Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.07.1959, Blaðsíða 9
ÍÍ’S —, ÓSKASTUNDIN Guðmundur Þór á ekki heima í Mosfellssveit í næst síðasta blaði var saga eftir ungan ,rithö|- und, Guðmund Þór á. Erúarlandi. Við gerðum há skyssu að bæta neð- ar, við Mosfellssveit, en hér var um að ræða Brúarland í Hraunhreppi, Mýrarsýslu. Við biðjum Guðmund Þór velvirðing- ar á þessu. Hann hefur skrifað okkur aftur og sendir aðra sögu. Við þökkum bonum fyrir bréfið og góðu óskirnar og þessa SKRÍTLUR — Hvers vegna stendur þú þarna úti í læknum maður? — Ha, 'Jú, læknirinn sagði mér að taka með- alið inn í vatni. — Hún sagði að þú værir reglulegur api. — Ó, þetta er það versta sem ég hef heyrí. Þú hefur vonandi tekið s\ari mínu? — Svo sannarlega. Ég sagði henni að maður ætti ekki að dæma fólk eftir útlitinu. Egill fjögra ára svar- ar í símann. — Ég er einn heima með systur minni. — Sæktu þá systur þina svo ég geti talað v íð hana. Það er löng þögn. Loks kemur Egill aftur í sím- ann. — Já, frændi, ég reyndi en ég gat ómögu- lega náð henni úr leik- grindinni. skemmtilegu sögu. Hún heitir: Egg fuglsins Það var einn dag að við strákarnir vorum að sækja kýrnar. Þá steig Ljóma ofan í hreiður. Tvö egg brotnuðu en tvö voru heil. Svo rákum við beljurn- ar heim. Við bundu;n hvora belju á sinn bás. Svo fórum við inn, eftir það kom kvöldmaturinn. Guðmundur Þór 8 ára. Felunafnavísa F-n-r, -j-l-a-, S-m-n, -v—n-, S-v-r-i-, J-n-s, B-l-u-, -ey-a-, P-l-a-. S-í-u, S-ei-n, -t-f-n, -ei-, H-r-l-u-. Það á að bæta stöfum inn i staðinn fyrir band-. strikin. PÓSTHÓLFIÐ Ég óska að komast 5 bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinurn 10—12 ára. Ragna Guðrún Jóhannsdóttir, Kjarnholtum, Biskupstungum Árnessýslu. Ég óska að komast í bréfasamband víð pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Þóra Einarsdóttir, Kjarnholtum, Biskupstungum Arnessýslu. Laugardagur 4. júlí 1959 — 5. árg. — 21. tbl. wmúm ffitfttjóri: VilborQ Dagbjartsdóttir — Útgefindi: ÞjóSviljinn Á AFMÆLI KATTARINS eftir JÓN HELGASON Viðsjárverð þykir mér glyrnan gul, geymir á bak við sig marga dul, óargadýranna eðli grimmt á sér í heilanum fylgsni dimmt. Alla tíð var þó með okkur vel, einlægt mér reyndjst þitt hugarþel, síðan ég forðum þig blindan bar, breiddi á þig sæng þegar kaldast var Fimm voru systkinin fædd í heim, fagnar þú degi hið eina af þeim; hinum var öllum í æsku drekkt, ósköp er kattlífið dapurlegt. Lifað nú hefur þii ’árið eitt, oddhvöss er vígtönnin, klóin beitt; stundum á kvöldin með kurteis hljóð kveðurðu af munni fram ástaljóð. Andvakan þykir mér yfrið löng unz ég í garðinum heyri söng, hugurinn glaðnar þá heldur til, hlægir mig dillandi raddarspil. Til munu þeir sem það tónverk lízt tiikomulítið, en eitt er víst: læðan sem kúrir í leyndum stað leggur við eyrun að hlusta á það. Mjúkur, með kirfileg kampahár kemurðu að dyrum í morgunsár, upp þig úr munnvatni allan þværð. aug'unum lygnir í sæld og værð. Ólundin margsinnis úr mér rauk er ég um kverk þér og vanga strauk, ekki ér mér kunnugt um annað tal álíka sefandi óg kattarmal. Trýnið þitt starfar og titrar kvikt. tekst því að skynja svo marga lykt. þar sem mér ekki með allt mitt nef unnt er að greina hinn minnsta þeí. Bugðast af listfengi loðið skott, lyftist með tign er þú gengur brott; aldreí fær mannkindin aftanverð á við þig jafnazt að sundurgerð. Laugardagur 4. júlí 1959 ÞJÖÐÍVILJINN (9 RJ S í ÞRÓl " T S R RITSTJÓR I: ; "W'ft/yi Héraðsmet á Snæfellsnesi Hér fer á eftir skrá um liéraðsmet í frjálsum íþróttum innan Héraðssambands Snæ- fellsnesJ og Hnappadalssýslu. Metin eru miðuð við 1. janúar s.l. — Skýrslan er birt í fram- haldi af fyrri frásögn af starfi sambandsins: K A R L A R : 100 m hlaup: Gísli Árnason Gr. 11,2 sek. Eiðar 1952. Karl Torfason Sn. 11,2 sek. Stykkis- hólmi 1956. 200 m hlaup: Hermann Guð- mundsson 25,4 sek. Reykjavík 1950. 400 m hlaup: Karl Torfason Sn. 54,9 sek. Stykkish. 1958. 800 m hlaup: Herm. Guðmunds- son Sn. 2:14.3 mín Reykjavík 1958. 1500 m hlaup: Daníel Njálsson 4:21,4 mín. Stykkish. 1958. 5000 m hlaup: Kristófer Vald. Tr. 17:20,4 min. Þingvellir ’57. Langstökk: Þórður Indriðason Þ. 6,75 m Gaulverjabær 1958. Hástökk: Jón Pétursson Sn. 1,90 m Reykjavík 1957. Þrístökk: Jón Pétursson Sn. 14,16 m Reykjavík 1957. Stangarstökk: Brynjar Jónsson Sn. 3,38 m Rvík 1955. Langstökk án atr.: Sig. Helga- son Sn. 3,08 m Stykkish. ’55. Hástökk án atr.: Sig. Helgason Sn. 1,53 m Stykkish. 1955. Þrístökk án atr.: Jón Péturs- son Sn. 9,12 m Stykkish. 1955. Kúluvarp: Ágúst Ásgrímsson í. 15,01 m Breiðablik 1951. Kringlukast: Erling Jóhannes- son I. 43,37 m Gaulverjabæ ’58. Spjótkast: Jónatan Sveinsson V. 50,54 m Ferjukot 1954, Fimmtarþraut: Þórður Indriða- son Þ. 2240 stig Stykkish. '57. Tugþraut: Brynjar Jónsson Sn. 3390 stig Rvik 1955. 4x100 m hl.: Umf. Snæfell 48,8 sek. Stykkish. 1958. 4x100 m hl.: Héraðssveit 48,1 sek. Ákureyri 1955. 1000 m boðhlaup: Héraðssveit 2:15,6 mín. Þingvellir 1957. K O N U R : 80 m hlaup: Guðbjörg Lárents- dóttir 11,1 sek. Akureyri 1955. Langstökk: Lovísa Sigurðar- dóttir 4,44 m Reykholt 1957. Hástökk: Kristín Sveinbj.d. E. 1,28 m Garðar 1958. Kúluvarp: Helga Guðnadóttir Sn. 9,54 m Reykjavík 1951. 4x100 m Umf. Eldborg 61,4 sek. Stakkhamar 1957. 4x80 m hl.: Héraðssveit 48,4 Akureyri 1955. 5x80 m hl.: Héraðssveit 60,3 sek. Þingvellir 1957. Hoife vann Þróft Lið það sem hér er á vegum Þróttar og frá hefur verið sagt, lék fyrsta leik sinn við gest- gjafana í fyrradag og fóru leik- ar þannig að Þróttur tapaði 0:4. I fyrra voru Þróttarar í heimsókn hjá liði þessu og þá unnu Þróttarar með 7:1. Þetta er annar flokkur og munu dönsku piltarnir leika gegn Fram á mánudag á Framvellin- um. Engir kncstfspyrnuleikir ð dag I dag og á morgun fara eng-' ir knattspyrnuleikir fram eins og venjulega, en það stafar af hinu glæsilega vígslumóti Laug- ardalsvallarins. Á mánudags- kvöld fara fram nokkrir leik- ir: — Mánudagur 6. júlí: Hásk. — Msm. 2 fl. B — Valur: KR kl. 20.00 KR-völlur — JLandsmót 3. fl. A (A-riðill) — Víkingur: Valur kl. 20.00 KR:ÍBK kl. 21.00. Valsvöllur — Landsmót 3. fl. A (B-riðill) — IBK: — Þróttur kl. 20.00. Fram:ÍA kl. 21.00. Fram :ÍA kl. 21.00. Fram völlur — Landsmót 4. fl. (B- riðill) — Víkingur.’Fram kl. 20.00. KR:ÍA kl; 21.00. Þau skemmta í Tivoli Þetía eru Loit og Loe Anders — Þau skemmta í TivoU um helgina og nœstu viku og sýna allskonar listir á hkum hjólum. 'ú, Áx V V'díl ’ýii ióíbitladk IJÖJ \{k Aí (y ’ Eli j{. ,4 M fiflv

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.