Þjóðviljinn - 01.09.1959, Síða 9
Þriðjudagur 1. septembsr 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Keílavík sigraði Þrótt með yfirburðum
Á sunnudaginn léku í Ytri
Njarðvík lið ÍBK og Þróttar.
Lyktaði leiknum með stórsigri
ÍBK, en fyrirfram hafði verið
búizt við jöfnum og hörðuin
leik. Raunin var samt önnur,
Kefivíkingar höfðu enga mót-
stöðu við að etja. Leikurinn
var í heild afskapiega rislágur (
og fremur óskemmtilegur fyr-
ir alla aðila á að horfa. Er
J)að e.t.v. skiljanlegt, þar eð
veðurguðirnir gerðu allt til að
spilla sem mestu, því að rign-
ing og rok var meðan leikur-
inn fór fram. Völlurinn var því
mjög slæmur, að maður nú ekki
tali um boltann, sem í liöndum
markvarðanna ^ var liáll sem
blautt sápustykki. Eínnig voru
mörkin mjögi illa farin, grasiá
spænt upp og forarleðja komin
í staðinn, og rauða malarlagið
farið að gægjast í gegn. Er
það því augljóst, að ekki voru
aðstæður til leiks sem beztar.
Ekki er ástæða að rekja gang
leiksins mikið, hann fór að
verulegu leyti fram á vallar-
helmingi Þróttar. Skal nú mörk-
unum níu nokkuð lýst.
Fyrri hálfleikur.
Á . 8. mínútu skoraði Högni
fyrsta mark Keflvíkinga með
geysifallegu „kontra“ skoti í
bláhornið.
Fáum mínútum síðar jafna
Þróttarar og er þar að verki
Halldór Halldórsson með all-
gott skot innan vítateigs.
Á 18. mínútu tekst Högna að
skjóta innan vítateigs eftir
klúður Þróttarvarnarinnar og
leikar standa 2:1 IBK í vií
Sjö mínútum síðar skorar
Haukur Jakobssón þriðja mark
Keflvíkinga eftir að hann
komst einn inn fyrir með knött-
inn.
Nr. 4 kemur svo af mjög
löngu færi (ca 35 metrar). Það
var reyndar mjög fallegt skot
Guðmundar Guðmundssonar
hægri framvarðar Keflvíkinga
neðst í vinstra horn marksins,
en þó finnst manni einhvern
veginn að markmanninum hefði
átt að takast *að fá hendur 4
boltanum.
. Síðari hálfleikur.
Á 52. mínútu gaf Högni bolt-
ann fyrir frá liægri kanti til
Skúla sem skorar með óverjandi
skalla, 5:1.
Sjötta markið skorar Haukur
Akranes-Fram 2:2,
KR vann Val 6:0
Á sunnudag fóru samtímis
leiknum í Njarðvíkum fram
tveir leikir aðrir, KR—VALÍJR
í Laugardal og AKRANES—
Fram á Akranesi. I Laugar-
dal sigraði KR með yfirburð-
um, þrátt fyrir fjarveru tveggja
af sínum beztu mönnum (Þór-
ólfs og Harðar) með 6:0. Á
Akranesi gerðu ÍA og Fram
jafntefli 2:2 í fjörugum leik.
eftir góða sendingu Guðmund-
ar Guðmundssonar.
Á 32. mínútu ge’saði æðis-
gengin orrusta um knöttinn inn-
an vitateigs Þróttar, sem íauk
með skoti Skúla, 7:1.
Enn einu sinni skorar Skúli,
og í þetta sinn úr mjög óvana-
legri aðstöðu, þ.e. alla leið ut-
an a.f kanti, mjög laglegt skot,
en eigi að síður hefði átt að
vera hægt að verja.
Þannig lauk þessum „úrslita-
leik“ með miklum sigri Kefl-
víkinga, og var hann eftir at-
vikum réttlátur. Bæði liðin áttu
mýgrút tækifæra, t.d. má nefna
vítaspyrnu, sem Keflvíkingar
„brenndu af“.
Leikur þessi var síðasti leik-
urinrt. í íslártdsrnótinu, sém
hefur nokkur afgerandi áhrif.
Kéflavík mun á sumri komanda
leika í 1. deild, en Þróttur fer
aftur í 2. deild eftir stutta
viðdvöl. Það er leitt til þess að
vita hvernig liðsmenn Þróttar
hafa æft nú í sumar. I liðinu
eru margir bráðlagnir menn og
efni í afburða knattspyrnumenn
en það virðist einna helzt sem
þessir ungu menn kjósi að
halda sig í þeirri blekkingu að
vera taldir „efnilegir“, en það
er ekki nóg að vera „efnileg-
ur“, það verður að vinna til
þess að ná árangri, afburða-
mannsins.
Liðin.
Það væri varla rétt að tala
um „beztu“ menn liðanna.
Sannleikurinn er sá, að enginn
átt'i verulega góðan leik, enda
voru engin skilyrði fyrir hendi
til þess eins og áður er eagt.
Vörn Keflvíkinga stóð sig vel
gegn hinni sókndaufu framlínu
Þróttar. Heimir markvörður
var þar beztur, hreinn meist-
ari í að meðhöndla hálan
knöttinn, framvarðalínan var
og góð, Guðm. Guðmundsson
og Sig. Álbertsson. í fram-
línunni átti Högni góðan leik.
Svo og Haukur Jakobsson og
Skúli.
Lið Þróttar brást algjörlega
vonum manna. Liðið átti góðan
leik gegn toppliðinu KR og var
talið sigurstranglegt fyrir leik-
inn. Liðið í heild átti sinn
vérsta leik á sumrinu og voru
þó leikir liðins fyrr á sumrinu
margir hverjir engin gullkorn
að gæðum. Vörnin fór að mestu
. leyti í molat í leik þessum.
Franivarðalínan hefur aldrei
verið eins óvirk og nú. 1 fram-
línunni var Halldór Halldórs-
son ágætur og hafði gott vald
yfir knettinum, en þeir voru
heldur ekki fleiri, er það gerðu.
Eftir eru nú tveir leikir í ís-
landsmótinu og er Akranes aðili
að báðum, það eru leikir við
Þrótt og KR, en leikir þessir
hafa enga þýðingu fyrir útlínur
mótsjns, því KR-ingar eru ör-
uggir' Islándsmeistárár og
Þróttarar fallkandidatar.
- bip -
Ullevi í Gautaborg
Einn stærsti og glæsilegasti íþróttaleikvangur Syíþjóðar er i
Gautaborg og nefnist Ullevi. Leikvangur þessi var vígður 29.
maí 1958, en síðan hafa mörg meiriliáttar íþróttamót farið þar fram, m.a. voru liáðir þar í
fyrrasumar margir ka].\.leikir í heimsmeistarakeppniuni í knattspyrnu og jj síðustu viku fór
þar á leikvanginum fram landskeppni í frjálsum íþróttum milli Finnlands og Svíþjóðar, sú
19. í röðinni. Eins og skýrt liefur verið frá í fréttum blaðsins unnu Finnar þessa keppni
eftir harða og jafna baráttu. — Myndin her að ofan var tekin á vígsludegi Ullevi-leikvangs-
ins í Gautaborg;
BÆJARPOSTURINN
Svið - svið - svið — „Rýmingarsala" á sviðum
Aukin íramleiðsla. hækkandi verðlag
EINS OG kunnugt er, lækkuðu
svið heldur betur í verði rétt
fyrir helgina, eða úr 21 kr.
kg niður í 12 krónur. Ekki var
þó hér um neina „framleiðslu-
kostnaðarlækkun" að ræða,
heldur var svo mikið af svið-
um óselt, að Framleiðsluráð
var farið að örvænta um að þau
seldust nokkurn tíma, en slát-
urstíðin skammt undan og nýj-
ar sviðabirgðir væntanlegar á
markaðinn. Brugðu forráða-
menn landbúnaðarins (Fram-
leiðsluráð) skjótt við og lækk-
uðu sviðin um nærri helming
til að afstýra voðanum, og
reykvískar húsmæður, virðast
hafa brugðið við að sama skapi
skjótt og keypt svið í sunnu-
dagsmatinn. Á föstudaginn og
laugardaginn var spurt eftir
sviðum í öllum kjötverzlunum
og víða voru þau búin strax á
föstudaginn. Þetta sýnir m.a.
að almenningur hefur ekki tal-
ið sig hafa efni á að kaupa
svið, meðan þau kostuðu 21
kr. hvert kíló. En hvers vegna
jvar verðið ákveðið svona hátt
(í fyrra? Manni finnst þó, að
einhvern milliveg hefði mátt
jfara milli tuttugu og einnar
jkrónu og tólf króna. Ef það á
að gera ráð fyrir innanlands-
neyzlu á lahdbúnaðarvörum, þá
jverður að ákveða yerðlag þeirra
í samræmi við greiðslugetu
neytenda, en skrúfa það ekki
upp úr ' öllu valdi, eins og
Framleiðsluráð hefur, gert Jind-
anfarin ár. Slíkt leiðir eingöngu
til þess að varan selst ekki, ó-
seldar birgðir hlaðast upp í
landinu; almenningur bókstaf-
lega neitar sér um að kaupa
landbúnaðarvörurnar, þótt
Framleiðsluráði gangi kannski
illa að skilja það, þangað til
óttinn við óseldar brigðirnar
hressir upp á skilninginn, eins
og dæmið uni sviðin sýnir.
OG NÚ ER spáð hækkuðu
verði á landbúnaðarvörum í
haust. Hvernig má það vera?
Átti ekki allur kostnaður að
fara snarlækkandi vegna kaup-
lækkunarinnar í fyrra? Hefur
hún engu bjargað þegar til
kemur, eða hvað? Og hvernig
má það vera, að stóraukin
framleiðsla þessara vara, stór-
bætt skilyrði við landbúnaðar-
störfin (sem neytendur almennt
taka a.n.l. þátt í að borga), og
stórlækkað kaupgjald almenn-
ings, leiði til síhækkandi fram-
leiðslukostnaðar? Er það eðli"
leg þróun? Og ef svo er, hvers
vegna er þá verið að fleygja
tugum milljóna á ári í véla-
kost fyrir landbúnaðinn í því
augnamiði að auka framleiðsl-
una? Væri ekki nær að reyna
að draga úr henni, úr því að
aukin framleiðsla þýðir hækkað
verðlag? Og hvað um þetta
blessað Framleiðsluráð, er það
alveg einrátt um það, hvernig
landbúnaðarvörur eru verð-
lagðar. Það er sízt furða, þótt
launþegar spyrji sem svo, þeg-
ar einlægt er látið í veðri
vaka, að öll dýrtíð sé kaup-
gjaldinu að kenna, en svo kem-
ur í ljós, að þótt kaupgjald sé
skert með Iögum um 10—15%,
verður ekkert láti á dýrtíðinni.
ORÐSENDINC
frá BólsturgerSiiiiii Skipholti 19
Eftirtalin húsgögn höfum við nú aftur á boðstólum:
Hringsófasett, — Útskorin sófasett, — Armstóla-
sett stoppuð undir arma, — Armstólasett með
póleruðum örmum, — Létt armstólasett, — Létt sett
með póleruðum sökkli, — 2 gerðir af léttum nýtízku
settum, — Svefnsófar, eins og tveggja manna, —
Skrifborð fyrir herra, — Skrifborð fyrir dömur,
með spegli, — Sófaborð, — Innskotsborð, —
Rúmfatakassar, — Utvarpsborð, — Símaborð,
Smáborð.
3 gerðir af kommóðum
hentugar til tækifærisgjafa
ön o'kkar húsgögn eru fyrsta flokks og unnin af
færustu fagmönnum.
Við bjóðum viðskiptamönnum okkar upp á beztu
fáanlega greiðsluskilmála þannig, að allt andvirði
liúsgagnanna greiðist með jöfnum afborgunum
mánaðarle.ga.
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU.
Bólsturgerðin h.f.
Skipliolti 19 (Nóatúnsmegin)
Sími 10388.