Þjóðviljinn - 29.04.1959, Síða 7
Miðvikudagur 29. april 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7
é ..
Sigurður Pétursson.
Á herranótt Hólavallarsveina
í Reykjavík 28. janúar 1799
var flutt í fyrsta sinn spánýtt
leikrit eftir sýs'umanninn í
Kjósarsýslu: Sigurð Pétursson.
Það nefndist ,.Narfi, eður sá
narraktugi biðill“, og var sam-
ið handa skólapiltum að fljdja
þetta kvö'd.' Það voru engir
leikdómendur viðlátnir, og þess
vegna vitum við ekki hvernig
sýningin tókst,: hvort hraði
leiksins var góður og staðsetn-
ingar eðlilegar. hvort leikend-
ur gerðu skyldu sína — hvort
höfundur var kallaður fram í
leikslok, hvort leikstjóri fékk
túlípana. En hitt vitum við, að
160 árum eftir frumsýninguna
verður Narfi ennþá lesinn með
veiþóknun og leikinn með ár-
angri; þessi gamanleikur
er fyrsta leikrit fslendjnga,
sem má kallast alvarlegur
skáldskanur. Höfundur hans
varð með bessu verki sannar-
legur frumherji nýrrar bók-
menntagreinar á íslandi. 26.
■apríl ei-u liðnar tvser aldir
frá fæðingu hans, og er sæmi-
legt að minnast hans af því
tilefni.
Sigurður Pétursson fæddist á
Ketilstöðum á Vö'lum eystra,
sonur Péturs sýslumanns Þor-
steinssonar og Þórunnar Guð-
mundsdóttur konu hans, en
hún var fjórði ættliðúr frá séra
Stefáni Ólafss.vni skáldi í
Vallanesi. Sveinninn sheiddi
hjá garði í Ská’holti og var
sendur í „menntaskólann" í
Hróarskeldu árið 1774. Hann
brautskráðist þaðan árið 1779,
tvítugur að aldri. Þá settist
hann í háskólann í Kaup-
mannahöfn, tók þar gott, nróf
í málfræði. b. e tungumálum,
þremur árum seinna, en hóf
síðan laffanám og 'auk bví lof-
lega vorið 1788. Næsta ár var
hann skinaður svslumaður í
Kjósarsýslu og héraðsdómari í
Gullbringusýslu. Því embætti
gegndi hann ti.l ársins 1803,
er hann var leystur frá bví
sakir heilsubrests. Eftir það
bjó hann embættislaus hjá
aldavini sínum: Geir biskupi
Vídalín, og síðast hjá ekkju
hans — ókvænt.ur, bamlaus og
blásnuuður.
Reykjavík 6. apríl 1827, tæpra
68 ára að aldri.
Föðurætt Sigurðar Péturs-
sona.r var fjölskipuð liprum
fjárplógsmönnum. Faðir hans
var í þeim efnum og fleirum
einhver hinn lakast.i maður, og
væri sjálfsagt innarlega hjá
Olíufélagi og Aðalverktökum
núna, En Sigurður sonur hans
sótti ekki aðeins skáldgáfu
sína i móðurættina, heldur
ejnnig skapgerðina, innrætið.
Séra Árni Helgason stiftpró-
fastur í Görðum segir svo í
æviágripi hans: „. . . hann
girntist ekki.auð’egð. . . ; orð-
lagt er, hvað linlega hann gekk
eftir sínum tekjum meðan hann
var sýslumaður. . . og hversu
hann var fús fil að miðla við
vini sína og náunga, því sem
hann mátti af sjá“. Séra
Árni lýsir lunderni Sigurðar:
„Fyrra part ævi sinnar var
hann gleðimaður mikill, jafn-
vel eftir það hann var orðinn
bilaður á heilsu og hingað til
lands kominn. Á efri árum lífs-
ins var hamn heldur fálátur..,;
en jafnvel á hans seinni árum
gat hann orðið vel glaður, þeg-
ar af honum bráði og hugurinn
fékk ráðrúm til skemmtilegra
hugsana. Samtal við gáfaða
vini lífgaði hann með sinni
fyndni. Hans til’ögur í sam-
talinu. . . voru heldur en ekki
stílaðar til skemmtunar. . .
Meiri tryggðamann hafa menn
trauðlega þekkt nú í margar
aldjr. . en ekki gat hann
verið a'ira vinur, sem líka
einu gilti.“
Sigurður varð kunnur af
kveðskap meðal stúdenta í
Höfn á háskólaárum sínum;
sum kvæði hans eru bersýni-
lega ort við sönglög, sem stúd-
entar hafa víst kyrjað. Hann
lét sýslumanninn í Kjósarsýslu
heldur ekkj ganga af skáldinu
dauðu; og sést á ýmsum stöð-
um í handritum hans, að hann
hefur viljað vanda kveðskap-
inn sem fremst hann kunni.
En Ijóðmæli hans voru fyrst
gefin út í Reykjavík árið 1844,
í nærfellt 300 blaðsíðna bók,
og nokkur íleiri með leikritum
hans tveimur árum sðar. Þau
eru léttilega og liðmannléga
semi eða hæðni, mjúklátri eða
napurri eftir atvikum; orðfær-
ið er oftsinnis sterkt og löng-
um skilmerkilegt; andúð hans
á valdamönnum og prjáli er
jafnaugljós og þokki hans á
lítilmögnum og einföldu lífi.
Útgáfa kvæðanna var því mið1-
ur hrapallega úr garði gerð.
Árið 1847 brrtist um hana rit-
aómur í Nýjum félagsritum,
væntanlega eftir Jón Sigurðs-
son; þar sagði svomeðal annars:
„Aðgætinn maður, sem hefur
gott handrit af kvæðum Sig-
urðar, hefur safnað helztu vill-
unum í Ljóðmælunum, og eru
þær svona lauslega á að gizka
hérumbil 1000 talsins. . . fyrir
utan mor af stafavillum". Þess-
ar á að gizka hérumbil þúsund
villur, sem ritdómandinn hefur
i huga, eru fyrst og' fxemst af-
bakanir textans — eins og þeg-
ar visuparturinn „Má ég voga
meiningar / mínar fram að
bera?“ verður í útgáfunni:
„Mínar þori ég meiningar /
mönnum fram að bera‘-‘. „En
yfir þó tekur hin afskaplega
greinarmerkjasetning**, segir
Finnur Jónsson í ritgerð um
Sigurð í Ársriti Fræðafélags-
ins 1927 — og er það víst
hverju orði sannara.
Svona voveifleg útgáfa gat
vitaskuld ekki leitt kvæði Sig-
urðar Péturssonar til sigurs,
jafnvel þótt heppni hefði fylgt
þeim að öðru leyti. En öldjn
var þeim einnig andstæð, þau
komu of seint fram í dagsljós-
ið. Hin yngstu þeirra höfðu
legið í þagnargildi eina tvo
áratugi og hin elztu þrefalt
lengur; og þegar þau voru að
lokum leidd fram, var tíminn
hlaupinn frá þeim: annarskon-
ar Ijóðstíll var setztur í önd-
vegi, nýtízkari smekkur réð
landi. Kvæði Sigurðar Péturs-
sonar fengu ekki færi á að
vinna sér hylli þjóðarinnar,
meðan þau voru ung og fersk.
Þau gátu ekki gengið í augu
nýrrar tíðar — eins og þau
voru líka úr garði gerð: af-
skræmd og iUa til reika. Samt
er það trúa mín, að ófáum
ljóðamönnum kunnj enn að
þykja slægur í textaréttum
kvæðum Sigurðar; hann hefur
verið í sjálfum sér drjúgum
snjallara Ijóðskáld en iandar
hans hafa gert sér grein fyrir.
En Sigurður PéturSson ér
miklu sögulegri leikrithöfund-
ur en ljóðskáld. Hann er ekki
nenia hnúkurtkiíeðal 'háfjállá ís-
lenzkra kvæðasmiða; en hann
rís sem stakur tlndur af flat-
lendi leikritunarinnar. Hann
samdi þó ekki nema tvö leikrit.
Hið fyrra nefndist Slaður og
trúgirni; en er þekktast undir
nafni aðalpersónunnar: Hrólf-
ur. Það mun hafa verið rit-
að árið 1796, en þann vetur
snemma sýndu Hólavallarsvein-
ar Það á herranótt. Áður höfðu
nokkrir menn borið við að
semja leikþætti hér á landi;
kumiastur þeirra er Snorri
prestur á Húsafelli með Sperð-
il sinn. Hrólfur tekur þessum
þáttum fram um flesta eða alla
hluti, an vegaemd Sigurðar
Péturssonar og söguleg þýð-
ing hans tengist þó fyrst og
síðast seinna leikriti hans:
Narfa, eður þeim narraktuga
biðli. Hann hefur verið sam-
inn á ofanverðu ári 1798 í
greiðaskyni við Hólavallar-
sveina, er sýndu hann í janú-
arlok 1799 eins og gétið var.
Fyrir þetta verk verður Sig-
urður Pétursson þiklaust að
teljast frumherji íslenzks leik-
skáldskapar; það skipar breið-
an sess í íslenzkr j bókmennta-
sögu — og því yerður ekki
þokað úr seti. Síðan liðu
hvorki meira né minna en 63
ár, þangað til íslendingar eign-
uðust annan sjónleik semnokk-
urs er verður: Útilegumenn
Matthíasar Jochumssonar. Það
er svona langt til næstu fjalla
af tindi Sigurðar Péturssonar.
Aðalpersónan í Narfa er sam-
nefnd búðarloka, assistent, hjá
dönskum kaupmanni i Reykja-
vík. Hann vill eignast dóttur
lögréttumanns nokkurs og
komast áfram í lífjnu eftir
breiðum vegi; og honum hug-
kvæmist ekki um sinn annað
ráð vænlegra en apa danska
siði og háttu, þykist. týna móð-
urmáli sinu og ekki kunna
nema danska tungu — bað er
raunar engin danska, heldur
go'franska og skollabýzka: .,Jeg
er farligur maður, jeg er hand-
elsmaður, jeg er kauomaður,
jeg er saltíiskemaður, stutt og
gott, jeg er maður fyrir alla
íslands maður, og kemur ég í
selskab, thá situr jeg a'tid
fyrir ofan prestur og sýslu-
mann, ha, ha, ha, já, máske
suma af lögmaðurinn með“. í
báðum leikritum Sigurðar Pét-
urssonar er margt um snjöll
tilsvör; ábendjngar hans um
látæði persónanna sýna glögg-
skyggni á það, sem ve! fer. og
skeínmtilega á sviði. En höfuð-
verðleikar Þess narraktuga
■biðils felast í því, hve ræki-
lega höfundurinn húðflettir
apaskap Narfa assistents. Hann
sýnir okkur af dæmi lifandj
manns, hve fáránlegt það er af
íslendingi að vilja ekki kann-
ast við móðurmál sitt — og
hve illa þeim hlýtur að farnast
sem apar í b’indni útlenda siði,
skríður fyrir svokölluðum
höfðingjum. Leikritið er í
stuttu máli þjóðernisprédikun,
sókn og vörn fyrir málið. Niku-
lás vinnumaður segir um
Narfa: „Því mér sýnist allt
hans athæfi og lífernismáti
vera furðanlega gikkslegur; að
apa eftir framandi þjóðum í
málfæri og limaburði, og gera
það skammarlega illa, öllum
heilvita mönnum til aðhláturs,
en blygðast við sinn eigin upp-
runa °g móðurmál, þann kalla
ég snáp, er slíkt gerir“. Gutt-
ormur lögréttumaður mælir
um dóttur sína: ,.Hún er. . . af
íSIenzkum komin, verður í Is-
landi, er íslenzk og skal verða
það ef ég má ráða: ég vil ekki
vinna það fyrir alla veraldar
muni, að hún fari til kaup-
mannsins og verði svo að
danskri apynju með Narfa apa-
ketti“
En vitan'ega væri ádeila
verksins ekki einhlít, boðskap-
ur þess einn síns liðs entist því
ekki til langlífis. Það er ein-
mitt verðskuldan Sigurðar Pét-
urssonar, að hann skapar Hf-
andi og trúverðugar persónur í
leikritinu. Það á einkum við
um Narfa sjálfan, sem reynist
ávallt .mannlegur og sennilegur
í allri helvítis fíf'skunni. Og
það á sömuleiðis við um Olaf
niðursetning; undir tötrum
hans bjarmar af sál og hjnu
viðkvæma lífi hennar. Sumar
aðrar persónur leiksins mega
þó kallast kararfólk i list-
rænum skilningi.
Það er gagnvegur milli fagn-
aðar og eftirsjár. Þeim, sem
gleðst við Narfa Sigurðar Pét-
urssonar, verður ósjálfrátt að
spyrja: hversvegna samdi hann
ekki fleiri leikrit? Það er saga
að segja frá því. Kjami henn-
ar er sá, að haustið 1799 bönn-
uðu yfirvöld Hólavallarskóla
piltum að halda framvegis hina
órlegu stórhátíð sína, herra-
nóttina — og var húti ekki
endurvakin fyrr en upp ú?
1820 í nokkuð breyttum stíl,
Á herranóttinni 28. janúar
1799 gerðust spm sé þau tíð-
indi að skólasveinninn, sem
krýndur var konungur, lagði
niður völd sín í vökulok og
kveðst ekki vilja vera meiri en
þegnar sínir, þ. e. aðrir skóla-
sveinar. Þetta virtist yfirvöld-
unura óhugnan'egt athæfi,
„héldu hér stæði til revolutjon,
eins og þá var á ferð í París“,
þótti sem verið væri að „lasta
monarchiska Regjering'-1 og
„uppvekja óleyfileg Friheda
Principia“ — og kæfðu bylt-
inguna í fæðingu með því að
forbjóða herranóttina; það er
smátt, sem hundstungan fjnn-
ur ekki. Með herranóttinnj
lagðist leikritaflutningur af á
íslandi um skeið: það var
höggvin önnur höndin af Icik-
skáldunum. Nú geta menn að-
eins látið sig dreyma, hverju
Sigurður Pétursson hefði kom-
ið í verk ef dönsku drjólamir
Framhald á : 10. síðu.
Hann andaðist í kveðiri,:'tíðunj blandin gaman-
FYRSTA
LEIKSK4LD
ÍSLEIVDINGA