Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 1
OKUR '] Á 7. síðu er sagt frá • viðskiptum „fjármáia- mannsins" og umsvifa- mikils kaupsýslumanns. íhaldið hefur Alþýðuflokhinn í ríkisstjórn enn um sinn Sfldin farin að fitna, en veiði er enn lítil I FlokksráS SJálfstœSisflokksins utaldi rétt” oð stjórna gegnum AlþýðuflokksráS- herra fram yfir haustkosningar Skrítna stjórnin verður í ráðuneytunum enn um nokk- urra mánaöa skeið. Flokksráö Sjálfstæöisflokksins „taldi xétt, að Sjálfstæöisflokkurinn, aö óbreyttum aðstæðum, skyldi verja núverandi ríkisstjórn vantrausti fram yfir kosningar til Alþingis í haust“, sagði Morgunblaðiö í gær. Alþýðublaðið er að vonum mjög kampakátt og lætur skína í þaö að enginn annar flokkur muni fær um aö stjórna íslandi. Ákvörðun Sjálfstæðisflokks- ins að viðhalda ríkisstjórn Em- ils Jónssonar enn um nokkurra mánaða skeið bendir til að Prentaradeilan í Bretlandi óleyst Ftilltrúar prentara og prent- smiðjueigenda ræddust við í verkamálaráðuneytinu í London í gær, en ekki mun neitt hafa miðað áleiðis til lausnar deil- unni, og eru enu allar liorfur á að öll dagblaðaútgáfa leggist niður í Bretlandi upp úr helg- inni. i hann sé ve] ánægður með á- rangurinn af því fyrirkomulagi, sem upp var telcið í desember. Að sjálfsögðu ráði flokkurinn, sem nú hefur 20 þingmenn, öllu um stjórnarathafnir, en Alþýðuflokkurinn blasi hins vegar við í ráðherrastólunum og fái á sig óvinsældirnar af afturhaldsverkum ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórnarflokkurinn á nú sem kunnugt er sex menn á þingi. Ekki hefur verið til- kynnt um fjölgun ráðherra, en ekki er ól’íklegt að þeir tveir Alþýðuflokksþingmenn sem ekki hafa ráðherrastól, Egg- ert G. Þorsteinsson og Stein- dór Steindórsson, telji sig ekki síður ábyrga bjargvætti þjóð- arinnar en hinir fjórir, og verði því innan skamms ráð- herrunum fjölgað um tvo. Var það ekki formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks -• ins sem sagði nýlega: Miklir menn erum við, Hrólfur minn. S’íldveiði er enn dræm fyrir norðan. I gær lönduðu 10 skip dálitlu magni af síld til bræðslu á Siglufirði. Þau sem komu með yfir 100 mál voru þessi: Tálknfirðingur BA 264, Faxa- borg RE 164, Guðbjörg GK 152 og Flóaklettur GK 147. Auk þess var nokkrum smá- slöttum landað til söltunar. Síldin sem landað var í gær reyndist hafa um 17 prósent fitumagn. í samningum um sölu saltsíldar er1 gert ráð fyr- ir að fitumagn síldarinnar sé 20 prósent upp úr tunnu, og er þá talið að fitumagnið þurfi að vera 19% þegar síldin er söltuð, þar sem hún léttist T salti en fitumagnið helzt ó- breytt. Síldarútvegsnefnd hefur enn e'kki leyft söltun Norðurlands- síldar, en búizt er við að sölt- un hefjist almennt innan skamms, en hún er þegar haf- in í smáum stíl. Veður er ennþá mjög kalt á miðunum, þar er mikill strekk- ingur og 'ískuldi eftir að sól er sezt. Síldarflotinn er mestall- ur á svæði um 60—70 sjómíl- ur norðvestur af Siglufirði. ((Frá fréttaritara). Ghanastjórn skorar á Frakka að hætta við kjarnatilraunir Stjórn Ghana hefur skorað á frönsku stjórnina og de Gaulle, forseta Frakklands, að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með kjarnavopn í Saharaeyðimörk- Ef Frakkar færu sinu fram þrátt fyrir þessa áskorun myndi stjórn Ghana . ekki hika við að vekja athygli alls mannkyns á framferði þeirra. ínni. Fréttamönnum var skýrt frá þessu í gær í höfuðborg Ghana, Accra. Talsmaður stjórnarinnar sagði að áskorun þessi væri byggð á ummælum vísinda- manna að kjarnasprengingar í Sahara myndu reynast íbúum Ghana og annarra rík’ja Vestur- Afríku hættulegar. Auk þess væri það skoðun Ghanabúa að Frakkar ættu ekk- ert tilkall til Sahara. Iiún væri eign Afríkubúa einna, sem aðrir hlutar Afríku. Kosloff farinn til Kaliforníu Frol Kosloff, varaforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, lagði í gær af stað frá ’Washington í ferðalag sitt um Bandarikin, og var ferðinni fyrst heitið til Kaliforníu. Hann sagði við fréttamenn við brottf’örina frá Washington að hann ætlaði að „halda áfram kommúnistiskri undirróðursstarfsemi sinni.“ __naa>: .7 Héraðsnefnd Alþýðúbandalagsins í Reykjavík efnir til kvöldskemmtunar fyrir s'tarfsfólk G-listans ií alþingis- kosningunum n.k. miðvikudag kl. 8.30 í Lido. Flutt verða stutt ávörp, upplestur, tvísöngur (Jón Múli og Jónas Árnasynir), Gestur Þorgrímsson og Haraldur Adolfsson skemmöa, dans. Starfsfólk G-Iistans vitji aðgöngumiða í Tjarnargötu 20 á mánudag. Öðrum til fyrirmyndar MYNDIN AÐ OFAN: Kaffisalur hraöfrysti- húss Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar. Þarnc rúmast um 150 manns, og mun þetta verc glœsilegasta kaffistofa á vinnustaö hér i landi. Fólkiö kemur þangað að sjálfsögði beint frá vinnunni, og eru hlíföaráklœöi höfc yfir stólunum hversdagslega, sem hœgt ei að taka af vilji fólkiö haldc —. parna skemmtanir eðc fundi. MYNDIN TIL VINSTRIl, Hermann Guðmundsson formaöur Hlífar afhéndir heiöursskjal Hlífar fyrir góðan aöbúnaö að verka- fólki. — Ljósm. Sig. Guðm. Sjá frétt á 12. síöu. í öllum deiidum á nmnu-*a dagskvöld. Sósíalistafélag Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.