Þjóðviljinn - 29.04.1959, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.04.1959, Qupperneq 1
VILJINN Miðvikudagur 29. apríl 1959 — 24. árgangur — 95. tölublað. Lögin í gildi gegn landhelgisbriótnum Grein eftir ÞorMaid Þórarinsson lögfræðing á 6. síðu. Aldrei hvikad írá 12 mílna landhelgi Allir þingflokkarnir leggja fyrir Alþingi yfirlýsingar um landhelgismál og mótmæli gegn árásuni brezka flotans Utanríkismálanefnd lagöi fyrir Alþingi í gær tillögu til þingsályktunar um land-^ helgismál. Albingi ályktar að mótmæla harðlega brotum þeim á íslenzkri fiskveiði- löggjöf, sem brezk stjórnarvöld hafa efnt til með siöðugum ofbeldisaðgerð- um brezkra herskipa innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi, nú nýlega hvað eíiir annað jafnvel innan fjögurra mílna landhelginnar frá 1952. Þar sem þvílíkar aðgerðir eru augljóslega ætlaðar til að knýja íslendinga til undan- halds, lýsir Alþingi yfir, að það telur ísland eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi, að afla beri viðurkenningar á rétti þess til land- grannsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiði- löndhelgi en 12 mílna frá grunnlínum umhverfis landið. Greinargerö: Utanríkismálanefnd hefur á fundi símrm 27. apríl 1959 ákveöið aö flyt.ja tillögu þá til þingsályktunar um landhelgismál, sem hér er fram borin. Voru allir nefndamienn því samþykkir. BLekkingaleikur stjórnarflokk- onna verður þjóðinni dýr StofnaB til stórfelldra 'útgjalda ón þess að leggja traustan grundvöll þeirra með raunhœfri fjármólastefnu Grunur minn er sá að ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn séu að haga sér líkt og lei-karar á sviði, leyni sínum innra marnii, en hafi tekið að sér hlutverk til að sýnast. Uggir mig, að aðgangur að þeirri leiksýningu verði þjóðinni dýr. Á þessa leið lauk Karl Guðjónsson, formaður fjárveitinga- nefndar, ræðu sinni við 3. umræðu fjárlaganna á fundi sam- emaðs þings í gær, er hann deildi á fjárlagaafgreiðsluna og lýgti ábyrgð á hendur stjórnarliðinu um -hana. Afgreiðsla fjárlaganna er vissulega á ábyrgð þeirra nreaina og flokka sem að ríkis- Dómur í máli Harrisons vænt- anlegur í dag Réttarliölduin í máli George Harrisons skip- stjóra á brezka togaran- tun Montgomery lávarði var haklið áfram lil. 3 síðdegis í gær. Var þá lagt fram ákæruskjal í 23 liðum, en rnættir fyrir réttinnm voru Harrison skipstjóri og 1. stýrimað- tir togarans. Voru lagðar fyrir þá nokkrar spurn- ingar. Verjandi sakborn- ings óskaði eftir fresti til vindirbúnings varnarræðu, sem flutt verður kl. 10 ár- clegis í dag. Eklci er bú- izt við að dómur verði kveðinn upp fyrr en síð- degis í dag í fyrsta lagi, jjal'nvel ekki fyrr en á morgun. stjórninni standa, sagði ræðu- maður. Með þessari afgreiðslu þykir mér efnt til þess að þjóðin fái síðar að súpa seyðið af ó- gætilegri ráðsmennsku, að efnt sé til stórfelldra útgjalda en látið hjá líða að taka rauri- hæfa afstöðu til atriða í frum- varpinu sem hæpin eru jafnt fyrir ríkissjóð og útflutnings- sjóð. Benti Karl stjórnarliðinu á að því hefði verið nær að leggj- ast ekki á tillögur þær er Al- þýðubandalagið flutti við 2. umræðu, en hverja einustu þeirra felldu þingmenn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Við 3. umræðu flutti Karl nokkrar tillögur og mælti hann fyrir þeim. Fer hér á eftir út- dráttur úr ræðu hans um eina þeirra — og fjárlagaafgreiðsl- una almennt. Ríkisstjórnin og Útflutn- ingssjóður Karl minnti á að við 2. umr. fjárlaganna hefði stjórnarliðið samþykkt 154 milljóna króna framlag til Utflutningssjóðs. Var framlag þetta miðað við lauslega. f járhagsáætlun fyrir Útflutningssjóð, sem lögð liafði verið fyrir fjárveitinganefnd. Kvaðst Karl hafa lýst yfir að öll áætlunin væri liæpin og myndi ekki standast. Ríkisstjórnin tók ekki tillit til þess, enda hafði hún sjálf staðið að áætluninni. Hinsveg-- ar mun enginn halda því fram að Útflutningssjóður eigi nokk- Framhald á 10. síðu Gufugos í miðri Reykjavík Þessi mjnd er af gufugosinu unimi, sjá frétt á 12. síðu. - gær Ljósm, ur borliolunum í Tún- Sig. Guðmundsson. Hver eru ákvæði laganna? Að ósk fjölmargra lesenda Þjóðviljans verða hér á eftir birt helztu ákvæði gildandi íslenzkra laga um lanldhelgis- hrot, en þau er fyrst og fremst að finna í lögum um bann gegn botnvörpuveiðum nr. 5 frá 18. maí 1920, sbr. breytingar sem síðar hafa verið á þeim gerðar. I 1. málsgrein 1. gr. lag- anna er l'agt bann við fislc- veiðum með botnvörpu og flotvörpu í landhelgi við ís- land á friðunarsvæði því sem ákveðið er 1 reglugerðinni frá því í liaust. Nánari ákvæði um undanþágu frá banni þessu er evo að finna í 2. og 3. mgr. greinarinnar. 1 2. gr. er svo kveðið á að veiðarfæri öll skuli vera í búlka innanborðs, þegar botn- vörpuskip er i landlielgi. 3. gr. laganna er svohljóð- andi: „Brot gegn 1. gr. varða sektum 1000—2000 kr. ef um er að ræða skip allt að 200 rúmlestum brúttó að etærð en 10000—20000 kr. ef skipið er yfir 200 rúmlestir brúttó. Sknlu þá og öll veið- arfæri, þar með taldir drag- strengir, svo og allur afli inn- anborðs upptæk. — Brot gegn 2. gr. varða sektum 200— 1000 kr. ef um er að ræða ekip allt að 200 rúmlestir brúttó að etærð, en 2000 — 10000 kr. ef skipið er yfir 200 rúmlestir brúttó. Um upp- tekt afla og veiðarfæra fer sem um brot gegn 1. gr., ef um ítrekað brot er að ræða. — Nú er það ljóst af öllum atvikum, að skipið hefur hvorki verið að veiðum í land- helgi né undirbúningur gerð- ur í því skyni, og má þá lúka málinu með áminningu, þegar um fyrsta brot er að ræða, en ef um ítrekað brot er að ræða, með sektum 200 — 1600 kr. — Allar sektir samkvæmt grein þessari eru miðaðar við gullkrónur, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. — Leggja má lög- hald á skipið og selja það aíS undangengnu fjárnámi til lúkningar sektuin samkvæmt þessari grein og kostnaði“. I 4. gr. laganna eru ákvæði um refsingu þeirra manna, sem leiðbeina skipi við botn-1 vörpuveiðar í landhelgi, en 5. gr. er orðrétt: „Skipstjóri er gertr sig selc- an í ítrekuðu broti gegn 1. gr. slcal, auk refsingar þeirt- ar, sem getur um í 3. gr. sæta íangelsi, ekki vægara en Framh. á 3. síðir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.