Þjóðviljinn - 05.08.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.08.1959, Blaðsíða 12
Framsókn er ekki andstæðing- r ur Ihalds heldur kepplnautur FramsóknarþmgmaSur saknar daga sam- stjórnar ihalds og Framsóknar 1953-55 Frumvarp til stjórnarskrárbreytingar, kjördæmafrum- varpið, var til framhalds þriðju umræðu á fundi neöri deildar Alþingis í gær. Einn af hinum nýju þingmönn- um Framsóknarflokksins, Björn Pálsson þingmaður Aust- ur-Húnvetninga, flutti þá ræðu, þar sem í fullri hrein- skilni var lýst yfir aö stefna flokksins í kjördæmamálinu væri sú að koma allsstaðar á einmenningskjördæmum, líka í Reykjavík, en þessu stefnumáli hafa Framsóknar- menn og málgögn þeirra lítt haldið á loft að undan- förnu, — ekki talið þáð ráðlegt. Ræðumaður taldi að klairfa- skap FramsóknarforinKjanna hefði að einhverju leyti mátt inn kenna að ekki tókst sam- komulag með Framsóknar- ffokknum og Sjálfstæðisflokkn- um um stofn- un einmenn- ingskjör. dæma um allt land. Harmaði hann að slitn- að liefði sam- starf þessara flokka um r;ík. Hreinskilinn . ... . isstjorn fyrir þremur árum, því að þjóðar- búskapurinn hefði að sínu áliti kannski aldrei gen.gið betur en þá, árin 1953-55 — á stjórn- arárum Framsóknaríhaldsins, þegar æ fleiri landsmenn voru flæmdir frá framleiðslustörfun- um í óarðbæra vinnu fyrir bandaríska hernámsliðið á Suð- urnes jum! Skeiðreið til íhaldsins Þetta var jómfrúræða Björns á þingi og voru áheyr- endapallar þinghússins þétt- setnir meðan hann flutti hana. Höfðu menn gaman að líkinga- tali hans — hann iíkti t. d. þjóðfélaginu ýmist við stóran búgarð eða plöntu — en öðru fremur vakti þó athygli hrein- skilni hans, sem stakk mjög I stúf við skrif Tímans að und- anförnu og þingræðu Þórarins Tímaritsljóra, þar sem hann hélt því fram að Framsóknar- flokkuiinn væri orðinn höfuð- andstæðingur maldsins. Skúli Guðmundsson talaði næstur á eftir Birni Pálssyni, en síðan fiutti Einar Olgeirs- son langa og snjalla ræðu. Vék hann fyrst no'kkrum orðum að ræðu Skúla, en gerði síðan ræðu Björns Pálssoaar að um- talsefni. Benti Einar á að Björn hefði með yfirlýeingu sinni um að Framsðkn og Sjálfstæðis- flokkurinn hefðu átt að leysa kjördæmamálið saman á grund- velli einmenningskjördæma vilj. að gera það sem Tíminn hefur að undanförnu verið að ráðast á verkalýðsflokkana fyrir: hafa samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn um kjördæmabreytingu. Samþykkt flo'kksþings Fram- sóknar um einmenningskjör- dæmin hefði lítt verið hampað að undanförnu, þar til nú einn af svokölluðum fulltrúum dreifbýlisins hefði lýst þessari stefnu flokksins hreiiiskilnis- lega. Lítil veiði — Mikið veiðar- færatjón Siglufirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðv. 1 nótt varð vart við ofurlitla síld við Grímsey og komu nokkrir bátar til Siglufjarðar. Aflahæst var Freyja ÍS með 500 mál, Heimaskagi AK fékk 350 og Einar Hálfdánarson ÍS 350. Fjalar VE, Akraborg EA, Vörður TH, Þorsteinn GK og Helguvík KE voru öll með nokkru minni afla • Framhald á 9. síðu Einar Olgeirsson drap einnig á þau ummæli Björns, að kenna mætti að einhverju leyti klaufa- skap Framsóknarforingjanna um að ekki tókst samkomulag við íhaldið um þessa ,,lausn“ kjördæmamálsins. Klaufaskap- urinn, sagði Einar, var fólginn í þv'í, að Framsóknarforingj- arnir vissu jafnan ekki hvort þeir áttu heldur að semja til vinstri eða hægri, í sama far- inu var staðið. Eg er liinsveg- ar sannfærður um, sagði Ein- Framhald á 6. síðu. fMÚÐVIUINN Miðvikudagur 5. ágúst 1959 — 24. árgangur — 164. tölublað Nixon rædd! í 6 stundlr ?ið Gomulka í Varsjá Honum heíur verið mjög fagnað í Póllandi, fer þaðan heimleiðis í dag Ricliard Nixon, varaforseti Bandaríkjanna, kom til Varsjár á sunnudaginn, en heldur þaðan lieimleiðis fyrir hádegi í dag. Nixon var vel fagnað þegar hann kom til höfuðborgar Pól- lands á sunnudaginn. Að sögn fréttaritara var mikill mann- fjöldi saman kominn til að hylla hann þegar hann ók frá Meðal farþega frá London með Hrímfaxa sl. inánudagskvöld, voru sjö blaðameun frá brezkum blöðuín. Á myndinni eru eftir- taldir blaðamenn: Alastair Burnet frá The Economist, Harry Dunn frá The Scotsman, Kingsley Martin frá The New States- man, Adam Fergusson frá The Glasgow Herald, Eric Stevens frá The News Chronicle, Michel Stevens frá The Manchester Guardian og Guy Rais írá tlie Daily Telegraph. Blaðamenn þessir munu dvelja hér í boði Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna í eina viku og halda utan þann tíunda þessa mánaðar. Ljósm. P. Thomsen. flugvellinum inn í borgina. Hann hefur skoðað sig um i Varsjá og næsta nágrenni hennar. I gær heimsótti hann þannig háskólann, dómkirkjuna og stáliðjuver fyrir utan borg- ina, og lagði blómsveig á minn- isvarða sem reistur hefur verið í gyðingahverfi börgarinnar sem Þjóðverjar lögðu í rúst á stríðsárunum. Hann ræddi um hinar miklu hörmungar sem gengu yfir pólsku þjóðina í síð- asta etríði og sagði að þær mættu aldrei endurtaka sig. I háskólanum ræddi hann um nauðsyn aukinna menningar- tengsla milli Póllands og Bandaríkjanna og minntist sér- staklega á að ríkin ættu að skiptast á kennurum og stúd- entum. Nixon ræddi við Gomulka, framkvæmdastjóra Sameinaða Verkamannaflokksins pólska, í sex klukkustur.Gir í fyrradag og í gær sat hann hádegis-1 verðarboð hjá Cyrankiewicz for^ sætisráðherra. Ræddust þeir við í tæpar þrjár klukkustundir og sagði Cyrankiewicz að viðræð- unum loknum að þær hefðu verið mjög gagnlegar. Kvöldfundur í neðri deild Kvöldfundur var í neðri deild Alþingis í gær og var kjördæma- frumvarpið til framhalds 3. um- ræðu. Var ætlunin að ljúka um- ræðunni þá. Frá skákmétinu í Örebro 1 6. umferð á Norðurlanda- mótinu í skák, er tefld var í fyrradag, ifóru leikar svo í landsliðsfl., að Stáhlberg vann Liljenström og Haahr vann Fron, Olsson og Nyman, Nie- melá og Patterson gerðu jafn- tefli. Biðskák varð hjá Inga R. og Reeise. I meistaraflokki vann Ólafur Magnússon sína s'kák en Jón Þorsteinsson gerði jafntefli. Skák Björns Jóhannessonar fór í bið. Jón Hálfdánarson vann skák sína í unglingaflokki. Innflutningur okkar frá Tékkóslóv- akíu skertur um rúman fjórðung AfleiSíngin: Tékkar hœfta Wð oð kaupa af okkur ýmsar afurSir sem Wð eigum erfjff að finna markaS fyrir Fyrstu fimm. mánuði þessa árs hafa stjórnarvöldin skert innflutning okkar frá Tékkóslóvakíu um 12,5 millj. króna eða rúman fjórðung. Afleiðing þeirrar ráðs- mennsku hefur orðið sú að Tékkar hafa ekki séð sér fært að kaupa af okkur ýmsar afurðir sem þeir höföu hug á aö kaupa og okkur vantar markað fyrir. Fyrstu fimm mánuði ársins 1958 nam innflutningur okkar frá Tékkóslóvakíu 46.5 milljón- um króna, en á sama tíma í ár hefur innflutningurinn orðið 34 mihjónir króna. Þessi niður- skurður hefur verið framkvæmd- ur með því að innflutningsyfir- völdin og bankarnir hafa tak- markað innfiutning á ýmsum ágætum tékkneskum vörum. svo sem vefnaðarvörum skófatnaði, vélum og verkfærum o.s.frv. Allt eru þetta vörur sem íslenzkir innflytjendur hafa hug á að kaupa og næg eftirspurn er eft- ir hér innan lands. Vildu auka kaup sín hér Á þessum sama tíma hafa Tékkar haí't hug á því að kaupa af okkur ýmsar afurðir sqm okk- ur vantar markaði fyrir. Má þar t.d. nefna nautakjöt. saltsíld og niðursuðuvörur. Höfðu íslenzkir útflytjendur mikinn hug á að gera samninga við Tékkóslóvak- íu um kaup á þessum afurðuin, en vegna hins skerta innflutnings frá Tékkóslóvakíu hafa tékknesk stjórnarvöld ekki séð sér fært að gera bessa samninga og keypt vörurnar í staðinn annarstaðar. Þaðan er leyít að flytja inn Þær vörur sem ekki hafa feng- izt fluttar inn frá Tékkóslóvakíu hafa í staðinn verið keyptar í öðrum löndum, t. d. í Vestur- þýzkalandi. Innflutningur okkar þaðan nam 51,7 millj. kr. fyrstu fimm mánuði þessa árs. en við íluttum þangað vörur fyrir að- eins 17,7 milljónir. Frá Bretlandi keyptum við á sama tíma vörur fyrir nær 50 milljónir króna, en útflutningur okkar þangað nam aðeins 28.4 milljónum. Útflutn- ingur okkar til Tékkóslóvakíu nam hins vegar 33,6 miljónum á sama tímabili, og hefði verið hægt að auka hann til muna eins og áður er sagt. Ákveðum sjálfir útflutninginn Fyrir nokkrum dögum vitnaði Þjóðviljinn í ummæli Finnboga Guðmundssonar útgerðarmanns í Gerðum. Hann benti á þá stað- reynd að við ákveðum sjálfir hve mikið af afurðum okkar við get- uin selt í vöruskiptalöndununi með því hversu mikið við kaup- um þar. Þegar innflutningur okkar frá löndum eins og Tékkó- slóvakíu er skertur eru stjórnar- völdin jafnframt að skerða út- flutning okkar þangað, og birt- ast hinar háskalegu afleiðingar þeirrar stel'nu rpjög greinilega einmitt um þessar mundir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.