Þjóðviljinn - 19.06.1959, Síða 5
Föstudagur 19. júrií 1959 — ÞJÓEjVILJINN — (5
Stöðvun k j ar nor ku ví gbúncxðar
é dcsgskrá í VerkamanncsfL
F]ö!mennt verkalýSssamhand krefsf oð
Brefland afsali sér kjarnorkuvopnum
Allt bendir til að' óbreyttum flokksmönnum í Verka-
mÐ.nnaflokknum brezka ætli að' tak&st aö knýja flokks-
forustuna til að ganga lengra í baráttunni gegn kjarn-
orkuvopnum en hún hefur veriö fáanleg til þessa. Ljóst
er að æ fleiri flokksmenn hallast aö því að Bretar eigi
aö ganga á undan með einhliða kjarnorkuafvopnun, ef
ekki næst samkomulag um alþjóðlegar aðgerðir til að
heíta kjarnorkuhervæðinguna.
. Þetta kom skýrt fram á ný-
afstöðnu þingi sambands etarfs-
manna sveitar- og bæjarfélaga,
þriðja fjölmennasta sérgreinar-
sambands í brezku verkalýðs-
samtökunum.
Bann við frainJeiðsIu
og notkun
Á fundi sambandsins var
samþykkt, gegn vilja samþands-
stjórnarinnar, ályktun um að
ríkisstjóm sem yerkamanna-
flokkurinn mvndar í Bretlandi
I'ranK (Juusins
beri að stöðva framleiðslu
kjarnavopna h-vort sem önnur
ríki gera það eða ekki. Hingað
til hafa forustumenn Verka-
mannaflokksins ekki viljað
láta skuldbin/da hann til að
stöðva fram'eiðslu kjarnorku-
vopna í Bretlandi, nema trj'ggt
sé að eins verði farið að í
Bandaríkjunum og Sovétríkjun-
um. Hinsvegar er það stefna
Verkamannaflokksins, að Bret-
um beri að hætta tilraunum
með kjamorkuvopn upp á sitt
eindæmi, ef ekki næst sam-
komulag við hin kjarnorkuveld-
in um allsherjar stöðvun.
í ályktun sambands starfs-
manna sveitar- og bæjarfélaga
er þess einnig krafizt að Verka-
mannaflokksríkisstjórn geri
fullnægjandi ráðstafanir til að
tryggja að kjarnorkuvopnum
verði ekki beitt frá brezku
landi. Sú samþykkt jafngildir
kröfu um að brezki herinn
verði sviptur kjarnorkuvopnum
og floti og flugher Bandaríkj-
anna verði sviptur öllum stöðv-
um í Bretlandi og brezkum ný-
lenídum.
775.000 atkvæði
Þessi samþykkt hefur vakið
mikla athygli í Bretlandi, vegna
þess að samband starfsmanna
sveitar- og bæjarfélaga ræður
yfir 775.000 atkvæðum á þingi
Alþýðusambands Bretlands og
um 600.000 atkvæðum á þingi
Verkamannaflokksins. Stuðn-
ingurinn við róttæka stefnu í
kjarnorkumálum hefur aukizt
svo í Verkamannaflokknum á
síðustu árum, að breytt afstaða
þessa eina sambands getur orð-
ið til þess að breytt verði um
stefnu sambands og flokks á
ársþingum þeirra í haust.
Á þingi Verkamannaflokksins
I í; Brighton fyrir tveim árum
munaði minnstu að samband
flutningaverkamanna, stærsta
verkalýðssamband Bretlands
með um 1.300.000 félagsmenn,
snerist gegn stefnu flokksfor-
ustunnar. Framkvæmdastjóri
sambandsins, Frank Cousins,
vildi að Bretar gengju fram
fyrir skjöldu með einhliða
kjarnorkuafvopnun, en hann
fékk ekki meirihluta sambands-
stjórnar með sér.
Cousins tekur forustuna
Nú er þess beðið með eftir-
væntingu, hvað gerist á þing-
um hinna stóru verkalýðssam
banda í Bretlandi. Enginn
vafi er á að ályktanir um
breytta afstöðu til kjarnorku-
vígbúnaðar koma fyrir þing
flutningaverkamanna, járn-
brautarstarfsmanna og kola-
námumanna, sem haldin verða
um og eftir næstu mánaðamót.
Frétzt hefur að Frank Cous-
ins hafi hug á að beita sér
fyrir að stefnu flokksins verði
breytt í það horf að allir
flokksmenn geti sætt sig við
hana. Sagt er að ein af hug-
myndum hans sé að Bretland
bjóðist til að framkvæma ein-
hliða kjarnorkuafvopnun, af-
sala sér kjarnorkuvopnum sem
framleidd hafa verið og skuld-
binda sig til að þdggja þau ekki
af öðrum ríkjum, ef öll ríkin
sem engin kjarnorkuvopn hafa
framleitt né fengið, skuldbinda
sig til að gera engar ráðstaf-
anir til að hefja framleiðslu
þeirra né útvega sér þau á ann-
an hátt.
Næði þessi hugmynd Cousins
fram að ganga yrðu Bandaríkin
og Sovétríkin einu kjamorku-
veldin. Margir hafa áhyggjur
af að kjamorkuafvopnun verði
brátt óframkvæmanleg, ef halid-
'ið verður áfram á þeirri braut
að fleiri og fleiri ríki hefji
framleiðslu kjarnorkuvopna
jafnóðum og þau hafa tök á
því. Vandinn er nógur nú þeg-
ar, eins og sjá má á afstöðu
frönsku stjómarinnar til ráð-
stefnunnar í Genf um stöðvun
tilrauna með kjarnorkuvopn.
Stjórn de Gaulle í Frakklandi,
hefur lýst yfir að hún sé stað-
ráðin í að gera Frakkland að
kjarnorkuveldi og kveðst ekki
muni telja sig bundna af nein-
um ákvörðunum um stöðvun
tilrauna sem fulltrúar Banda-
ríkjanna, Bretlands og Sovét-
ríkjanna kunna að taka i Genf.
Hættan eykst
Allir eru sammála um að
hættan á að til kjarnorkustyrj-
aldar komi er því meiri sem
fleiri ríki ráða yfir kjarnorku-
vopnum. Bent hefur verið á að
almenn kjarnorkuhervæðing
myndi gera óprúttnum stjórn-
anda fært að koma af stað
.kjarnorkustyrjöld rnilli ann-
arra ríkja. Komi að því að
kjarnorkuvopn verði breidd út
víða um hnöttinn, verður ekki
lengur liægt að vita með neinni
vissu, hvaðan kjarnorkuárás
kemur. Tortryggi tvö ríki hvert
annað getur það þriðja valdið
kjarnorkustyrjöld milli þeirra í
blóra við annað hvort, með því
að gera kjarnorkuárás á hitt.
Endurgjaldsárás yrði gerð
samstund's á það ríki sem
þætti líklegastur óvinur, án
þess að nánari athugun færi
fram á því hvaðan árásin hefði
í raun og veru komið. Á þenn-
an hátt gæti til dæmis slóttug-
Framh. á 11 síðu.
A ii ?> 1 v
ysing
uri byggÍKr^r í Garðahreppi
Hér eftir mun bygginganefnd hreppsins framfylgja
byggingarsamþykktum hreppsins og er vakin athygli
þeirra, sem hugsa sér aö byggja hús í hreppnum, á
eftirfarandi ákvæðum byggingarsamþykktar:
„II. kafli 4. gr. 3. liður:
Séruppdrætti skal gera af:
„a. Járnbentri steinsteypu og fleiru viðvikjandi burðar.
þoli í byggingunni fylgi útreikningar þar sem reikn-
að er með meiri notþunga en venjulegum Ibúðar-
notþunga skal þess getið á uppdráttum og hve
mikill hann er; teikningar þessar skulu samþykkj-
ast af byggingarnefnd áður en farið er að slá uþp
fyrir sökkli.
„b, fyrirkomulag vatns- og skolpveitna og hita gas og
rafmagnslagna um fyrirhugað hús, að því og frá.
allt eftir nægilega stórum mælikvarða. Vatns; og
skolpkerfi samþykkist áður en steypt er upp fyrii
sökkli, en hitalagnateikning áður en húsið er fok-
helt; um rafmagnsteikningar gilda ákvæði rafmagns-
veitu.
„c. Sérstökum hlutum húss eða mannvirkja eftir svo
stórum mælikvarða að vinna megi eftir þeim, ef
byggingarfulltrúi krefst þess“.
Athygli er einnig vakin á lið 8 í sömu grein ofan-
greinds kafla:
„8. Uppdrættir og útreikningar skulu gérðir af sér-
menntuðum mönnum -— húsameisturum, verkíræð-
ingum, iðnfræðingum eða öðrum, er bygginganefnd
telur hafa nauðsynlega kunnáttu til þess og uþpfylla
þær kröfur, sem gera verður til tekniskra uppdrátta.
Sá, sem uppdrátt gerir eða útreikning skal undir-
rita hann með eigin hendi, enda beri hann ábyrgð
á, að árituð mál séu rétt og að uppdráttur og útraikn-
ingur sé í samræmi við settar reglur“.
Auk þess er ákveðið, að ekki skuli leyfðar byggingar
í hreppnum, nema aðgangur sé tryggður að vatnsból;
og frárennsli, sem heilbrigðisnefnd hreppsins sam-
þykkir.
Hreppsnefnd Garðahrepps,
Bygginganeíitd Garðaihrepps.
Yfirburðir Sovétríkjanna i
geimvisindum staðreynd
Þeir bera vifni háþróa&ri tœkni sem ber
af þeirri sem þekkist á vesturlöndum
„YfirburSir Sovétríkjanna í geimrannsóknum eru óum-
deilanlegir“ Sérfræöingur Kaupmannahafnarblaðsins
Information, J. Lindegaard Christensen, birti fyrir nokkr-
um dögum grein í blaöinu undir þessari fyrirsögn.
r
I
anum
1 greininni ræðir höfundur
fyrst um sólareldflaug Sovét-
ríkjanna sem skotið var á loft
2. janúar og fór framhjá
tunglinu í aðeins 4,000 km
fjarlægð, en síðan inn á braut
umhverfis sólina. Þetta var
stærsta eldflaug Sovétríkjanna
— og heimsins —- sem kölluð
er CH-10.
Hann segir að þetta eld-
flaugarskot hafi „eytt öllum
grun um að vesturlöndin væru
á nokkru sviði geimrannsókna
komin fram úr Sovétríkjunum.
Hin gífurlega nákvæma stjórn
sem hinir sovézku vísindamenn
gátu haft bæði á gervitunglun
um og gerviplánetunni þegar
þeir voru að koma þeim á
brautir sínar er vitnisburður
um mjög háþróaða tækni, sem
algerlega samsvarar þvl sem
bezt þekkíst á vesturlöndum —
ef ékki meira en það.
Það sem við getum lært af
hinum velheppnuðu geimrann-
sóknatilraunum Sovétrikjanna
er að þau virðast auka yfir-
burði sina í smíði eldflauga-
hreyfla svo og' á öðrum svið
um eldflaugatækni.“
Stærsta eldflaug lieims
Höfundúr lýsir síðan eld-
flauginni sem bar gerviplánet-
una á loft — CH-10. Hann
segir að hún hafi verið fjögurra
þrepa. 1. og 2. þrepið sem
hleypt er af stað samtímis
hafa hvort um sig hrejúil sem
gengur fyrir föstu eldsneyti,
sem notað er að jafnaði í loft-
varnaflaug flotans GOLEM 3,
og annan hreyfil með fljótandi
eldsneyti, sem notaður er í 1.
þrepi langdrægra flugskeyta af
gerðinni T3A. 3. þrep CH-10 er
afbrigði af millileiigdaskeytinu
T-2, en 4. þrepið er búið sér-
staklega smiðuðum hreyfli sem
brennir fljótandi eldsneyti.
Einn tíundi úr sekúndu
Nákvæmni bra,utarinnar sem
eldflaugin fer er fyrst og
fremst komin undir því, segii
hann, að lokað sé fyrir hreyf-
il 4. þrepsins á nákvæmlega
réttum tíma. Ástæðan til þess
að sólareldflaugin fór svo nærri
tunglinu sem raun varð á vai
sú að sovézltu vísindamennirnii
gátu með útvarpsskeyti frá
jörðu lokað fyrir hreyfilinn án
þess að skeikaði meira en einum
tíunda úr sekúndu frá réttuir.
tíma.
Mjög háþróuð tækni
Hann lýsir síðan útbúaaði
þeim sem sovézkir vísinda-
menn nota til að stýra eld-
flaugum inn á réttar brautir.
og segir síðan:
„Allur rafeindaútbúnaðurinrw
ber með sér að hann er ávöxtur
mjög háþróaðrar tækni, sem
notast við hjálpargögn sem
bandarískir v’ísindamenn hafa
sum hver aðeins á undirbún-
ingsstigi."
Niðurstaða Christensens er
því þessi:
„Yfirburðir Sovétrlkjanna í
geimrannsóknum eru óumdeil-
anlegir.“