Þjóðviljinn - 18.03.1959, Síða 11

Þjóðviljinn - 18.03.1959, Síða 11
Ernest K, Ganna Loítpóstarnir 77. (lagur. Þegar hann kom út á götuna, var dálítil rigning. En eins og honum var eiginlegt, hafði hann reiknað sér lágmarks- tíma til að komast á flugvöllinn, og hann ók megnið af leiðinni með ofsahraða og á meðan raulaði hann fyrir munni sér: „Bara einn lítinn í lokin.“ Hann þaut út úr bílnum, skálmaði inn um flugskýlis- dyrnar, hrópaði „Hæ“ til Eugens sem var að aðgæta flug- vélina og ruddist inn í litlu skrifstofuna, þar sem stað- gengill Sydneys sat ringlaður á svip og reyndi að átta sig á póstskýrslu. Tad sagði aftur „Hæ“ og stikaði að skápnum sínum. Hann reif af sér fötin, og þótt hann hefði keypt þau í tilefni dagsins, hengdi hann þau kæruleysis- lega inn hjá óhreinum samfestingi, á minna en fjórum mínútum var hann kominn í vindbuxur, stígvél og leð- urjakka og skellti skáphurðinni aftur. Hann stakk.afmæl- iskökunni í jakkavasann, greip fallhlífina sína, sveifl- aði henni fimlega upp á öxlina og næstum hljóp á skrif- stofuna. Gafferty sat og hallaði sér upp að borðinu. „Hæ.“ „Halló, Tad!“ „Þú hefðir átt að vera í veizlunni.“ Gafferty hugsaði angurvær að hið eina sem hefði í rauninni hindrað hann í því hefði verið það að honum var alls ekki boðið. „Mér hefði verið það mikil ánægja, en þessa dagana sef ég á skrifstofunni." Hann virti Tad fyr- ir sér meðan hann undirritaði póstskýrsluna og hringdi í herra Palmer til að frétta um veðrið. Hann öfundaði Tad af því, hve starf hans var einfalt. „Af hverju sefurðu hér? Það hlýtur að vera leiðinlegt.“ „Satt er það. En það er eins og þingið vilji ekki trúa á framtíð flugsins. Sama gamla sagan. . . Þeir vilja ekki samþykkja fjárveitingu. Þeir vilja ekki skilja að þetta er það sem koma skal. Við reynum að segja hvað er að gerast í öðrum löndum og einn góðan veðurdag verði flugið kannski þýðingarmikill liður í vörnum landsins, en þeim stendur á sama. Það er sama sagan á hverju ári.“ Loks bætti hann við: „En við höldum fyrir þeim vöku á næturnar með langlínusamtölum.“ Tad yppti þreklegum öxlunum. Honum stóð alveg á sama um þingið og póstinn og yfirleitt allt, nema það að fljúga. Gafferty gat fengizt við þess háttar mál. Sjálf- ur hefði hann verið hæstánægður með að snúa aftur heim í sólskinið til grænu engjanna og hanga á hnjánum neð- an í vélinni. Að minnsta kosti meðan honum leiddist elcki, meðan hver dagur var ný og skemmtileg reynsla. Hann sneri §veifinni óþolinmóður og spurði hvernig gengi með símtalið við herra Palmer. „Heyrðu annars,“ sagði Gafferty. „Hlustaðirðu á út- varpið í dag?“ „Hlusta aldrei á það.“ * „Lindberg tókst það, þessum náunga frá Robertson flug- félaginu.“ „Tókst hvað?“ „Flaug frá Roosevelt til Parísar án þess að lenda.“ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall föði ur okkar og tengdaföður GUBMUNDAR L. SIGURÐSSONAR frá Djúpuvfk. Ingibjörg Guðmundsdóttir Magnús Gunnarsson Jólianna Guðmundsdóttir Þorleifur Kristjánsson Guðlaug Snjólfsdóttir Þórður Guðmundssou. Þökkum innilega auðsýnda samúð við ándlát og jarðarför JÓHANNESAR ÁRMANNSSONAR frá Húsavík. Ása Stefánsdóttir, börn og tengdabörn. ------------------------------------Miðvikudagur 18. marz „Hver skollinn. í hvaða vél?“ „Ryan vél.“ „Ágætar vélar það.“ Tad gekk aftur að símanum og hugsaði ekki meira um það. Herra Palmer sagði honum að það væri rigning og þrumuveður væri nýgengið yfir. Hann sagði að enn sæist votta fyrir eldingum í austur- átt. Tad þakkaði honum og hengdi tólið á. „Hvernig verður veðrið hjá þér?“ spurði Gafferty. Hann hefði gjarnan viljað að Tad talaði við hann. Iiann óskaði þess að maðurinn væri ekki svona yfirgengilega upptekinn af starfi sínu og trúaður á það — vegna þess að hann vissi nákvæmlega hvað átti að gera og hvernig hann átti að gera það. Hann þurfti aðeins að klifrast upp í flugvél sína, sem smíðuð var í ákveðnum tilgangi, og stjórna henni á ákveðinn hátt og flytja síðan hana og sjálfan sig og farminn frá púnkti A að púnkti B. Að vísu gat ýmis- legt óvænt komið fyrir, en umhugsunin um slíkt hélt ekki fyrir manni vöku eða vék ekki frá manni. Þegar vél- in var komin á púnkt B, var Tad frjálst að teygja úr sér og sofa þar sem honum sýndist — hann gat gert ýmislegt sem stóð ekki í neinu- sambandi við fyrri athafnir hans. Tad og allir hinir, hugsaði Gafferty, fengu aldrei að vita hversu hamingjusamir þeir voru í raun og veru. „Það lítur næstum út fyrir þrumuveður,“ sagði hann og vonaði að Tad gæfi svar. Tad átti enn eftir nokkrar mínútur til að tala ef hann vildi. Aðeins örstutt samtal um þetta sem Gafferty var einnig hugleikið — um flug- vélar og veðurfar og engin og vindinn. Tad gæti ekki talað um fjárveitingar og skatta og skuldabréf og veð. Aðeins nokkur orð. „Það getur vel verið! Það er óvenju hlýtt í veðri.“ Og Gafferty sá að þótt sterkur líkami Tads væri enn á jörðu niðri, var hugur hans þegar kominn upp í há- loftin. „Jæja. . . góða ferð.“ Tad leit upp og brosti, næstum vingjarnlega, og Gaff- erty hugsaði með sér að þetta væri óvenjulegt af Tad. „Þökk fyrir — Mike.“ Svo fór hann og hurðin skall á hæla honum, áður en Gafferty gat látið í ljós gleði sína yfir að vera kallaður Mike. Það hefur verið reiknað út að hundrað og sextán mílna hækkunarhraða á klukkustund þurfi til að halda jafn- vægi á móti hagli sem sé þrír þumlungar í þvermál. En herra Palmer vissi ekkert um það og honum stóð líka á sama. Þess vegna tilkynnti hann Tad ekki annað en að eldingar sæjust f austri og það hefði rignt talsvert. Svo fór hann í rúmið, enda ber fólki að vera þar klukkan tvö að nóttu. Orð hans skiptu heldur engu máli. Tad hefði flogið, þótt Palmer hefði tilkynnt honum að þús- undáraríkið nálgaðist býli hans. Það hefði ekki skipt neinu máli fyrir þá heldur, þótt þeir hefðu vitað að yfir Catskillfjöllunum lægi órólegt loftlag — loftslag sem myndaði þrumuhaglél og malaði þau saman á alla vegu. Tad var ánægður. Létta regnið sem um tíma hafði myndað skringileg vatnsmynstur á , vindhlífinni, var nú stytt upp. Hann fór yfir Haverstraw klukkan tvö tuttugu og eitt og sá að göturnar voru enn votar og gljáandi í bjarmanum frá götuljósunum. Hanri skrifaði hjá sér tímann sem liðinn var frá því hann lagði af stað frá Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. vera einstaklingarnir nú á dögum peninganna;“ J. H. PÓSTINUM : finnst br'éfritari taka alldjúpt í árinni, þar sem hann talar um íslenzku þjóðina. Ég held, að ummæli hans eigi tæpast við um þjóð- ina í heild, þótt finna megi þeim stað hjá einstaklingum og „klíkum“ ýmsum. Sam- mála er ég honum um það, að málvöndunareltingarleikur- inn nálgist stundum smá- munasemi og sérvizku, Ht- lend fræðiorð, sem allir vita hvað merkja og fara ágæt- l'egá í munni á útlenzkunni, eru stundum íslenzkuð með slíkum harmkvælum, að fæst- ir vita hvað þau merlcja, eft- að húið er að íslenzka þau. Mér finnst tungunni (íslenzk- unni) stafa minni hætta af þvi, þótt notuð séú óíslenzkuð ýmis alþjóðleg fræði- og tækniorð sem fylgja vélvæð- ingu nútímans heldur en af klaufalegrj meðferð íslenzkra orða, íslenzks máls. Maður les iðulega í blöðum greinar, þar sem úir og grúir af mál • villum, skakkt notuðum sam- tengingum og hugsanavillum ýmiskonar, þótt orðin, hvert um sig, séu góð og gild ís- lehzka. Og þrátt fyrir mál- hreinsunareldmóðinn held ég, að máltilfinning fólks fari þverrandi, og það álít ég tungunni ólíkt hættulegra en notkun einstöku erlendra orða, t. d. úr tæknimáli. orða, sem e.t.v. eru notuð óbreyft á mörgum þjóðtungum. Bréf- ritari segir, að þjóðin sjálf sé að „rotna innan frá.“ Það þykir mér nokkuð fast kveðið að orði. Á hinu er enginn vafi, að því er mér virðist, að þjóðinni er lífsnauðsyn að ihalda betur vöku sinni en nú er, gagnvart þeirri hættu, liernaðarlegri, siðferðilegri og efnahagslegri, sem stafar af hersetúfmi 'í landinu, — gagnvart áhrifavaldi pening- anna. 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Rýmingarsala Kápuefni. Dragtaefni. ' Kjólaefni. Fyrir liálfvirði: peysur, barnafatnaður, telpukjólar. BEZT, ! Vestur.götu 3. P L A S T- þvottaklemmur ,í litum nýhomnar. Járnvöruverzlun Jcs Zimsen hi. Gólfmottur nýkomnar. Járnvöruverzlun Jes Zimsen hi Til liggur leiðin RLs. Henrih Danica fór frá Kaupmannahöfn 14. þ.m. til Færeyja og Reykja- vfkur. — Skipið fer frá Reykja- vík 23. marz til Færeyja bg Kaupmannahafnar. Næsta slcip jfer frá Kaupmannahöfn 10. apríl. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Laúsn á þraut á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.