Þjóðviljinn - 24.05.1959, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.05.1959, Qupperneq 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 24. maí 1959 Um réttarhöld og fleira Framhald af 7. síðu. annað erindi gert sér þangað en að sjá svo um að ekkert yrði úr íyrirætlunum þeirra kump- ána, enda leystist samkoman upp án þess að nokkur tæki til máls. • INNANFÉLAGSDEILUR Einn félagsmeðlimur, Ger- hart Frey að nafni, hafði með timanum séð að hópurinn var á villigötum og vildi hætta öllu samstarfi við hann. Hins vegar þvertók hann fyrir að ,,flýja“ til Vestur-Þýzkalands. Þetta gerðist á fundi hópsins 10. jan. 1959. Og nú fór hópurinn sam- kvæmt félagslögum að leggja niður fyrir sér hvernig þeir bezt gætu komið þessum fyrr- verandi félaga sínum fyrir katt- arnef. Fyrst var ákveðið að skjóta manninn. Attu tveir úr hópnum að lokka hann með sér á afvikinn stað og síðan átti að skjóta hann aftanfrá. Pístóla þeirra félaga var um þessar mundir geymd í Leipzig af eiiphverjum ástaeðum og var einn náunginn sendur þangað sérlega sendiför að ná. í i hana (Brendel). Fyrir réttinum sagði hann: „Mér var ljóst að vopnið átti að nota gegn Frey.“ Áður en til kastanna kom, sáu þeir að þetta var ekki gott ráð, því erfitt mundi að koma líkinu í burtu. Ákváðu þeir því að sprauta lofti eða insúlíni inn í æð hans, en þeir höfðu heyrt í BBC að með þessu móti hefði enskur læknir kálað konu sinni, eða þá að gefa honum inn eitur. Þetta báru þeir fyrir réttinum. Ekki hef ég frétt hvernig þeir félagar héldu sig með þessu móti geta komið líkinu betur í burtu. En áður en þeir komu þessu í verk voru þeir hand- teknir, — sem betur fór. • ENDALOK Fasehing er mikil hátíð í Þýzkalandi. Stendur hún í Sax- landi í marga daga og endar á Sprengikvöldi. Þá er alls staðar mikið um að vera, haldin eru grímuböll og Þjóðverjar drekka sig þá fulia hópum saman og láta eins og Islendingar á sum- um dansleikjum. Þá er ekki fallegt siðferðið í landinu. Þetta ætluðu þeir kumpánar að nota’ sér. Þeir ætluðu á Sprengi- kvöldi að dreifa miðum og líma á veggi áskoranir til fóllts að hópa sig saman og binda endi á „kúgunina“. Þeir höfðu skipt borginni niður í hverfi og hafði hver meðlimur sínu hlutverki að gegna. Þeir sem áttu að líma þetta upp á auglýsingasúLur áttu að vera vopnaðir gasbyss um. Þessar gasbyssur eru þannig útbúnar, að sé skotið á fjögurra metra færi, þá er sá sem skotið er á óskaðlegur í nokkurn tíma, sé skotið á tveggja metra færi getur viðkomandi hlotið alvar- lega brunasár og ef skotið kem- ur í höfuðið getur hann blindazt gersamlega. Við réttarhöldin voru þeir sem förina áttu að fara spurðir: „Hefðuð þér virki- lega skotið, ef einhver hefði séð til yðar við að hengja upp áskorunina og gert sig líklegan til að hindra yður?“ og ákærðu svöruðu allir með jái. „Og hefð- uð þér þá fyrst athugað hvort færið væri fjórir metrar eða tveir metrar?" Ekki töldu á- kærðu sig hafa haft tíma til að hugsa um slíkt. Sprengikvöld var 9. 2., hóp- urinn var handtekinn 4. 2., — sem betur fór. Hópur þessi var sérdeilis vel skipulagður, þeir þóttust vera undir allt búnir. Þeir höfðu gert ráð fyrir að einhver eða einhverjir úr hópnum yrðu handsamaðir. Og þá átti að grípa til örþrifaráða. Fyrst átti að skrifa lögreglunni hótunar- bréf: ef þeim yrði ekki sleppt mundi hópurinn sprengja ein- hverja brú í Dresten í loft upp. Reyndar voru þeir ekki búnir að gera upp við sig hvort þeir ættu að sprengja brú yfir Sax- elfi í Dresden, eða hvort þeir skyldu sprengja úr klettabelti á milli Dresden og Bad Schan- dau og stöðva þannig alla um- ferð milli Tékkóslóvakíu og DDR. En sprengiefnið höfðu þeir. Ef þessi hótun ekki dyggði, þá ætluðu þeir að ráðast al- vopnaðir á fangelsið og frelsa þannig þessa vini sína. En þeir voru teknir allir í einuí — sem betur fór. Reyndar þóttust þeir hafa séð við þessum möguleika líka. Þá' ætluðu þeir að taka blásýru eins og Göring í Núrnberg forð- um. En líklega hafa þeir gleymt blásýrunni heima, •— sem betur fór. • VIÐTAL VIÐ SAKSÓKN- ARANN: Eg hafði tækifæri til að tala við saksóknarann eftir mála- ferlin og leggja fyrir hann nokkrar spurningar: „Mér er kunnugt um að blöð á Vesturlöndum hafa haldið því fram að sakborningar þessir hafi verið dæmdir fyrir skoð- anir sínar eingöngu. Getið þér sagt mér eitthvað um þetta“ „Hér í DDR mega allir hafa sína skoðun, hverja sem þeir vilja, og enginn verður dæmd- ur fyrir skoðanir sínar, hverjar sem þær kunna að vera. En hér var ekki aðeins um skoðanir að ræða, hér tala verkin. Þessi hópur hafði safnað að sér vopn- um, skotfærum, sprengiefni og eitri, sem þeir voru albúnir að nota. Við það hefðu margir sak- lausir borgarar sem af tilviljun hefðu verið nærstaddir ,getað misst líf og limi. Að þessi við- leitni þeirra var vonlaus frá upphafi er ekki þeim að þakka. Hvarvetna er slíkur verknaður talinn til landráða og svo er einnig hér.“ „Hvernig stóð á því að málið gegn þrem meðlimum hópsins var niður fellt?“ Þeir höfðu að nokkru leyti séð að sér áður en þeir voru handteknir og voru að reyna að losa sig úr hópnum. Auk þess viðurkenndu þeir hrein- skilnislega brot sitt strax og hjálpuðu þannig mikið til við að skýra málið. Auk þess segir í iögum að ef sakborningur geri sér ljósa grein fyrir af- broti sínu og iðrist gerða sinna, þá er hægt að láta hann sleppa við málssókn. Brotlegir menn sem gefa sig fram af fúsum vilja og játa afbrot sitt, geta sloppið við refsingu. Þessi laga- grein var notuð í þessu tilfelli." „Mér virðist af réttarhöldun- um að hér hafi verið um sam- ansvarinn hóp að ræða. Getið þér gefið mér skýringu á því hvernig á því stóð að allir und- antekningarlaust viðurkenndu brot sitt fyrir réttinum og voru ekki með nein undanbrögð?1 Saksóknarinn kímir við þess- ari spurningu og segir: „Þeir höfðu lagt trúnað á þær frásagnir vesturþýzkra útvarps- og áróðursstöðva að lögreglan beiti hinum hryllilegustu að- ferðum við að fá menn til að játa. Þessvegna ætluðu þeir líka að taka inn eitur, ef þeir yrðu handsamaðir. Líklega hef- ur þeim fallið allur ketill í eld þegar lögreglumennirnir fóru að rökræða við þá í samræðu- formi í stað þess að pína þá. Svo var heldur ekki gott fyrir þá að neita, þegar hinir þrír höfðu meðgengið." ,,Mér heyrist á fólki, svo og sé ég það í blöðum hér að þessir dómar eru taldir tiltölulega vægir. Hvaða aðrar refsingar gátu komið til greina og hvern- ig voru dómarnir ákveðnir?“ „Dómarnir, þetta frá fimm og upp í tiu ára tugthús sýna tvennt. Þeir sýna hversu hættu- legur hópur var hér á ferðinni og sýna jafnframt að tekið var tillit til æsku sakborninganna, sem flestir eru rúmlega tvítug- ir. Þetta eru að vísu engin börn og þeir vissu vel hvað þeir voru að gera. Þannig hafði Bauer fest kaup á réfsiréttinum og hafði á fundi sagt kumpán- um sínum hvaða refsing mundi bíða þeirra ef upp um þá kæm- ist, fimmtán ára fangelsi og líf- lát foringjans. Þetta gerði hann í þeim tilgangi að þjappa hópn- um betur saman. Þá var tekið tillit til þess að allt prógramm hópsins var byggt á áróðri vest- rænna útvarpsstöðva, rétturinn tók tillit til þess að þessir ungu menn höfðu verið æstir upp af þeim fjandmönnum ríkisins, sem um þessar mundir sitja í valdastólum í Vestur-Þýzka- landi. Þeir dæmdu eru ekki að- alsakborningarnir í þessu máli. Þeir raunverulega seku sitja þar sem ekki næst í þá og hafa það náðugt. Það er ekkert unn- ið með því að dæma þá smáu í tvöfalda refsingu fyrir það að ekki næst í aðaisakborning- ana. En ég held að þessi refs- ing sem þeir nú hafa fengið sé nóg. Þeir fá nógan tíma til að hugsa sig um. Það er von mín, að þegar þeir koma út aftur í fyllingu tímans, þá verði þeir orðnir aðrir og betri menn.“ „Þeir voru semsagt dæmdir til tugthúsvistar. Hvað bíður þeirra þar? Hafa þeir t.d. mögu- leika á að hafa bækur undir höndum, geta þeir kannske haldið áfram námi sínu í tukt- húsinu?“ „í DDR er lögð höfuðáherzla á uppeldi fanganna með þeim tilgangi að reyna að bæta þá og gera að nýtum borgurum. Aðaluppeldisaðferðin er þar vinnan. Þessi vinna er þó ekki eins og áður tíðkaðist þannig, að hver saumi póstpoka eða lími saman pappírsöskjur í sínum klefa. Hér vinna fangarnir átta tíma á dag í stórum verksölum með nýtízku vélum, ekki hver fyrir sig, heldur í verkflokkum. Tilgangurinn með því er að ala upp hjá þeim tilfinninguna fyr- ir samvinnu og samhjálp (Koll- ektiv). Hér er ekki til það sem hét „upp á vatn og brauð“. All- ir fangar eru vel haldnir í mat. Fangar fá borguð full laun fyr- ir vinnu sína, þar frá dregst fæðis- og gæzlukostnaður. Ef um fjölskyldumann er að ræða og þurfi hann að sjá fyrir fjöl- skyldu sinni, fær hann útborg- að jafnóðum. Annars er ekki borgaður út nema hluti laun- anna strax, hitt er greitt þegar fanginn kemur aftur út, þó ekki allt í einu heldur smátt og smátt. Tilgangurinn er að skapa föngunum við útkomuna fjár- hagslegt öryggi. í fangelsinu er stórt bókasafn sem fangarnir geta notað að vild. Auk þess er hverjum fanga heimilt að taka með sér og fá sent það sem hann vill af kennslu- og fræðibókum. Þó mega þeir ekki taka þær með sér út aftur, þær verða eign fangelsisbókasafnsins. Þess eru dæmi að menn hafi lokið há- skólanámi úr fangelsinu. En fangavistin er samt áreið- anlega engin skemmtivist. Eg óska engum að sitja inni í fimm vikur, en það er sem kunnugt er minna en fimm ár.“ • LOKAORÐ Saksóknarinn gat þess að starfsemi hópsins hefði verið vonlaus frá upphafi. Þetta er að mínu áliti hárrétt. Svo virð- ist sem tilgangur þeirra hafi verið að byrja einhvers staðar með æsingafund eða uppsteit og mundi ekki þurfa meira til að koma fjölda manns af stað. Þarna skjátlaðist þeim hrapal- lega að mínu viti. Þeir hefðu aldrei getað komiá neinu slíku Fyrsta frjáls- íþróttamót sum- arsins í dag Vornxót iR, fyrsta írjáls- íþróttamót sumarsins, hefst á Iþróttavellinum gamla kl. 2 síð- degis í dag. Keppendur eru um 30 að tölu og meðal þeirra Hallgrímur Jónsson og Þorsteinn Löve í kringlukasti, Valbjörn Þorláks- son í stangarstökki, Þórir Þor- steinsson í 400 m hlaupi, Björgvin Hólm í 110 m grinda- hlaupi og spjótkasti, en í síð- astnefndu greininni er Gylfi Gunnarsson einnig meðal kepp- enda. Byggingafélag verkamanna stofnað á Höfn í Hornafirði Höfn, Hornafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Fyrir nokkru var stofnað byggingafélag verkamanna hér á Höfn. Ekki er enn vitað hver verð- ur formaður, þar sem félags- málaráðuneytið á að skipa hann, en ekki hefur það enn gert það svo vitað sé, þótt beiðni um það hafi verið send fyrir meir en mánuði. Hér er nokíkuð af ungu fólki sem vantar húsnæði og er því mikil þörf fyrir starfsemi slíks byggingarfélags hér; ef hægt er að fá einhver lán úr bygg- ingarsjóði, því þau eru veitt með þeim kjörum er gera fá- tæku, ungu fólki fremur kleyft að ráðast í byggingu íbúðar, er myndi því að öðrum kosti algerlega ofviða. ÚTBREIÐIÐ ÞJÓÐVILJANN af stað af þeirri einföldu még- inástæðu að almenningur ér yfirleitt harla ánægður með kjör sín hér, gagnstætt þvi sem var 1953. Að vísu murt það málefni staðreyndar að lífs- kjör í DDR eru ekki enn eins góð og kalla má í Vestur- Þýzkalandi. En þau fara stöð- ugt batnandi, gagnstætt því sem er í Vestur-Þýzkalandi. Stjórn DDR hefur sett sér það mark- mið að láta lífskjörin í þessu landi fara fram úr lífskjörum vestra fyrir árið 1961, það er að segja á tveim árum. Þetta er eins og málin standa mikið verkefni og stórhuga takmark, en fullkomlega raunhæft að þeirra dómi. Þetta er Öllum al- menningi ljóst. Þess vegna hef- ur fólkið enga ástæðu til að gera uppsteit eða stofna til æs- inga . Allra sízt á þetta við um stúdenta, en ca. 90% þeirra fá stýrk sem nægir þeim til lífs- framfæris. Þess vegna finnst mér það mikið, þótt ekki sé það hlutfallslega rnikið, að Bauer og félagar skýldu ná saman 14 af 14000 stúdentum hér við háskólann. 11. 5. 1959 Tryggvi Sigurbjamarson. Maður slasast er reykháfur f ellur á hann í fyrrakvöld vildi það slys til að reykháfur brotnaði í hús- inu nr. 20 við Vatnsstíg og féll ofan á einn mannanna, sem var við vinnu sina þar í húsinu. Slasaðist maðurinn, Valdimar Vigfússon Laufásvegi 20, all- mikið og var fluttur í sjúkra- hús. Vinsamlegur tónn um Genf í London og Moskvu I Selwyn Lloyd, utanríkisráð- herra Breta, kom til Lundúna í gær £rá Genf. Við heimkomuna lagði hann áherzlu á að mik- ill munur væri á ráðstefnunni í Genf og öðrum ráðstefnum stórveldanna áður. Samskipti fulltrúanna væru vinsamleg og þeir virtust allir hafa fullan hug á að ráða fram úr vanda- málunum. Hann kvaðst vongóð- ur um árangur, þótt mikið bæri enn á milli. Fyrirlesari í Moskvuútvarp- inu sagði að það væri uppörv- andi að þótt svo hefði mátt virðast fyrstu viku ráðstefn- unnar að „dauðir menn hefðu ræðzt við“, hefðu aðra vikuna verið gefnar yfirlýsingar sem borið hefðu þess vitni að að- ilar vildu ná sáttum. íslandsmeistara- mótið í bridge íslandsmótið í bridge (sveita. keppni) hefst í Tjarnarcafé í dag kl. 2 síðdegis. Tólf sveitir taka þátt i keppninni, þar á meðal sveit Halls Símonarsonar, ís- landsmeistara 1958. Spilaðan verða 7 umferðir eftir svo- nefndu Monradkerfi. m (oiAa vfiW \{ja$Wiir TruUwused T&6bi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.