Þjóðviljinn - 22.04.1959, Síða 5

Þjóðviljinn - 22.04.1959, Síða 5
Miðvilkudagur 22. apríl 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hin forenskaða trú < fávísra sakleysingja á vestrænt lýðræði nýienduveldanna Alþýðublaðið vill vera mál- svari vestræns lýðræðis. Það er 'í sjálfu sér virðingarvert, ef blaðið stendur í saklausri trú á það, að vestrænt lýð- ræði sé jafnan til fyrirmynd- ar í viðskiptum milli þjóða. En ihefur Alþýðublaðið aflað sér nægilegrar vitneskju um skilning vestrænna stórvelda á lýðræðinu og hvað því má bjóða. Að vísu má segja, að nokk- uð hefði blaðið mátt læra í þessu efni af ránsveiðum Breta undir herskipavernd upp við íslenzka landsteina á löghelguðum bátamiðum fátækrar smáþjóðar, minnstu þjóðarinnar, sem þeirrar sæmdar nýtur að vera með- limur í Atlanzhafsbandalag- inu, þar sem (Bretar hafa mikla forustu í vestræna lýð- ræðinu. Blóðtoaðið á Kýpur gaf einn- ig noödrra vísbendingu um það hvaða mynd vestrænt lýð- ræði getur tekið á sig 'í við- skiptum við umkomulitlar þjóðir. Margra ára styrjöld Frakka við innfædda menn í Alsír, iþar sem stefnt virðist að út- rýmingu heillar þjóðar af dýxslegri grimmd segir líka vitnisburður um það, að nokk- uð langt megi teygja vest- rænt iýðræði til þjónustu við stórveldi á kostnað smáþjóð- ar, þegar henta þykir. Þessa lexíu er okkur ls- lendingum raunar skylt að koma á framfæri við allar þjóðir til þess ao sanna heim- inum, hvernig voldugasta ríki Atlanzhafsbandalagsins aug- lýsir vestrænt lýðræði í ís- lenzkri landhelgi um þessar mundir. En sjálfsagt yrði Itússum þessilexía forvitnilegust vegna líklegrar vanþekkingar þeirra í þessu efni. 1 framhaidi af þessum upplýsingum gæti svo Hannibal eða hver annar ís- lenzkur maður sem væri, sagt Rússum og raunar heimin- um öllum hvernig lítil þjóð vildi að vestrænt lýðræði kyniiti sig. Kýpurbúar, Alsírmenn o. fl. þjóðir gætu svo að sjálfsögðu sagt Rússum sitthvað um það, hvernig vestrænt lýðræði hef- ur komið þeim fyrir sjónir. „Eg fullvissa yður urn virðingu mína.“ Viðvíkjandi þvi hvort Hanai- bal Valdimarsson hafi mót- mælt athæfi Rússa í Ung. verjalandi 1956 eða ekki, þá ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því og það án þess að móðga Rússa of- mikið. Hann þyrfti ekki annað en viðhafa svipað orðalag og utanríkismálaráðherrann okk- ar notaði, þegar hann mót- mælti við brezka sendiherr- ann í haust ofbeldisverkum Breta í íslenzkri landhelgi, þar sem mikii áherzla var lögð á þessi niðurlagsorð mótmælanna: „Eg fullvissa yður um virðingu mina.“ Islenzk varðskip í námunda við brezkan landhelgisbrjót. skilja það, eigi nokkursstaðar tryggt hæli í heimahögum sínum. Og nú kreppir sannar- lega að lýðræðinu og þjóð- frelsi Lslands vegna ofbeldis- athafna voldugasta lýðræðis- ríkis þess baudalags sem oss hefur verið sagt að öldur ofbeldisins í heiminum ættu að bmtna á og falla fyrir. þýðingarmeiri spurning fyrir Islendinga í dag, sem minnstu þjóð Atlanzhafsbandaiagsins. Siík spuming væri einnig mjög vel viðeigandi á 10 ára afmæli samtaka sem eiga að vera skjól og skjöldur vest- rænna þjóða gegn ofbeldi og árásum. Og enn mætti bæta við ann mótmælir þessu athæfi Breta en sannfærir ránsveldið í leiðinni um virðingu sína. Islendingar eru litlir, Rússar stórir. Það virðist hér gera gæfumuninn eins og oft áður. Er þá þessi virðingarstigi táknrænn fyrir vestrænt lýð- ræði, þegar á reynir? Ef svo er, á hvaða rót stendur þá Málstaður Islands og Atlanzhafsbandalagið sína sögu af vestrænu lýð- ræði, þegar það bregður sér í vígaham. i Hvernig væri að kenna Róssum enska lexíu um ; vestræmt lýðræði? i Fyrir skömmu virtist Al- þýðuíblaðið vera að leita eft- ir skýringu á þvi, hversvegna Hannibal Valdimarsson komi þri ekki í verk að mótmæla athæfi Rússa í Ungverjalandi / árið 1956 og segir í því sam- bandi, að máske sé liann að ■ kenna Krústjoff vestrænt l lýðræði. Vel á minnzt, Rúss- ar hafa. viðurkennt okkar 12 i mílna landhelgi og kömið vin- i samlega fram við íslendinga í sambandi við útfærslu henn- . ar. Væri því ekki nærtækt f fyrir íslenzkan stjórnmála- i mann 'í Moskvu, sem vildi ’ opna a.ugu Rússa fyrir vest- / rænu lýðræði, að benda þeim i t.d. á það, að Bretar teldu i það vel samrýrnast lýðræðinu að stunda hervemdaðar ráns- veiðar ekki aðeins innan 12 i milna fiskveiðilögsögú íslands heldur einnig innan gömlu 4 milna markanna. Þetta er lexia, sem Bretar hafa sjálfir lagt upp í hend- ur okkar í þessu efni og víg- drekar þeirra á gruimmiðum Islands eru sannarlega lifandi Alþýðublaðið hlyti að taka þvílík mótmæli til Rússa frá Hannibal góð og gild, þar sem allrar kurteisi væri gætt að fordæmi íslenzka utanrík- ismálaráðherrans. Kínverjar fara sinu fram, án þess að spyrja Hanni- bal, og Bre+ar veiða í ís- lenzkri landhelgi, án þess að spyrja Islendinga. Þá sagði Alþýðublaðið frá því fyrir skömmu, að Kín- _ verskir kommúnistar legðu til grimmilegrar atlögu í Tí- bet, án þess að Hannibal væri spurður eins eða neins! Þetta mun fáum þykja frásagnar- vert. Hitt mun flestum þykja frásagnarvert að eitt áhrifa- mesta og voldugasta bróður- ríki Islendinga innan banda- lags, sem á að sögn þess sjálfs að verja meðlimaþjóðir sínar gegn ofbeldi og árásum, skuli ekki spyrja íslendinga eins eða neins, þótt það beiti nokkru af þeim herstyrk, sem á að vera til varnar árásum, til þess að brjóta lög á Is- lendingum og stundi ráns- veiðar í íslenzkri landhelgi í krafti grímulauss ofbeldis. Það er þvi' vissulega ástæða til að spyrja, hvort hið vest- ræna lýðræði, eíns og ég þyk- ist vita, að Alþýðublaðið vilji Það er annars alvarlegt í- hugunarefni Islendingum, að fyrsta ofbeldisárásin, sem gerð er á hagsmuni Islands og landsréttindi Islendinga eftir stríðið skuli koma frá brjóstvirki Atlanzhafsbanda- lagsins, þar sem okkar litlu þjóð var komið fyrir, að henni forspurðri að visu, til þess að hún yrði örugg fyrir að- sóknum illra afla í heiminum. Hvers vegna virða Bretar rússneska landhelgi en brjótast með ofbeldi inn í dslenzka landhelgi? Sjálfsagt munu Bretar telja sig eina af forustuþjóðum vestræns lýðræðis en það virð- ist þó ekki útiloka það, að þeir beiti veikasta aðilann, er leitað hefur sér skjóls í bandalagi þeirra, hernaðar- legu ofbeldi af verstu gerð. Karlmannlegra væri þvi af Alþýðublaðinu og tímabærara að spyrja Breta um það, hversvegna viðbrögð þeinra vegna landhelgisútíærslu Rússa eru svo gerólík þeim, er þeir sýna oss íslendingum í landhelgismáli voru heldur en æðrast yfir því, hvað Hanniibal Valdimarsson hafi sagt eða látið ósagt um löngu liðna atburði austur í : Ung- verjalandi. Það væri að m.k. ..-'ívS i þessari afmælisspurningu: Hversvegna meta Bretar rétt Rússa meiri til útfærslu land- helginnar en lífsnauðsynlegan rétt Islendinga til sömu at- hafna. Hversvegna virða Bret- ar rússneska landhelgislög- gjöf en óvirða og ofsækja samskonar löggjöf íslenzka ? Af hverju er þessi virðingar- munur sprottinn? Getur hann líka falizt að baki vestræiui lýðræði og vamarfána Atlanz- hafsbandalagsins ? Hafi Bret- ar nokkru sinni mótmælt landhelgisútfærslu Rússa, þá er sennilegast, að þeir hafi gert það með svipaðri var- færni og einkenndi mótmæli íslenZka utanríkismálaráð- herrans til Breta sl. haust. Skyldi þessi virðingarstigi vera smiðaður að forskrift lýðræðisins en áhrif hans birtast i þessarí mynd? Rússar eru sterkir og færa landhelgi sína út að. eigin þörfum. Bretar virða þessa athöfn Rússa og sannfæra þá um virðingu sína í verki. Af brýnni nauðsýn færa íslendingar landhelgi sína út á sama hátt og Rússar. Nú hervæðast Bretar, opna ís- lenzka landhelgi fyrir sjálfa sig með hervaldi og forsmá allar mótbárur Islendinga. Is- lenzki utanríkismálaráðherr- þetta marglofaða vestræna lýðræði ? Alþýðublaðið ætti að leita upp þessa rót, ef verða mætti til þess að það öðlaðist rökstæðan skilning á fyrirbærum samtímans í stað óskhyggju og drauma. „Verndaðu oss fyrir ást- leitni íslenzkra stjórnmála- m(anna.“ Máske eru Islendingar sjálf- ir sekir um sitthvað, sem varðar virðingu vora meðal annarra þjóða. Vera má að fyrirsvarsmenn okkar í utan- rfkismálum undanfarin ár 'hafi lítið bætt aðstöðu Is- lendinga til virðingar erlend- is. Eitt snjallasta skáld ís- lands mun hafa sagt fyrir nokkrum árum, þegar því of- bauð hvað mest auðmýktar og betlitónn háttstandandi Islendinga í garð vestrænna stórvelda, að þau hlytu bráð- lega að sjá sér hollast að bæta þessari setningu við Faðir vor sitt: Og vemda oss fyrir ástleitni íslenzkra stjói’nmálamana. Of o’únská og djörf ást- leitni, hvort sem hún nú birt- ist í stjórnmálalífinu eða samkvæmislífinu verður tið- um leiðigjöm þeim, sem fyrir Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.