Þjóðviljinn - 16.05.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.05.1959, Blaðsíða 1
INNIIBLAÐINU: Borgaralegur snyrtimennsku- glæpur í Iðnó 7. síða Vitnisburður húsbóndans, og Snara í hengds manns húsi, 6. síða Sovétstjórnin vill semja frið vió þýzku ríkin tvö Gromiko utanríkisráðherra laqði tillögur hennar íram á fundinum í Genf í gær Gromiko, utanríkisráðheri’a Sovétríkjanna, lagði í gær í Genf fi*am tillögur þeirra í Þýzkalandsmálinu. Sovét- stjórnin leggur til að gerðir verði friðarsamningar við bseði þýzku ríkin. Hann sagði að í bréfaskipt- um stórveldanna sem leiddu til fundariiis hefði orðið samkomu- lag um að rætt skyldj um frið- arsamninga við Þýzkaland á honum. Gromiko vísaði á bug tillög ■ nm vesturveldanna sem lagðar vora fram í Genf í fyrradag. Hann sagðist hafa áður tekið fram að það yrði aðeins til að torvelda lausn vandamálanna að flækja þeim saman í eina bendu. Miklu happadrýgra myndi reynast að leita lausnar iþeil’ra hvers um sig. I tillögum sovétstjórnarinn- ar er lagt til að Vestur-Berlín verði gerð að frjálsu borgriki og enn ítrekuð sú tillaga henn- ar frá 10. janúar um að hald- in verði ráðstefna allra þeirra ríkja sem þátt tóku í styrjöld- inni gegn Þjóðverjum til að ganga frá friðarsamningum við þýkku ríkin. Gromiko sagði að fulltrúar á ráðstefnunai yrðu að gera sér fulla grein fyrir því að til væru tvö þýzk ríki. Vesturveldin ættu að viðurkenna Austur-Þýzka- Framhald á 11. síðu tír hinum nýja vinnusal Ásmundar Sveinssonar. (Ljósm.: Sig Guðm. r Sýnlng Asmundor Sveinssonar* verður opnuð kl. 2 hvitasunnud. Ilér sést listamaðurinn standa við eitt af liinum stóru og áhrifamiklu málverkum sínum af sjómönnum að starfi. (Ljósm.: Sig. Guðmundsson.) lagsmyndum og uppstillingum. Það er hið vinnandi fólk, sem Framhald á 11. eíðu Gimnlaugur Scfeeving listmálarí t Á hvítasunnudág kl. 2 e.h. opnar Ásmundur Sveinsson myndhöggvari sýningu á 60 verkum sínum í nýja vinnu- skálanum, er hann hefur byggt að baki gamla húsinu sínu. Fjölmargt af verkum sýnis almenningi áöur. Ásmundur byrjaði á byggingu vinnuskálans þegar hann var sextugur, — áður hafði hann byggt ,,kúluna“ og unnið þar um skeið. En verkin hlóðust upp, og hann gat hvergi kom- ið þeim fyrir. Bygging nýja vinnuskálans (hálfhringsins) hefur tekið 6 ár, en nú er henni lokið, og listamaðurinn hefur flutt rúmléga 60 verk út í hann, og undanfarna mánuði hefur hann unnið við það m.a. að smíða palla urdir þau og koma þeim þar fyrir. Á sýningunni eru verk frá öllum starfstímabilum lista- mannsins, allt frá hafmeynni, er hann fékk eilfurmedalíu fyr- ir eftir tveggja ára nám í Sví- þjóð, Árstíðunum og Sæmundi á selnum, en síðasttalda mynd- in var tekin á stóra sýningu í París, sem erfitt var fyrir út- lendinga að komast inn á, er Ásmundur var enn ungur og lítt þekktur. Síðan mætti lengi telja myndir frá ýmsum starfstíma- bilum, allt til Geimdrekans þessum hefur ekki verið til (spútniksins), sem er ein nýj- ust mynda hans. Ég vil að menn hætti að deila um stílana, sagði Ásmundur í viðtali við blaðamenn nýlega. Ég öfunda ungu mennina: 20. öldin hefur hamazt svo mikið í leit að stílum að það er nú úr svo mörgu að velja. Að dei’a um stíl er fjarstæða; bæði fig- úrativar myndir og abstfakt myndir geta verið góðar, og hvorutveggja líka afleitar, — það sem um er að ræða er þetta: dugir maðurinn, eða dug- ir hann ekki. Sýninguna segist Ásmundur opna í þakklætisskyni við þá Reykvíkinga sem hafi veitt sér liðsinni, og er aðgangur því o- keypis fyrir alla, en sýningin verður ekki nú opin nema hvítasunnudag og annan, því þetta er vinnustaður Ásmundar jafnframt, — og hann er alls ekki á því að setjast í helgan stein. Sýningin verður opin báða þessa daga frá kl. 2—8 e.h. Sýningin er til húsa í Listamannaskálanum og verður hún opin næsta hálfan mánuð í dag kl. 4 e.h. opnar Gunnlaugur Scheving listmálari málverkasýningu í Listamannaskálanum. Verður hún opin í tvær vikur. Þegar fréttamaður Þjóðvilj- ans leit inn í Listamannaskál- ann í gærmorgun, var Gunn- laugnr önnum kafinn ásamt Svavari Guðnasyni við að hengja upp málverkin og búa undir opnun sýningarinnar. Málverkin á sýningunni eru 19 að tölu, flest stór og mikil yerk. Sagði Gunnlaugur, að þau væru nær öll máluð á síðustu 6 árum og hefur aðeins eitt þeirra verið á sýningu áður hér á landi. Nær helmingur mál- verkanna, og þau, eem setja mestan svip á sýninguna,' eru mynidir úr lífi og starfi ís- lenzkra sjómanna, enda má kalla, að slíkar myndir séu sér- grein Gunnlaugs. Nokkrar myndir eru þarna einnig úr sveitalífinu, en fátt af lands- Faanst ósjálfbjarga á Arnarhéli eftir neyzlu ritalins, sem læknir útvegaði Laust fyrir klukkan sex í fyrradag fann götulögregl- an ósjálfbjarga karimann á Arnarhólstúni og tók í vörzln sína. I cinum vasan- um á fötiun mannsins fannst glas með ritalín-töflum, ró- ancli lyfi. Kvaðst maðurinn hafa fengið Iyfseðil á töfl- urnar hjá lækni einum liér í baxnum, en hjá lionum hefði hanh oft áður fengið lyf þotta, vcnjulega 30 töfl- úr í livert sinn. Stundum hafi j>að borið við, að sögn mannsins, að liann átti ekki nægilegt fé til að leysa út lyfseðilinn og liafi þá Iækn- irinn einnig gefið honum peninga fyrir töflunum. Lyf- seðlana á ritalín-töflurnar hafi hann jafnan fengið án j)ess nokkur læknisskoðun færi fram. Utan á .glasi þvf, sem fannst í vasa nfarinsins, stóð skrifað að taka ætti eina töfiu þrisvar á dag. Maður þessi virðist hinsvegar hafa gleypt 17 töflur á tímabil- inu frá kl. 2 síðdegis þar 11 hann var tekinn í vörzlu lögreglunnar kl. 5,45. Framangreind frétt er byggð á upplýsingum rann- sók^arlögreglunnar, sem hefur rannsóku málsins með liöndum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.