Þjóðviljinn - 05.08.1959, Page 7

Þjóðviljinn - 05.08.1959, Page 7
Miðvikudagur 5. ágúst 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hannibal Valdimarsson: Léleg framleiðsluvara verður alltaf léleg útflutningsvara þ.m. varðandi frumvarp um efnahagsmál, er nú liggur fyrir Alþingi frá ríkisstjórninni. í>á skorar fundurinn á Al- þingi að samþykkja breytingar- tillögu þá, er fram er komin við frumvarpið, um að kaup kvenna skuli frá 1. febrúar n.'k. greitt með vísitölunni 185, en ekki 175, eins og til er ætlazt í frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar“. Svar til Alþýðublaðsins í tilefni af skrifum bess dag eftir dag út af smá- grein í rússneska tímaritinu „New Times" um íslenzk verkalýðsmál. íslenzk verkalýðssamtök hafa sannarlega tekið afstöðu bæði til kaupránslag- anna oog herstöðvamálsins. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn kveinka sér undan því, að sagt sé frá því erlendis, að þeir hafi lækkað kauD með lögum og þannig riftað gerðum samningum milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda — Þetta þykja líka hvarvetna ill tíðindi, og þó ótrúlegast að um þetta skuli hafa íekizt samkomulag atvinnurekendaflokks og verkalýðsflokks. Alþýðublaðið hefur tvo und- anfarna daga re.vnt að gera veður út af smágrein, sem ég skrifaði í apríl í vor í rússn- eska tímaritið „Nýir Tímar,“ sem út kemur á níu tungu- málum. — í dag sé ég, að Morgunblaðið tyggur upp þvætting Alþýðublaðsins um þetta, enda er það nú orðin höfuðíþrótt þessara blaða, að endurprenta hvort eftir öðru allt það rætnasta og andstyggi- legasta, sem þau gæða lesend- um sínum á hvort um sig. — 1 þetta sinn hafa þessi systur- fyrirtæki stjórnmálanna því ekki brugðið vana sínum. Ég hélt i fyrstu, að ég kynni að hafa kastað handritinu að þessari smágrein. þar sem ég hafði ekki látið mér detta í hug, að hún yrði nokkurntíma gerð að opinberu umtalsefni. En af tilviljun fann ég handrit greinarinnar. og var hún svö hirt í heild í Þjóðviljanum í gær. Geta þeir, sem um það hirða •og heldur vilja það hafa, sem sannara reynist. þannig gengið ,úr skugga um. að hér er ekki um meina áróðursgrein að ræða, heldur örstutt yfirlit um þróun íslenzkra verkalýðsmála. Auðvitað komst ég ekki hjá að skýra frá því, að ríkisstjórn íslands hefði nú lækkað kaup íslenzkra launþega með lögum og þannig ráðizt á samnings- rétt verkalýðsfélaganna. Síðan sagði ég í greininni: „liefur verkalýðshreyfingin það nú til yfirvegunar, hvernig hezt sé að mæta þessari árás. Dreg ég það ekki í efa, að henni verði hrundið með sam- cinuðum styrk íslenzkra verka- lýðsfélaga," Hef ég nú nokkuð fyrir mér í því. að íslenzk verkalýðshreyf- ing hafi tekið afstöðu gegn þessari lagasetningu og þeirri' árás á lífskjör launafólks, sem í henni felst? Afstaða Alþýðusambands fs- lands liggur skýrt fyrir í svo- hljóðandi miðstjórnarsamþykkt írá 19. janúar 1959: „Miðstjórn ASÍ fékk í gær, sunnudag 18. janúar, til um- sagnar frumvarp ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum og vill út af því taka eftirfarandi fram!' 1. Þessar ráðstafanir hafa ver- ið ákveðnar af ríkisstjórn- inni, án nokkurs samráðs við verkalýðssamtökin, sem með- al annars sést af því, að nú þegar hefur verið lokið end- anlegu samkomulagi við Landssamband ísl. útvegs- manna um aukna aðstoð við útgerðina á þeim grundvelli, að frumvarpið verði lögfest. 2. Með frumvarpinu, ef að lög- um yrði, er gert ráð fyrir því að breyta löglega gerðum kjarasamningum stéttarfé- laganna stórlega til lækkun- ar og ákveða þennig kaup- Hannibal Valdimarsson. lækkun með liigum. Getur verkaiýðshreyfingin ekki lát- ið undir höfuð leggjast að mótmæla slíku harðlega. 3 Samið hefur verið við at- vinnurekendur í sjávarútvegi um tugmilljóna auknar bæt- ur af opinberu fé umfram það, sem felst þeim til hags- bóta í kauplækkuninni sjálfri. 4. Engin trygging er fyrir því, að fjár til þessara ráðstaf- ana og niðurgreiðslna, verði ekki aflað með nýjum álög- um á almenning síðar á ár- inu. 5. Miðstjórnin telur, að að- gerðir þessar brjóti í megin- atriðum í bág við stefnu þá, sem nýlokið Alþýðusam- bandsþing markaði í efna- hagsmálúm, þar sem með henni er í senn gengið á samningsrétt verkalýðssam- takanna og stefnt að stór- felldri kjaraskerðingu. 6. Með vísun til framanritaðs varar miðstjórn ASÍ alvar- lega við samþykkt frum- varpsins og bendir sérstak- lega á þá hættu, sem í því felst að ætla að afgreiða að- gerðir í efnahagsmálunum, án eðlilegs samráðs og sam- starfs við launþegasamtökin í landinu. Jafnframt iýsir miðstjórn- in yfir þvf, að hún er reiðu- búin til viðræðna við ríkis- stjórnina um aðgerðir verð- bólg. til stöðvunar á grund- velli þeirrar samþykktar, sem þing Aiþýðusambandsins í lok nóvember síðastliðins gerði í þeim efnum.“ Þessi samþykkt ein mundi fyllilega næg'ja til að finna orðum mínum stað. En af miklu meira er að taka. Þann 22. janúar mótmælti Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna á Akureyri þessari lagasetn- ingu. Þar er „harðlega mótmælt þeirri stórfelldu kjaraskerð- ingu,“ sem í lögunum felist og sérstök áherzla lögð á, að með því að lögbjóða kauplækkun sé verið að taka samningsréttinn af verkalj'ðsfélögunum og skerða stórlega árangurinn af áratuga starfi þeirra. Daginn eftir gerir fjölmennur fundur í Verkamánnafélaginu Ðagsbrún þessa samþykkt um málið: „Fundur í Verkamannafélagr inu Dagsbrún, haldinn 23. jan. 1959, mótmælir harðlega frum- varpi ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. Fundurinn skorar á Alþingi að fella frum- varpið, þar sem það felur í sér stórfellda kjaraskerðingu og fellir úr gildi, ef að lögum verð- ur, samningsbundin kjaraá- kvæði verkalýðsfélaganna, sem gerð eru samkvæmt löghelgum rétti þeirra til frjálsra samn- inga við atvinnurekendur.“ Þann 25. janúar í vetur gerði Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Árnessýslu harðorða mót- mælasamþykkt út af kaupráns- lögunum. Þar er einnig bent á, að stefna sú, sem í frumvarpi stjórnarinnar felist, sé í and- stöðu við yfirlýstan vilja síð- asta þings Alþýðusambands Ts- lands varðandi lausn efnahags- málanna. Verkamannafélagið Hlíf í llafnarfirði ræddi frumvarpið um niðurfærslu verðlags og launa á félagsfundi 25. janúar 1959 og lýsti yfir, að það tæki ekki afstöðu til þess í heild, en síðan sagði orðrétt í ályktun fundarins: „Þó eru þegar augljós áhrif þess ákvæðis, er fjallar um niðurskurð á verðlagsuppbót- úm og lögboðna vísitölu. Vill fundurinn lýsa yfir and- stöðu sinni á þessu ákvæði frumvarpsins, þar sem um hvort tveggja er að ræða, veigamikla kjaraskerðingii og skerðingu á rétti verkalýðsfé- laga til samningsgerðar við at- vinnurekendur.“ v Enn gerðist það sama dag, að Sjómannafélag Hafnarfjarð- ar hélt aðalfund sinn og gerði þá svohljóðandi samþykkt: „Aðalfundur Sjómannafélags Hafnarfjarðar, haldinn 25. jan. 1959, mótmælir harðlega þeirri stórfelldu kjaraskerðingu, sem felst í lagafrumvarpi því, sem ríkisstjórnin lagði fram á Al- þingi 21. janúar. Fundurinn mótmælir því, að fiskverð bátasjómanna skuli með lagaboði vera lækkað úr kr. 1,91 í kr. 1,66. Sérstaklega mótmælir fundurinn þó því að fiskverð togarasjómanna, sem er óeðlilega lágt og aldrei hef- ur verið orðað að láta fylgja vísitölu, meðan hún fór hækk- andi, skuli nú vera lækkað með lögum. Fundurinn leggur sérstdka á- herzlu á, að með því að lög- bjóða kauplækkun er verið að taka ‘ samningsréttinn af verka- lýðsfélögunum og skerða þann- ig stórlega árangurinn af ára- tuga baráttu verkalýðsfélag- anna“. Þá tekur Félag járniðnaðar- manna í Reykjavík afstöðu til kauplækkunarmálsins með sam- þykkt á félagsfundi þann 28. janúar. Sú samþykkt var svo- hljóðandi: „Fundur í Félagi járniðnaðar- manna, haldinn miðvikudaginn 28. jan. 1959, mótmælir harð- lega frv. því. sem ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi um skerðingu samningsbundinna vísitöluuppbóta á grunnkaup launþega. Fundurinn vill alvarlega vara við þeirri hættu, sem búin er frelsi verkalýðsfélaga til að semja um kaup og kjör með- lima sinna, ef kauplækkunar- ákvæði nefnds frumvarps yrðu að lögum“. Og þann 29. janúar heldur Starfsstúlknafélagið „Sókn“ að- alfund sinn og gerði þar þessa ályktun: „Aðalfundur Starfsstúlknafé- lagsins Sóknar, haldinn 29. janúar 1959, samþykkir að lýsa yfir stuðningi við samþykktir síðasta ASÍ-þipgs í efnphags-. málum. Einnig lýsir fundurinn yfir stuðningi, sínum við sam- þykkt miðstjórnar ASÍ frá 19. Sjálfsagt hafa miklu fleiri samþykktir verið gerðar um' þetta mál, þó að hér verði eigi birtar, en þetta ætti a.m.k. að nægja til að sýna, að annað- hvort er leiðarahöfundur Al- þýðublaðsins harla fáfróður um verkalýðsmál, eða hann kærir sig ekki um að fara ná- kvæmlega með sannleikann, er hann fullyrðir, að ég hafi gert mig sekan um þá hneykslan- legu framkomu, að ræða þetta mál við Rússa „áður en íslenzk- um verkamönnum gafst kostur á að fjalla um málið“, eins og hann segir. (Alþbl. 29. júlí). Þá má ennfremur geta þess, að nokkur féJög hafa gert meira en að samþykkja mótmæli gegn kauplækkunarlögunum. Þau sögðu upp samningum sínum við atvinnurekendur, til þess að hnekkja kjaraskerðingu kaupránslaganna. Man ég í svipinn eftir þessum félögum: Hið íslenzka prentarafélag, sem fór fram á 15% kauphækk- un og lagði út í verkfall til að freista þess að knýja kröfur sínar fram. — Trésmiðafélag Reykjavíkur. — Félag íslenzkra rafvirkja. — Félag fram- reiðslumanna. — Mjólkurfræð- ingafélag íslands. — Og Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Um þessi félög dugar a.m.k. ekki sú röksemd, að það séu bara kommúnistar, sem fjand- skapist við kauplækkunarlög- in, því að þau eru nálega öll ýmist undir stjórn Alþýðu- flokksmanna eða íhaldsmanna. Það sem nú hefur sagt ver- ið, hygg ég að sanni það fylli- lega, sem ég sagði í grein minni, að íslenzk verkalýðs- hreyfing hefur það til yfirveg- unar, hvernig bezt sé að mæta árás þeirri, sem gerð hefur ver- ið á lífskjör allra launamanna hér á landi. Um bölvun vaxandi dýrtíðar f.yrir launastéttirnar þarf ekki að tala í þessu sambandi. Seín- asta Alþýðusambandsþing bauð samstarf við ríkisvaldið um stöðvun dýrtíðar við 185 stig, en við því var ekki litið. Þetta tilboð var endurnýjað með samþykkt miðstjórnar A.S:f., sem-birt er hér að framan, en það var líka hundsað, og kaup- ið skorið niður um 10 stig bótalaust. Þá er það ann'að atriði, sem mér skilst að þeim Alþj^ðu- blaðsmönnum þyki vítavert, að ég skuli hai'a minnzt á í grein minni í „New Times“. Um þetta mál sagði ég í grein- inni: „Eins og kunnugt er, hafa Bandaríki Norður-Ameríku herstöð á íslandi. Er hún til einskis gagns í friði, en stór- hættuleg lífi þjóðarinnar, ef til ófriðar drægi. — Þess vegna vinna íslcnzk verkalýðssam- tök að því af alefli, að Kefla- vikurherstöðin verði lögð niður og herliðið flutt úr landi“. Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.