ar hann var kominn niöur á jörðina aftur, virtist honum alveg standa á sama um hvaö fólk sagöi. Hann brosti kurteislega og tautaði eitthvaö um aö hann hefði engan áhuga á tilraunum. Stubbur Baker tók komu vetrarins ekki nærri sér. Fyrir tilstilli hans flutti ekkjan frá Chursville til Buffaló og hélt á honum hita. Hann haföi tekiö á leigu jólasveinabúning fyrir flugferð sína á jóladag og hafði nóg að gera viö aö leita aö óbrothættum gjöfum til aö fleygja niöur til vitavarðarins, bæklaöa drengsins Geralds Amundsen og margra annarra kunningja meö- fram leiðinni. Honum kom ekki til hugar aö veöriö gæti hindraö flug hans, því aö Stubbur hugsaði ekki um veðrið, hvorki vetur né sumar. Hann flaug alltaf svo lágt og hafði svo góöar upplýsingar um hver átti heima á þessum bóndabæ eöa einmitt þarna viö bugö- una á fljótinu — og hver væri nýbúinn aö byggja nýtt þak á hlöðuna sína eöa hafði lagt veg eða var að grafa brunn eöa var seint á fótum á kvöldin — aö flug hans var eiginlega nokkurs konar flutningur eftir loftvegi, án hindrana. Flugið var næstum auka- atriöi, tilgangur til aö ná takmarki, án þess aö þurfa aö vinna erfiöisvinnu, og honum tókst meira aö segja líka að sinna mörgum persónulegum áhugamálum, sem oft voru ótrúlega flókin. Hann haföi ekki minnsta áhuga á línuritum yfir meðalaldur flugmanna. Jafnvel hjá bræörunum var munurinn á flugferð- um mjög áberandi. Colin flaug vél sinni án nokkurra útúrdúra og sýndi ótrúlega nákvæmni í lendingum. Hann tók benzíniö frá mótornum alllangt frá flugvell- inum og renndi sér svo niður á viö án þess að breyta lendingarhorninu. Hann var vanur aö lenda nákvæm- lega þar sem hann vildi, hvort sem þaö var yfir há- spennulínum í Sýrakúsu eða yfir trjánum í Rochester og keyra síðan án þess að nota meira vélarafl þar til hann var kominn nokkur fet frá fulltrúanum sem beið hans. Að vissu leyti var þetta „að sýna sig“, því að til þessa þurfti mikla leikni — og Colin vissi það. En hvað hann snerti var þetta ekki mont, heldur dæmi um leikni dug- legs handverksmanns. Tad var snillingur. Hann hafði mætur á snillibrögðum, kadensum og fortissimóum í fluginu. Og hann var fljótt leiður á tilbreytingarleysi starfsins. Honum datt margt í hug og hugmyndir hans reyndu oft á þolrifin í mönn- um á jörðu niðri. Það gerðist allt of oft, þegar þeir stóðu og störðu á sjóndeildarhringinn og biðu þess að hann kæmi og voru næstum búnir að missa vonina, að hann kom þjótandi niður að höfðum þeirra úr einhverri ó- MINNINGARATHÖFN s vegna skipshafnar b/v Júfí, verður lialdin í Hai'nar- fjarðarkirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 2.30 e. li. Athöfninni verður útvjarpað. skapa hæð. Aðra stundina komust þeir úr jafnvægi, vegna þess að Tad Mac Donald hefði nú loks orðið að láta í minni pokann fyrir náttúruöflunum; þeir voru jafnvel farnir að ráðgera hvernig þeir ættu að bjarga ílakinu af vél hans, ræða hverjum þeir ættu að gera aðvart og áætla hvað leitin myndi kosta. Og í næstu andrá gátu þeir bölvað Tad Mac Donald og leitað skjóls, svo að Pitcairn- vélin skipti ekki á þeim hárinu með hjólunum. Stundum fannst þeim sem þeir heyrðu hæðnishlátur hans bland- ast hvininum í flugstögunum. Gafferty hafði oftar en einu sinni áminnt Tad vegna þessa, og það væri eins og áminningar hans færu inn um annað eyrað og út um hitt, því að Tad gerði ekki annað en að brosa háðslega. Roland flaug eins og skapið bauð honum í brjóst hverju sinni. Stundum þaut hann yfir flugvöll og snar- venti svo vélinni upp .á við; í annan tíma hækkaði hann vélina þangað til hún hékk, á hreyflinum. Hann „rúmster- aði“ oft með vélina sína, en hafði alltaf yfirráðin. Hann stóð jafnfætis veðrinu. Hann þekkti bellibrögð vetrarins. Hann var vanur að fljúga samsíða skýmyndun sem var dimm og ógnandi og virða hana fyrir sér með tortryggni. Hann vissi það, að lægi flatt skýlag fyrir framan aðal- skýjaþykknið eins og þétt vafin rúlla af kryppluðum rúmfötum var hann við framhliðina og flygi hann vest- ur á bóginn, færi veðrið áreiðanlega versnandi. En ef þetta' gráa bákn hlóðst snögglega upp og dró ef til vill fáein regnský og lægri ský á eftir sér, þá var hann bak við froptinn á,- skýmynduninni. Ferðin vcstur á bóg- inn vrði þægilegri 5og hann gæti hallað sér aftur, á þak og tckið það rólega — að minnsta kóSti þangað tiÍ á morgun eða næstu nótt, þegar hann neyddist til að fljúga gegnum frontinn austur á bóginn. Roland fór oft fram- hjá sömu skýmynduninni allt að fjórum sinnum á tveim dögum. Þannig varð hann miklu fróðari um hana, útlit hennar og hraða, en veðurstofurnar á jörðu niðri. „Það eru þessar vetrarlægðir, sem ekki er hægt að fljúga undir“, sagði hann við Fleska Scott, sem var ný- lentur í Buffaló í krapa og forarelg. „Það sem við þurf- um er einhvers konar tæki, sem við getum nokkurnveg- inn treyst, og eitthvað sem getur sagt okkur hvar við erum. Þá getum við kannski flogið ofaná hverju sem vera skal“ Það gutlaði hátt í stígvélum Fleska. Bakhlutinn á bux- unum hans var rennvotur og hann var helblár í framan, svo aumur var hann. Hversu hrifinn sem hann kann að hafa verið af flugi yfirleitt og hinum miklu víðáttum, þá hafði öll hrifning hripað af honum þennan desember- dag. „Eg hef engan áhuga á að fljúga yfir skýfronta, þótt það væri hægt. Eg hef ekki áhuga á að fljúga undir þá eða í gegnum þá — núna eða í framtíðinni eða um alla eilífð“, sagði hann einbeittri og angurværri röddu. Feit- ar hendur hans skulfu, þegar hann rótaði 1 umfangs- miklum flugbúingnum eftir sígarettu. „Eg hef fært þér flugvél, Roland Eg hef líka meðferðis fjóra póstpoka til íbúanna í Buffaló og þar fyrir vestan — og ég leyfi mér að segja að innihald þeira er minna virði en poll- urinn sem ég sit á“. „Það var ekki svo slæmt þegar ég flaug í gær. Gaztu komizt framhjá skýlögunum?" „Nei, ég skreið undir þau á fjórum fótum, og ég veit ekki hvers vegna. Þú hefur þínar hugmyndir og ég mín- ar. Og fyrst og fremst er það hugmynd mín að losna úr þessu svínaríi. Eg get ekki sagt þér, hvar skýfronturinn er, því að hann er alls staðar — rigning og snjór héðan og til Newark, aðallega snjór. Hefði ég haft þokulúður, hefði ég blásið í hann. Bara til að skemmta sjálfum mér“. „Ef við hefðum bara tækin — réttu tækin. Og ef við vissum hvernig .......“ „Hefurðu ekki skipt um skoðun, eða misheyrist mér?“ Roland leit niður á gölfið. Þegar hann tók aftur til máls, talaði hann mjög hægt. „Jæja .... allt frá því að Keith .... Eg er alltaf að hugsa um að eitthvað þurfi að gera“. Roland hugsaði mikið um Keith þessa daga. í hvert skipti sem hann flaug yfir flugvöllinn í Albany sá hann fyrir sér andlit drengsins. Hann hafði aftur og aftur velt fyrir sér hugsanlegum orsökum slyssins. Plann | hafði spurt Sweeney spjörunum úr hvað eftir annað. Á sinni eigin vél hafði hann flogið sömu leiðina og Keith hafi farið í síðustu ferð sinni, eins nákvæmlega og hann gat ímyndað sér hana og reynt að átta sig á, hvað hafði orðið að hjá drengnum. Hann var búinn að fá það á heil- ann að þetta mætti aldrei koma fyrir aftur. Hann var kominn á þá skoðun að hann ætti Keith. þá skuld að gjalda að koma 1 veg fyrir að þetta endurtæki sig. „Eitt er víst“, sagði Fleski og yppti öxlum. „Framtíð okkar er takmörkuð hér“. BÍLLINN Sími — 18-8-33 T I L S Ö L U : FORD - FMRLINE 1955 CHEVROLET 1955 DODGE 1955 Minni aerð , DODGE 1956 BUICK 1955 Roadmaster SKODA 1958 HUDSON 1949 i M0SCVIT6H 1957 1 CMEVROIET 1955 Stadion FORD 1953 2ia dy.ra FIAT 1400 1957 PLYMOUTH 1942 POBETA 1954 FORD - FMRLINE 1959 ! CIIEVRÖLET 1958 EDSEL 1959 MSH 1952 RENAULT 1947 VAUXHALL 1958 RÚSSA-IEPPA 1957 CHEVROLET 1946 VOLKSWAGEN 1953 '55 '56 0LDSM0BILE 1956 DODGE 1958 LANDROVER 1955 MERCHURY 1957 AUSTIN 1955 Sendiíerðabíll FORD - PREFEKT '58 G-M-C 1953 Vörubíll 4ra tonna WILLYS - JEPPI 1946 '47 Ennírerr’ur höfum við kaupendur að VOiKSWAÖEN 1959 MÖSCVITCH '58 '59 CHEVROLET '53 '54 TAUNUS 1948 Höfum ávallt til ílest- ar tegundir bifreiða. Hagkværair gieiðsiu- skilmálair Ömgg þjónusta BÍLLSNN v&BS&BHDsnnj vís Kalkofnsveg — Sími — 18-8-3,3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.