Þjóðviljinn - 22.04.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.04.1959, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 22. apríl 1959 Þykir ekki öllum mikið til koma S.l. miðvikudag var hér í kvikmyndaþættinum greint frá síðustu veitingu banda- risku Óskarsverðlaunanna. I dag verður til gamans birt umsögn eins þekktasta kvik- myndagagnrýnanda á Norð- urlöndum um verðiaunaveit- ingu þessa. „Robin Hocd“ skrifaði fyrra mánudag á þessa leið í blað sitt Stock- holms-Tidningen, aðalmál- gagn sænskra sósíaldemó- krata (í lauslegri þýðingu): ® Skellihló er hann sá fréttirnar um Óskars- verðlaunin „Ég skellihló, er ég las hverjar kvikmyndir hlutu Óekars-verðlaunin fyrir þetta ár. „Gigi“, „bezta mynd ársins“? Susan Hay- ward, hún sem vildi fá að lifa, bezta leikkonan? Og negrinn Poitier sleginn út af David Niven í „Aðskildum borðurn"? Hláturinn varð enn inni- legri, er augum var rennt yfir stigatöfluna í kvik- myndaritinu franska Chai- ers du Cinéma, en aprílhefti tímaritsins kom út um mjög svipað leyti og Óskars-verð- laununum var úthlutað með brauki og bramli. Á lista Frakkanna er enn efst á blaði kvikmynd Ing- mars Bergmans „Undur lífs- ins“ (Nára livet) með 29 stjömur. Mjög neðarlega á listanum rekst maður á „Að- skilin borð“ (Separate Tabl- es) — ekki ein einasta stjarna, heldur 8 strik! En strik þýðir: „Maður ætti ekki að ómaka sig á að sjá kvikmyndina“. Og hvað um „Gigi“ sem hvað mest .lof hefur verið borið á í Hollywood ? Chai- ers du Cinéma gefur mynd- inni alls 6 stjörnur og 4 strik, en það gæti jafngilt umsögninni „stendur alveg á sama um hana“. Einhver kann að segja, að gagnrýnendumir í Chaiers séu allt of strangir í dóm- um sínum. „Gigi“ hafi i sumum atriðum verið at- hyglisverð og „Aðskilin borð“ góð kvikmynd á ýms- an hátt og leikur Davids Nivens lofsverður (þó að Óskars-verðlaunin hafi hann ekki átt skilið!). En Eng- ler.díngamir eru líka strang- ir í dómum sínum. I hverju hefti -enska tíma- ritsins Sight and Sound er birtur listi yfir 30 kvik- myndir, sem kvikmyndahús- in hafa þá stundina til sýn- ingar. Þær myndir sem „at- hygli lesenda vorra em verðar“ fá 1—3 stjöraur. í síðasta hefti tímaritsins er í framangreindri skrá að- eins ein þriggja stiömu mynd, hin rúmlega tvítuga mynd Renoirs „Le Grar.d Illusion", sem nú er sýnd víða í Evrópu. „Gig’“ fær aðeins eina stjörnu og „Aðskilin borð“ alls enga. Það er vissulega hægt að mótmæla þessum yfirdrifna strangleika, en dómar Chai- ers du Cinema og Sight and Sound staðfesta þá skoðun vor Svía á veit’ngu Óskars- Atriði úr bandarísku kvikmyndinni „South Pacific." Rossano Brazzi í hintverki Emiles de Becques, auð- ugs f^ansks piantekrueiganda, og Mtzi Gaynor í hlutverki bandarísku hjúkrunarkonunnar, sem ekki getur gleymt honum. verðlaunanna í Hollywood". Þetta segir Robin Hood hinn sænski og reyndar ým- islegt fleira sem ekki verður rakið hér að sinni. Umsögn hans er b'rt til þeas að gefa lesendum þáttárins nokkra hugmynd um það álit sem bandaríska kvilanýndaaka- demían og Óskars-verðlauna- veiting hennar nýturs þegar auglýsingaskrum? og éróðri hinna stóru kvikmyndafé- laga í Hollywood slepnir. Charles Spencer Chaplin varð sjötugur 16. þ.m. eins og skýrt hefur verið frá hér í fréttum blaðsin- Þessi mikli meistari kvikmynd- anna vinnur nú að því að slkrifa endurminningar sínar og hann hefur úkveðið að snerta ekki á kvikrríyndagerð fyrr en hann heínr tokið þvi verki. Er því talið víst að Chaplin mum ekkert við kvikmyndagerð fást á þessu ári að minnsta kosti. BÍLSTJÓRINN heitir Ólafur, ættaður austan af Héraði, minnir mig, harðduglegur maður og samvizkusamur, af- bragðs vinnufélagi. Hvaða bíl- stjóri?, spyrjið þið kannski. Auðvitað bílstjórinn á R- 5545.shevrolettinum, sem kart- öflurnar eru fluttar á í verzl- anir bæjarins og nágrennis. Þessi bíll er auðþekktur frá öðrum bílum, enda má heita að hver stálpaður krakki í bænum þekki hann, og krakk- arnir kalla þennan bíl kart- öflubílinn eða grænmetisbíl- inn (reyndar segja nú aUir krakkar karpöllur í stað kartöflur, en það er annar handleggur). Grænmetis- verzlun er dálítið langt orð og þessvegna er nafnið stundum stytt í Græmmó. Ólafur bíl- stjóri sagði mér, að einu sinni í sumarfríinu sínu hefði hann verið að fara með strætó niður í bæ, og í vagninum hejlsaði honum strákpatti með þessum orðum: Halló, Óli Græmmó. Svona eru Ólafur og fyrirtæk- ið þekkt, jafnvel strákpattar, sem sjá hann uppábúinn í strætó, kannast við hann og vita hvar hann vinnur. Ólafi bílstjóra er mjög annt um bíl- inn, og áreiðan'ega gæti hann ekki farið betur með hann, þótt hann ætti hann sjálfur. Eg er hér. um bil viss um, að ef einhverjir prakkarar risp- uðu lakkið á húddinu pínulí- ið einhverja nóttina, þá mundi Ólafur taka eftir því um leið og hann settist inn í bílinn að morgni, að bíllinn væri eitt- hvað öðruvísi en þegar hann skyldj við hann um kvöldið. Svona feikjlega næmur er Ól- afur fyrir öUu sem viðkemur bílnum. Á MDÐVIKUDÖGUM förum við í Hafnarfjörð. Þar eru eitthvað tíu matvöruverzlanir, tvö s’úkrahús og tveir mat- sölustaðir, sem við þurfum að flytja kartöflur í auk þess er ein verzlun í Silfur- túnshverfinu sem við förum í um leið. Nú býst ég við að ýmsir hugsi sem svo, að það sé nú ekkj langrar stundar verk að fleygja nokkrum kartöflupokum inn í tíu vörugeymslur; e(n við þurf- um að gera meira en skiia karftöflunum við burfum að taka peningana fyrir þær, og það tekur oft talsverðan tíma. Fyrst tekur það kaupmanninn sundum góða stund að finna ávísanaheftið, og þegar það er fundið, vantar kannski pénnan til að skrifa með. En Ólafur er shollanum þrárri og fer ógjaman fyrr en hann er búinn að troða andvirði kartaflnanna í tösku sína. Þannig hef ég komið í Hafn- arfjörð einu sinni í viku í 3— 4 ár og ætti því að vera orð- inn nokkuð kunnugur þar. Eg mundi líka finna allar mat- vöruverzlanimar á auga- bragði, en hins vegar veit ég ekki um nafn á nema örfáum götum þar og mundi því í rauninni ahs ekki rata ura bæinn. rii J liggui leiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.