Þjóðviljinn - 18.03.1959, Page 6

Þjóðviljinn - 18.03.1959, Page 6
6).:— ÞJÓÐVILJINN —r Miðvikudagur 18. marz 1959 fMÓÐVILJINN Ótsrefandi: Sameininnarflokkur albýðu — Sósíalist.aflokkurinn. — RitstJórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, . ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, augivsingar, prentsmið.la: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur. — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Kokkteilpartí íhaldsins jC'iokksþing Sjálfstæðisflokks- ins eru einkennilegar sam- ;undur, og þarf enginn að Iraga í e-fa að tilhögunin er tæld eftir ,,flokksþingum“ ieim sem Adolf sálugi Hitler hélt á sínum tíma, enda hafa iyggir lærisveinar um þau vélt. ,Fulltrúum“ er hóað saman í ‘íundraðatali, án þess að nokkr- ar sérstakar reglur gildi um kosningarétt eða kjörgengi. Síðan er það auglýst í útvarpi hö svo og svo mörg hundruð =æki landsfundinn — ca. helm- . ngi fieiri en komast í fundar- i,alinn! ,,Fu]ltrúarnir“ gegna engum störfum, eins og tíðkast á þingum annarra flokka, held- nr fá þeir sem komast inn í -undarsalinn að hlusta á valda ræðumenn flytja áróðursræður, <lappa og láta taka myndir af sér við hlið aðalleiðtoganna. Er vægast sagt furðulegt að greindir og nýtir menn — eins og margir þessara landsfund- nrmanna eru vafalaust — skuli ■áta sér lynda slík vinnubröéð, marklaust auglýsingaskrum, húmbúkk og áróðursfroðu. fT'ftirtekjan er svo í samræmi við vinnubrögðjn. í gær oirtir Morgunblaðið t. d. ,,stjórl>)málayfirlýsingu“ Sjálf- stæðisflokksins, og innjhalds- ausara plagg er ekki hægt að íugsa sér. Þar ér ekki rætt af alvöru um eitt einasta vanda- mál sem þjóðin á við að glíma um þessar mundir_ heldur er yfirlýsingin endalaus vaðall um andlegt frelsi og athafna- frelsi, hæfileika og krafta, hug- vit og orku, íslenzkt þjóðareðli, fjölbreyttari framleiðslu, aukna tækni, bætt vinnubrögð, aukna vöruvöndun, voldug verkefni og möguleika, fjársjóð fslands, slagæð þjóðarinnar, framtak og athafnaþrá, jafnrétti og rétt- læti, hagsýni, hagsýslu og að- gát, alþjóðarheill, skilning og samúð, lýðfrelsi og mannrétt- indí, gáfur, djörfung, dug, frelsi og framtak. Er engu lík- ara en einhver hafi verið sett- Ur í það að velja úr orðabók safn af hljómfögrum og geð- þekkum nafnorðum og lýsing- arorðum og tengja þau saman með öðrum orðaflokkum svo úr yrðu sæmilega óbrenglaðar setningar (og hefur það sann- arlegá ekki tekizt of vel). Hins vegár er ekki minnzt á það einu orði hvað SjálfájtæSrS- flokkurjnn vilji géra í verki tfl þe«« að ná bví marki sem felst í fögni orðunum. Það er með öðrum orðum ekki minnzt á stefnu hans, Fögru orðin hafa aðeios svipaðan tilgang og vinföng í kokkteilpartíi, að ölva þátttakendur, en áhrifin verða andlegír timburmenn, hjá þejm sem rennur þá af. Ný alþýðusókn í Frakklandi 'l/'arla getur það talizt fögur * sjón að sjá verkamanna- flokk leggja sig í það að styðja svartasta afturhald til valda- ráns og bregðast þannig alþýð- unni og þjóðinni allri á örlaga- stundu. Þegar herforingjaklík- ur Frakklands gerðu uppreisn •sina, var það von alþýðu nanna víða um heim að verka- ýðsflokkarnir frönsku fyndu eiðir til samstarfs og sam- stöðu, til öruggrar forystu öli- um verkalýð Frakklands gegn uyrirætlunum hinna fasistísku )g hálffasistísku ofbeldis- manna. Þetta hafði tekizt einu sinni áður, er samfylking iranska verkalýðsins stöðvaði va'daránstilraun franskra fas- ista 1935, verkalýður Frakk- lands fann á úrslitastundu lausnarorð einingarinnar og tókst að fylkja um sig frjáls- lyndum borgaraöflum tji mynd- unar ríkisstjórnar gegn fas- ismanum. I7n vordagana 1953 tókst for- ystu franska Alþýðuflokks- íns að sveigja flokkinn eða mikinn hluta hans til liðs við valdaræningjana. Og Hitlers- ■eikurinn var enn leikinn: All- ir þcir sem ekki vildu ofur- selja Frakkland afturhalds- ?ömum herforingjaklikum voru kallaðir kommúnistar, og áróð- ursvél allra flokkanna og ríkis- stjórnarinnar látin mala þar til þjóðin hálfrugluð, uppgefin og vonlítil lét hafa sig til að leggja örlög sín í hendur of- beldismönnunum. IJæjar- og sveitarstjórnar- •*'“ kosningarnar sem nú hafa farið fram.í Frakklandi, eru á- nægjulegur vottur þess að frönsk alþýða er að rakna úr rotinu eftir ofbeldis- og áróð- urshöggin sumarið 1958. Með mikilli þrautseigju og festu hefur hinn stóri og áhrifamikli verkalýðsflokkur, Kommúnista- flokkur Frakklands, barizt um hag og kjör fólksins og beitt sér gegn áhrifum valdí-æningj- anna. Úrslit kosninganna nú sýna að sú barátta hefur ekki verið árangurslaus. Og fólkið í Alþýðuflokknum franska, sár- lega blekkt af foringjum sínum til fylgis við svartasta aftur- hald landsins, virðist vera að taka upp þráðinn frá þeim ár- um er, verkamenn Parísar hindruðu valdatöku fasismans 1935 með samfylkingu við stétt- arbræður sína í Kommúnista- flokknum. Takist. sú samfylking vel á næstunni er alls óvíst að afturhald Frakklands fái að sitja lengi að illa fengnum völdum. 1 Einmenningskjördœmi og engin uppbótarþingsœti Ferlegar affurhaldstillögur um kjördœma- máliS samþykkfar á flokkshingi Framsóknar Flokksþing Framsóknar- flokksins hefur samþykkt á- lyktun um kjördæmamálið, og eru þar túlkuð einstrengings- legustu og ólýðræðislegustu afturhaldssjónarmið sem upp- hugsuð verða í sambandi við það mál. Kjarni ályktunarinn- ar er á þessa leið: „Flokksþingið felur að stefna þeri að því að skipta landinu í einmenningskjördæmi utan Eeykjavíkur og þeirra kaup- staða arnarra, sem rétf þykir og þykja kann að kjösi fleiri en einn þingmann. Með hæfi- legri fjölgun kjördæmakjörinna þingmanna falli niður uppbót- arlandkjörið. Telur flokksþing- ið að einmenningskjördæmi sem aðalregla sé öruggur grundvöllur að traustu stjórn- arfari.“ Framsóknarþjngið ber þannig fram þrjár megintillögur: 1) Einmenningskjördæmi verði aðalregla í kjördæma- skipuninnj. 2) Reykjavík ein verði örugg- lega undanþegin einmennings- reglunni, ea þó er gefið í skyn að fjölga megi þingmönnum í einhverjum fleiri kaupstöðum. 3) Uppbótarþingsæti verði ál- gerlega lögð niður. Beint gegn verkalýðs- ílokkunum Ekki þarf að færa rök að því að þessum tillögum er fyrst og fremst beint gegn verklýðs- flokkunum og kjósendum þeirra, en vegna hinnar rang- látu kjördæmaskipunar hafa uppbótarþingsætin fyrst og fremst farið til þess að rétta hlut þeirra. í síðustu kosning- um fékk Alþýðubandalagið þrjá k.iördæmakosna þingmenn og fimm uppbótarþingmenn — og þá vantaði yfir 10 þingmenn upp á að Alþýðubandalagið fengi jafnmarga þingmenn og það átti rétt á í samanburði við Framsókn! Framsókn legg- ur nú til að fyrirkomulaginu verði breytt á þá lund að svipta Alþýðubandalagið algfV- lega uppbótarþingmönnunum, ranglætið verði sem sé aukið margfaldlega. Eins og nú stand’a sakir er Alþýðuflokkur- inn hvergi öruggur nieð kjör- dæmakosinn þingmann en hef- ur von um einn ef fjölgað yrði i Reykjavik. Framsókn leggur til að kjördæmaskipuninni verði hagað þannig að Alþýðu- flokkurinn — sem 1956 fékk fleiri atkvæði en Framsókn — fái engan eða einn þingmann! Tilboð til íhaldsins um helmingaskipti á Al- þingi! Að öðru leyti hugsar Fram- sókn sér að þingmönnunum verði skipt milli afturhalds- flokkanna tveggja, Framsóknar og íhalds, og komi meirihluti þingmanna úr þeim hlutum Getur hugsað sér að svipfa Keykvíkjnga kosningarréttj landsins þar sem Framsóknar- flokkurinn er sterkastur! Er augljóst að Framsókn getur hugsað sér kjördæmaskipun sem tryggi henni meirihluta á þingi — þótt hún fengi i síð- ustu kosningum aðeins 15,6% atkvæða. En Framsókn getur einnig hugsað sér að Íhaldið geti með þessari kjördæma- skipun tryggt sér meirihluta á þingi út á minnihluta kjós- enda, því öll þessi hugmynd er við það miðuð að reyna að ná sambandí við verstu aftur- þaldsöflin í Sjálfstæðisflokkn- um. Þannig hefur Tíminn mjög rifjað það upp að undanförnu að Bjarni Benediktsson hafi lagt til 1953 að landinu yrði skipt í einmenningskjördæmi; ítrekar blaðið það seinast í gær og bætir við „Bjami Ben. sagði satt í janúarmánuði 1953.“ Samþykkt Framsóknar- þingsins er í rauninni tilboð til íhaldsins um að þessir tveir flokkar skiþti Alþingi á milli sín, samkvæmt einhverskonar helmingaskiptareglu,, en gieri nær helming allra kjósenda á- hrifalausan að mestu. Geiur hugsað sér að svipta Reykvíkinga kosningarétii Framsóknarþingið tók það fram að Reykjavík ætti ekki að vera einmenningskjördæmi (þó ekki það!), en getur þess ekki lieldur sérstaklega að fjölga þurfi þingmönnum í Reykjavik. Hjnsvegar hefur þröngsýnin og ofstækið í garð Reykvíkinga komið einkar skýrt fram i Tím- anum að undanförnu. Seinast í gær bendir blaðið á það sem n.ikla fyrirmynd „að sjálf höfuðborg Banda- ríkjaima, þeirrar miklu lýð- ræðisþjóðar, , hefur engan þingmann. Hún verður að láta sét nægja að hafa þing- ið og ríkisstjómina innan sinna vébanda.“ Svo gtórulaus er heift Fram- sóknar í garð Reykvikinga að Timinn .getur vel rætt um það í alvöru að íbúar höfuðborgar- innar — þriðjungur þjóðarinn- ar — verði sviptir rétti til þess að kjósa menn á þing. Verður komizt öllu lengra? Flokksveldi Framsóknar eina siónarmiðið Allar hugmyndir Framsóknar um kjördæmamálið markast af einu og aðeins einu sjónarmiði: Hvemig getur Framsóknar- flokkurinn fengið flesta þing- menn, hvernig getur Framsókn rænt sem méstum völdum og áhrifum frá þeim fslendingum, sem hafa aðrar stjórnmálaskoð- anir? Þess vegna berst Fram- sókn fyrir einmenningskjör- dæmum og vill láta meirihluta þingmanna koma úr strjálbýl- ustu héruðum landsins þar sem fylgi Framsóknar er mest. Þess vegna leffffur Framsókn til að uppbótarbingsæti verði afnum- in. bví F’’amsókn hefur aldrei fengið nokkurn uppbótarbing- mann. Þess vegna tala Fram- sóknarmenn um bað í fullri a'vöru að svi.ota Reykvíkinga rétti til að kiósa menn á þing, veffna bess að Framsókn getur ekki feneið neinh kjördæma- kosi.nn riiam í Reykjavík. En er bað ekki hámark hugsan- lcgran ósvifni að ætlást til þess að brevtingar séu gerðar á stiórnar=krá og lögum íslenzka lýðveldisins úf frá því sjónar- miði hvað bezt henti völdum Framsóknar? rLVi rJ'bú foriíð Framsóknarflokkurinn ber þessar röksemdir að vísu ekki fram ooi.nskátt, þótt öllum landsmönnum sé Ijóst hvað fyrir forustunni vakir. í stað- inn . er be.i.rri röksemd- teflt fram ..að veiuda beri rétt hjnna sjálfstæðu, siigulega þróuðu kjördæma “ En það eru ekki kjördæmin sem eiga að velja fullt.rúa á biug, heldur fólkið í landinu. Það eru ekki sögu- staðirnir pða örnefnin sem eiga að gi’eiða atkvæði. heldur það fólk sem aPtaf er að skapa nýia sögu Ástæðan tjl þess’að óhjákvæmilpgt er að breyta kjördæmaokiouninni eru hinir mjklu fólksflutningar sem átt bafa sér stað í landinu; bað er um bað að ræða hvar fólk býr, en ekki livað bað hefur búið. Menn kurja ,að harma þegsa fólksflutninga og telja þá að ejnhvprju levti óeðlilega, en þeir Framsóknarmenn sem það gera ættu jafnframt að mjnn- ,ast þess að Framsókuarflokk- urinn hefui’ verið öllum öðrum flokkúm lengur í stjórn und- anfama áratugi og haft mest áhrif á það stjórnarfar sem olli fólksflutningunum. Það stoðar ekki annað en horfast í augu við staðreyndir. Engu að síðu.r er enginn ágréin- Framhald á 10. síðú. .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.