Þjóðviljinn - 11.04.1959, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 11.04.1959, Qupperneq 9
4J — ÓSKASTUNDIN ORÐAÞRAUT FYRIR ÞÁ YNGRI Það hafa nokkrir af ^ngri lesendunum kvart- að um að krossgáturnar væru of þungar, en sig langi til að læra að ráða þær.. Nú byrjum við með léttar orðaþrautir ®n smáþyngjum þær þar ti' þær eru orðnar reglu- legar kmssgátur. Þið hi m ■ ■ n iHimu ■ nsusi a wiaw B I=IUISI fl lilHB? ■ eigið að bæta við orðið þeim stöfum, sem vanta: 1. Það er staðurinn, þar sem þið lærið að lesa, skrifa og reikna. 2 Þeir. róa á bátunum og færa okkur í soðið. 3 Það eru stóiir svart- ir fuglar, sem öll böm kunna vísur um. 4. Hann er pabbi hans afa. 5. Þú talar við ... þeg- ar skórnir þínir bila. 6. Þú færð það á próf- inu í vor. 7. Það er nafnið hans Kiljans. Málsháttur Sjaldan er lymskur lundhastur. PÓSTHÓ L FIÐ PILTAR OG STÚLKUR Mig langar til að skrifast á við stúlku á aldrinum 12 til 13 ára. Stefán Ásgrímsson, Reini, Laugarvatni, Ámessýslu. Eg óska eftir bréfa- sambandi við pilt eða stúlku á aldrinum 7 til 9 ára. Lillja G. Þorvaldsdóttir, Narfastöðum, Mela- sveit, Borgarfirði. ■ Mig langar að komast i bréfasamband við pilt og stúlku á aldrinum 9 til 11 ára. Steini Þorvaldsson, Narfastöðum, Mela- sveit,' Borgarfirði. Fresturinn er víst út- runninn en þátttaka var frékar dræm. Kannske viljið þið koma með uppástungur um nýja og skemmtilegri skoðana- könnun? Það væri líka, gaman að þið kæmuð I með tillögur um sam- keppni, sem síðan yrði reglulega fjörug. Hér er eitt af bréfun- Um, sem bárust í skoð- anakönnunina. Kæra Óskastund. Eg er að hugsa um að' taka þátt í skoðana- könnuninni. Eftirlætis- lagið mitt er: Einu sinni var. Eftirlætisdægur- lagasöngvarinn er: Sig- urður Ólafsson. Eftir- lætis bókin mín er: Bambi. Hvemig finnst þér skriftin? Vertu svo blessuð og sæl, þín Elín Ásta Ólafsdóttir Sólbakka, Víðidal, V estur-Húnavatns- sýslu. Elín, ef þú vandar þig dálítið meira og gætir vel að því að hafa staf- leggina ekki mislanga og umfram allt enda staf- ina vel, þá getur hugsazt að þú fáir verðlaun í skriftarsamkeppninni. Þá verður þú auðvitað að skrifa okkur fljótt aftur, Ljóðið, sem á að skrifa er í 10. tölublaði 14. marz. Þakka fyrir kaffið Kennarinn er að segja bömunum frá kaffi- trénu. En Einari litla þykir lítið varið í það og tekur ekki eftir því sem sagt er, heldur sit- ur hálfsofandi úti í homi. Allt í einu snýr kennarinn sér að honum og segir hátt: „Nú, nú, Einar! Hvað segir þú um kaffið?“ Honum verður hverft við, lítur allt í kringiun sig og segir í fáti: „Eg þakka fyrir kaff- ið.“ Öll bömin ráku upp skellihlátur. DRÍFA VIÐAR; STRÁKAR í VESTURBÆNUM - ^ Ef þíð einhverntíma leggið ieið ykkar um vesturbæinn, getið þið verið þess fullviss að hitta þar fyrir þrjá bræð- ur sem Þar eru að alast upp. Þeir telja vesturbæ- inn vera aðalhluta íslands og aðra hluta þess eigin- lega útlönd. Þeir eru hér og hvar að þvælast, veiða marhriúta niðri við höfn, selja blöð, fara með strætisvagninum hingað og þangað um aðra bæjarhluta. Þeir safna í vasa sína snær- isspottum, markverðum nöglum, lyklum, verð- mæti sem eru verðmæt- ari öllu öðru af því eng- inn getur breytt því í peninga. Pabbi þeirra er bíla- viðgerðarmaður. Stund- um fara þeir í heimsökn á verkstæðið hans og' sjá þegar bilaðir bílar koma heim á verkstæðið og aðrir bílar draga þá á köðlum^ en eftir nokk- urn tíma aka þeir burt fínir og nýslegnir. Þeir fara í skólann að morgni. Af skólagöngu þeirra fara litlar sögur í vesturbænum, þeir eru miklu frægari af snær- um sínum og marhnút- um. Sjaldan koma þeir hreinir að kvöldi þótt þeir hafi farið hvítskúr- aðir út að morgni. Þeir eru nefnilega afbragð til allra leikja. Sagan af einum þeirra gerist að kvöldi. Hann heitir Mummi. Mummi á eftir að læra og pabbi hatís segir strax um morguninn: „Ef þú lærir ekki í dag Mummi, flengi ég þig.“ En Mumma langaði svo mikið út í fótbolta eftir kvöldmat. Mamma hans spyr hvort hann sé búinn að læra. „Nei“, svarar Mummi. „En þú manst hvað pabbi sagði,“ segir mamma, „þú verð- ur flengdur ef þú verður ekki búinn að læra í kvöld.“ Mummi hugsar sig um andartak, segir svo með sakleysissvip þeim sem alltaf er á andliti hans: „Eg held ég taki fleng- inguna í þetta sinn“, og var horfinn um dyr. Úti heyrðust fótbolta hljóðin langt fram eftir kvöldi. Mummi er nokkuð lat- ur að lesa. . Samt kann hann að lesa og kynri enn betur ef hann læsi meira. Hann á líka bæk- ur eða réttara sagt bók, það veit ég af því að mamma hans sagði eitt sinn við hann og komst svo að orði: „Hvers- vegna Testu aldrei þessa bók?“ .Æi, ég er orðlnn svo leiður á henni“, anzaði Mummi. | „Hefurðu lesið hana svona oft?“ „Nei ég hef aldrei les- ið haua, en ég er búinn að eiga hana svo lengi.“ Þegar Mummi var ein- Framhald á 2. síðu. Laugardagur 11. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9 55. páttur 11. apríl 1959 ÍSLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson Nú heyrum við oft talað um Ameríkana og amerík- anska hluti, þetta og þetta sé ameríkanskt. Stundum má þó heyra nefnda Ameríku- menn eða að eitthvað sé am- erískt. En þessi ending, -anskur og -ani, á ekki heima í íslenzku; hún fyllir ekki neitt opið skarð í málinu. Verzlanir sem vanda vilja málfar sitt ættu að auglýsa a.merískar vörur, ekki amerí- kanskar. En hér kemur einn- íg annað til greina: Það er ekki rétt að nota þessi orð, þegar aðeins er átt við ibúa Bandaríkjanna. Að kenna í- húa eins ríkis álfunnar við heimsálfuna alla er jafnfjar- stætt íslenzku og ef við- fær- um allt í einu að nota orðið Islendingar sérstaklega um •Reykvíkinga og enga aðra, eða hins vegar ef við tækjum upp á því að kalla alla Dani Kaupmannahafnarbúa. Þess vegna er það að þótt Banda- ríkin séu höfuðríki Ameríku, heimsálfunnar, réttlætir það ekki að gefa þeim nafn allrar álfunnar. Að vísu er þetta eiður enskumælandi manna að verulegu leyti, og einnig sumra annarra þjóða, en hann á ekki heima í íslenzku fyrir það, enda höfum við í málinu tvö góð orð, þar sem eru Iíandaríkjamaður og lýsingar- orðið bandarískur (eða banda- ríkskur, hvora stafsetninguna sem menn kjósa heldur). Hins vegar er rétt að nota orðin Ameríkumaður og amerískur (þar mætti einnig nota mynd- ina ameríkskur) þegar ein- göngu er ætlunin að leggja á- herzíu á að viðkomandi sé frá Ameríku (heimsálfunni), ekki t.d. Evrópu eða Asíu. Eins og minnzt var á í upp- hafi, er endingin -anskur ekki íslenzka, og þess vegna er ekki rétt að segja „amerík- anskur", heldur „amerískur“, þegar svo ber undir. I óvönd- uðu máli er þessi ending, -anskur, notuð á lýsingarorð- um um eitthvað eða einhvem sem er kenndur við ákveðinn stað, t.d. í orðinu afríkanskur. Þetta er þó röng orðmynd í ís- lenzku og komin úr dönsku, enda heitir álfan hvorki-Afrík- kan, Afríkanía né neitt þess háttar. Rétt mynd af þessu orði er afrískur (eða afrík- skur). Um Evrópumenn má giarnan segja evrópskur (ev- rópiskur er óþarft og evrópe- iskur . ótækt) ; um Asíumenn asískur, en asíatjskur er með öllu ónothæft (korrr ið úr dönsku og á -þar heima, ekki í íslenzku). í- búar Ástralíu em Ástralíu- menn, og lýsingarorð um þá er annaðhvort ástralískur eða ástralskur. Um orð dregin af heitum einstakra landa mætti ýmislegt segja, en í þetta sinn skal aðeins minnzt á lýs- ingarorðin íranskur sem er að sjálfsögðu rétt myndað, því að það er dregið af Iran; einnig pakistanskur, dagest- anskur, og þar fram eftir göt- unum, af því að heiti þessara landa endar á orðinu -stan (sem mér skilst að merki ,,land“). En fleira getur vafizt fyrir mönnum í þessu efni en út- lend staðaheiti. Fólk hefur stundum verið að velta því fyrir eér hvernig það gæti verið rétt að segja Akurnes- ingur; bærinn heitir þó Akra- nes, ekki Akurnes. Þetta er þó hið eina rétta, en myndin Akranesingur (líka í fleirtölu Akranesingar) er með öllu röng. Enginn segir Reykja- víkingur, þótt borgin heiti Reykjavík; ekki heldur Hafn- arfirðingur, heldur em allir sammála um að segja Reyk- víkingur, Hafnfirðingur, ís- firðingur, Borgnesingur (ekki Isafirðingur né Borgamesing- ur). Skýring á þessu er sú að orð sem dregin eru af staðarheitum sem þessum og tákna íbúana, em mynduð af stofnun beggja orðhlutanna einna saman. I orðinu Reyk- víkingur er atkvæðið Reyk (stofninn) í Reykja-, Hafn- í Iíafnfirðingur fyrir Hafnar- í Hafnarfjörðnr, og eftir því ætti Akr- að vera fyrir Akrr m í Akranes, þegar talað er ur íbúa staðarins. En nú er þesr' ending, -r á eftir samhljóði orðin íslenzku máli óeðliler fyrir mörgum ö’dum; það serr hét akr í fornu máli, heitir nú orðið akur, og því hlaui Akr í Akrnesingr að breytast í Akurnesingur. Loks skal hér minnzt á eina málvillu sem töluvert hefur borið á lengi í íslenzku; það er orðalag eins og „allur f jöld- inn gáfust upp“. Allir finna að rangt er að segja „allur flokkurinn gáfust upp“, því að flokkur er eintöluorð, en það er orð eins og fjöldi líka. Ein- tölumynd orðsins kemur það ekki við að orðið er heild- stætt, táknar í sjálfu sér marga einstaklinga. „Fjöldi gesta voru þar saman komn- ir“ er því rangt mynduð setn- gesta var þar saman kominn“. Þetta sama gildir um mörg önnur orð, grúi, hópur, þjóð, hluti, og því er rangt aö segja „mikill hluti þátttak- enda vom kornnir", því aíi við segjum ekki „mikill hluti eru komnír", heldur „mikill^ hluti er kominn“. Þetta skal nú ekki rakiö frekar að sinni. Hekluferð 2ja daga • ferð á laugaw- dag 'kl. 2. Ferðaskrifstofa PALS arasonar, Hafnarstræti 8. Síini 1—76—41. rrúlofunarhringir, Steinhringir ing, en rétt að segja „fjöldi Hálsmeu, 14 og 18 kt guli,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.