Þjóðviljinn - 29.04.1959, Page 12
fslenzk málverkasýning í Moskvn
Islenzlca málverkasýningin var opnuð í Moskvu 17. apríl sl. í húsakynnum Púskín-listasafns-
ins, en það eru veglegustu sýningarsalir þar í borg. Á Ijósmyndinni sjást sýningargestir virða
fyrir sér málverk Kjarvals. Auk Moskvu verða málverkin sýnd í Kíeff og Leníngrad.
Árásin á orlofslögin hafin á ný
Nú ílytur Alþýðuílokksríkisstjórnin írum-
varp um breytingu á lögunum!
(R.íkisstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur
^kki gefizt upp við að krukka í orlofslögin, að sjálfsögðu án
noklkurs samráðs við verkalýðshreyfinguna.
Ríkisstjórnin lagði í gær
frumvarp fyrir Alþingi um
breytingu á orlofslögunum.
Felst í frumvarpinu sú breyt-
ing „að mönnum er í sjálfs-
vald sett hvort þeir taka orlofs-
fé. sitt í orlofsmerkjum eða
peningum.“
Jafnframt leggja stjórnar-
flokkarnir til að kostnaður við
framkvæmd orlofslaga verði
skorinn niður um hálfa milljón,
úr 650 þús. kr. í 150 þús. fcr.
Er það gert 1 sameiginlegum
breytingartillögum Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
Lýðræðissvifting
í Argentínu
ins við þriðju umræðu fjárlag-
anna.
Vopn frá USA
Bandaríkjamenn hafa ,tiú í
miklum flýti hafjð vopnaflutn-
inga til Panama, þar sem Pan-
amastjórn telur sig í hættu
vegna uppreisnarmanna.
í opinberri ilkynnjngu rikjs-
sjómar Panama segir, að 80
vopnaðir menn frá Kúbu hafi
gengjð á land í Panama og tek-
ið á vald sitt þorp nokkuð, um
50 km vega frá landgöngustað.
Þá segir Panamastjórn að her-
lið landsins, sem telur aðeins
2000 manns, sé reiðubúið að
mæta hverri árás.
Fagnaður ÆFR
annað kvöld
Æskulýðsfylkingin
Reykjavík heldur 1. maí-
fagnað í Framsóknarliús-
inn annað kvöld og liefst
ljann klukkan 9 s.d.
Dagskrá skemmtunar-
innar:
1. vÁvarp.
2. Tvlsöngur.
3. Þjóðdansar.
4. GIsli Halldórsson
leikari skemmtir.
5. Iíynnir á skemmtun-
inni verður Guðmundur
Ágústsson.
Fylkingarfélagar, eldri
sem yngri eru hvattir til
að fjölmenna á skemmt-
unina og taka með sór
gesti. Að.göngumiðar eru
afhentir í skrifstofu ÆFR
í Tjarnargötu 20.
Stjórn Argentínu hefur bann-
að kommúnistaflokk landsins,
og öll þau félög, sem taka mál-
stað hans eða munu taka hann.
OEinnig eru blöð flokksins og
öll önnur róttæk blöð og tíma-
rit bönnuð. Skrifstofum flokks-
ins hefur einnig verið lokað.
Mikið öngþveiti ríkir nú í efna-
hagsmálum og atvinnumálum
Argentínu og fær stjórnin ekki
við neitt ráðið. Til þess að
lægja óánægjuraddirnar, grípur
hún til þess ráðs að afnema
stjómmálafrelsið.
Þjóðveldisfl. Færeyja mótmæl-
ir sérréttindaaðstöðu Breta
Eins og skýrt var frá í fréttum í blaöinu í gær, hafa
ríkisstjórnir Danmerkur og Bretlands undirritað samn-
ing, iþess efnis að brezkir togarar skuli njóta þeirra sér-
réttinda að fá að veiða í færeyzkri landhelgi.
Þjóðveldisflokkur Færeyja
hefur iþegar mótmælt þessum
samningi með yfirlýsingu, sem
var gefin út í gær.
Myndarlegi gufugos
Á fjórða tímanum í gær
veittu margir eftirtekt mynd-
arlegu gufugosi úr borholun-
um tveimur í Túnunúm, en eins
og kunnugt er hafa þær verið
lokaðar síðan hætt var að bora
þar. Samkvæmt upplýsitigum
Gunnars Böðvarssonar verk-
fræðings stóð gosið í sambandi
við mælingu á holunum, sem
einkum miðaði að því að rann-
saka, hvort nokkurt samband
væri á milli þeirra. Var önn-
ur holan opnuð fyrst og gos-
magn hennar mælt, en síðan,
var hin holan opnuð líka, til
þess að vita hvort gosmagnið
'í fyrri holunni minnkaði nokk-
uð við það. Sagði Gunnar, að
ekki hefði virzt, eftir þessari
tilraun að dæma, vera neitt
samband á milli holanna. Um
það væri þó e'kki hægt að
segja með vissu fyrr en hol-
urnar hefðu verið látnar gjósa
lengri tíma, en slíkar rann-
sóknir væri ekki hægt að fram-
kvæma fyrr en lagður hefði
verið nýr fráreniTslisskurður
frá holunum.
í yfirlýsingu Þjóðveldis-
flokksins segir að allir færeysk-
ir sjómenn mótmæli þessum
samningi sem heimilar Bretum
einkarétt til að veiða í land-.
helgi Færeyja, en öllum öðrum
útlendingum, sem stunda veiðar
í kringum Færeyjar, er bannað
að veiða innan 12 mílna mark-
anna. Landhelgin .eigi auðvit-
að að vera friðhelg og bönnuð
öllum útlendingum jafnt.
1 yfirlýsingunni segir enn-
fremur að þetta samfcomulag
ihafi verið gert að undirlagi
dönsku stjórnarinnar ,en þessi
rangláta ráðagerð sé alls ekki
í samræmi við hlutleysisstefnu
Færeyinga. Yfirlýsingin endar
á þessum or$um; „Þjóðveldis-
flokkurinn óskar ekki eftir að
neinni erlendri þjóð séu veitt
hlunnindi á kostnað annarra.
ÞlÓÐVILJINN
Miðvikudagur 29. apríl 1959 — 24. árgaingur — 95. tölublað.
Elning í Reykjavík 1. maí
Á fundi 1. maí nefndar verkalýðsfélaganna í Reykjavík í
fyrrakvöld varð eining um hátíðahöldin hér í Reykjavík.
Undanfarið hefur venjulegt
undirbúningsstarf undir 1. ,maí
farið fram. Kröfugöngunefnd
in setti nefnd í að semja á-
varp dagsins og tókst eining
um ávarpið á fundinum í fyrra-
kvöld. Hátíðahöldin verða með
líku sniði og undanfarið: safn-
azt samaa við Iðnó og síðan
farið í kröfugöngu um götur
bæjarins og að henni lokinni
verður útifundur.
Alþýða Reykjavíkur mun ekki
láta standa á sér út á götuna
undir merki samtaka siniia 1.
maí nú, því mörg eru þau mál
sem alþýðan þarf að berjast
fyrir og sameinast um. Auk
kjaramála.nna verður 1. maí nú
dkki sízt helgaður landhelgis-
málinu.
Alger eining n 1. maí-kátíðaköld
^erkalýðsíélaganna á Akureyri
Tekjum dagsins varið til byggingar íélags-
heimilis verkalýðsfélaganna á Akureyri
Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Fullt samkomulag er í 1. maí-nefnd verkalyðsfélag-
anna á Akureyri um allan undirbúning hátíðahaldanna
og ávarp dagsins.
1. maí-hátíðahöld verkalýðs-' dansleikur á sama stað um
félaganna á Akureyri hefjast ^ kvöldið.
með útifundi við Verkalýðshús-1 Merki dagsins verða seld á
ið kl. 2 e.h. Ræður flytja Guð- götunum. Hagnaður af merkja-
mundur J. Guðmundsson frá
Reykjavík, starfsmaður Dags-
brúnar, Jón B. Rögnvaldsson,
formaður Bílstjórafélags Akur-
eyrar og Haukur Haraldsson,
formaður Iðnnemafélags Akur-
eyrar. Að útifundinum loknum
verður farið í kröfugöngu.
Barnaskemmtun verður í Al-
þýðuhúsinu kl. 3.30 e.h. og
sölu og samkomum dagsins
rennur til byggingar félags-
heimilis verkalýðsfélaganna á
Ákureyfi. Mikill áhugi er ríkj-
andi fyrir því að hafizt verði
handa um þá byggngu á þessu
sumri. Félagsheimilið verður
reist við Smáragötu og er nú
unnið að teikningu þess.
Sambúð Kínverja og Indverja
verði jiegar komið í gott horf
Ályktun frá þjóðþingi Kína, sem var slitið í gær
Þjóöþingi Kínverja var slitiö í gær, og var haldinn
lokaður fimdur um sambúðina við Indland og uppreisn-
ina í Tíbet þennan síðasta þingdag.
í lokaályktun þingsins er
skorað á kínversku þjóðina að
halda áfram að vinna ötullega
að uppbyggingu sósíalismans
í landinu. Skorað er á lands-
búa að fylkja sér einhuga til
þess að framkvæma áætlunina
um að auka iðnaðar- og land-
búnaðarframleiðsluna um 40
prósent á þessu ári.
I álylctun eru hörmuð óvin-
samleg ummæli ýmissa á-
byrgra stjórnmálamanna í
Indlandi í garð Kínverja und-
anfarið. Lögð er áherzla á að
nauðsynlegt sé að binda endi
á óeðlilega tortryggni milli
ríkjanna, og að vinda beri
bráðan bug að því að bæta
Strontium 90
tvöfaldaðist
Macmillan, forsætisráðherra
Bretlanids, sagði í brezka þing-
inu í gær, er hann var að svara
fyrirspurnum, að geislavirk
efni í rigningarvatni, einkum
hið hættulega efni Strontium
90, haf tvöfaldazt í Bretlandi á
siðasta ári.
sambúð rikjanna og koma
henni í eðlilegt horf.
Lýst er yfir því að Kín-
verjar muni ekki þola nein
erlend afskipti af innanlands-
málum Tíbets, og harmað að
ýmsir indverskir stjórnmála-
menn skuli fjandskapast út í
Kínverja, þótt fámennur hópur
afturhaldssinna geri uppreisn-
artilraun í Tibet.
Fara í boði tékkn-
esku verkalýðs-
samtakanna
Þeir Hermann Guðmundsson
formaður Hlífar í Hafnarfirði
og Þórir Daníelsson varafor-
maður Verkamannafélags Ak-
ureyrarkaupstaðar fóru héðan
í morgun áleiðis til Tékkó-
slóvakíu í boði tékkneska Al-
þýðusambandsins. Verða þeir
í Tékkóslóvakíu 1. maí og
munu dvel.ia þar um hálfs-
mánaðartíma í boði tékknesku
verkalýðssamtakanna.