Þjóðviljinn - 05.08.1959, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.08.1959, Blaðsíða 5
- Miðvikudagur 5. ágúst 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Mestur hluti borgarinnar Napólí á Ítalíu liefur verið vatnslaus aö undanförnu vegana bilunar á aöalvatnsæö- um og mikilla þurrka. Tæpa milljón manns skortir vatn. Mikil ólga er í borgarbúum^ af þessum sökum og hefur vopnuð lögregla verið sett á vörð á götum borgarinnar til að koma í veg fyrir óeirðir. Vatnið hefur verið að þverra Smám saman að undanförnu vegna þess að lindir þær sem borgin fær vatn frá liafa þorn- að upp sökuai úrkomuleysis. Ofan á þetta bættist að skrið- ur féllu á nokkrar helztu vatns- leiðslurnar til borgarinnar og skemmdu þær. Við það var al- veg vatnslaust í þeim hlutum borgarinnar sem liggja næst liafinu og þá einnig í hinu þéttbyggða miðbiki hennar. Bæjarstjórnin hefur setið á rökstólum, en hefur ekki komið neinu í verk. Hvað eftir annað hafa orðið óspektir. Fólk hef- ur hópazt saman á götum úti til að krefjast aðgerða og ráð- izt á lögregluna með hnífa, flöskubrot og annað að vopni þegar hún hefur reynt að dreifa mannfjöldanum. Um 20 lögregluþjónar hafa hlotið meiðsl í þessum átökum. Það hefur gert illt verra að övenjumiklir hitar hafa verið í Napólí eins og víðast hvar annara staðar á meginlandinu. Braskarar hafa séð leik á borði og gosdrykkir eru nú komnir í hærra verð en vín af beztu tegurilum. Forseguleg borg grafin upp ítalskir fornleifafræðingar hafa að undanförnu unnið að því að grafa upp rústir for- sögulegrar borgar skammt frá Poliochoni á eynni Lemnos. Það er að vísu um 30 ár síðan uppgröfturinn hófst, en honum hefur einkum miðað áleiðis upp á síðkastið og er nú búið að grafa upp rústir mikils hluta borgarinnar sem talin er vera frá árunum 2500—1600 fyrir Krist. Borgin er því eldri en Trójuborg. Allt skipulag henn- ar, skolpleiðslur og húsarústir sem enn standa bera með sér að þar hefur búið fólk á háu menningarstigi, en allt bendir til þess að borgin hafi lagzt í eyði af völdum jarðskjálfta. Mörg verkalýðssambönd í Bretlandi hafa ákveðið að bera fram á næstunni kröfu um að vinnuvikan verði stytt niður í 40 stundir. Sex sambönd verka- manna í rafmagnsiðnaðinum sem í eru 120.000 menn urðu fyrst til þess, en við munu bæt- ast 39 sambönd verkainanna í skipasmíða- og vélaiðnaðinum, en í þeim eru um 3 milljónir manna. Samband námumanna, sem í eru 680.000 menn, styður einnig' þessa kröfu. Ein liöfuð- krafa prentaranna sem nú liafa verið í verkfalli í tæpan mánuð er einmitt 40 stunda vinnuvika. V «5 mani Þelrra hefur veriS leifaS i 15 ár en fleiri liggja enn á hotni vatnsins Múgur og margmenni streymir nú til Toplitz-vatns í Steiermark í Austurríki þar sem nokkrum ÞjóÖverjum hefur tekizt aö finna á botni vatnsins falska fimm ster- lingspunda seöla sem hljóöa upp á um 40 milljónir kr. Hundruð þúsunda Moskvubúa og; annarra sovézkra borgara hafa þegar séð bandarísku sýn- inguna í Moskvu, og' er sízt minni áhugi þeirra að kynnast því sem Bandaríkjamenn gera bezt en Bandaríkjamanna að skoða hina miklu sovézku sýn- ingu í New York. Myndin er tekin á bandarísku sýningunni. Norskir Lappar viija setjast að r a Hreindýrarækt gefst vel á Grænlandi, svo vel að margir Lappar frá Noregi hafa áhuga á að flytjast þangað og setjast þar að með ^hjarðir sínar, að því segir í norska blaðinu Tíana Blad. Einn hefur þegar gert al- vöru úr því. Hinum aðflutta stofni hefur fjölgað um 300—400 Idýr í sumar og alls munu nú vera um 2.000 hreindýr á Grænlandi. Fyrstu dýrin, 260 talsins voru fíutt þangað frá Noregi árið 1952, en um 400 dýr hafa verið skotin síðan. Það voru þýzku nazistarnir sem létu falsa þessa seðla á stríðsárunum og notuðu þá m.a. til að greiða njósnurum sínum í löndum bandamanna. Seðlarn- ir voru svo vel gerðir að jafn- vel sérfræðingar Englaníds- banka hafa látið blekkjast af þeim. I stríðslok þegar hrun þýzka herveldisins var fyrirsjáanlegt lét Gestapo sökkva seðlaforð- anum niður á botn Toplitz- vatns og þar hefur hann legið síðan. Ótal tilraunir hafa verið gerðar til að hafa upp á seðl- unum, en að því bezt er vitað hefur engum tekizt það fyrr en nú. Fjórir drepnir Ævintýramenn og glæpalýður frá ýmsum löndum, og þó að sjálfsögðu einkum frá Vestur- Þýzkalandi, en þar búa enn sumir þeirra Gestapómanna sem sökktu séðlakössunum í vatnið, hafa á undanförnum 15 árum reynt að hafa upp á þeim. Hefur gengið á ýmsu, því að enginn hefur unnt öðrum að finna „fjársjóðinn1 og hafa a.m. k. fjórir menn beðið bana með dularfullum hætti. Þeir hafa fundizt drukknaðir í vatninu. Lögreglan hefur látið sér nægja þá skýringu að þeir hafi orðið fyrir slysi, en sterkur grunur leikur á að þeim hafi verið drekkt. Hótunarbréf Þeir sem nú hafa haft heppn- ina með sér hafa síðustu daga fengið hvert hótunarbréfið af öðru, og talið að þau komi frá þeim SS-mönnum sem sökktu seðlakössunum. Er þeim hótað öllu illu ef þeir hætti ekki leit- inni. Gull á botninum? Enn eru a.m.k. 12 staðir í vatninu sem líkur eru taldar á að kössunum hafi verið sökkt á en ekki hafa verið kannaðir enn. Á einhverjum þeirra er bú- izt við að finnist myndamót þau og önnur tæki sem notuð voru við prentun seðlanna. Þá þykir víst að Gestapó hafi auk hinna fölsku pundseðla sökkt þarna gullforða þýzku njósnaþjónustunnar, en grunur leikur á að hann hafi þegar verið slæddur upp. Ekki verðlausir Hinir fölsku pundseðlar eru, eins og áður segir, svo vel gerð- ir og hafa auk þess geymzt ó- skemmdir í vatninu þessi 15 ár, að erfitt er að þekkja þá frá ófölsuðum. Þeir eru þannig ekki taldir verðlausir, því að hægt sé að selja þá auðtrúa fólki á Rósfur á Kýpur Róstur urðu í þorpi einu á suðvesturhluta Kýpur ’í fyrra- kvöld. Lögreglan hafði ætlað að handtaka grískættaðan mann sem grunaður var um að hafa unnið skemmdir á vatns- leiðslu þorpsins, en þorpsbúar snerust til varnar og komu í veg fyrir handtökuna. Þeir réð- ust á lögregluna með öllum tiltækum vopnum. Liðsauki var sendur til þorpsins í gær. svörtum markaði í löndum þar sem skortur er á erlendum gjaldeyri. Hvað verður gert við seðlana? Talið er að allmikið sé enn í umferð af fölskum seðlum sem nazistar létu framleiða á stríðsárunum, en víst þykir að fimm punda seðlarnir sem nú hafa fundizt verði aldrei gjald- miðill. Austurrísk stjórnarvö’d hafa fylgzt með leitinni og þess- ar 40 milljónir króna eru nú undir þeirra lás og slá. Senni- legt er að þeir verði afhentir Englandsbanka sem að líkind- um mun greiða þeim sem þá fundu einhverja þóknun fyrir að firra bankann þeim vandræð- um sem hlotizt hefðu af ef seðl- arnir hefðu farið í umferð. épíymreykingiam 1 löndum Suðaustur-Asíu er nú hafin herferð gegn ópíum- reykingum og annarri sþi'lingu Ópíumreykingar hafa- verið bannaðar í Thailandi og öllum ópíumbælum í höfuðbcrginni Bangkolc hefur verið lokað. Þegar fyrstu daga banns'ns lagði lögreglan hald á 9.000 ópíumpípur sem verðlagðar eru á samtals um 2 milljónir króna. Á næstunni mun lögreg’an heim- sækja um 60.000 ópíumreyk- ingamenn til þess að fylgjast með því hvernig þeim gengur að venja sig af lestinum. Geri þeir það ekki af sjálfsdáðum verða þeir lagðir í sjúkrahús með valdi. Átta kítiverskar stiílkiir setja heimsmet í fjallgöngu kvenna Kliíu íjallstind, sem Sven Hedin gaíct upp við fjórum sinnum Átta kínverskar stúlkur settu hinn 7. f. m. nýtt he'ms- met í fjallgöngu kvenna með því að klífa upp á tindinn á fjallinu Muztagh Ata í Pamírfjallgaröinum, en tindur- inn er 7546 metra hár. Hinn frægi sænski landkönn-’ uður Sven Hodin reyndi fjór- um sinnum að klífa þennan tind, fyrst árið 1894. Honum heppnaðist aldrei að komast upp, en kínversku stúlkunum er ekki fisjað saman enda munu þær hafa haft góðan út,- búnað. Hedin komst aldrei hærra en í 6800 metra hæð í tilraunum sínum. 50 árum seinna tókst Englendingnum Erico Earl Shipton að komast upp fyrir 7000 m línuna, en fyrstir til þess að klífa þennan tind urðu kínverskir og rússnesk'r fjall- göngumenn, en þeim tókst það árið 1956. Kínverska fréttastofan Nýja Kína, segir að stúlkurnar átta hafi verið þátttakendur í 47 manna leiðangri Kínverja. Af þelm komust 33 alla leið upp á tindinn og meðal þeirra voru stúlkurnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.