Þjóðviljinn - 06.09.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1959, Blaðsíða 7
Suiinudagur 6. september 1959 — í“JÓÐVILJINN — (7 IT'inn. kunnasti fornleifafræð- ingur Dana er Peter Vil- helm Glob, eem nú er prófess- or í fomleifafræði við háskól- ann í Árósum og hefur komið þar upp fornminjasafni sem mikið orð fer af. En hann lætur sér ekki nægja að stjórna safni sínu og halda fyrirlestra við háskólann, heldur fer hann árlega í leið- angra til hinna fjarlægustu hvaðan vatnið kemur, en sag- an segir að það sé vatn úr ánni Efrat, sem fari um neð- anjarðargöng og komi upp á Bahrein. Þetta kann að vera rétt; að minnsta kosti vellur vatnið þarna upp enn þann dag í dag. — Hvað hafið þið fundið gamla muni? — Þeir eru þriggja, fjög- urra til fimm þúsund ára fundið vatnssalerni, sem eru þrjú-fjögur þúsund ára göm- ul. Við þekkjum musteri þeirra, við vitum um breyting- arnar á trúarbrögðum þeirra. — Og núlifandi íbúar? — Okkur semur ágæta vel við yfirvöldin á Bahrein. Hans hátign furstinn Sulman bin Hamad Al-Khakifab fylg- ist með störfum okkar af miklum áhuga. Hann kemur Donskir fornleifn- frreðingnr finnn menningnrmiðstoð n Bnhrein l«>ar var fiámeaming meðan forfe^iiF okkar veru mannætur! landa og leitar þar uppi minjar um fortíðina. Fyrir alllöngu ferðaðist hann þannig um Grænland, og auk vísinda- starfanna málaði hann þar fjölda mynda, því hann er einnig listmálari, þótt forn- minjafræðin sitji nú í fyrir- rúmi hjá honum. Og nú síð- ustu árin hefur hann stjórnað rannsóknarleiðangri á eynni Bahrein við Arabíuskagann. Þar hefur hann einnig dvalizt í sumar, og áður en hann fór átti danski rithöfundurinn Hans Kirk viðtal það við hann fyrir Land og Folk sem hér fer á eftir: Sögnin um vatnið Bahrein hefur verið mið- svæðis sem verzlunarstaður fyrir hin gömlu menningar- tríki í Mesópótamíu og Ind- landi, segir Glob prófessor. Henni var vel í sveit komið og auk þess var þar að finna tært vatn, en það hefur verið sjaldgæf vara á siglingaleið- unum þar í kring. Vatnið bull- ar upp á eynni og í hafinu umhverfis hana, þannig að nú hefur verið komið fyrir leiðsl- um í uppsprettulindunum á hafsbotninum, þannig að perlukafarar geti náð sér í birgðir. Ekki er enn vitað Þetta glæsilega uxahöfuð er meðal þess sem Danir hafa fundíð. gamlir eftir okkar tímatali, en raunar liggja hvert ofan á öðru lög sem sýna mismun- andi menningarstig. Trúlega hafa fiskimenn þróazt í sjó- menn og þeir aftur í stórkaup- menn, og þeir hafa orðið tengiliður hinna fornu borga í Indlandi og Mesópótamíu. í fornum frásögnum er getið um hina auðugu borg Dilmun. Kannski hefur hún verið Ba- hrein? Margt bendir til þess. En þessu blómaskeiði lauk um það bil 2000 árum fyrir upp- haf tímatals okkar, og ástæð- an er kunn. Indóevrópskir þjóðflokkar réðust þá inn í Indusdalinn og gereyddu stór- borgirnar þar, og þar með var verzlunaraðstaða Bahreins horfin. Glob sýnir myndir af upp- greftri þeirra félaga, og þarna hefur auðsjáanlega ver- ið glæsilegt menningarríki. Borgir og borgarmúrar, stór musteri og leirmunir bera vitni um þrótt og yndisþokka. Þessar fornminjar bera okkur nýjan vitnisburð um hæfi- leika og getu mannsins. Þarna er stórfalleg mynd af uxahaus með sveigðum horn- um, undursamlegri smelltri skál, slöngubeinagrindum al- settum perlum, frjósemistákn- um, litlum leirfugli, og allt eru þetta inunir sem einnig finnast hliðstæðir á Norður- löndum. En þarna koma þeir frá menningarríki ,sem b.efur borið mikinn blóma á samá tíma og forfeður okkar Norð- urlandabúar voru mannætur. Semur vel við íbúana — Þarna hafa fundizt töfl- ur með áletrunum sem okkur hefur ekki enn tekizt að lesa. En við munum ráða þær, þó síðar verði, segir Glob pró- fessor. Þá munu þessir fornu heimar opnast okkur enn bet- ur. En raunar vitum við þeg- ar býsna mikið. Við höfum og heimsækir okkur og býður okkur í höllina til sín. — En óbreyttir borgarar? — Olckur fellur vel þá, því að við erum óbreyícir borgarar líka. Þeir vita að við erum ekki komnir til að ræna þá. Við göngum eins klæddir og þeir, í þessum hag- kvæmu arabísku klæðum, við borðum samskonar mat og ’þeir. og við búum í samskonar vio steiktum geitina og átum hana saman í bróðerni, og byggingarmeistarinn var hinn ánægðasti. Einnig í Danmörku er altítt að finna hauskúpu af hrúti eða hrossi grafna niður sem fórn til andanna. Þegar óeirðir urðu þarna fyrir nokkrum árum, reyndi ekki nokkur maður að brjótast inn í húsið okkar. Það kann að nokkru að stafa af því að það var byggt og vígt-á arabískan hátt. Veizlur í búðunum — Að nokkru? — Já, því önnur gtriði skýra eflaust einnig viðhorf í- búanna til okkar. Við erum ekki haldnir neinum kynþátta- hleypidómum, við metum ekki fólk eftir hörundslit. Þess vegna getum við umgengizt Araba, háa sem lága, á eðli- legan hátt. Oft heimsækja okkur ungir furstar sem hafa verið á veiðum. Þeir hafa með sér skotna fugla, hljómsveit- ir og dansmeyjar, og við slá- um unp veizlu í búðunum. Sá einkennilegasti þeirra er Ah- med fursti, sem er óvenjuleg- um gáfum gæddur. Hann yrk- ir sjálfur ljóð og semur lög við þau samkvæmt ævafornum arabískum sið. Og raunar nor- rænum líka, því þetta gerðu okkar skáld einnig. — Hvaða guðir voru dýrk- aðir í musterum þeim sem leiðangur ykkar hefur grafið upp? — Fórnargjafirnar bera það með sér, að það hefur verið slöngugyðja. Hún hefur verið frjósemisgyðja. Slöngu- gyðju frá sama tima þekkjum við t.d. frá minoiska menn- Hluti af musterunum sem hafa verið grafin upp í Bahrein. húsum. Þegar við létum býggja búðirnar okkar, létúm við byggingameistara á staðn- um annast það verk, og þegar hann var búinn kom hann og sagði dálítið hikarudi, að eig- inlega vantaði dálítið til þess að þetta yrði gott hús. Eg sagði að hann yrði þá að bæta úr því, og honum létti stór- um. Það kom í ljós að það sem skorti var vígsluhátíð, líkt og við höldum reisugilli í nýbyggðu húsi. Það átti að slátra geit og grafa hauskúp- una undir innganginum — og ingarskeiðinu á Krít og einnig frá bronsöld Norðurlanda. Síðar verður slangan i trúar- brögðunum að sál hinna dauðu —- sú trú er kunn bæði frá Grikkjum og Rómverjum og frumstæðum þjóðflokkum enn þann dag í dag. Haugar í þúsundatali — I rústunum miklu sem danski leiðangilrinn ' hefur grafið upp ér að finna leifar þriggja mustera frá mismun- andi tímabilum' og síðar hef- Glob prófessor ur musterið verið notað sena íbúð, en það sést af gólflög- um úr gifsi í mismunandi hæð. Þarna hefur einnig verið greftrunarstaður, t.d. hafa fundizt leirskálar með barna- beinagrindum. Undir muster- unum eru leifar enn eldri menningar, og þar hafa birzt óvæntir hlutir. M.a. hefur sannazt að Grikkir hafa stundað sjóferðir í Persaflóa löngu fyrir daga Alexanders mikla. Þarna hafa einnig fundizt kínverskir og pers- neskir leirmunir og myntir frá fjarlægum fornríkjum, Allt sýnir þetta hversu mik- ilvæg verzlunarmiðstöð Ba- hrein hefur áður verið. Þetta er alvég ný vitneskja um til- veru mikillar menningarmið- stöðvar, og allt bendir til þess. að Bahrein sé í rauninni stað- ur sá sem kallaður var Dilm- un til forna. Sandurinn hefur feykzt yfir þennan fornaldar- bæ og falið rústir hans að fullu. —■ Er þessi danski leiðang- ur sá fyrsti sem sinnt hefur vísindarannsóknum á Ba- hrein? — Nei síðan 1878 hafa margir le;ðangrar starfað þar, allt til 1940. Þeim heppnaðist ekki að finna leifar um forna byggð, en þúsundir hauga á eynni kröfðust frekari rann- sókna. Því kom upp sú kenn- ing að Bahrern hefði í forn- öld verið greftrunareyja fyrir fólkið á meginlandi Arabíu. En þessar kenningar breytt- ust þegar er fyrsti danski leiðangurinn hóf störf sín. Samt á það mjög langt í land. að við höfum lokið störfum okkar — og þá er eftir að kanna þessar_Jpúsundir af haugum. Það verður einnig að grafa kerfisbundið í þá. Menn sem ekki kunnu til. verka hafa opnað nokkra hauga, og fnndið mjög fróð- lega og glæsilega muni. Þarna hafa fundizt gullskartgripir og fílabeinslíkneski, fléttuð í- lát og leirker. En við féllum ekki fyrir þeirri freistingu að byria á haugunum þótt þar byðist skjótari árangur. Við reyndum að finna hina fornu borg með þyí að beita leyni-. lögrégluaðferðum fornleifa- fræðinga, og sem betur fer tólist þáð fijótlega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.