Þjóðviljinn - 05.08.1959, Side 1

Þjóðviljinn - 05.08.1959, Side 1
Krústjofí heimsækir Bandaríkin og Eisenhower fer tii Sovétríkjanna Krústjoff væntanlegur til Bandarikjanna um miðjan næsta mánuð, mnn dveljast Jiar í um hálfan mánud * , . < Ekkert Eát á j bardðgum i Lacs' i < Stjórn Laos hefur nú lýst < yfir neyðarástandi í fimm af J fylkjum landsins sem liggja < næst landamærum þess og < Norður-Vietnams, en þar hgfa verið háðir harðir bardagar að un'danförnu milli hersveita hennar og þjóðfylkingarinnar Pathet Lao. Stjórnin hefur einnig sent Hammarskjöld, framkvæmdastjóra SÞ, érindi þar sem hún sakar stjórn Norður-Vietnams um að hafa veitt uppreisnarmönnum stuðn- ing. Það hefur nú verið endanlega ákveðið að Krústjoff, forsætisráðiherra Sovétríkjanna, komi í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna í næsta mánuöi, en Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, fari síðar til Sovétríkjanna. Þetta var tilkynnt í Washington og Moskvu í fyrradag og hefur tilkynningunni verið mjög vel tekið um allan heim. Hún kom ekki á óvart því að undanfarið hafa fréttamenn þótzt þess fullvissir að Krústj- off yrði boðið til Bandaríkjanna, enda sagði Eisenhower forseti að ákvörðunin um að bjóða honum vestur hefði „verið verst geymda leyniarmáhð í Evrópu“. Um miðjan næsta mánuð Ekki mun enn hafa verið fyiliiega ákveðið hvenær Krústj- off kemur til Washington, en bú- izt er við að það verði um miðjan næsta mánuð, 14. eða 15. september Hann mun senni- lega fyrst dveljast tvo-þrjá daga í Washington og ræða við Eisen- hower, en fara síðan í 10 daga ferðalag um Bandaríkin. Eisenliower fer fyrst fil Evrópu Eisenhower mun fyrst fara ti 1_ Vestur-Evrópu og ræða þar við leiðtoga Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands áður en hann tekur á móti Krústjoff, og er búizt við að hann komi til Lundúna 23. ágúst, verði þar í þrjá daga og ræði við Macmillan forsætisráðherra, en fari síðan til Parísar á fund de Gaulle og dveljist þar í tvo daga. Sennileg- ast er taiið að Adenauer, forsæt- isráðherra Vestur-Þýzkalands, muni nú' gera alvöru úr för sinni til Bretlands sem skotið hefur verið á frest í alllangan tíma, og hitti Eisenhower í leiðinni. De Gaulle, sem dvalizt hefur í orlofi í Colombey les deux Eglises, hefur boðað ráðuneytis- fund einhvern næstu daga og verður þar rætt um væntanlega heimsókn Eisenhowers og við- ræður hans og Krústjoffs. Ótti í París og' Bonn Ákvörðuninni urn væntanlega viðræðufundi þeirra Krústjoffs og Eisenhowers hefur yfirleitt verið tekið mjög vel um allan heim. Þó segja fréttaritarar að í París og Bonn verði vart nokk- urs ótta við að þær viðræður kunni að leiða til þess að þessi tvö mestu stórveldi heims geri með sér samkomulag sem geti gengið í berhögg við stefnu stjórng Vestur-Þýzkalands og Frakklands. Almenn ánægja í Bretlandi í Bretlandi rikir almenn á- nægja með þessa ákvörðun, sem stuðningsmenn brezku stjórnar- innar telja mikinn sigur fyrir Macmillan og þá viðleitni hans að auka samskipti og bæta sam- búð austurs og vesturs, eins og brezku íhaldsblöðin komast að orði. Macmillan hefur látið í Ijós þá von að viðræður Krústjoffs og Eisenhowers leiði til þess að boðaður verði fundur stjórnar- leiðtoga allra stórveldanna. Stjórnarandstaðan í Bretlandi hefur ekki síður fagnað ákvörð- uninni en stuðningsmenn stjórn- arinnar. í Bandaríkjunum eru skoðan- r næstu vikurnar Vatn brauzt enn yfir veginn á Mýrdalssandi aðfara- nótt sl. sunnudags og streymir nú yfir veginn á þremur stöðum. Verður vegurinn því ófær bílum um ófyrirsjáan- legan tíma. Vegurinn austur yfir Mýrdals- sand rofnaði fyrir nokkrum vik- um og var ófær um tíma. Var horíið að því ráði að breyta stefnu vatnsins og' veita bví vest- ur á sandinn. Vatnið hefur samt sem áður ílutt mikið af möl að veginum, og hefur veginum verið haldið opnum með Því að hækka varnarvegginn — sem vegurinn liggur eftir. Jafnframt var fyrir nokkru haf'izt handa um að gera brú á Blautukvisl í því augnamiði að veita vatninu í hana og þar í gegn. Stöðugt hefur sú hætta vofað yfir að vatnið brytist yf- ir veginn áður en brúin kæmist upp og vatninu hel'ði verið veitt þangað. Aðfaranótt s.l. sunnudags brauzt vatnið yfir veginn aust- arlega á sandinum, eða móts við Langasker. Var þá rofið skarð í veginn vestar á sandinum, til að Framhald á 2. síðu. ir nokkuð skiptari, þó að lang-1 flest blöð og flestir stjórnmála-! menn hafi látið í Ijós ánægju með ákvörðunina. Einn af þing- mönnum repúblikana í öldunga- deildinni kallaði hana „þjóðar- hneyksli“, en hinir þingmennirn- ir voru miklu fleiri sem létu í ljós ánægju sína. í þeim hópi voru t.d. Johnson, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, Hump- hrey og Fulbright, tveir mestu áhrifamenn í utanríkismálanefnd deildarinnar. í Sovétríkjunum hefur frétt- in um þessa fyrirhuguðu fundi verið birt undir áberandi fyrir- sögnum og fréttaritarar segja að almenningur þar eystra fari ekki dult með fögnuð sinn og geri sér vonir um að gagnkvæmar heim- sóknir leiðtoga stórveldanna tveggja muni leiða til bættrar sambúðar þeirra og betri friðar- horfa. Blaðaummæli New York Times segir að við- ræður þeirra Krústjoff og Eisen- hower verði ekki samningsum- leitanir og engir samningar verði gerðir. Hins vegar geti þær leitt til þess að æðstu menn stórveldanna allra komi saman og setji niður deilur sínar með samningum. New York Heraid Tribune seg'- ir að þessi ákvörðun sé „ágæt“, en varar við of mikilli bjart- Framhald á 6. síðu Fundi utanrfkisráðherrg ; stórveldanna lýkur í dag Ekki búizt við að nokkur niðurstaða fáist eða að nýjar viðræður verði ákveðnar í dag lýkur ráðstefnu utan- ríkisráðherra stórveldanna í Genf, en þeir hafa setið á rök- stólum þar síðan 12. júní, þó með nokkru hléi. Ráðstefnunni er slitið að ósk Bandaríkjanna. Ráðherrarnir sátu á fundum í gær til þees að ganga frá lokatilkynningu ráðstefnunnar, en náðu ekki samkomulagi um orðalag hennar. Fréttaritarar segja að Gromi'ko, utanr'íkis- ráðherra Sovétríkjamia, hafi viljað leggja meiri áherzlu á þann jákvæða árangur sem Framhald á 6. síðu Nefnd frá öllum þingflokkum semur um aukna sölu á salfsíld og k@rfa Horfur á að samningar um sölu á 80.000 fn\ í viShóf fil Sovéfrikjanna verSi gerSir i dag Ríkisstjórnin hefur skipað sérstaka nefnd til samninga við Sovétríkin um aukna sölu á saltsíld og karfa til Sovétríkjanna, og hófust samningar í gær. Vonir standa til að samið verði um sölu á 80.000 tunnum í viðbót í dag. Nefndin er skipuð samkvæmt tilnefningu þingflokkanna, og eiga þessir menn sæti í henni: Gylfi Þ. Gíslason frá Alþýðu- flokknum og er hann formaður nefndarinnar, Lúðvík Jósepsson frá Alþýðubandalaginu, Jó- hann Hafstein frá Sjálfstæðis- flokknum og Gísli Guðmunds- son frá Framsóknarílokknum. í nei'nd Sovétríkjanna eiga sæti Alexandrov ambassador Sovét- ríkjanna hér á landi, Stephan- ov forstjóri þeirrar stofnunar ] Sovétríkjunum sem annast verzlun með matvæli og Kras- silnikov verzlunarfulltrúi Sov- étríkjanna hér á landi. Seðlabankinn lieldur við sitt Nefndirnar hófu viðræður í gær, og eins og áður hefur verið skýrt írá hér í blaðinu eru góðar líkur á þvi að Sov- étrikin auki kaup sín á salt- síld og karfa. Fundur verður hafður í dag' og standa vonir til þess að þá verði gengið frá nýjum samningum. Eins og áður hefur verið raK- ið hér í blaðinu hefur aðalsér— fræðingur Framsóknarflokks- ins í efnahagsmálum, Vilhjálm- ur Þór, gert sérstakar ráðstaf- anir til þess að reyna að stöðva sildarsöltunina með því að lýsa yfir þvi að Seðlabank- inn muni ekki endurkaupa ’án sem veitt eru vegna síldarsölt- unar, nema sildin hafi verið seld fyrirfram. Seðlabankinn heldur fast við þessa afstöðu, og mun binda lán sín við um það bil helming af því verð-*. mæti sem saltað er framyfiyji samninga samkvæmt ábyiígljg ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.