Þjóðviljinn - 19.04.1959, Page 11
Sunnudagur 19. april 1959 — ÞJÓÐVILJINN —• (11
BUDD SCHULBERG
„Fyrst hann fer svona í taugarnar á þér, hvers vegna
læturðu hann þá ekki fara í stað þggs að gefa honum
kauphækkun?“ sagði ég með miklu miskunnarleysi, þótt
ég vissi að samvizkubit myndi ekki halda fyrir mér
vöku, því að þúsundir jafnaldra hans hefðu gleypt við
starfinu í hans stað, og ég hafði séð nóg af Samma
til þess að vera áhyggjulaus um það að hann sylti aldrei
í hel.
En aðalritstjórinn brosti og sagði: „Nei, ég hata í
honum frekjuna engu síður en þú, en ég er ekki að
stjórna vinsældasamkeppni; ég rek fyrirtæki og Sammi
vinnur á við tíu hlaupastráka.“
„Þú misskilur mig,“ sagði ég. „Eg hata ekki í honum
frekjuna. Hann er ekki svo þýðingarmikill að það taki því
að hata hann. Hann er ekki annað en einn ormurinn
enn, sem maður hefur ekki brjóst f sér til að stíga
ofan á. Hvers vegna í fjandanum heldurðu að hann sé
nógu merkilegur til þess að ég fari að eyða tíma og
orku í að hata hann?“
„Fyrst hann skiptir svona litlu máli, hvers vegna
ertu þá að hleypa þér í æsing út af honum?“ spurði
hann og ég varð að viðurkenna að hann hafði mikið tilf
síns máls.
Síðan Sammi ruddist inn á skrifstofuna fyrir rúmu
ári, hafði ég reynt allar hugsanlegar aðferðir til að
sigrast á honum. Eg hafði reynt föðurlega gagnrýni.
Eg hafði sýnt honum ópersónulegt umburðarlyndi eins
og fyrirmyndar meistari sýnir lærlingi. Eg hafði upp-
örvað hann. Eg hafði haldið yfir honum fyrirlestra um
mannúð og hjartagæzku. Eg hafði móðgað hann. Eg
hafði beitt við hann kulda og þögn. Eg hafði safnað
glóðum elds að höfði hans. Eg hafði beitt fyrir mig sál-
fræði og ég hafði reynt að taka háðið í þjónustu mína.
Einu sinni hafði ég meira að segja lagt hendur á hann.
En eftir tólf mánuði með Samma Glick hafði mér ekkert
orðið ágengt. Eg get ekki skýrt það út, en í hvert skipti
sem ég horfði á hann nú orðið, fékk ég kjmlega van-
máttarkennd, rétt eins og í drykkjudraumum, þegar voða-
legt skrímsli eltir þig og því hraðar sem þú hleypur burt,
því meira nálgast skrímslið. Eg skildi þetta ekki. í fyrsta
lagi var ég ekki búinn að átta mig á honum, og í öðru lagi
var mér ekki ljóst, hvers vegna mér var svona nauðsyn-
legt að átta mig á ómerkilegum vikastrák, og í þriðja lagi
botnaði ég ekkert í hvers vegna ég hirti hót um þetta
tvennt fyrrnefnda. Eg veit að þetta lætur brjálæðislega
í eyrum, en þannig var mér innanbrjósts. Þegar Sammi
var að grafa undan mér.
En allir þessir erfiðleikar voru á eina hlið. Sammi
virtist dafna og blómgast. Hann hvikaði ekki um hárs- . . „ .
, -v , . . Agnes Guðmunda
brerdd í styrjoldinm sem hann haði við umheimmn, og Hverfisriitu
hann var að þroskast, og verða fullkominn. En það var
þó ekki þroski í venjulegum skilningi. Það var einka-
þroski Samma Glick. Honum fylgdi ekki aukinn skiln-
ingur eða vaxandi umburðarlyndi. Þroski Samma táknaði
aðeins ákveðnari og sterkari persónueinkenni,-sem voru
farin að trufla alla sem komust í snertingu við hann.
Hann virtist sleppa við allar efasemdir hörundsnabba
Qg viðkvæmni sem þeim fylgja, innhverfuna, andlega og
líkamlega vaxtarverki þessa tímabils, og hann gat fleygt
frá sér bernskunni og íklæðst brynju manndómsins jafn
erfiðleikalaust og leikmær sem skiptir • um búning. Sí-
kvika kattarandlitið hans fór að taka á sig fastara form,
þunnar varirnar komust í fastar skorður, nefið stækkaði
en var þó enn beint og hvasst og afsannaði með því and-
gyðinglegar teikningar af króknefum, og ásamt kvikum,
dökkum augunum og spenntu enninu gaf það honum
svip yfirlætis og einbeitni, og andlitið í heild minnti
á herdeild, öfþaga, sterka, samvirka og hiklausa.
Fyrstu öruggu merkin sem ég fann um það að Sammi
væri að verða fullorðinn, voru þau að hann kom til mín
og tilkynnti að hann væri nú reiðubúinn til að taka að sér
að sjá um útvarpsþátt blaðsins. Auðvitað skipti það engú
máli fyrir hann, að blaðið hafði aldrei haft neinn út-
varpsþátt.
„Og af hverju markarðu það, að þú sért reiðubúinn til
að gerast sérfræðir\>ur í málefnum Marconis?“ sagði ég.
„Hvers vegna taldirðu sjálfan þig sérfræðing í leik-
húsmálum?" sagði hann.
Eg þagnaði við.
„Það kemur ekkert því máli við,“ sagði ég. „Eg hafði
margar ástæður.“
„Svo sem eins og hverja,“ sagði Sammi.
Eg veit ekki hvers vegna ég lét illa launaðan strák-
kettling rekja úr mér garnirnar, en svona var ég. „Tja,
í fyrsta lagi,“ sagði ég, „hafði ég alltaf áhuga á leiklist.
Eg hef séð mjög mikið af leikritum."
„Og ég hef líka hlustað mikið á útvarpið,“ sagði
Sammi.
„Það er ekkert aðalatriði," sagði ég. „Allir hlusta á
útvarpið.“
„Þess vegna vantar einmitt dálk um útvarpið," sagði
Sammi.
Þetta þótti mér skrýtið. Þarna bessi vikapiltur
að sækja um að fá að skrifa útvarosdálk sem var ekki til,
og ég var bókstaflega kominn í vörn.
„Heyrðu mig,“ sagði ég. „Þú ert oV-; ^rGga banginn
að trufla mig í vinnunni til að tala um annað eins og
þetta.“
„Allt í lagi,“ sagði Sammi. „Þú skaú Vwa meta meira
þína eigin hagsmuni en velferð blaðsirs.11
Það var hæfilega mikið vit í þe'-si til þess að
koma mér af stað aftur. Þetta var orðið eitt af eftir-
lætisbrögðum Samma. Hann gekk svo langt að forvitni
manns vaknaði, því að maður trúði því tæplega að nokk-
ur gæti verið svona óskammfeilinn.
Ot í stað þess að senda hann út, eins og ég hefði
átt að gera, tók ég áskoruninni. „Þykist þú vera þess um-
kominn að tala um velferð blaðsins?" sagði ég. „Hvað
kemur velferð blaðsins þessu við?“
Fermingar í dag
Framhald af 2. síðu.
15, Gísli Jón Helgason Mið-
túni 36, Guðmundur Ágúst
Aoalsteinsson, Grettisgötu 33B,
Guomundur Ágústsson, Sel-
vogsgrunni 19, Helgi Baldvins-
son, Langagerði 128, Ingimar
Sigurðsson, Eskihlið 11, Jens
Guðmundsson, Hátúni 9, Jón
Emilsson, Bergstaðastræti 21B,
Magnús Bergmann Ásgeirsson,
Bergstaðastræti 59, Magnús
Ingimundarson, Kárastíg 6,
Páll Snædal Kristinsson, Rauð-
arárstíg 3, Sigurjón Kristjáns-
son, Bogahlíð 15, Vilmar Haf-
stein Pedersen, Skúlagötu 72,
Þórður Skúlason, Skaftahlíð 3,
I'orleikur Karlsson, Heiðar-
gerði 78, Þorsteinn Magnússon,
Granaskjóli 30.
Fermingarbörn í Dómkirkjunni,
suniuid. 19. apríl kl. 2
(Séra Óskar J. Þorlákson).
Bæjarpósturiim
Framhald af 4. siðu
heppilegast værj að verzlan-
irnar sæju sjálfar um að
tengja raftækin, sem þær
selja.“
Pósturinn veit ekki hvað
er leyfilegt og hvað ekki i
þessu efhi, yfirleitt virðist
mér það ákaflega mikið á
reiki hér, hvað er leyfilegt,
hvað fólk hefur rétt til að
gera, o. s. frv. En mér fhinst
eins og bréfritara, að raf-
tækjaverzlanir ættu ékki að
selja raftæki ótengd, slíkt
leiðir oft til þess, að kunn-
áttulausir og rétt miðlungi
handlagnir menn fara að fikta
við að tengja þau sjálfir, og-
það getur hálfeyðilagt dýr
tæki. Þá skal ég geta þess,
að þegar ég hef keypt raf-
tæki, hef ég sjaldnast getað
fengið snúru, kló og annað
sem þarf til að tengja þaö,
í sömu verzluninni og ég’
keypti tækið, og finnst mér
það heldur klaufalegt. Ef
maður kaupir t. d. raflampa,
þá segir sig sjálft, að maður
þarf að fá snúrru í hann og
kló til að setja harin í sam-
band, og auðvitað er eðli-
legast, að maður geti keypt
þetta allt í sömu búðinni.
Stúlkur:
Jónsdóttir,
59. Ásta Droplaug
Björnsdóttir, Brávallagötu 48.
Ása Sólveig Guðmundsdóttir,
Hagamel 27. Björk Jónsdóttir,
Hraunbraut 8, Kpv. Edda Her-
bertsdóttir, Flókagötu 6. Elísa-
bet Sigríður Ottósdóttir, Hring-
braut 78. Erla Sigrún Sigurðar-
ardótir, Veghúsastíg 9. Elsa
Smith, Miðstræti 3. Erla Ólöf
Ólafsdóttir, Bragagötu 25.
Ester Gísladóttir, Selbúð 8.
Guðlaug Adolfsdóttir, Túngötu
35. Guðlaug Ragnarsdóttir,
Grettisgötu 10. Guðný Eygló
Valtýsdóttir, Suðurlandsbraut
98. Guðrún Þorsteinsdóttir,
bræðraborgarstíg 31. Hanna B.
Jóhannsdóttir, Ásgarði 19.
Helga S. Hafsteinsdóttir, Hring
braut 90. Ingibjörg S. Gunnars-
dóttir, Kaplaskjólsv. 64. Jó-
hanna Guðnadóttir, Öldugötu
11. Málmfríður Skúladóttir,
Vesturg. 66/ Ragna J. Hall,
Réttarhóltsvcgi 29. Ragnheiður
Hálfdána rdóttir, 1 Hallveigarstig
10.:.4- Sigurborg Sigurbrandsd.,
Rauðalæk 37. S grún Á. Þórar-
insdóttir, Leifsgötu 23. Stein-
unn Pétursdóttir, Hraunbraut
1, Kópv. Svava Þórhallsdóttir,
Laufásvegi 45. Unnur Ferseth,
Veeturgötu 9.
Drengir:
Björn Zophónías Ketilsson,
Rauðalæk 11. Eiríkur Þorsteins-
son, Bræðaborgarstíg 31. Frið-
rik Örn Weisshappel, Laufás-
vegi 54. Garðar Briem, Tjarn-
argötu 28. Garðar Valdimars-
son, Heiðagerði 66. Hafsteinn
Tómasson, Vesturgötu 68. Hall-
kell Þorke’sson, Grettisgötu 31.
Heimir Lárusson, Grettisgötu
71. Ingvar Ág. Guðmundsson,
Kársnesbraut 45. Jónas Hall-
grímsson, Ásvallagötu 4. Krist-
ján Hafþ. Helgason, Hverfisg.
92A. Oddur Þórh. Þórðarson,
Ilofsvallagötu 15. Pétur Ragn-
ar Jónsson, Reynimel 31. Stan-
ley Páll Páisson, Hverfisgötu
70B. Sverrir Sæmundss., Holts-
götu 37. Þórir Hafberg Stefáns-
son, Reykjavikurvegi 27.
Ferming í Hallgrímpkirkju
sunnudaginn 19. apríl kl. 2. e.h.
Séra. Sigurjón Þ. Árnason.
Stúlkur:
Ásdís G. Þorsteinsdóttir, Laug-
arásvegi 47. Ásta Þ. Ragnarsd.,
Glaðh. 26. Ástríður Hauksdótt-
ir, Grettisgötu 69„Rá*a:Gíslad.,
Snorrabraut 81. Elín Þ. Björns-
dóttir, Mánagötu 7 Keflavík.
Guðbjörg Jakobsdóttir, Klepps-
vegi 4B. Guðrún Egilsson, Auð-
arstræti 15. Kristín Guðmunds-
dóttir, Miklubraut 5. Margrét
Lovísa Jónsdóttir, Mánagötu 7.
Drengir:
Agnar Friðriksson, Leifsgötu
26. Baldur Valgeirsson, Austur-
bæjarskólanum. Bjarni Sigurðs-
son, Skúlagötu 52. Gunnar H.
Antonsson, Eskihlíð 8. Ragn-
ar Kjæmested, Eskihlið 8. Þor-
steinn Nielsen, Suðurlandsbraut
75A. öm Hjaltalín, Flókag. 15.
N Ý K 0 MIÐ
ailt mögulegt fyrír
hárið.
Hárcreme
Hárlanolin
Há-'akk
ITárj giiingavökvi
Ilárlitur
Hárspeniiur
Hárclips
Iíárnet
Ilárgreiður
Hárspangir
Hárilnivöín
Rúllur í liár
Sliaiiiþoo
r— mikið úrval
meðal annars
Banbox krem
Banbox shampoo
— fj’rir feitt og þurrt hár
Poly colonr
— öll númer
Höfum nú mikið úrval af
varalit,
— einnig ekta varalit. i
Day De\v — make np.
Snyrtivönibúðin,
Laug&vegi 76.
Sími 1-22 - 75. '