Þjóðviljinn - 29.04.1959, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 29. apríl 1959
Til skiptis í Karlovy
VaryogMoskvu
Mörg nndanfarin ár hefur
verið efnt til alþjóðlegrar
'kvikmyndahátíðar í Karl-
ovy Vary í Tékkóslóvakíu,
heilsulindaborginni frægu
sem ýmsir kannast ef til
vill betur við undir þýzka
nafninu Karlsbad. Hátíð
þessi hefur ja.fnan þótt einn
merkasti viðburður hvers
árs á sviði kvikmynda og
kvikmyndagerðar, enda fjöl-
sótt af leikurum, leikstjór-
um og öðrum kvikmynda-
gerðarmömium hvaðanæva
úr heimi. Hér í kvikmjmda-
þætti Þjóðviljans hefur há-
tíðarinnar margoft verið get-
ið og lcynntar þá lítillega"
kvikmyndir þær, sem hlotið
hafa æðstu , verðlaunin
hverju sinni.
Nýlega var frá þvi greint
i fréttum erlendra blaða, að
kvikmyndahátíðin í Karl-
ovy Vary félli niður í ár,
en hinsvegar yrði efnt til
sambærilegrar hátíðar í
Moskvu að áliðnu sumri.
Ætlunin væri sem sagt sú
að halda í framtíðinni kvik-
myndahátíð til skiptis í
þessum borgum, í sumar í
Moskvu, næsta ár í Karl-
ovy Vary o. s. frv.
Frétt þessi er höfð eftir
Boris Malisévskí, ritara und-
irbúnings- og framkvæmda-
nefndar hátíðarinnar.
— Þetta er í fyrsta skipti
sem efnt er til alþjóðlegr-
ár kvikmyndahátíðar, þar
sem sýndar eru leikmyndir,
í Sovétríkjunum, segir Boris
Malisévský. Við höfum á-
kveðið 'að bjóða kvikmynda-
gerðarmönnum í 64 löndum
að senda verk sin til hátíð-
arinnar, þar á meðal mönn-
um í Bandaríkjunum, Bret-
landi, V-Þýzkalandi, ítaliu,
og Frakklandi. Hvað við-
víkur þátttökuslkilyrðum
höfum við til þessa haldið
okkur við þá ákvörðun að
frá hverjú einstöku landi
megi senda eina langa mynd
og eina stutta til verðlauna-
samkeppninnar. Kvikmynd-
imar verða sýndar í íþrótta-
höllinni, sem rúmar 10 þús
und áhorfendur í sæti, segir
Boris Malisévskí að lokum.
Kvikmyndin um Speidel verðlaunuð
Kvikmyndagerð stendur
með talsvert miklum blóma
í Þýzka lýðveldinu, enda
þótt við Islendingar höfum
haft af henni litil kynni
fram til þessa. Meðal verð-
launa fyrir kvikmyndir sem
einna mest þykir til koma
þar í landi era kvikmynda-
verðlaunin, sem kennd era
við Heinrich Greif.
Verðlaun þessi fyrir sl.
ár voru veitt þeim hjónun-
um Annelie og Andrew
Úr heimildarkvikmyndinni um Speidel hershöfðingja. Hér
sést þann (til vinstri) í veizlu einni í Fontaineblau-höllinni
í nágrenni Parísar á árinu 1940. Með Speidel eru á
myndinni fjármálaráðherra nlazista Schwerin Krosigk greifi
og liinn illræmdi böðull Frakka, Stúlpnagel liershöfðingi.
Thorndike, höfundum og
stjórnendum hinnar umtöl-
uðu heimildakvikmyndar um
Speidel hershöfðingja Hitl-
ers og Atlanzhafsbandalags-
ins „Áætlunin Germanska
sverðið". Var kvikmyndar
þessarar getið að nokkru
hér í þættinum í fyrra,
skömmu eftir að farið var
að sýna hana, en sýningar
á ihenni hafa hvarvetna vak-
ið mjög mikla athygli.
Heinrich Greif-verðlaunin
1958 hlutu ennfremur Wern-
fried Hiibel leikstjóri og
Rudolf Miiller myndatöku-
maður fyrir alþýðlega vís-
inda- eða fræðslumynd, sem
nefnd er „Á þröskuldi lífs-
ins“. Einnig voru verðlaun-
in veitt þeim Lisu Honing
og Witb Eichel fyrir frá-
bært starf á sviði tónupp-
töku ogf tals.
Heinrich Greif-verðlaunin
vora afhent við hátíðlega
athöfn i menntamálaráðu-
neyti Þýzka lýðveldisins af
menntamálaráðherranum Al-
exander Abusch.
Á myndinni sjást Francoise Rosay og prófessor A. M.
Brousil, sem sæti áttu í dómnefndinni á séðustu kvik-
myndahátíð í Karlovy l7arjy Brousil var formaður dóm-
nefndar.
Frá Karlovy Vary.
i Undirritaðir mótmæla árás-
i um þeim, sem enn er stöðugt
• haldið uppi gegn forvigis-
manni höfundaréttar hér á
landi, Jóni Leifs, tónskáldi.
í Jón Leifs hefur nú í mörg
• undanfarin ár borið uppi
' varnir fyrir höfunda og eig-
' endur höfundaréttar og leit-
azt við að auka gildi réttar
þeirra og eigna, án þess þó
1 að ganga á hlut nokkurs
manns. Fyrir þetta frum-
kvæði sitt hafa nú um langt
■ skeið beinzt gega honum tíð-
ar árásir, sem oft hafa verið
felandaðar ósannindum og út-
úrsminingum, er ekki verða
þolaðir lengur án ákveðinna
og mjcg eindreginna mót-
mæla.
Það er misSkilningur, ef
menn vilja halda því fram,
að þessi brautryðjandi höf-
undaréttarins standi uppi einn
í baráttu sinni fyrir vernd
andlegra eigna. A bak við
hann standa um 300 íslenzkir
höfundar og höfundarétthafar
.STEFs, ásamt fjölskyldum
þeirra, og allt að þrjú hundr-
uð félagsmenn Bandalags ís-
lenzkra listamanna, ásamt
fjölskyldum þeirra. Á bak við
hann standa ennfremur allir
þeir, sem unna andlegum
sköpunarmætti þjóðarinnar ís-
lenzkum og vilja stuðla að
vexti og viðgangi þessa mátt-
ar, þjóðinni til öryggis og
sjálfstæði hennar til álits-
auka. Á bak við hann standa
loks um 150 þúsund erlendir
höfundar og höfundarétthaf-
ar, sem ihann fer með umboð
fyrir, en það eru fulltrúar
þeirra krafta, sem ráða heims-
áliti og jafnvel úrslitum 'í
aliþjóðamálum, sem Island,
frelsi þess og öll hagsæld í
framtíðinni er svo mjög háð.
Hinu gleyma og flestir þeir,
sem gera sér far um að veit-
ast að Jóni Leifs, að hann
hefur fórnað því, sem fyrir
frumskapandi iistamann er
mest um verc — meira en
nokkuð annað, en það er
tími hans og eigin kraftar, —
til þess að bæta vinnuskil-
yrði og alla afkomu starfs-
bræðra sinna.
Vér undirritaðir færum hon-"
um þakkir fyrir ótrauða
frammistöðu í mecf. málefna
vorra, svo og fvrir óbilandi
þol hans gegn öllum árásum,
og lýsum fullum stúðiiingi
við 'hann og hinn sameigin-
lega málstað höfunda og ann-
arra listamanna.
Reykjavík, 9. apríl 1959.
Dr. Hallgrímur Helgason,
framkvæmdastjórí Tónskálda-
félags Islands, (sign).
Guðmundur Gíslason Haga-
lín, formaður Rithöfundasam-
bands íslands (sign).
Sigurður Reynir Pétursson,
varaforstjóri STEFs (sign).
Snorri Hjartarson, forseti
Bandalags íslenzkra lista-
manna (sign).
& _ _
Sh!PAÍlfGtH» HIKISINS
Skjalireí '
fer til Ólafsvíkur, Grundar-
fjarðar, Stykkishólms og Flat-
eyjar mánudaginn 4. maí.
Vörumóttaka í dag og árdegis
á laugardag. Farseðlár árdegis
á laugardag.