Þjóðviljinn - 11.04.1959, Side 12

Þjóðviljinn - 11.04.1959, Side 12
Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á miðvikudaginn Túskildingsóperuna eftir B. Brecht lón Sigurbjörnsson leikur aðalhlulverkið Leiicfélag Reykjavíkur frumsýnir næsta miö'vikudags- kvöld Túskildingsóperuna eftir Berthold Brecht, í þýö- ingu Siguröar A. Magnússonar. I>etta er fyrsti leikurinn eft- lr Berthold Brecht sem sýndur er hér á landi, en leikur þessi, sem talinn er fræ.gasta verk Brechts hefur verið míargsýnd- ur í helztu leikhúsum ann- arra landa. Leikstjóri er Gunnar Eyj- ólfsson. Aðalhlutverkið leikur Jón Sigurbjörnsson og önnur aðalhlutverk leika Brynjólfur Jóhannesson, Sigríður Hagalín, Steinunn Bjarnadóttir og Nína Sveinsdóttir. Hljómsveit leikur undir stjórn Carls Billich. Magnús Pálsson gerði leiktjöldin. Leikurinn er í þrem þáttum, tíu atriðum, og leikendur eru margir, samtals 25. Efni leiks- ins er sat’íra um Þýzkaland eftir fyrri heimstyrjöldina, — og verður nánar skrifað um leikinn og höfund hans í Þjóð- viljanum bráðlega. Dalai Lama hittir fulltrúa Nehrus Dalai Lama kom í gær til indverska bæjarins Bombila, þar sem fulltrúi Nehrus af- henti honum boðskap frá for- sætisráðherranum. Indlands- stjórn hefur varað fréttamenn við að reyna að fljúga til Bombila. Indversk blöð segja að bár- dagar haldi áfram milli kín- verskra hersveita og skæru- sveita Khampa-ættflokksins bæði í Mið-Tíbet og vestur- héruðum Kína, Sókn oegn o o Adenauer Sósíaldemókratar í Vestur- Þýzkalandi hafa lýst yfir að þeir að þeir muni beita öllu afli til að hindra að Adenauer for- sætisráðherra takist sú fyrirætl- un að móta stjómarstefnuna úr embætti forseta. Blaðafulltrúi flokksins sagði i gær, að Aden- auer gældi við þá hugmynd að brjóta stjórnarskrána. Flokksforinginn Ollenhauer sagði í gær, að Adenauer dreymdi um að verða vestur- þýzkur de Gaulle, en það væri ekki hægt að stjórnarskránni ó- breyttri. Sósíaldemókratar hefðu þingstyrk til að hindra að stjómarskránni yrði breytt til að fullnægja valdagræðgi Aden- auers. Úr Túskildingsóperunni, talið frá vinstri: Árni Tryggvason sem Matthías mynt, Jón Sigur- björnsson sem Makkí hnífur og- Sigríður Hagalín sem PoIIý Peachun. ^Krossferð” Billy Braliam sýnd i KFUM í lok samkomu, sem haldin verður í húsi KFUM n.k. sunnu dagskvöld, verður eýnd kvik- mynd hins fræga Bandaríkja- manns Billy Graham, eins mesta prédikara þessarar ald- ar. Þetta er alllöng mynd, sýn- ing hennar tekur þrjá stundar-, f jórðunga, og fjallar hún eink" Framhald á 5. síðu Ríkisarfa- brúðkaup Tvær milljónir og þrjú hundr- uð þúsund manns söfnuðust saman á götum Tokyo í gær til að horfa á Akihito ríkisarfa og brúði hans aka um borgina. Fyrr um daginn hafði shinto- prestur gefið þau saman í hjónaband að engum öðrum við- stöddum. Drottningarefnið, Mits- iko Shoda, er af ótignu fólki komin, og er þetta í fyrsta skipti í 2000 ára sögu japönsku keisarafjölskyldunnar sem hún mægist við aðra en aðalsfólk. Studentum boðið til réttarhalda Austurþýzka dómsmálastjórn- in hefur boðið fulltrúum stúd- enta í Vestur-Berlín að fylgjast með réttarhöldum sem hefjast í dag yfir stúdentum við tæknihá- skólann í Dresden. Þeir eru sak- aðir um að hafa safnað vopnum með uppreisn í hyggju. Stúdent- ar í Vestur-Berlín hafa ákveðið að taka boðinu og senda þrjá fulltrúa til Dresden. Spasski vanit Friðrik f þriðju umferð á skákmótinu í Moskva tapaði Friðrik fyrir Spasskí eftir 39 leiki. Filip vann Portich en jafntefli urðu hjá Vasjúkoff og Smisloff og Lút- ikoff og Bronstein. Aðrar skák- ir fóru í bið. REYKVf KINGAR! Island — Atlanzhafsbandalagið er fundarefni almenns borgarafundar, sem boðað er til í Framsóknarhúsinu n. k. sunnudag kl. 2 s. d. Ii'undarboðendur eru Æskulýðsfylkingin í Iíeykjavík, Félag róttækra stúdenta og Sósíalisi(aí'élag Keykjavíkur. Ræðmnenn verða: JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, KBISTINN KRISTMUNDSSON, MAGNUS KJARTANSSON, JÓN MCTJ ÁRNASON. Nú eru tíu ár liðin sjðan fsland var fjötrað í Atlanz- Jiafsbjamlalagimi, og eru Reykvíkingar hvattir til þess að minnast þess á verðugan liátt með því að fjölmenna á fundinn. þlÓÐVILIINH Laugardagur 11. apríl 1959 — 24. árgangur — 81. tölabiað. Stöðva ber utvarp og sjón- varp frá herstöðvunum Jónas Ámason og Einar Olgeirsson ílylja á Alþingi tillögu um málið Jónas árnason og Einar Olgeirsson ilytjja á Alþingi tillögu til þingsályktunar um a$ stöðva útvarps- og sjónvarpsrekstur I her- stöðvum Bandaríkjanna hérlendis. Er tiilagan þannig: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að stöðva nú þegar utvarps- og sjónvarpsrekstur í herstöðvum Bandaríkja- manna hérlendis. Tillögunni fylgir ýtarleg greinargerð, er birt verður í heild hér í blaðinu. Irak krefur Vesturveldin hlutdelldar i olíufélagi Ella verður hlutur Frakka þjóðnýttur í þágu frelsisbaráttu Serkja Vitnazt hafa kröfur sem íraksstjórn gerir á hendur olíufélagi Vesturveldanna sem starfar í landinu. Undanfarna daga hefur brezkur | fulltrúi olíufélagsins Iraq Petro- leum Company rætt við Kass- em forsætisráðherra og fleiri ráðamenn í írak. B'öð í Vestur-Evrópu skýra nú fré því að Kassem hafi tilkynnt olíufélaginu, að íraksstjórn telji óviðunandi að landsmenn eigi engan hlut í olíufélagi, sem haft hefur einkarétt t'l olíuvinnslu í landi þeirra. Síðasta ár var írak sjötta mesta olíuframleiðslu- land jarðar. íraksstjórn mun hafa lýst yf- ir, að hún hafi í hyggju að þjóðnýta hlut Frakka í olíufé- Myndir tveggja málara á Mokka- kaffi Tveir ungir málarar, Guð- mundur Karl Ásbjörnsson og Þorlákur R. Haldorsen sýna þessa dagana nokkrar myndir á Mokka kaffi á Skólavörðu- stíg. Eru það olíumálverk, pastelmyndir og teikningar. Myndirnar eru til sölu og eru gefnar upplýsingar um verð og annað á staðnum. Sprengjuþota skotin niður Flugher Pakistans tilkynnti í gær að orustuþotur hans hefðu skotið niður ókunna sprengju- þotu af Canberra-gerð, sem flogið hefði innyfir landið frá Indlandi og engu sinnt skipun að lenda. Indverski flugherinn tilkynn- ir að saknað sé Canberra-þotu hans, sem verið liafi á æfinga- flugi óvopnuð. landinu. Evrópsku blöðin segía. að íraksmenn ætli að verja af- rakstrinum af þessum hlut til að styðja sjálfstæðisbaráttu Serkja í Alsír gegn Frökkum. Þegar ráðamenn olíufélagsins hreyfðu mótmælum, á Kassem að hafa tilkynnt þeim, að einn- ig komi til greina að alUr nú- verandi eigendur félagsins af- sali sér hluta af hlutafjáreign sinni í hendur fraksstjórnar. Auk Breta og Frakka eiga Hol- lendingar og Bandaríkjamenn hluti í félaginu. Frönsk og brezk blöð segja, að íraksstjórn hafi nú sett Vest- urveldin í slæma klípu. Ann- aðhvort verði Bretar, Hollend- ingar og Bandaríkjamenn að styggja Frakka eða sætta sig við að missa spón úr aski sín- um ásamt þeim. Hver þessara fjögurra aðila á 23% % hluta- fjár i Irakolíufclaginu. Hæstu vinningar í happdrætti Há- skólans Dregið var í gær í 4. fl. í Happdrætti Háskólans. Vinning- ar voru 896, samtals I millj. 155 þúsund kr. Hæstj vinningurinn, l®0 þús. kr. kom á nr. 20355, heilmiða er seldur var í umboði Guðrúnar Ólafsdóttur Bandastræti 11. 50 þús. komu á nr. 49348 hálfmiða, annar helmingurinn séldur í Bankastræti 11 en hinn i Ólafs- vík. 10 þús. kr. konni á eftirtalin nr: 13607 17725 18387 30.683 34629 42933 45270. 5 þús. kr. komu á eftirtalin nr: 1361 1504 16055 20354 20356 22285 27256 28845 31946 36P38 40355 41942. (Birt án ábyrgðar.)’

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.