Þjóðviljinn - 06.09.1959, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1959, Blaðsíða 4
Línui þessar munu væntan- lega birtast sama dag og kand'idatamótið hefst í Bled I Júgóslavíu þ.e. 6. september. Mót þetta er nú að sjálfsagðu efst í liuga íslenzkra Skák- manna og skákunnenda' og því ekki úr vegi að rifja upp ýmsa spádóma, er manni hafa borizt til eyrna varðandi frammistöðti einstakra kepp- enda og úrslit mótsins. Þar eru menn ekki sam- mála, sem trr.uðla varð heldur til æt’azt. Þó held ég, að þorri þeirra, sem eitthvert skynbrrgð þykjast bera á • þessa hluti sé sammála um, að Sovétskákmennirnir Tal, Smisloff og Petrosjan séu liklegastir til að skipa þrjú efstu sætin, þótt erfiðar gangi að gera unp á milli þessara þriggja berserkja. Þó munu fleiri hafa tilhneigingu til að ætla Petrosjan lægri hlut en þeim Tal og Smisloff, þannig að þeir tveir síðar- töldu mundu þá verða taldir líklegastir sigurvegarar og erfitt að gera upp á milli þeirra, enda hafa þeir ekki þreytt skák saman áður svo vitað sé. Ætli maður ofangreindum skákmönnum þrjú efátu sæt- in, þá vandast málið, þegar neðar dregur Flestir held ég að leggj samt á Gligoric i fjórða sætið, þótt Fischer eigi þar einnig marga áhangend- ur. Honum mundi því ajlavega falla fimmta sætið í skaut samkvæmt spám manna. Mér virðist að þeir sem spá Tal efsta sætinu geri yfirleitt hlut Fischers einnig góðan, og er þar ef til vill um æs'kudýrk- endur að ræða, en þessir tveir skákmenn eru yngstir. Hins vegar er svo að sjá sem Smisloffsinnar hafi einnig allmikla trú á Petrosjan. Þá erum við búnir að skipa meun í fjórða og fimmta sætið. Verða þá Keres, Frið- rik og Benkö að skipta með sér þremur neðstu sætunum. Láti maður meirihluta spá- mannanua ráða sem fyrr, þá rnmndi sú skipting fara fram í þeirri röð sem hér var tal- in þ.e. Keres sjötti, Friðrik siöundi og Benkö áttundi. Eru þá öli sæti skipuð en eftir að gera upp á milli Smisloffs og Tals. Svo að höfundur þessa þáttar fái einnig að taka þátt i spádómunum, þá vill hann leggja til sit.t lóð á metaskálarnar og skipa Tal í efsta sætið. Þá lítur spáin sem sagt svona út: 1. TAL 2. SMISLOFF 3. PETROSJAN 4. GT TGORIC 5. FISOHER G. KERES 7. FRTÐRIK ‘ 8. BENKÖ. ■ Það mun vera ástæðulaust að vara menn við því að j taka spádóma sem þessa alvarlega. Þessir átta kepp- endur eru svo likir að styrk- leika, að það mun ekki fjarri sanni, sem Petrosjan hefur látið sér um munn fara í blaðaviðtali, að svo til hver og einn hinna átta keppenda gæti gert sér vonir um efsta sætið. Taldi hann þó, að Frið- rik og Benkö hefðu þar einna minnstar vonir. Hvað Friðrik viokemur þá gerum við landar hans okk- ur góðar vonir um að hann fái sómasamlega útkomu, þótt líklega hafi hann fremur litla möguleika á að ná upp í efstu sætin. Hann mun að því er ég hefi fregnað hafa með sér tvo aðstoðarmenn, Inga R. Jóhannsson og þýzka skákmeistarann Darga. Ætti því að vera eftir atvikum allvel séð fyrir þeirri hlið málsins. Friðrik hefur oft sýnt það, að hann er harðskeyttastur þegar mest á reynir, og þarna þarf ekki að kvarta yfir því að raunin sé ekki nóg. Fari Friðrik ekki mjög illa af stað á mótinu, þá geri ég mér vonir um, að hann hljóti allt að 50% vinninga og eftirláti þannig einhverjum öðrum sjö- unda sætið Við bíðum og sjáum hvað setur. VESTUR-ÞÝZKALAND 11'/2 HOLI AND 8i/2 í landskeppni milli Vestur- Þjóðverja og Hollendinga i sumar sigruðu þeir fyrrnefndu með liy2 vinning gegn 8i/2. Tefld var tvöföld umferð á 10 borðum. Á þremur efstu borðunum tefldu fyrir Þjóð- verja þeir Unzicker, Schmid og Darga, en fyrir Hollendinga Donner, Prins og Bouwmeest- er. Hér fer á eftir ein bezta skák keppninnar. Hvítt: Donner (Holland). Svart: Unzicker (Þýzkal.). NIEMZO - INDVERSK VÖRN 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 o I o 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. 0—0 (lxc4 8. Bxc4 b6 Unzicker hefur rannsakað þetta afbrigði af sérstakri kostgæfni. Sú vinna hefur borgað sig, því hann hefur öft náð með því góðum á-' rangri. Menn ná líka ekki árangrj í skák nema leggja hart að sér. 9. a3 Á skákþinginu í Ziirich í sumar lék Donner hér 9. De2 gegn sama andstæðingi, Fram. haldið varð 9.------Bb7. 10. dxc5 , Bxc3. 11. bxc3 , bxc5. 12. Hdl , Dc7 og Unzicker vann í 57. leik. 9.------cxd4 Virðist nákvæmara en 9.------- Bxc3 sem gefur hvítum sterkt miðfoorð. 10. exd4 Eftir 10. Rxd4 , Bxc3 fengi hv'ítur einangrað peð á c-lín- unni. 10. -----Bxc3 11. bxc3 Dc7 12. Re5 Hvassasti leikurinn, hvort sem hann er nú sterkastur eður ei. 12. ------Rb-d7 13. f4 Bb7 14. De2 Ha-c8 Framhald á 11. síðu. hvar sem þér ferðizt.. hvernig sem þér ferðizt TakitJ ávallt ferSatryggingu og geritJ fertS ytJar sem öruggasta. SASLMVnpjPJlIJTriERríKCKnMffiÆJK, Sambandshúsinu — Reykjavík — Sími 17080 Umboð í ölluro kaupféSÖgum landsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.